Dýrahald
Í Stykkishólmi er hunda- og kattahald leyft að uppfylltum skilyrðum sem kveðið er á um í samþykkt þar að lútandi. Hér til hliðar er hægt að nálgast samþykktir bæjarins um dýrahald og gjaldskrá leyfisgjalda.
Hundar
- Allir hundar eru skráningarskyldir hjá sveitarfélaginu og þarf umsókn um leyfi að berast innan mánaðar frá því að hundur er tekinn inn á heimili. Heimilt er þó að halda hvolpa, sem vistaðir eru á skráningarstað móður, án skráningar þar til þeir verða sex mánaða.
- Útgáfa leyfis er háð greiðslu leyfisgjalds.
- Skylt er að ormahreinsa hunda á hverju ári. Ormahreinsun fer fram árlega á vegum sveitarfélagsins og er kostnaður innifalinn í leyfisgjaldi.
- Hundar skulu örmerktir af dýralækni og bera ól með skráningarnúmeri og símanúmeri eiganda.
Kettir
- Allir kettir í þéttbýli eru skráningarskyldir og ber að sækja um skráningu innan tveggja vikna frá því að köttur er tekinn inn á heimili. Kettlinga skal skrá eigi síðar en þegar þeir ná þriggja mánaða aldri.
- Kettir skulu örmerktir af dýralækni og skal númer merkis skráð við skráningu katta.
- Eigendur katta greiða árlegt skráningargjald fyrir ketti sína samkvæmt gjaldskrá.
- Kettir skulu bera hálsól með upplýsingum um heimilisfang eiganda og símanúmer.
- Eigendum katta ber að leita leiða til að koma í veg fyrir að kettir þeirra valdi ónæði og óþrifnaði. Eins ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, m.a. með því að hengja bjöllur á hálsólar katta og halda þeim innandyra á nóttunni.
Önnur gæludýr
- Eigendum annarra gæludýra en hunda og katta er skylt að koma í veg fyrir að dýr þeirra sleppi úr haldi.
- Eigendur dýra sem haldin eru utandyra skulu sjá til þess að dýrin valdi ekki nágrönnum ama svo sem með hávaða eða óhreinindum. Skulu þeir tryggja að dýrin geti ekki nagað sig út úr búri eða aðhaldi.
- Kanínur skulu einstaklingsmerktar.