Fara í efni

Sorphirða

Hér má finna upplýsingar og leiðbeiningar fyrir soprhirðu og flokkun í sveitarfélaginu. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að sjá sorphirðudagatal fyrir árið 2024.

Sorphirðudagatal 2024

Flokkun í Sveitarfélaginu Stykkishólmi

Árið 2023 var innleitt nýtt flokkunarkerfi um land all þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Flokkunum fylgja samræmdar merkingar FENÚR sem  gilda fyrir alla flokkun á Íslandi, allar tunnur fengu límmiðamerkingar. Um er að ræða stórt framfaraskref í umhverfis- og loftslagsmálum. Flokkað er í eftirfarandi flokka:

  • Matarleifar
  • Pappír og pappi
  • Plastumbúðir
  • Blandaður úrgangur

Stykkishólmur hefur um langa tíð verið í fararbroddi í endurvinnslu- og flokkunarmálum. Í janúar 2008 hófust íbúar handa við að flokka allt sorp fyrstir landsmanna í þriggja tunnu kerfið. Í lok árs 2022 bættist fjórða tunnan við, en hún er ætluð undir plast. Hlutverk grænu tunnunnar breyttist og í hana fer aðeins pappír og pappi. Íbúar fengu því nýja tunnu, merkta fyrir plast. Notkun á fjórðu tunnunni hófst 21. desember 2022. Íbúum á litlum heimilum sem ekki hugnast að hafa fjórar tunnur geta óskað eftir tvískiptri tunnu fyrir plast og pappa með því að hafa samband við Ráðhús sveitarfélagsins.Tvískipa tunnan er þó dýrari kostur og með henni gefst minna pláss til flokkunar.

Með því að flokka pappa og plast í sitt hvora tunnuna næst betri flokkun en með tvískiptri tunnu þar sem hætt er við því að flokkarnir blandist saman. Umhverfisvænni og hagkvæmasti kosturinn er því að taka inn fjórðu tunnuna en með henni hafa íbúar einnig meira pláss til flokkunar. 

Gámastöðin Snoppa

Sími 438-1828 / 840-5758
Verkstjóri: Gunnar Jónsson

Gámastöðin er opin frá kl. 16:00 til 18:00 mánudaga - föstudaga og frá kl. 11:00 til 14:00 á laugardögum. Lokað er á sunnudögum. 

Sorpmóttaka er í höndum Íslenska gámafélagsins ehf. og er gámastöð ofan við flugvöllinn. Gámar eru fyrir garðaúrgang, brotajárn og timbur ásamt gámi fyrir húsasorp. Þar er ennfremur tekið á móti spilliefnum.

Nytjagámur er nú staðsettur við Snoppu. Gámurinn er ætlaður fyrir hluti sem fólk er hætt að nota en vill gefa öðrum tækifæri til að nýta í stað þess að henda þeim. Í nytjagáminn fara t.d. húsgögn, leikföng, föt, bækur, hjól o.s.frv.

Rafræn klippikort

Innan tíðar verður tekið upp rafræn klippikort fyrir gámasvæðið. Kortin tryggja íbúum aðgang að svæðinu. Kortið er 16 skipta klippikort sem endurnýjast árlega og er hluti af úrgangshirðugjaldi. Hvert klipp gildir fyrir 0,25 rúmmetra sem samsvarar 240 lítra heimilistunnu. Ef íbúi klárar sín 16 skipti á innan við ári getur hann keypt áfyllingu hjá sveitarfélaginu. Íbúum verður tilkynnt þegar kortin verða tekin í notkun en fram að því er óbreytt fyrirkomulag á svæðinu.

Grenndarstöðvar

Nýjar grenndarstöðvar voru settar upp í sveitarfélaginu árið 2023, þar geta íbúar losað sig við málma, gler og textíl sem komið er til endurvinnslu.

Flokkunarstöðin Snoppa

Fyrirtæki fara með sorp í flokkunarstöðina Snoppu en greiða þarf gjald samkvæmt gjaldskrá Stykkishólms. Áfram mega eigendur íbúðarhúsnæðis, sem greiða sorphirðugjald til Stykkishólms með fasteignagjöldum, fara með 50 kg á mánuði af flokkuðu sorpi á Snoppu eða 600 kg á ári, án frekari gjalds.

Haugar við Ögursveg

Hliðið á haugum við Ögursveg hefur verið lokað frá 21. febrúar 2019 og er óleyfilegt að fara með timbur þangað en fyrirtækjum og einstaklingum ber að fara með timbur í flokkunarstöðina Snoppu. Ef einstaklingar eða fyrirtæki þurfa að losa grófan úrgang er þeim bent á að hafa samband við Gunnar Jónsson, umsjónarmann hauganna fyrir hönd Stykkishólms, í síma 840 5758.

Dósamóttaka

Tekið er við dósum að Nesvegi 13 á milli kl. 18:30 og 20:00 á mánudögum.
Facebooksíðu Dósamóttökunnar.

Sorphirðuleiðbeiningar

Annað efni tengt sorphirðu

Getum við bætt efni síðunnar?