Fara í efni

Sundabakki 1a - fyrirspurn um að breyta hluta bílskúrs í íbúð

Málsnúmer 2405028

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 22. fundur - 05.06.2024

Lóðarhafar Sundabakka 1a, Snjólfur Björnsson og Björg Gunnarsdóttir, óska eftir afstöðu skipulagsnefndar hvað varðar breytingu á stórum hluta bílskúrs í íbúðarhúsnæði. Umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði.
Skipulagsnefnd líst ágætlega á framlagða ósk um að fá að breyta hluta bílskúrs í íbúð. Nefndin telur breytinguna samræmast almennri landnotkun, byggðamynstri og þéttleika byggðar í þessum bæjarhluta. Leggi lóðarhafar fram formlega umsókn með tilskildum gögnum s.s. lýsingu á áformunum og grunnteikningu, leggur nefndin til við bæjarstjórn að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Bílastæði fyrir íbúðareininguna skulu vera innan lóðar.

Bæjarráð - 23. fundur - 20.06.2024

Lóðarhafar Sundabakka 1a, Snjólfur Björnsson og Björg Gunnarsdóttir, óska eftir afstöðu skipulagsnefndar hvað varðar breytingu á stórum hluta bílskúrs í íbúðarhúsnæði. Umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði.



Á 22. fundi sínum leist skipulagsnefnd ágætlega á framlagða ósk um að fá að breyta hluta bílskúrs í íbúð. Nefndin taldi breytinguna samræmast almennri landnotkun, byggðamynstri og þéttleika byggðar í þessum bæjarhluta. Leggi lóðarhafar fram formlega umsókn með tilskildum gögnum s.s. lýsingu á áformunum og grunnteikningu, lagði nefndin til við bæjarstjórn að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Bílastæði fyrir íbúðareininguna skulu vera innan lóðar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og að grenndarkynnt verði fyrir Sundarbakka 1 og Sundabakka 2 í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Skipulagsnefnd - 23. fundur - 17.07.2024

Lagðar eru fram teikningar af breytingu hluta bílskúrs í íbúð dags. 24.06.2024.

Á 22. fundi skipulagsnefndar 5. júní sl var tekin fyrir fyrirspurn Snjólfs Björnssonar og Bjargar Gunnarsdóttur, lóðarhafa Sundabakka 1a, um afstöðu nefndarinnar hvað varðar breytingu á hluta bílskúrs í íbúðarhúsnæði. Umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði. Skipulagsnefnd tók ágætlega í erindið og taldi breytinguna samræmast almennri landnotkun, byggðamynstri og þéttleika byggðar í þessum bæjarhluta. Nefndin óskaði eftir að formlegri umsókn fylgi tilskilin grenndarkynningargögn s.s. lýsing á áformunum og grunnteikning. Þann 23. júní sl samþykkti bæjarráð að grenndarkynna áformin berist formleg umsókn ásamt umbeðnum gögnum.
Skipulagsnefnd telur framlögð grenndarkynningargögn fullnægjandi. Í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal grenndarkynna áformin fyrir lóðarhöfum Sundabakka 1, 2a og 4.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 38. fundur - 24.09.2024

Lagðar eru fram teikningar af breytingu hluta bílskúrs í íbúð dags. 24.06.2024.



Á 22. fundi skipulagsnefndar 5. júní sl var tekin fyrir fyrirspurn Snjólfs Björnssonar og Bjargar Gunnarsdóttur, lóðarhafa Sundabakka 1a, um afstöðu nefndarinnar hvað varðar breytingu á hluta bílskúrs í íbúðarhúsnæði. Umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði. Skipulagsnefnd tók ágætlega í erindið og taldi breytinguna samræmast almennri landnotkun, byggðamynstri og þéttleika byggðar í þessum bæjarhluta.



Nefndin óskaði eftir að formlegri umsókn fylgi tilskilin grenndarkynningargögn s.s. lýsing á áformunum og grunnteikning.



Þann 23. júní sl samþykkti bæjarráð að grenndarkynna áformin berist formleg umsókn ásamt umbeðnum gögnum.



Grenndarkynningu lauk 24. september og bárust engar athugasemdir.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist skiplagsáætlun Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4 í byggingarreglugerð.
Getum við bætt efni síðunnar?