Þjónusta við fatlaða
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga
Byggðasamlag sveitarfélaganna Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar á og rekur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, bs. (FSS). Hlutverk stofnunarinnar er að annast skólaþjónustu við grunn- og leikskóla aðildarsveitarfélaganna sem og félagsþjónustu, barnavernd, málefni fatlaðs fólks og stuðningsþjónustu sveitarfélaganna.
Heimasíða félags- og skólaþjónustunnar
Ásbyrgi
Dagþjónusta og vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu
Aðalgötu 22, 340 Stykkishólmi, S: 430 7809
Í Ásbyrgi er rekin dagþjónusta og vinnustofa fyrir fatlað fólk með skerta starfsgetu. Aðstoð er veitt við að fá og halda vinnu á almennum vinnumarkaði hluta úr degi eða hluta úr viku með eða án aðstoðar. Í Ásbyrgi er endurnýting höfð í hávegum, hlutir eru endurnýttir og seldir á vægu verði. Innkoman er lögð í sameiginlegan sjóð sem nýttur er í að auka lífsgæði þeirra sem þar starfa t.d. hefur hópurinn verið öflugur í að sækja námskeið á vegum Símenntunar Vesturlands.
Efniviður sem Ásbyrgi tekur við.
Efniviður sem Ásbyrgi tekur við til endurnýtingar eru kertaafgangar, tóm sprittkerti, gömul föt, áldósir, garnafgangar, glerkrukkur, allskyns saumadót og margt fleira.