Fara í efni

Hraðhleðslustöðvar

Málsnúmer 2405055

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 22. fundur - 05.06.2024

Lagt fram til umfjöllunar fyrirspurn HS Veitna/Instavolt Iceland ehf. um að koma fyrir tveimur hraðhleðslustöðvum í Stykkishólmi.
Skipulagsnefnd leggur til að til viðbótar við tillögu HS Orku, verði einnig skoðaðar staðsetningar í nálægð við spennistöðvar t.d. við Súgandiseyjargötu, milli bragga og bakarís og við Skúrinn. Nefndin leggur einnig til að staðsetning orkugjafa fyrir farartæki verði skoðuð frekar í endurskoðun aðalskipulags.

Bæjarráð - 23. fundur - 20.06.2024

Lagt fram til umfjöllunar fyrirspurn HS Veitna/Instavolt Iceland ehf. um að koma fyrir tveimur hraðhleðslustöðvum í Stykkishólmi.



Skipulagsnefnd lagði, á 22. fundi sínum. til að til viðbótar við tillögu HS Orku, verði einnig skoðaðar staðsetningar í nálægð við spennistöðvar t.d. við Súgandiseyjargötu, milli bragga og bakarís og við Skúrinn. Nefndin lagði einnig til að staðsetning orkugjafa fyrir farartæki verði skoðuð frekar í endurskoðun aðalskipulags.
Bæjarráð veitir HS Veitna/Instavolt Iceland ehf. vilyrði um aðstöðu/lóð við hlið Atlantsolíu og felur bæjarstjóra að leggja grunn að undibúningi málsins sem lagt verður aftur fyrir bæjarráð þegar samningsdrög liggja fyrir.

Bæjarráð vísar tillögum að öðrum staðsetningum orkugjafa fyrir farartæki til áframhaldandi vinnu hjá skipulagsfulltrúa og skipulagsnefnd.
Getum við bætt efni síðunnar?