Fara í efni

Starfsemi félags- og skólaþjónustunnar

Málsnúmer 2302036

Vakta málsnúmer

Skóla- og fræðslunefnd - 9. fundur - 17.10.2023

Skóla- og fræðslunefnd lýsir yfir miklum áhyggjum vegna skorts á sálfræðiþjónustu fyrir leik- og grunnskóla. Nefndin leggur til að starfið sé auglýst með starfstöð á Snæfellsnesi og ráðinn verði verktaki til starfsins á meðan fastur starfsmaður fæst ekki til starfa.

Skóla- og fræðslunefnd - 14. fundur - 21.05.2024

Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, kemur til fundar við nefndina og gerir grein fyrir starfsemi félags- og skólaþjónustunnar.
Sveinn Þór Elínbergsson stóð fyrir svörum um starfsemi og þjónustu félags- og skólaþjónustunnar. Ekki hefur tekist að ráða skólasálfræðing, en verktakar hafa sinnt hluta starfsins þetta skólaárið. Auglýst verður á ný eftir sálfræðingi.

Skóla- og fræðslunefnd lýsir áhyggjum sínum á skorti á þjónustu frá Félags- og skólaþjónustunni við skóla í Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Nefndin fagnar þó væntanlegum breytingum á næsta skólaári, þar sem samstarf barnaverndarþjónustu mun gera félagsráðgjöfum þjónustunnar kleift að sinna skólafélagsráðgjöf í meira mæli. Skóla- og fræðslunefnd telur brýnt að Félags- og skólaþjónustan bæti upplýsingagjöf til foreldra, barna, skólastjórnenda og starfsfólks skóla um þá þjónustu sem í boði er. Til að mynda með fundi með leik- og grunnskólastjórum í upphafi skólaárs. Forstöðumaður tók vel í að einn félagsráðgjafi sinnti skólaráðgjöf fast í hverju sveitarfélagi.
Sveinn yfirgefur fundinn.

Bæjarráð - 23. fundur - 20.06.2024

Á 14. fundi skóla- og fræðslunefndar var þjónusta félags- og skólaþjónustu Snæfellinga til umræðu. Sveinn Þór Elínbergsson, forstöðumaður, mætti til fundar og gerði grein fyrir starfseminni. Ekki hefur tekist að ráða skólasálfræðing, en verktakar hafa sinnt hluta starfsins þetta skólaárið. Auglýst verður á ný eftir sálfræðingi. Skóla- og fræðslunefnd lýsti yfir áhyggjum sínum á skorti á þjónustu frá Félags- og skólaþjónustunni við skóla í Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Nefndin fagnaði þó væntanlegum breytingum á næsta skólaári, þar sem samstarf barnaverndarþjónustu mun gera félagsráðgjöfum þjónustunnar kleift að sinna skólafélagsráðgjöf í meira mæli. Skóla- og fræðslunefnd taldi brýnt að Félags- og skólaþjónustan bæti upplýsingagjöf til foreldra, barna, skólastjórnenda og starfsfólks skóla um þá þjónustu sem í boði er. Til að mynda með fundi með leik- og grunnskólastjórum í upphafi skólaárs. Forstöðumaður tók vel í að einn félagsráðgjafi sinnti skólaráðgjöf fast í hverju sveitarfélagi.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar og leggur jafnframt til að farið verði í endurskoðun á þjónustunni að höfðu samráði við þau sveitarfélög sem að henni standa. Mikið ákall hefur verið um úrbætur í þessum málaflokki og því brýnt að bregðast við og finna lausn sem styrkir þjónustu skólanna enn frekar en ákveðin vöntun á t.d. sérfræðiþjónustu hefur verið viðvarandi í nokkurn tíma.
Getum við bætt efni síðunnar?