Mögulegar viðræður um sameiningu - Dalabyggð
Málsnúmer 2103021
Vakta málsnúmerBæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021
Lagt fram bréf frá Dalabyggð vegna fundar til að ræða mögulegar viðræður um sameiningu.
Bæjarstjórn - 397. fundur - 29.03.2021
Lagt fram bréf frá Dalabyggð vegna fundar til að ræða mögulegar viðræður um sameiningu.
Bæjarráð tók jákvætt í erindi Dalabyggðar, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar til þess að halda fund með sveitarstjórn Dalabyggðar og sveitarstjórn Helgafellssveitar, og fól bæjarstjóra að koma á fundi milli sveitarfélaganna.
Afgreiðslu bæjarráðs vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð tók jákvætt í erindi Dalabyggðar, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar til þess að halda fund með sveitarstjórn Dalabyggðar og sveitarstjórn Helgafellssveitar, og fól bæjarstjóra að koma á fundi milli sveitarfélaganna.
Afgreiðslu bæjarráðs vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarstjórn - 398. fundur - 29.04.2021
Lárus Ástmar Hannesson, bæjarfulltrúi, óskaði eftir því að til umræðu á bæjarráðsfundi yrði tekin stefna Stykkishólmsbæjar í mögulegum sameiningum sveitarfélaga og hvert bæri að stefna í þeim málum.
Í bókun 626. fundi bæjarráðs tók bæjarráð fram að ráðið sé opið fyrir mögulegum sameiningum á svæðinu. Vísaði bæjarráð að öðru leyti umræðunni til bæjarstjórnar.
Í bókun 626. fundi bæjarráðs tók bæjarráð fram að ráðið sé opið fyrir mögulegum sameiningum á svæðinu. Vísaði bæjarráð að öðru leyti umræðunni til bæjarstjórnar.
Tekið til umræðu mögulegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga.
Til máls tóku:HH og LÁH
Til máls tóku:HH og LÁH
Bæjarstjórn - 402. fundur - 30.09.2021
Lagt fram bréf frá bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar þar sem boðið er til óformlegs samtals/viðræðna um stöðu og valkosti í sameiningarmálum á Snæfellsnesi.
Bæjarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að koma á fundi á milli aðila.
Bæjarráð - 23. fundur - 20.06.2024
Lagt fram erindi frá vinnuhóp um sameiningarmál á Snæfellsnesi og í Dalabyggð. Erindinu fylgir jafnframt minnisblað um tækifæri og helstu áskoranir fyrir sameiningu þessara sveitarfélaga.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu vinnuhóps og staðfestir þátttöku sveitarfélagsins í óformlegum viðræðum um sameiningu framangreindra sveitarfélaga í þem tilgangi að eiga samtal við íbúa og afla frekari upplýsinga til að meta þau tækifæri og skoða þær áskoranir sem yrðu við sameiningu þeirra.
Bæjarstjórn - 26. fundur - 27.06.2024
Lagt fram erindi frá vinnuhóp um sameiningarmál á Snæfellsnesi og í Dalabyggð sem skipaður var einum kjörnum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi. Erindinu fylgir jafnframt minnisblað um tækifæri og helstu áskoranir fyrir sameiningu þessara sveitarfélaga, ásamt sameiginlegri tillögu vinnuhópsins um að hafnar verði óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna.
Erindið var tekið fyrir á 23. fundi bæjarráðs sem lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu vinnuhópsins og að staðfesta þar með þátttöku sveitarfélagsins í óformlegum viðræðum um sameiningu framangreindra sveitarfélaga í þem tilgangi að eiga samtal við íbúa og afla frekari upplýsinga til að meta þau tækifæri og skoða þær áskoranir sem yrðu við sameiningu þeirra.
Erindið var tekið fyrir á 23. fundi bæjarráðs sem lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu vinnuhópsins og að staðfesta þar með þátttöku sveitarfélagsins í óformlegum viðræðum um sameiningu framangreindra sveitarfélaga í þem tilgangi að eiga samtal við íbúa og afla frekari upplýsinga til að meta þau tækifæri og skoða þær áskoranir sem yrðu við sameiningu þeirra.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu vinnuhópsins og staðfestir þar með þátttöku sveitarfélagsins í óformlegum viðræðum um sameiningu framangreindra sveitarfélaga í þeim tilgangi að eiga samtal við íbúa og afla frekari upplýsinga til að meta þau tækifæri og skoða þær áskoranir sem yrðu við sameiningu þeirra.
Til máls tóku:RIS,JBSJ og RMR
Til máls tóku:RIS,JBSJ og RMR
Bæjarráð - 26. fundur - 24.10.2024
Lagt fram svarbréf Snæfellsbæjar vegna hugsanlegra sameiningarviðræðna.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjórn - 29. fundur - 31.10.2024
Lagt fram svarbréf Snæfellsbæjar vegna hugsanlegra sameiningarviðræðna.
Lagt fram til kynningar.
Afgreiðslu bæjarráðs vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.