Umsagnarbeiðni - Birkilundur 10
Málsnúmer 2406003
Vakta málsnúmerBæjarráð - 23. fundur - 20.06.2024
Embætti sýslumannsins óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Litla Kúts ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundarheimili sem rekið verður sem Birkilundur 10, Stykkishólmur.
Bærjarráð gerir ekki athugasemd við rekstrarleyfið að því gefnu að skipulagsfulltrúi veiti því jákvæða umsögn.
Bæjarráð - 28. fundur - 05.12.2024
Lögð fram að nýju umsagnarbeiðni embætti sýslumanns, ásamt tengdum gögnum, vegna umsóknar Litla Kúts ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundarheimili sem rekið verður sem Birkilundur 10, Stykkishólmur. Bæjarráð gerði á 23. fundi sínum ekki athugasemd við rekstrarleyfið að því gefnu að skipulagsfulltrúi veiti því jákvæða umsögn. Skipulagsfulltrúi mælti með að beðið yrði eftir því að aðal- og deiliskipulagsvinna yrði lokið áður en leyfið yrði samþykkt. Lögð fram staðfesting skipulagshönnuða vegna yfirstandandi skipulgsvinnu sem er á lokastigi um að í umfjöllun í fyrirliggjandi aðal-og deiliskipulagi sé ekki skorður settar á slíkan rekstur í frístundahúsum á svæðinu.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við rekstrarleyfið, þar skippulagsáætlanir eru á lokastígi í meðferð hjá Skipulagsstofnun.