Fara í efni

Sundabakki 1a - fyrirspurn um að breyta hluta bílskúrs í íbúð

Málsnúmer 2405028

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 22. fundur - 05.06.2024

Lóðarhafar Sundabakka 1a, Snjólfur Björnsson og Björg Gunnarsdóttir, óska eftir afstöðu skipulagsnefndar hvað varðar breytingu á stórum hluta bílskúrs í íbúðarhúsnæði. Umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði.
Skipulagsnefnd líst ágætlega á framlagða ósk um að fá að breyta hluta bílskúrs í íbúð. Nefndin telur breytinguna samræmast almennri landnotkun, byggðamynstri og þéttleika byggðar í þessum bæjarhluta. Leggi lóðarhafar fram formlega umsókn með tilskildum gögnum s.s. lýsingu á áformunum og grunnteikningu, leggur nefndin til við bæjarstjórn að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Bílastæði fyrir íbúðareininguna skulu vera innan lóðar.

Bæjarráð - 23. fundur - 20.06.2024

Lóðarhafar Sundabakka 1a, Snjólfur Björnsson og Björg Gunnarsdóttir, óska eftir afstöðu skipulagsnefndar hvað varðar breytingu á stórum hluta bílskúrs í íbúðarhúsnæði. Umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði.



Á 22. fundi sínum leist skipulagsnefnd ágætlega á framlagða ósk um að fá að breyta hluta bílskúrs í íbúð. Nefndin taldi breytinguna samræmast almennri landnotkun, byggðamynstri og þéttleika byggðar í þessum bæjarhluta. Leggi lóðarhafar fram formlega umsókn með tilskildum gögnum s.s. lýsingu á áformunum og grunnteikningu, lagði nefndin til við bæjarstjórn að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Bílastæði fyrir íbúðareininguna skulu vera innan lóðar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og að grenndarkynnt verði fyrir Sundarbakka 1 og Sundabakka 2 í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Getum við bætt efni síðunnar?