Fara í efni

Þjónusta við fatlaða

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga

Byggðasamlag sveitarfélaganna Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar á og rekur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, bs. (FSS). Hlutverk stofnunarinnar er að annast skólaþjónustu við grunn- og leikskóla aðildarsveitarfélaganna sem og félagsþjónustu, barnavernd, málefni fatlaðs fólks og stuðningsþjónustu sveitarfélaganna.

Heimasíða félags- og skólaþjónustunnar

Ásbyrgi

Dagþjónusta og vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu
Aðalgötu 22, 340 Stykkishólmi, S: 430 7809

Í Ásbyrgi er rekin dagþjónusta og vinnustofa fyrir fatlað fólk með skerta starfsgetu. Aðstoð er veitt við að fá og halda vinnu á almennum vinnumarkaði hluta úr degi eða hluta úr viku með eða án aðstoðar. Í Ásbyrgi er endurnýting höfð í hávegum, hlutir eru endurnýttir og seldir á vægu verði. Innkoman er lögð í sameiginlegan sjóð sem nýttur er í að auka lífsgæði þeirra sem þar starfa t.d. hefur hópurinn verið öflugur í að sækja námskeið á vegum Símenntunar Vesturlands.

Efniviður sem Ásbyrgi tekur við.

Efniviður sem Ásbyrgi tekur við til endurnýtingar eru kertaafgangar, tóm sprittkerti, gömul föt, áldósir, garnafgangar, glerkrukkur, allskyns saumadót og margt fleira.

Getum við bætt efni síðunnar?