Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði
Málsnúmer 1909018
Vakta málsnúmerHafnarstjórn (SH) - 1. fundur - 23.11.2022
Kynntar hugmyndir að gjaldtöku á bílastæðum á hafnarsvæði. Til skoðunar eru skilvirkar og tæknimiðaðar lausnir.
Hafnarvörður gerir grein fyrir þeim möguleikum sem koma til greina og mun kynna frekari útfærslu á næsta fundi hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn (SH) - 2. fundur - 09.02.2023
Á síðasta fundi kynnti hafnarvörður hugmyndir að gjaldtöku á bílastæðum á hafnarsvæði. Til skoðunar eru skilvirkar og tæknimiðaðar lausnir. Hafnarvörður gerir grein fyrir stöðu málsins og kynnir frekari útfærsluatriði.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024
Bæjarstjóri kynnir hugmyndir að skilvirkum og tæknimiðaðum lausnum fyrir gjaldtöku á hafnarsvæði og þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi til þessa.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram á þeim forsendum sem bæjarstjóri gerði grein fyrir á fundinum.
Bæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024
Lögð fram tilboð og tillögur frá Parka lausnum og Green parking, að útfærslum á gjaldtöku fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi.
Bæjarráð þakkar fyrir sýndan áhuga á samstarfi og fyrirliggjandi tillögur og óskar eftir kynningum frá Parka lausnum og Green parking.
Bæjarráð - 20. fundur - 18.03.2024
Fulltrúar frá Parka og Green parking komu inn á fundinn.
Lögð fram tilboð og tillögur frá Parka lausnum og Green parking, að útfærslum á gjaldtöku fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Fulltrúar fyrirtækjana koma jafnframt til fundar við bæjarráð og gera grein fyrir tillögum sínum.
Fulltrúar frá Parka og Green parking gerðu grein fyrir tillögum sínum. Málinu vísað til nánari vinnslu í bæjarráði.
Fulltrúar frá Parka og Green parking véku af fundi.
Hafnarstjórn (SH) - 6. fundur - 11.04.2024
Lögð fram tilboð og tillögur frá Parka lausnum og Green parking, að útfærslum á gjaldtöku fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Fulltrúar fyrirtækjana komu jafnframt til fundar við bæjarráð, á 20. fundi, og gerðu grein fyrir tillögum sínum.
Bæjarráð vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð - 21. fundur - 18.04.2024
Lögð fram tilboð og tillögur frá Parka lausnum og Green parking, að útfærslum á gjaldtöku fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Fulltrúar fyrirtækjana komu til fundar við bæjarráð, á 20. fundi, og gerðu grein fyrir tillögum sínum. Málið var lagt fyrir á 6. fundi hafnarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði. Lögð er fram uppfærð gögn frá Green parking.
Bæjarráð vísar málinu til endanlegrar ákvörðunar á næsta bæjarráðsfundi.
Bæjarstjórn - 25. fundur - 15.05.2024
Lögð fram tilboð og tillögur frá Parka lausnum og Green parking, að útfærslum á gjaldtöku fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Fulltrúar fyrirtækjana komu til fundar við bæjarráð, á 20. fundi, og gerðu grein fyrir tillögum sínum. Málið var lagt fyrir á 6. fundi hafnarstjórnar.
Bæjarráð lagði. á 22. fundi sínum, áherslu á að settar verði upp þrjár greiðsluvélar á svæðinu, að lágmarki 2, og að gjaldtaka með myndavélum gæti hafist á næsta ári á svæði P3. Bæjarráð fól bæjarstjóra umboð til samningagerðar og eftir atvikum að leggja til við bæjarstjórn reglur og samþykkt um innheimtuna.
Lögð eru fram drög að gjaldskrá og reglum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð lagði. á 22. fundi sínum, áherslu á að settar verði upp þrjár greiðsluvélar á svæðinu, að lágmarki 2, og að gjaldtaka með myndavélum gæti hafist á næsta ári á svæði P3. Bæjarráð fól bæjarstjóra umboð til samningagerðar og eftir atvikum að leggja til við bæjarstjórn reglur og samþykkt um innheimtuna.
Lögð eru fram drög að gjaldskrá og reglum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og vísar gjaldskrá og reglum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð - 23. fundur - 20.06.2024
Lagðar fram til síðari umræðu samþykkt um bílastæðasjóð Stykkishólms ásamt gjaldskrá.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samþykkt um bílastæðasjóð og gjaldskrá.
Bæjarstjórn - 26. fundur - 27.06.2024
Lagðar fram til síðari umræðu samþykkt um bílastæðasjóð Stykkishólms ásamt gjaldskrá. Þá er lögð fram staðfesting lögreglustjórans á Vesturlandi.
Bæjarstjórn samþykkir samþykkt um bílastæðasjóð Stykkishólms og gjaldskrá bílastæðasjóðs Stykkishólms.
Bæjarstjórn felur bæjarráði fullnaðarumboð til afgreiðslu endanlegs samnings við þjónustufyrirtæki vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku.
Bæjarstjórn felur bæjarráði fullnaðarumboð til afgreiðslu endanlegs samnings við þjónustufyrirtæki vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku.
Bæjarráð - 24. fundur - 14.08.2024
Lögð fram drög að samning um innheimtu bílastæðagjalda fyrir gjaldskyld bílastæði með rafrænni greiðslulausn.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.