Útsýnisstaður í Súgandisey
Fjöreggið í Súgandisey
Dómnefnd hefur valið vinningstillögu í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm.
Vinningstillagan var unnin af Glámu-Kím og Landslagi í samstarfi við Ólöfu Nordal og Gunnar Karlsson. Tillagan er óhefðbundin útsýnisstaður sem ber heitið Fjöregg. Fjöreggið er útsýnisskúlptúr, útsýnispallur, upplifunar- og áningastaður allt í senn. Fjöreggið verður sýnilegt frá bænum og því forvitnilegt aðdráttarafl fyrir gesti og gangandi.
„Markmiðið var að hrófla við sem minnstu og bæta við sem fæstu. Þannig er notað efni sem fyrir er í eynni, bæði huglægt og efnislega. Unnið með formgerð svæðisins, liti og tákn og vísanir í gamlar sagnir og trú.“
Smelltu hér til að skoða greinargerð um Fjöreggið.
Smelltu hér til að skoða plansa fyrir nr. 1 Fjöreggið.
Smelltu hér til að skoða plansa nr. 2 fyrir Fjöreggið.
Smelltu hér til að skoða álit dómnefndar.
Keppnin var haldin í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) og óskuðu 22 hönnunarteymi eftir því að taka þátt í samkeppninni. Í viðvist votta voru fjögur teymi dregin út til að taka þátt í keppninni. Eftirtalin teymi voru dregin út: - Tendra og MAD - KRADS og Schönherr - Trípólí og Ómar Ingþórsson - Landslag og Gláma- Kím.
Í áliti dómnefndar kemur fram að helstu markmið keppninar hafi verið, auk þess að efla öryggi á vinsælum útsýnisstað, að ýta undir náttúruupplifun og auka enn frekar aðdráttarafl Stykkishólms sem eftirsóknarverðs ferðamannastaðar á Snæfellsnesi. Samkeppnin tókst vel að mati dómnefndar og skilaði mjög metnaðarfullum og faglegum tillögum. Dómnefnd lagði áherslu á að velja tillögu sem uppfyllti flest þau skilyrði sem lagt var upp með, en auk þess var reynt að leggja mat á kostnaðarrammann sem gefinn var upp í forsögn.
Dómnefnd var sammála um að tillagan sem valin var í verðlaunasætið og skar sig úr með nýstárlegri nálgun, hefði auk þess ýmsar áhugaverðar skírskotanir í menningu og náttúru svæðisins.
Dómnefndina skipuðu Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, og Ásmundur Þrastarson, verkfræðingur, fyrir hönd Stykkishólmsbæjar og Dagný Bjarnadóttir, landslagsarkitekt fulltrúi FÍLA. Ritari dómnefndar var Sigurbjartur Loftsson, trúnaðarmaður dómnefndar var Ólafur Melsted, frá FÍLA. Dómnefnd fékk tillögurnar afhentar nafnlausar og var ekki tilkynnt um hver ætti hvaða tillögu fyrr en eftir að búið var að velja vinningstillögu.
Í greinagerð vinningstillögunnar kemur fram að við hönnun hafi verið leitast við að finna jafnvægi á milli þess náttúrulega og manngerða, þar sem varfærni, virðing og auðmýkt gagnvart staðnum voru leiðarstef í hugmyndavinnu og lausn verkefnisins.
Frekari upplýsingar
Gláma-Kím teiknistofan sinnir fjölbreyttum verkefnum á starfssviði arkitekta og hefur tekið þátt í fjölmörgum samkeppnum og samanburðartillögum. Glamakim.is
Landslag er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki á sviði landslagsarkitektúrs og skipulags með umfangsmikla og breiða reynslu á öllum sviðum fagsins. Landslag.is
Ólöf Nordal Myndlistarmaður. Hefur haldið fjölmargar einka og samsýningar á Íslandi og erlendis. Ólöf er prófessor við Listaháskóla Íslands. Verk Ólafar í almannarými er m.a. Þúfa við Reykjavíkurhöfn. olofnordal.com
Gunnar Karlsson Myndlistarmaður. Hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar á Íslandi og erlendis. Gunnar vinnur meðfram myndlistinni að myndskreytingum bókaskrifum og teiknimyndagerð þar sem hann er frumkvöðull á því sviði á Íslandi. gunnarkarlsson.com
Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) var stofnað í Reykjavík 24. febrúar 1978. Í FÍLA eru yfir 80 félagsmenn, allstaðar á landinu. Félagsmenn vinna á breiðu sviði við hönnun, skipulag og stjórnun bæði í þéttbýli og dreifbýli. Landslagsarkitektar eru sérfræðingar sem vinna við það að varðveita náttúru og menningarlandslag, að gera manngert umhverfi í þéttbýli og dreifbýli vistlegt, hagkvæmt og fallegt – án þess að ganga að óþörfu á náttúruleg gæði.
Aðrar tilögur:
--------------------------------------------------------
Perlan
Smelltu hér til að skoða greinagerð um Perluna
Smelltu hér til að skoða plansa nr. 1 fyrir Perluna
Smelltu hér til að skoða plansa nr. 2 fyrir Perluna
Höfundar:
Tendra arkitektur
Þórarinn Mamlquist, Jóhann Sigurðsson, Hulda Sigmarsdóttir
MAD
Vilhjálmur Levi Egilsson, Þórður Bryngeirsson, Ilya Pugachnco, Donatas Grinius
--------------------------------------------------------
Stefnið
Smelltu hér til að skoða greinagerð um Stefnið
Smelltu hér til að skoða plansa nr. 1 fyrir Stefnið
Smelltu hér til að skoða plansa nr. 1 fyrir Stefnið
Höfundar:
KRADS ehf
Kristján Eggertsson, Kristján Örn Kjartansson, Óli Geir Kristjánsson
SCHÖNHERR
Rikke Juul Gram, Signe Winther Beilman
Textagerð: Guja Dögg Hauksdóttir
Verkfræðiráðgjöf: New Nordic Engineering ehf.
Tengiliður: Kristján Eggertsson
--------------------------------------------------------
Súgandisey
Smelltu hér til að skoða greinagerð um Súgandisey
Smelltu hér til að skoða plansa nr. 1 fyrir Súgandisey
Smelltu hér til að skoða plansa nr. 2 fyrir Súgandisey
Höfundar:
TRÍPÓLÍ ARKITEKTAR
Andri Gunnar Lyngberg Andrésson, Guðni Valberg, Jón Davíð Ásgeirsson
Landslagsarkitekt: Ómar Ingþórsson
Verkfræðiráðgjöf: VSÓ Ráðgjöf, Atli Örn Hafsteinsson
Tengiliður: Jón Davíð Ásgeirsson