Fara í efni

Bæjarráð

23. fundur 20. júní 2024 kl. 14:45 - 18:35 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Ragnar Már Ragnarsson bæjarfulltrúi
  • Ragnar Ingi Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrefna Gissurardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Hrefna Gissurardóttir fundarritari
Dagskrá

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 35

Málsnúmer 2406000FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 35. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

2.Skipulagsnefnd - 22

Málsnúmer 2405004FVakta málsnúmer

Lögð fram 22. fundargerð skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Skóla- og fræðslunefnd - 14

Málsnúmer 2405003FVakta málsnúmer

Lögð fram 14. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

4.Umsókn um lóð vegna uppbyggingar Brákar íbúðafélags hses.

Málsnúmer 2406021Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Búðinga ehf. á grundvelli samkomulags við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Brákar íbúðafélags hses. um I-lóð í Víkurhverfi. Jafnframt er lögð fram samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu leiguhúsnæðis í Stykkishólmi milli Brákar íbúðarfélags hses og Búðinga ehf, ásamt öðrum gögnum tengdri umsókninni framangreindri umsókn til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni í samræmi við fyrirliggjandi gögn enda byggir umsóknin annars vegar á viljayfirlýsing sveitarfélagsins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um fjölgun íbúða með áherslu á húsnæði með viðráðanlegan húsnæðiskostnað og hins vegar samkomulags sveitarfélagsins, innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um aukið framboð íbúðarhúsnæðis og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða, en hvort tveggja hefur verið samþykkt af bæjarstjórn. Vísar bæjarráð jafnframt til þess að málið er búið að vera í vinnslu hjá sveitarfélaginu, í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, síðustu 12 mánuði eða frá því að bæjarstjórn samþykkti þáttöku sveitarfélagsins í verkefninu eftir að umsókn sveitarfélagsins um stofnframlag ríkisins til uppbygginar í Stykkishólmi á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016, f.h. Brákar íbúðarfélags hses., var samþykkt.

Bæjarráð vísar úthlutuninni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Samþykkt með 2 atkvæðum Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur og Ragnars Inga Sigurðssonar. Rangar Már Ragnarsson situr hjá.

5.Umsókn um lóð í Víkurhverfi

Málsnúmer 2406022Vakta málsnúmer

Lögð fram lóðarumsókn R101 ehf. um H-lóð í samþykktu deiliskipulagi Víkurhverfis.



Bæjarráð samþykkir að auglýsa lóðina lausa til úthlutunar, í samræmi við lóðarreglur sveitarfélagsins, áður en afstaða er tekin til umræddrar umsóknar. Á grunni framanritaðs felur bæjarráð bæjarstjóra að auglýsa lóðina lausa til úthlutunar.

Bæjarráð vísar afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.

6.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Málsnúmer 2003023Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 180. og 181. fundar stjórnar SSV.



Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Jeratúns ehf.

Málsnúmer 2006001Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð hluthafafundar Jeratúns frá 13. maí 2024.



Lagt fram til kynningar.

8.Aðalfundur - Sjávarorka ehf.

Málsnúmer 2406018Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð aðalfundar í einkahlutafélaginu Sjávarorka ehf. frá 30. apríl 2024.



Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 948. fundar stjórnar sambandsins frá 31. maí 2024.



Lagt fram til kynningar.

10.Jónsnes - framkvæmdaleyfi fyrir veg

Málsnúmer 2310004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Náttúrustofu Vesturlands með niðurstöðum úr vettvangsskoðun vegna vegagerðar í landi Jónsness.



Bæjarráð telur rétt að taka fram að framkvæmdinni er ekki lokið og því rétt að gefa framkvæmdaraðilum ráðrúm til þess að ljúka framkvæmdinni og þar með frágangi á svæðinu, á sama tíma og bæjarráð hvetur til þess að vandað verði til verka við frágang verksins og að verkinu verði ekki lokið í samræmi við fyrirliggjandi framkvæmdaleyfi og gögn frá framkvæmdaraðila fyrr en frágangi á svæðinu sé að fullu lokið.

11.Fundargerðir stjórnar byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Málsnúmer 2101043Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 113. fundar stjórnar FFS.



Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 222. fundar Breiðafjarðarnefndar.



Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:
Höskuldur Reynir Höskuldsson kemur á fund

13.Fyrirhugaðar framkvæmdir og staða verkefna

Málsnúmer 2404025Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi kemur til fundar við bæjarráð til þess að fara yfir fyrirhugaðar framkvæmdir og stöðu verkefna.
Byggingafulltrúi gerir grein fyrir helstu framkvæmdum og stöðu verkefna.

Bæjarráð þakkar byggingarfulltrúa fyrir greinargóða yfirferð.
Höskuldur Reynir Höskuldsson víkur af fundi

14.Samstarf um uppbyggingu í Víkurhverfi

Málsnúmer 2401022Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi frá Skipavík þar sem óskað er eftir samstarfi um uppbyggingu á einni lóð í Víkurhverfi með það að markmiði að tryggja samfellu í uppbyggingu í sveitarfélaginu og stöðuleika í starfsemi félagsins í ljósi þeirrar óvissu sem fyrir hendi er varðandi úthlutun lóða og tímaramma á afgreiðslu erindis félagsins í ágúst 2023, en samfella í húsnæðisuppbyggingu og samfylgni við íbúafjölgun mikilvæg undirstaða framþróunar í sveitarfélaginu.



Bæjarráð tók á 18. fundi sínum jákvætt í erindi Skipavíkur og tók undir mikilvægi stöðuleika og fyrirsjáanleika öflugra fyrirtækja í sveitarfélaginu, en ótvírætt er að Skipavík er eitt þeirra í sveitarfélaginu líkt og erindi félagsins ber með sér. Bæjarráð fól bæjarstjóra að taka nánara samtal við Skipavík með það að markmiði að mæta þeirra þörfum og sveitarfélagsins og útfæra tillögu til bæjarráðs um samkomulag um uppbyggingu á lóðinni R1 með vísan til fyrirliggjandi gagna.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Sigurbjartur Loftsson kemur inn á fund

15.Þorrablót 2025

Málsnúmer 2406026Vakta málsnúmer

Formaður þorrablótsnefndar kemur til fundar við bæjarráð til þess að ræða búnaðarkaup.



Bæjarráð samþykkir að taka þátt í búnaðarkaupum í samræmi við tillögu annars af formönnum Þorrablótsnefndar og að gert verði ráð fyrir umræddum búnaðarkaupum í vinnslu við næsta viðauka.
Sigurbjartur Loftsson víkur af fundi

16.Umsóknir í Tónlistarskólann á Akureyri

Málsnúmer 2406020Vakta málsnúmer

Lögð fram bréf til bæjarstjórnar Stykkishólms vegna umsókna í Tónlistarskólann á Akureyri frá nemendum með lögheimili í Stykkishólmi.

Bæjarráð vísar málinu til næsta fundar bæjarráðs.

17.Umsagnarbeiðni - Gististaður að Reitarvegi 8

Málsnúmer 2403022Vakta málsnúmer

Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Hafnargötu ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, sem rekinn verður sem Verbúð að Reitarvegi 8 í Stykkishólmi.



Bæjarráð óskaði, á 21. fundi sínum, eftir umsögn skipulagsfulltrúa áður en afstaða er tekin til málsins. Umsögn skipulagsfulltrúa er nú lögð fram.



Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis til Hafnargata ehf, að því gefnu að fyrir liggi skriflegt samþykki allra eigenda fasteignarinnar í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa.

18.Umsagnarbeiðni - Birkilundur 10

Málsnúmer 2406003Vakta málsnúmer

Embætti sýslumannsins óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Litla Kúts ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundarheimili sem rekið verður sem Birkilundur 10, Stykkishólmur.



Bærjarráð gerir ekki athugasemd við rekstrarleyfið að því gefnu að skipulagsfulltrúi veiti því jákvæða umsögn.

19.Mögulegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga

Málsnúmer 2103021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá vinnuhóp um sameiningarmál á Snæfellsnesi og í Dalabyggð. Erindinu fylgir jafnframt minnisblað um tækifæri og helstu áskoranir fyrir sameiningu þessara sveitarfélaga.



Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu vinnuhóps og staðfestir þátttöku sveitarfélagsins í óformlegum viðræðum um sameiningu framangreindra sveitarfélaga í þem tilgangi að eiga samtal við íbúa og afla frekari upplýsinga til að meta þau tækifæri og skoða þær áskoranir sem yrðu við sameiningu þeirra.
Rannveig Ernudóttir forstöðumaður Öldrunarmiðstöð sveitarfélagsins kom inn á fundinn.

20.Starfsemi eldhússins í Höfðaborg

Málsnúmer 2406019Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað forstöðukonu Höfðaborgar um hvaða áhrif sameininging eldhúsa sveitarfélagsins hefði á starfsemi eldhússins í Höfðaborg.



Bæjarráð óskar eftir því að skoðaðir verði möguleikar þess að sameina eldhús Höfðaborgar og leikskólans samhliða fyrirhugaðri uppbyggingu á eldhúsi Höfðaborgar.
Rannveig Ernudóttir víkur af fundi.

21.Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambandsins

Málsnúmer 2403011Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024. Þá er einnig lagt fram viðbótarerindi frá Sambandinu þar sem áréttað er að samningsumboð Sambandsins nær ekki yfir yfirlýsingu sem þessa og því einungis um áskorun að ræða frá Sambandinu. Bæjarráði samþykkti á 20. fundi sínum þá ályktun að sveitarfélagið myndi leggja sitt að mörkum í samræmi við fyrirliggjandi gögn og vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði. Á 23. fundi bæjarstjórnar var afgreiðsla bæjarráðs staðfest.



Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurskoðun á gjaldskrám sveitarfélagsins í grunnskóla og leikskóla til lækkunar þannig að hækkun á gjaldskrá verði 3,5% í stað þeirrar hækkunar sem ákveðin var síðasta haust til samræmis við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024. Lækkunin mun taka gildi frá og með 1. ágúst 2024.

Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að teknar verði upp gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum frá og með haustönn 2024 gegn því að fyrir liggi útfærsla ríkisins á leið til að skólamáltíðir grunnskólabarna verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024 eins og boðað hefur verið.

Bæjarráð vísar breytingum samkvæmt framangreindu til vinnu við næsta viðauka.

Bæjarráð bindur vonir við að sveitarfélagið hafi með þessu lagt sitt af mörkum til að liðka fyrir gerð langtíma kjarasamninga til að kveða niður vexti og verðbólgu.

22.Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði

Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer

Lagðar fram til síðari umræðu samþykkt um bílastæðasjóð Stykkishólms ásamt gjaldskrá.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samþykkt um bílastæðasjóð og gjaldskrá.



23.Ráðning fjármála- og skrifstofustjóra Sveitarfélagsins Stykkishólms

Málsnúmer 2402019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu máls vegna ráðningar fjármála- og skrifstofustjóra.
Bæjarráð samþykkir að málið verði unnið áfram með Attentus í samræmi við umræður á fundinum og þeim áherslum sem þar komu fram.

Á þeim grunni verði svo formleg tillaga lögð fram til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

24.Sundabakki 1a - Fyrirspurn um bílskúr

Málsnúmer 2405028Vakta málsnúmer

Lóðarhafar Sundabakka 1a, Snjólfur Björnsson og Björg Gunnarsdóttir, óska eftir afstöðu skipulagsnefndar hvað varðar breytingu á stórum hluta bílskúrs í íbúðarhúsnæði. Umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði.



Á 22. fundi sínum leist skipulagsnefnd ágætlega á framlagða ósk um að fá að breyta hluta bílskúrs í íbúð. Nefndin taldi breytinguna samræmast almennri landnotkun, byggðamynstri og þéttleika byggðar í þessum bæjarhluta. Leggi lóðarhafar fram formlega umsókn með tilskildum gögnum s.s. lýsingu á áformunum og grunnteikningu, lagði nefndin til við bæjarstjórn að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Bílastæði fyrir íbúðareininguna skulu vera innan lóðar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og að grenndarkynnt verði fyrir Sundarbakka 1 og Sundabakka 2 í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

25.Umsókn um stöðuleyfi - Miðasala í bátsferðir

Málsnúmer 2405011Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Huldu Hildibrandsdóttur um stöðuleyfi til 31. ágúst nk fyrir smáhýsi á höfninni sem notað verður fyrir miðasölu í bátsferðir. Byggingarfulltrúi óskaði á 35. afgreiðslufundi sínum eftir umsögn frá skipulagsnefnd og hafnarstjórn.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 22. fundi sínum, að veita stöðuleyfi til 31. ágúst nk.



Bæjarráð hefur ekki athugasemdir við stöðuleyfið og vísar umsókninni til endanlegarar afgreiðlu byggingafulltrúa.

26.Umsókn um stöðuleyfi - Sæferðir ehf.

Málsnúmer 2405031Vakta málsnúmer

Mattías Arnar Þorgrímsson, fyrir hönd Sæferða ehf, sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám til að standa á hafnarsvæði við ferjuna Baldur. Gámurinn er snyrtilegur og verður líklega merktur upp. Sæferðir munu nota hann til að geyma hluti sem nú liggja ýmist á bryggjusvæðinu eða þar í kring. Megintigangurinn er að hafa starfssvæði fyrirtækisins við ferjuna snyrtilegt. Byggingarfulltrúi óskaði á 35. afgreiðslufundi sínum eftir umsögn frá skipulagsnefnd og hafnarstjórn



Skipulagsnefnd samþykkti, á 22. fundi sínum, að veita stöðuleyfi til 12 mánaða eða til 1. júní 2025.



Bæjarráð hefur ekki athugasemdir við stöðuleyfið og vísar umsókninni til endanlegarar afgreiðlu byggingafulltrúa.

27.Hraðhleðslustöðvar

Málsnúmer 2405055Vakta málsnúmer

Lagt fram til umfjöllunar fyrirspurn HS Veitna/Instavolt Iceland ehf. um að koma fyrir tveimur hraðhleðslustöðvum í Stykkishólmi.



Skipulagsnefnd lagði, á 22. fundi sínum. til að til viðbótar við tillögu HS Orku, verði einnig skoðaðar staðsetningar í nálægð við spennistöðvar t.d. við Súgandiseyjargötu, milli bragga og bakarís og við Skúrinn. Nefndin lagði einnig til að staðsetning orkugjafa fyrir farartæki verði skoðuð frekar í endurskoðun aðalskipulags.
Bæjarráð veitir HS Veitna/Instavolt Iceland ehf. vilyrði um aðstöðu/lóð við hlið Atlantsolíu og felur bæjarstjóra að leggja grunn að undibúningi málsins sem lagt verður aftur fyrir bæjarráð þegar samningsdrög liggja fyrir.

Bæjarráð vísar tillögum að öðrum staðsetningum orkugjafa fyrir farartæki til áframhaldandi vinnu hjá skipulagsfulltrúa og skipulagsnefnd.

28.Úlfarsfell - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegi

Málsnúmer 2309009Vakta málsnúmer

Lögð fram endurnýjuð umsókn Andrésar Þórs Hinrikssonar dags. 03.06.2024 um framkvæmdaleyfi fyrir vegi í landi Úlfarsfells í Álftafirði. Meðfylgjandi er uppdráttur, verklýsing og samþykki Vegagerðarinnar fyrir vegtengingu. Ekki liggur fyrir deiliskipulag. Í lok ágúst 2023 barst skipulagsfulltrúa ábending um vegagerð í landi Úlfarsfells án framkvæmdaleyfis. Skipulagsfulltrúi setti sig tafarlaust í samband við landeiganda og stöðvaði framkvæmdirnar þar til vettvangsskoðun hefði farið fram í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa. Vettvangsskoðun fór fram 8. september 2023 og kom þá í ljós að framkvæmdir við veginn voru langt komnar. Í framhaldi af vettvangsskoðun sótti landeigandi um framkvæmdaleyfi. Skipulagsfulltrúi vísaði málinu til umræðu og afgreiðslu í skipulagsnefnd, sem á 15. fundi sínum þann 15. nóvember 2023 frestaði afgreiðslu málsins þar til formleg umsókn um framkvæmdarleyfi ásamt tilskyldum fylgiskjölum skv. reglugerð um framkvæmdarleyfi 772/20212 hafi borist. Í bókun sinni ítrekaði nefndin jafnframt að landeigendum beri að afla tilskilinna leyfa áður en ráðist yrði í framkvæmdir. Þann 26.02.2024 dró framkvæmdaraðili umsókn sína um framkvæmdaleyfi til baka. Á 20. fundi skipulagsnefndar 13.03.2024 gerði bæjarstjóri grein fyrir samskiptum sínum við framkvæmdaraðila og að verið sé að vinna í að skila umbeðnum gögnum. Hvatti nefndin framkvæmdaraðila til þess að skila inn umbeðnum gögnum í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og vakti á því athygli að berist ekki umbeðin gögn er sveitarfélaginu heimilt að beita úrræðum í samræmi við 3. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 22. fundi sínum, fyrir sitt leyti að veita framkvæmdaleyfi fyrir veginum. Nefndin taldi að framkvæmdin muni ekki hafa grenndaráhrif og lagði áherslu á að vandað verði til verka við frágang hans þannig að hann falli sem best inn í umhverfið. Einnig mælir nefndin með að mótvægisaðgerðum verði beitt t.d. með því að gróðursetja staðbundnar trjátegundir s.s. birki í landi Úlfarsfells í stað þeirra sem brýn nauðsyn er að fjarlægja.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

29.Kallhamar-Hamraendar-ASK br. 2024

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu vinnslutillaga aðalskipulagsbreytingar vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 22. fundi sínum, fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Lagður fram uppfærður uppdráttur eftir breytingar sem gerðar voru í skipulagsnefnd.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna athafnasvæðis við Kallhamar og Hamraenda verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

30.Starfsemi félags- og skólaþjónustunnar

Málsnúmer 2302036Vakta málsnúmer

Á 14. fundi skóla- og fræðslunefndar var þjónusta félags- og skólaþjónustu Snæfellinga til umræðu. Sveinn Þór Elínbergsson, forstöðumaður, mætti til fundar og gerði grein fyrir starfseminni. Ekki hefur tekist að ráða skólasálfræðing, en verktakar hafa sinnt hluta starfsins þetta skólaárið. Auglýst verður á ný eftir sálfræðingi. Skóla- og fræðslunefnd lýsti yfir áhyggjum sínum á skorti á þjónustu frá Félags- og skólaþjónustunni við skóla í Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Nefndin fagnaði þó væntanlegum breytingum á næsta skólaári, þar sem samstarf barnaverndarþjónustu mun gera félagsráðgjöfum þjónustunnar kleift að sinna skólafélagsráðgjöf í meira mæli. Skóla- og fræðslunefnd taldi brýnt að Félags- og skólaþjónustan bæti upplýsingagjöf til foreldra, barna, skólastjórnenda og starfsfólks skóla um þá þjónustu sem í boði er. Til að mynda með fundi með leik- og grunnskólastjórum í upphafi skólaárs. Forstöðumaður tók vel í að einn félagsráðgjafi sinnti skólaráðgjöf fast í hverju sveitarfélagi.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar og leggur jafnframt til að farið verði í endurskoðun á þjónustunni að höfðu samráði við þau sveitarfélög sem að henni standa. Mikið ákall hefur verið um úrbætur í þessum málaflokki og því brýnt að bregðast við og finna lausn sem styrkir þjónustu skólanna enn frekar en ákveðin vöntun á t.d. sérfræðiþjónustu hefur verið viðvarandi í nokkurn tíma.

31.Tillögur ríkis um breytingu á fyrirkomulagi Heilbrigðiseftirlits

Málsnúmer 2406023Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi HEV til sveitarstjórna á Vesturlandi.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur Heilbrigðisnefndar Vesturlands á hugsanlegum neikvæðu áhrifum sem tilfærsla heilbrigðiseftirlits til ríkisins getur haft í för með sér. Bæjarráð leggur áherslu á að samráð sé haft við sveitarfélögin við afgreiðslu málsins.

Ingveldur Eyþórsdóttir kemur inn á fund.

32.Umsókn um námvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 2404026Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um námvist utan lögheimilissveitarfélags ásamt rökstuðningi. Bæjarráð óskaði, á 21. fundi, eftir umsögn Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga og skólastjóra Grunnskóla Stykkishólmi varðandi umsóknina sem nú eru lagðar fram.

Bæjarráð bendir á að sveitarfélagið hefur litið svo á að námsvist utan lögheimilissveitarfélags séu tímabundnar ráðstafanir. Bæjarráð samþykkir hins vegar, með vísan til fyrirliggjandi gagna, umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags gegn kostnaðarþátttöku og samvinnu Barnaverndar Reykjavíkur í samræmi við fyrirliggjandi umsögn Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Bæjarráð vísar tilmælum í umsögn Félags-og skólaþjónustu til vinnslu hjá skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi.
Ingveldur Eyþórsdóttir fer af fund.
Sturla Böðvarsson og Eggert Halldórsson koma inn á fund

33.Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg (skelbætur)

Málsnúmer 2312008Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn vegna skel- og rækjubóta og stöðu þeirra mála sem tengjast tillögum sem settar eru fram í skýrslunni Auðlindin okkar-Sjálfbær sjávarútvegur og eru til meðferðar hjá matvælaráðuneytinu. Á fund bæjarráðs koma fulltrúar þeirra útgerða sem hafa aflaheimildir til veiða á hörpudiski í Breiðafirði til að fylgja málinu eftir.
Bæjarráð minnir á að bæjarstjórn Stykkishólms hafur ávallt lagt þunga áherslu á mikilvægi skelbóta fyrir atvinnulífið í Stykkishólmi og þar með samfélagið í heild. Bæjarráð vísar til fyrri ályktana bæjarstjórnar þess efnis, síðast á bæjarstjórnarfundi 15. desember 2023.

Bæjarráð vill taka fram að talsmenn útgerða við Breiðafjörð, sem hafa nýtt skelbætur, hafa sent forsætisráðherra og matvælaráðherra erindi um að fyrirtækin fái fulla heimild til þess að nýta skelbæturnar áfram svo sem verið hefur. Jafnframt hafa talsmenn fyrirtækjanna sent inn lögfræðiálit sem sýnir með skýrum hætti að verði skelbætur felldar niður bóta laust er um eignaupptöku að ræða. Í því sambandi ítrekar bæjarráð afstöðu sveitarfélagsins að verði skelbæturnar felldar niður mun það skaða mjög starfsemi fyrirtækja í Stykkishólmi sem fara með 82.85% skelbótanna. Mundi það valda miklum samdrætti í atvinnulífinu í Stykkishólmi sem er með öllu óásættanlegt.

Bæjarráð hvetur matvælaráðherra og þingmenn kjördæmisins til þess að leita allra leiða til þess að tryggja að skelbæturnar verði veittar áfram eða gerðar upp með því að fyrirtækin fái sinn hlut í skelbótunum og geti nýtt hann við veiðar á bolfiski svo sem verið hefur.
Sturla Böðvarsson og Eggert Halldórsson fóru af fundi.

34.Miðstöð öldrunarþjónustu í Stykkishólmi

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning um úthlutun úr framkvæmdasjóði aldraðra. Sótt var um framlag til viðhalds og endurbóta á Höfðaborg. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita tæpar 17. milljónir króna til verkefnisins.
Bæjarráð fagnar því að Framkvæmdasjóður aldraðra hafi samþykkt umsókn sveitarfélagsins um uppbygginu á fyrstu hæð á Höfðaborg, miðstöð öldrunarþjónustu í Stykkishólmi, en fyrirhuguð uppbygging, sem byggir á grunni stefnumörkunar sem mótuð var árið 2022, mun koma til með að efla til muna þjónustu eldra fólks í sveitarfélaginu.

Bæjarráð felur bygginarfulltrú að hefja undirbúning að uppbyggingu á Höfðaborg í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Bæjarráð vísar að öðru leyti málinu til vinnslu við viðauka 2024 og/eða til vinnu við fjárhagsáætlun 2025.

Fundi slitið - kl. 18:35.

Getum við bætt efni síðunnar?