Fara í efni

Stykkishólmshöfn

 

Hafnarvogin

Hafnargötu 6
340 Stykkishólmi
Netfang: hofn@stykkisholmur.is
Sími: 433 8126, 861 1487
Fax: 438 1687


Stykkishólmshöfn veitir þjónustu við allar stærðir báta og skipa upp að 130 m. lengd.
Hafnarstjóri: Jakob Björgvin Jakobsson
Hafnarvörður, vigtarmaður: Jón Jakobsson, 433 8126
Verndarfulltrúi: Einar Þór Strand, einar@stykkisholmur.is
Til vara: Jón Beck Agnarsson

 

Fyrir móttöku skemmtiferðaskipa hafið samband við: cruise@stykkisholmur.is

Skemmtiferðaskip 2025

Hér að neðan má sjá lista yfir staðfestar komur skemmtiferðaskipa til Stykkishólms í sumar. Eins og er ert er ráð fyrir 6 skemmtiferðaskipakomum í sumar.

 

Dagsetning Dagur Nafn skips
25/05/2025 Sunnudagur MS Seaventure
02/07/2025 Miðvikudagur Hebridian Sky
05/07/2025 Laugardagur Hebridian Sky
08/07/2025 Þirðjudagur Silver Endeavour
11/07/2025 Föstudagur MY Aklula
26/08/2025 Þriðjudagur MS Seaventure

Bryggjur

Skipavíkurbryggja

Tveir kantar; vesturkantur er 30 m langur og norðurkantur er 60 m langur. Í Skipavíkurhöfn er steypt upptökubraut fyrir smábáta. Dýpi: 5,6 m.

Ferjubryggja við Súgandisey

Aðstaða fyrir Breiðafjarðarferjuna Baldur. Þar er einnig 26 m langt stálþil. Dýpi: 4 m.

Hafskipabryggja (Stóra-bryggja)

Er byggð ofan á Stykkið sem bærinn dregur nafn sitt af. Viðlegukantar þar eru 53 m, 40 m, 93 m og 30 m. Við hafskipabryggjuna liggja stærri fiskibátar. Dýpi: 5,8 m.

Básaflotbryggja og Olíuflotbryggja

Þar eru leigukvíar fyrir smábáta.

Gamlaflotbryggja og Krikaflotbryggja

Þar er almennt leigupláss fyrir smábáta.

Steinbryggja (Litla-bryggja)

Viðlegukantar þar eru 100 m að lengd. Dýpi: um 2-3 m.

 

Bryggjuþjónusta

Bryggjuþjónusta

  • Rafmagn er við allar bryggjur og vatn er við allar stærri bryggjur og Krikaflotbryggju.
  • Löndunarkranar eru tveir og eru á Steinbryggju (Litlu-bryggju). Sorpgámar eru á öllum bryggjum.
  • Olís er með dælu á Olíuflotbryggju. Aðgangur að henni er með lykli.
  • N1 er með dælu á Olíuflotbryggju. Aðgangur að henni er með lykli.

Hægt er að ganga út í Súgandisey og eru göngustígar um eyna. Fallegt útsýni er þaðan yfir bæinn og um Breiðafjörð. Þar er einnig svokallað Ástarhreiður og bekkur til að tylla sér á og njóta útsýnisins. Vitinn á Súgandisey var reistur árið 1897 á Gróttu á Seltjarnarnesi og fluttur á Súgandisey árið 1942.

Sorptunnur á hafnarsvæði

Við hafnarskúrinn má finna flokkunartunnu fyrir almenning sem tekur við dósum, pappa, plasti og almennu sorpi. Þar er einnig lítil tunna fyrir lífrænan úrgang og stór tunna undir almennt sorp.

Við löndunarbryggju eru:

  • Ein græn tunna (stór) ætluð fyrir smábáta og Sæferðir.
  • Box fyrir rafmagnstengt sorp (rafhlöður, rafgeyma o.fl.).
  • Tunnur á vegum fyrirtækja á hafnarsvæði.

Stykki:

  • Tvær stórar grænar tunnur.
  • Önnur er notuð fyrir pappa.
  • Tvö stór fiskikör með loki.
    • Eitt fyrir tóma olíubrúsa.
    • Annað fyrir netaafganga og kaðla.
  • Tveir 1000L olíutankar fyrir úrgangsolíu.
  • Ruslatunna fyrir almenning er á ljósastaur.

Baldursbryggja:

  • Baldur er með sér tunnur.
  • Við Súgandisey er svört ruslatunna fyrir almenning.
  • Á leiðinni út í Súgandisey er ein ruslatunna á ljósastaur.

Skipavíkurhöfn:

  • Ein stór græn tunna.
Getum við bætt efni síðunnar?