Bæjarráð
1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 35
Málsnúmer 2406000FVakta málsnúmer
2.Skipulagsnefnd - 22
Málsnúmer 2405004FVakta málsnúmer
3.Skóla- og fræðslunefnd - 14
Málsnúmer 2405003FVakta málsnúmer
4.Umsókn um lóð vegna uppbyggingar Brákar íbúðafélags hses.
Málsnúmer 2406021Vakta málsnúmer
Bæjarráð vísar úthlutuninni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Samþykkt með 2 atkvæðum Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur og Ragnars Inga Sigurðssonar. Rangar Már Ragnarsson situr hjá.
5.Umsókn um lóð í Víkurhverfi
Málsnúmer 2406022Vakta málsnúmer
Bæjarráð vísar afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
6.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
Málsnúmer 2003023Vakta málsnúmer
7.Fundargerðir Jeratúns ehf.
Málsnúmer 2006001Vakta málsnúmer
8.Aðalfundur - Sjávarorka ehf.
Málsnúmer 2406018Vakta málsnúmer
9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer
10.Jónsnes - framkvæmdaleyfi fyrir veg
Málsnúmer 2310004Vakta málsnúmer
11.Fundargerðir stjórnar byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga
Málsnúmer 2101043Vakta málsnúmer
12.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer
13.Fyrirhugaðar framkvæmdir og staða verkefna
Málsnúmer 2404025Vakta málsnúmer
Bæjarráð þakkar byggingarfulltrúa fyrir greinargóða yfirferð.
14.Samstarf um uppbyggingu í Víkurhverfi
Málsnúmer 2401022Vakta málsnúmer
Bæjarráð tók á 18. fundi sínum jákvætt í erindi Skipavíkur og tók undir mikilvægi stöðuleika og fyrirsjáanleika öflugra fyrirtækja í sveitarfélaginu, en ótvírætt er að Skipavík er eitt þeirra í sveitarfélaginu líkt og erindi félagsins ber með sér. Bæjarráð fól bæjarstjóra að taka nánara samtal við Skipavík með það að markmiði að mæta þeirra þörfum og sveitarfélagsins og útfæra tillögu til bæjarráðs um samkomulag um uppbyggingu á lóðinni R1 með vísan til fyrirliggjandi gagna.
15.Þorrablót 2025
Málsnúmer 2406026Vakta málsnúmer
16.Umsóknir í Tónlistarskólann á Akureyri
Málsnúmer 2406020Vakta málsnúmer
17.Umsagnarbeiðni - Gististaður að Reitarvegi 8
Málsnúmer 2403022Vakta málsnúmer
Bæjarráð óskaði, á 21. fundi sínum, eftir umsögn skipulagsfulltrúa áður en afstaða er tekin til málsins. Umsögn skipulagsfulltrúa er nú lögð fram.
18.Umsagnarbeiðni - Birkilundur 10
Málsnúmer 2406003Vakta málsnúmer
19.Mögulegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga
Málsnúmer 2103021Vakta málsnúmer
20.Starfsemi eldhússins í Höfðaborg
Málsnúmer 2406019Vakta málsnúmer
21.Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambandsins
Málsnúmer 2403011Vakta málsnúmer
Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að teknar verði upp gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum frá og með haustönn 2024 gegn því að fyrir liggi útfærsla ríkisins á leið til að skólamáltíðir grunnskólabarna verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024 eins og boðað hefur verið.
Bæjarráð vísar breytingum samkvæmt framangreindu til vinnu við næsta viðauka.
Bæjarráð bindur vonir við að sveitarfélagið hafi með þessu lagt sitt af mörkum til að liðka fyrir gerð langtíma kjarasamninga til að kveða niður vexti og verðbólgu.
22.Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði
Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer
23.Ráðning fjármála- og skrifstofustjóra Sveitarfélagsins Stykkishólms
Málsnúmer 2402019Vakta málsnúmer
Á þeim grunni verði svo formleg tillaga lögð fram til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.
24.Sundabakki 1a - Fyrirspurn um bílskúr
Málsnúmer 2405028Vakta málsnúmer
Á 22. fundi sínum leist skipulagsnefnd ágætlega á framlagða ósk um að fá að breyta hluta bílskúrs í íbúð. Nefndin taldi breytinguna samræmast almennri landnotkun, byggðamynstri og þéttleika byggðar í þessum bæjarhluta. Leggi lóðarhafar fram formlega umsókn með tilskildum gögnum s.s. lýsingu á áformunum og grunnteikningu, lagði nefndin til við bæjarstjórn að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Bílastæði fyrir íbúðareininguna skulu vera innan lóðar.
25.Umsókn um stöðuleyfi - Miðasala í bátsferðir
Málsnúmer 2405011Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti, á 22. fundi sínum, að veita stöðuleyfi til 31. ágúst nk.
26.Umsókn um stöðuleyfi - Sæferðir ehf.
Málsnúmer 2405031Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti, á 22. fundi sínum, að veita stöðuleyfi til 12 mánaða eða til 1. júní 2025.
27.Hraðhleðslustöðvar
Málsnúmer 2405055Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd lagði, á 22. fundi sínum. til að til viðbótar við tillögu HS Orku, verði einnig skoðaðar staðsetningar í nálægð við spennistöðvar t.d. við Súgandiseyjargötu, milli bragga og bakarís og við Skúrinn. Nefndin lagði einnig til að staðsetning orkugjafa fyrir farartæki verði skoðuð frekar í endurskoðun aðalskipulags.
Bæjarráð vísar tillögum að öðrum staðsetningum orkugjafa fyrir farartæki til áframhaldandi vinnu hjá skipulagsfulltrúa og skipulagsnefnd.
28.Úlfarsfell - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegi
Málsnúmer 2309009Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti, á 22. fundi sínum, fyrir sitt leyti að veita framkvæmdaleyfi fyrir veginum. Nefndin taldi að framkvæmdin muni ekki hafa grenndaráhrif og lagði áherslu á að vandað verði til verka við frágang hans þannig að hann falli sem best inn í umhverfið. Einnig mælir nefndin með að mótvægisaðgerðum verði beitt t.d. með því að gróðursetja staðbundnar trjátegundir s.s. birki í landi Úlfarsfells í stað þeirra sem brýn nauðsyn er að fjarlægja.
29.Kallhamar-Hamraendar-ASK br. 2024
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti, á 22. fundi sínum, fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lagður fram uppfærður uppdráttur eftir breytingar sem gerðar voru í skipulagsnefnd.
30.Starfsemi félags- og skólaþjónustunnar
Málsnúmer 2302036Vakta málsnúmer
31.Tillögur ríkis um breytingu á fyrirkomulagi Heilbrigðiseftirlits
Málsnúmer 2406023Vakta málsnúmer
32.Umsókn um námvist utan lögheimilissveitarfélags
Málsnúmer 2404026Vakta málsnúmer
33.Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg (skelbætur)
Málsnúmer 2312008Vakta málsnúmer
Bæjarráð vill taka fram að talsmenn útgerða við Breiðafjörð, sem hafa nýtt skelbætur, hafa sent forsætisráðherra og matvælaráðherra erindi um að fyrirtækin fái fulla heimild til þess að nýta skelbæturnar áfram svo sem verið hefur. Jafnframt hafa talsmenn fyrirtækjanna sent inn lögfræðiálit sem sýnir með skýrum hætti að verði skelbætur felldar niður bóta laust er um eignaupptöku að ræða. Í því sambandi ítrekar bæjarráð afstöðu sveitarfélagsins að verði skelbæturnar felldar niður mun það skaða mjög starfsemi fyrirtækja í Stykkishólmi sem fara með 82.85% skelbótanna. Mundi það valda miklum samdrætti í atvinnulífinu í Stykkishólmi sem er með öllu óásættanlegt.
Bæjarráð hvetur matvælaráðherra og þingmenn kjördæmisins til þess að leita allra leiða til þess að tryggja að skelbæturnar verði veittar áfram eða gerðar upp með því að fyrirtækin fái sinn hlut í skelbótunum og geti nýtt hann við veiðar á bolfiski svo sem verið hefur.
34.Miðstöð öldrunarþjónustu í Stykkishólmi
Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer
Bæjarráð felur bygginarfulltrú að hefja undirbúning að uppbyggingu á Höfðaborg í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Bæjarráð vísar að öðru leyti málinu til vinnslu við viðauka 2024 og/eða til vinnu við fjárhagsáætlun 2025.
Fundi slitið - kl. 18:35.