Starf bæjarritara - auglýsing
Málsnúmer 2402019
Vakta málsnúmerBæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024
Bæjarstjóri leggur til að honum verði falið að leggja grunn að breytingum á áherslum í starfi bæjarritara og legg til drög að nýrri starfslýsingu fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Bæjarstjórn - 25. fundur - 15.05.2024
Lögð fram tillaga að auglýsingu fjármála- og skrifstofustjóra sveitarfélagsins ásamt starfslýsingu og ráðningaferil.
Bæjarstjóra var, á 22. fundi bæjarráðs, falið að annast undirbúning ráðningar í samræmi við framlagða áætlun og gera tillögu að ráðningu til bæjarstjórnar og halda aðalmönnum í bæjarráði upplýstum í ferlinu.
Bæjarstjóra var, á 22. fundi bæjarráðs, falið að annast undirbúning ráðningar í samræmi við framlagða áætlun og gera tillögu að ráðningu til bæjarstjórnar og halda aðalmönnum í bæjarráði upplýstum í ferlinu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með þeim breytingum á ráðningaferlinu sem felast í aðkomu aðalmanna bæjarráðs og er Attentus falið að uppfæra ráðningaferli til samræmis við bókun bæjarráðs.
Bæjarráð - 23. fundur - 20.06.2024
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu máls vegna ráðningar fjármála- og skrifstofustjóra.
Bæjarráð samþykkir að málið verði unnið áfram með Attentus í samræmi við umræður á fundinum og þeim áherslum sem þar komu fram.
Á þeim grunni verði svo formleg tillaga lögð fram til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Á þeim grunni verði svo formleg tillaga lögð fram til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn - 26. fundur - 27.06.2024
Auglýsing um starf fjármála- og skrifstofustjóra hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi var birt þann 17. maí sl. á Alfred.is og rann umsóknarfrestur út þann 1. júní sl. Attentus- mannauður og ráðgjöf voru fengin til að aðstoða við ráðningarferlið. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Stykkishólms annaðist ráðningarferlið í umboði bæjarráðs, sbr. verklagsreglur bæjarstjórnar sveitarfélagsins við ráðningu starfsmanna sbr. 2. gr. reglnanna.
Á 23. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að málið verði unnið áfram með Attentus í samræmi við umræður á fundinum og þeim áherslum sem þar komu fram. Fyrir bæjarstjórn er lögð fram samantekt Attentus - mannauði og ráðgjöf ehf. ásamt tillögu fulltrúa í bæjarráði að afgreiðslu.
Á 23. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að málið verði unnið áfram með Attentus í samræmi við umræður á fundinum og þeim áherslum sem þar komu fram. Fyrir bæjarstjórn er lögð fram samantekt Attentus - mannauði og ráðgjöf ehf. ásamt tillögu fulltrúa í bæjarráði að afgreiðslu.
Lögð fram tillaga þar sem lagt er til að bæjarstjórn hætti við ráðningu í starf fjármála- og skrifstofustjóra, sem auglýst var laust til umsóknar á www.alfred.is þann 17. maí s.l., þar sem rétt þykir að endurmeta hæfniskröfur og þannig freista þess að stækka hóp umsækjenda um starfið, og að bæjarstjóra í samráði við aðalmenn í bæjarráði verði falið að endurmeta hæfniskröfur áður en starfið er auglýst að nýju laust til umsóknar. Að öðru leyti er vísað til fyrirliggjandi áætlunar um ráðningu í starfið.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.
Bæjarráð - 24. fundur - 14.08.2024
Auglýsing um starf fjármála- og skrifstofustjóra hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi var birt þann 17. maí sl. á Alfred.is og rann umsóknarfrestur út þann 1. júní sl. Attentus- mannauður og ráðgjöf voru fengin til að aðstoða við ráðningarferlið. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Stykkishólms annaðist ráðningarferlið í umboði bæjarráðs, sbr. verklagsreglur bæjarstjórnar sveitarfélagsins við ráðningu starfsmanna sbr. 2. gr. reglnanna.
Á 23. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að málið verði unnið áfram með Attentus í samræmi við umræður á fundinum og þeim áherslum sem þar komu fram.
Bæjarstjórn samþykkti á 26. fundi sínum að hætta við ráðningu í starf fjármála- og skrifstofustjóra, sem auglýst var laust til umsóknar á www.alfred.is þann 17. maí s.l., þar sem rétt þykir að endurmeta hæfniskröfur og þannig freista þess að stækka hóp umsækjenda um starfið. Samþykkt var að fela bæjarstjóra, í samráði við aðalmenn í bæjarráði, að endurmeta hæfniskröfur áður en starfið er auglýst að nýju laust til umsóknar. Að öðru leyti vísaði bæjarstjórn til fyrirliggjandi áætlunar um ráðningu í starfið.
Á 23. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að málið verði unnið áfram með Attentus í samræmi við umræður á fundinum og þeim áherslum sem þar komu fram.
Bæjarstjórn samþykkti á 26. fundi sínum að hætta við ráðningu í starf fjármála- og skrifstofustjóra, sem auglýst var laust til umsóknar á www.alfred.is þann 17. maí s.l., þar sem rétt þykir að endurmeta hæfniskröfur og þannig freista þess að stækka hóp umsækjenda um starfið. Samþykkt var að fela bæjarstjóra, í samráði við aðalmenn í bæjarráði, að endurmeta hæfniskröfur áður en starfið er auglýst að nýju laust til umsóknar. Að öðru leyti vísaði bæjarstjórn til fyrirliggjandi áætlunar um ráðningu í starfið.
Bæjarráð samþykkir tillögu um breyttar hæfniskröfur í auglýsingu og felur bæjarstjóra að auglýsa starfið að nýju.
Bæjarráð - 25. fundur - 20.09.2024
Lögð fram tillaga bæjarstjóra að ráðningu skrifstofu- og fjármálastjóra.
Bæjarráð vísar málinu til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarstjórn - 28. fundur - 26.09.2024
Lögð fram niðurstaða bæjarstjóra og ráðgjafa um ráðningu fjármála- og skrifstofustjóra. Var bæjarráði kynnt niðurstaða bæjarstjóra og ráðgjafa á 25. fundi bæjarráðs. Á fundinum samþykkti bæjarráð að vísa tillögu um ráðningu fjármála- og skrifstofustjóra til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarstjóra og ráðgjafa um að ráða Gyðu Steinsdóttur í starf fjármála- og skrifstofustjóra, með vísan til fyrirliggjandi gagna, og felur bæjarstjóra að ganga frá ráðningasamningi við hana.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.