Fara í efni

Snjómokstur

Þjónustumiðstöð Stykkishólms hefur umsjón með snjómokstri og hálkuvörnum á götum og gangstígum í sveitarfélaginu samkvæmt forgangsröðun. Stykkishólmur gerir samning við verktaka sem vinna að snjómokstri ásamt Þjónustumiðstöð.

Þéttbýli Stykkishólms er skipti upp í fimm forgangsvæði.

Smelltu hér til að sjá forgangsröðun gatna

Forgangssvæði 1 eru þær götur sem eru umferðaþungar og mikilvægt er að séu færar vegna öryggismála. Snjómokstur á forgangsvæði 1 skal lokið fyrir klukkan 08:00 á virkum dögum.
Forgangssvæði 2 og 3 eru almennar íbúðargötur og eru þær mokaðar eftir að mokstri gatna í flokki 1 er lokið.

Snjómokstur á stígum

Fyrst eru mokaðar fjölfarnar gönguleiðir sem liggja að skóla og leikskóla, því næst helstu stofnunum sveitarfélagsins. Þar á eftir eru aðrar fjölfarnar gönguleiðir mokaðar. Þegar hálku gætir eru þær hálkuvarðar. Með mokstri gönguleiða er stuðlað að góðum og öruggum samgöngum fyrir gangandi vegfarendur.

Smelltu hér til að sjá forgangsröðun gangstétta

Smelltu hér til að sjá forgangsröðun bílaplana

Aðrar upplýsingar varðandi snjómokstur

  • Reynt verður að haga snjómokstri þannig að fyrst skal „stinga í gegn“ og mynda slóð og ræður þar forgangsröð gatna áður en byrjað er að breikka slóðina.
  • Gæta skal þess að þegar mokað er að snjór hindri ekki útsýni við gatnamót, eða skapi bæði gangandi og akandi vegfarendum hættu.
  • Ef keyra á úr götum er það gert samkvæmt ákvörðun umsjónarmanns snjómoksturs.
  • Reynt er að lágmarka umferð snjómoksturstækja við skóla og íþróttamannvirki á mesta annatíma barna til og frá skóla.
  • Mokstur í íbúðargötum skal unnin á tímabilinu kl. 05-23, nema í mjög sérstökum tilfellum.
  • Mokstur plana í einkaeigu eru á ábyrgð hverrar stofnunar fyrir sig.
  • Plön við heimahús eru ekki mokuð á kostnað sveitarfélagsins en leitast skal við að ekki séu skildir eftir stórir ruðningar fyrir framan innkeyrslur og akstursleiðir.
  • Mokstur fyrir öryrkja er aðeins framkvæmdur samkvæmt beiðni félagsþjónustunnar.
  • Ekki er mokað meðan veður er mjög slæmt og líkur eru á að færð spillist jafnóðum.
Getum við bætt efni síðunnar?