Samstarf um uppbyggingu í Víkurhverfi
Málsnúmer 2401022
Vakta málsnúmerBæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024
Lagt fram erindi frá Skipavík þar sem óskað er eftir samstarfi um uppbyggingu á einni lóð í Víkurhverfi með það að markmiði að tryggja samfellu í uppbyggingu í sveitarfélaginu og stöðuleika í starfsemi félagsins í ljósi þeirrar óvissu sem fyrir hendi er varðandi úthlutun lóða og tímaramma á afgreiðslu erindis félagsins í ágúst 2023, en samfella í húsnæðisuppbyggingu og samfylgni við íbúafjölgun mikilvæg undirstaða framþróunar í sveitarfélaginu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi Skipavíkur og tekur undir mikilvægi stöðuleika og fyrirsjáanleika öflugra fyrirtækja í sveitarfélaginu, en ótvírætt er að Skipavík er eitt þeirra í sveitarfélaginu líkt og erindi félagsins ber með sér. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka nánar samtal við Skipavík með það að markmiði að mæta þeirra þörfum og sveitarfélagsins og útfæra tillögu til bæjarráðs um samkomulag um uppbyggingu á lóðinni R1 með vísan til fyrirliggjandi gagna.
Bæjarráð - 23. fundur - 20.06.2024
Lagt fram að nýju erindi frá Skipavík þar sem óskað er eftir samstarfi um uppbyggingu á einni lóð í Víkurhverfi með það að markmiði að tryggja samfellu í uppbyggingu í sveitarfélaginu og stöðuleika í starfsemi félagsins í ljósi þeirrar óvissu sem fyrir hendi er varðandi úthlutun lóða og tímaramma á afgreiðslu erindis félagsins í ágúst 2023, en samfella í húsnæðisuppbyggingu og samfylgni við íbúafjölgun mikilvæg undirstaða framþróunar í sveitarfélaginu.
Bæjarráð tók á 18. fundi sínum jákvætt í erindi Skipavíkur og tók undir mikilvægi stöðuleika og fyrirsjáanleika öflugra fyrirtækja í sveitarfélaginu, en ótvírætt er að Skipavík er eitt þeirra í sveitarfélaginu líkt og erindi félagsins ber með sér. Bæjarráð fól bæjarstjóra að taka nánara samtal við Skipavík með það að markmiði að mæta þeirra þörfum og sveitarfélagsins og útfæra tillögu til bæjarráðs um samkomulag um uppbyggingu á lóðinni R1 með vísan til fyrirliggjandi gagna.
Bæjarráð tók á 18. fundi sínum jákvætt í erindi Skipavíkur og tók undir mikilvægi stöðuleika og fyrirsjáanleika öflugra fyrirtækja í sveitarfélaginu, en ótvírætt er að Skipavík er eitt þeirra í sveitarfélaginu líkt og erindi félagsins ber með sér. Bæjarráð fól bæjarstjóra að taka nánara samtal við Skipavík með það að markmiði að mæta þeirra þörfum og sveitarfélagsins og útfæra tillögu til bæjarráðs um samkomulag um uppbyggingu á lóðinni R1 með vísan til fyrirliggjandi gagna.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.