Fundarmannagátt Stykkishólms heldur utan um fundarboð, fundargerðir og fylgiskjöl fyrir nefndarmenn fastanefnda sveitarfélgasins. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að skrá þig inn á fundamannagáttina.
Fundmannagátt Stykkishólms
Eftirfarandi nefndir eru starfandi hjá sveitarfélaginu og funda reglulega:
Bæjarráð
Bæjarráð hefur umsjón með stjórnsýslu bæjarins. Erindi frá bæjarbúum, sem falla ekki undir hefðbundin verkefni fagnefnda bæjarins, eru að jafnaði lögð fyrir bæjarráð sem tekur ákvörðun um afgreiðslu þeirra eða vísar þeim til fagnefnda eða bæjarstjórnar.
Hlutverk og erindisbréf
Bæjarráð heyrir beint undir bæjarstjórn. Bæjarráð fer með framkvæmdastjórn bæjarfélagsins ásamt bæjarstjóra. Bæjarráð hefur yfirumsjón með rekstri allra stofnana á vegum bæjarins.
Í bæjarráði eiga sæti þrír bæjarfulltrúar, sem bæjarstjórn kýs til eins árs, í júní ár hvert skv. ákvæðum sveitarstjórnarlaga og samþykktar um stjórn og fundarsköp Stykkishólmsbæjar. Á sama hátt eru kjörnir þrír bæjarfulltrúar til vara. Auk kjörinna fulltrúa á bæjarstjóri rétt á að sitja fundi ráðsins með málfrelsi og tillögurétti. Auk þess á fulltrúi á lista sem nær kjöri til bæjarstjórnar, en á ekki kjörinn fulltrúa í bæjarráði, rétt á setu í bæjarráði með málfrelsi og tillögurétti. Bæjarráð kýs sér formann og varaformann á fyrsta fundi sínum.
Nefndarmenn
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fer með atvinnu, og nýsköpunarmál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina.
Í henni sitja fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
Hlutverk og erindisbréf
• að vera bæjarstjórn til ráðgjafar og veita umsögn í atvinnu- og nýsköpunarmálum.
• að gera tillögur til bæjarstjórnar um markmið í atvinnu- og nýsköpunarmálum bæjarfélagsins.
• að hafa eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar í þessum málaflokkum nái fram að ganga.
• að starfa með bæjarstjóra að málum er undir hann og nefndina heyra.
• að gera tillögur um úrbætur á því sviði sem undir hana heyrir.
Nefndin skal leitast við að ná því grundvallarmarkmiði að tryggja að niðurstöður hennar og vinna séu fyrst og fremst í þágu allra íbúa sveitarfélagsins og það leggur þær skyldur á herðar fulltrúum í nefndinni að setja ávallt almannahagsmuni ofar sérhagsmunum, hvort heldur sínum eigin eða einstakra hópa. Jafnframt skal nefndin stuðla að tengslum og samstarfi við aðra hagsmunaaðila.
Sé nefndinni ekki falið að taka fullnaðarákvörðun um mál, skv. lögum eða erindisbréfi þessu, teljast ályktanir hennar tillögur til bæjarstjórnar, enda þótt þær séu orðaðar sem ákvarðanir eða samþykktir nefndar. Slíkar ákvarðanir þurfa því staðfestingu bæjarstjórnar.
Smellið hér til að skoða erindisbréf atvinnu- og nýsköpunarnefndar í heild sinni
Nefndarmenn
Eineltisráð
Eineltisráð veitir stjórnendum ráðgjöf þegar einelti eða grunur um einelti kemur upp á vinnustað. Eineltisráðinu er heimilt að sækja sér
utanaðkomandi ráðgjafar. Eineltisráð Stykkishólmsbæjar er skipað þremur aðalmönnum, launafulltrúa og tveimur skipuðum af
bæjarstjóra sem einnig skipar tvo til vara.
Hlutverk og erindisbréf
Eineltisráð Stykkishólmsbæjar er skipað þremur aðalmönnum, launafulltrúa og tveimur skipuðum af
bæjarstjóra sem einnig skipar tvo til vara. Hlutverk eineltisráðs er fyrst og fremst að veita stjórnendum
ráðgjöf þegar einelti eða grunur um einelti kemur upp á vinnustað. Eineltisráðinu er heimilt að sækja sér
utanaðkomandi ráðgjafar.
Mælst er til þess að eineltisráð taki aðeins til efnislegrar meðferðar eineltismál ef reynt hafi verið að leysa
þau á vinnustað viðkomandi eða ef meintur gerandi í eineltismáli er stjórnandi stofnunar.
Þolandi getur ávallt óskað þess að utanaðkomandi aðstoðar sé leitað eða að óháðum aðila sé falið að fjalla
efnislega um kvörtun hans.
Launafulltrúi skal tryggja að reglulega skuli stjórnendum standa til boða að sækja námskeið um einelti, t.d.
hjá Vinnumálastofnun.
Smellið hér til að skoða Eineltisstefnu Stykkishólmsbæjar.
Nefndarmenn
Hafnarstjórn
Hafnarstjórn starfar í umboði bæjarstjórnar að málefnum hafna Stykkishólmsbæjar samkvæmt lögum og reglugerðum er þar að lúta og því sem bæjarstjórn felur henni.
Í Hafnarstjórn eiga sæti fimm fulltrúar sem bæjarstjórn kýs til fjögurra ára, að afloknum sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 og samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar.
Hlutverk og erindisbréf
• að vera bæjarstjórn til ráðgjafar og veita umsögn í málefnum hafna Stykkishólmsbæjar.
• að gera tillögur til bæjarstjórnar um markmið í hafnamálum bæjarfélagsins.
• að hafa eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar í þessum málaflokkum nái fram að ganga.
• að starfa með hafnarstjóra og hafnarverði.
• að gera tillögur um úrbætur á því sviði sem undir hana heyrir.
Stjórnin skal leitast við að ná því grundvallarmarkmiði að tryggja að ákvarðanir hennar og vinna séu fyrst og fremst í þágu allra íbúasveitarfélagsins og það leggur þær skyldur á herðar fulltrúum í stjórninni að setja ávallt almannahagsmuni ofar sérhagsmunum, hvort heldur sínum eigin eða einstakra hópa. Jafnframt skal stjórnin stuðla að tengslum og samstarfi við aðra hagsmunaaðila.
Smellu hér til að skoða erindisbréf Hafnarstjórnar í heild sinni.
Landbúnaðarnefnd
Hlutverk og erindisbréf
Nefndarmenn
Safna- og menningarmálanefnd
Safna- og menningarmálanefnd fer með málefni safnanna sem eru á snærum Stykkishólmsbæjar:
Eldfjallasafns, Norska hússins og Vatnasafns. Í Safna- og menningarmálanefnd eiga sæti fimm fulltrúar sem bæjarstjórn kýs til fjögurra ára.
Hlutverk og erindisbréf
• að vera bæjarstjórn til ráðgjafar og veita umsögn í safna- og menningarmálum.
• að gera tillögur til bæjarstjórnar um markmið í safna- og menningarmálum bæjarfélagsins.
• að hafa eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar í þessum málaflokkum nái fram að ganga.
• að starfa með bæjarstjóra og forstöðumanni safna að málum er undir þá og nefndina heyra.
• að gera tillögur um úrbætur á því sviði sem undir hana heyrir.
Nefndin skal leitast við að ná því grundvallarmarkmiði að tryggja að niðurstöður hennar og vinna séu fyrst og fremst í þágu allra íbúa sveitarfélagsins og það leggur þær skyldur á herðar fulltrúum í nefndinni að setja ávallt almannahagsmuni ofar sérhagsmunum, hvort heldur sínum eigin eða einstakra hópa. Jafnframt skal nefndin stuðla að tengslum og samstarfi við aðra hagsmunaaðila.
Sé nefndinni ekki falið að taka fullnaðarákvörðun um mál, skv. lögum eða erindisbréfi þessu, teljast ályktanir hennar tillögur til bæjarstjórnar, enda þótt þær séu orðaðar sem ákvarðanir eða samþykktir nefndar. Slíkar ákvarðanir þurfa því staðfestingu bæjarstjórnar.
Smelltu hér til að skoða erindisbréf safna- og menningarmálanefndar í heild sinni.
Nefndarmenn
Skipulagsnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd starfar í umboði bæjarstjórnar að skipulagsmálum samkvæmt lögum og reglugerðum er þar að lúta og því sem bæjarstjórn felur henni.
Í skipulags- og byggingarnefnd eiga sæti fimm fulltrúar sem bæjarstjórn kýs til fjögurra ára.
Auk kjörinna fulltrúa eiga bæjarstjóri, skipulags- og byggingarfulltrúi og fulltrúi úr ungmennaráði rétt á að sitja fundi nefndarinnar, með málfrelsi og tillögurétt.
Hlutverk og erindisbréf
• að vera bæjarstjórn til ráðgjafar og veita umsögn í skipulagsmálum.
• að gera tillögur til bæjarstjórnar um markmið í skipulagsmálum bæjarfélagsins.
• að hafa eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar í þessum málaflokkum nái fram að ganga.
• að starfa með bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa.
• að gera tillögur um úrbætur á því sviði sem undir hana heyrir.
Nefndin skal leitast við að ná því grundvallarmarkmiði að tryggja að niðurstöður hennar og vinna séu fyrst og fremst í þágu allra íbúa sveitarfélagsins og það leggur þær skyldur á herðar fulltrúum í nefndinni að setja ávallt almannahagsmuni ofar sérhagsmunum, hvort heldur sínum eigin eða einstakra hópa. Jafnframt skal nefndin stuðla að tengslum og samstarfi við aðra hagsmunaaðila.
Sé nefndinni ekki falið að taka fullnaðarákvörðun um mál, skv. lögum eða erindisbréfi þessu, teljast ályktanir hennar tillögur til bæjarstjórnar, enda þótt þær séu orðaðar sem ákvarðanir eða samþykktir nefndar. Slíkar ákvarðanir þurfa því staðfestingu bæjarstjórnar.
Smelltu hér til að skoða erindisbréf skipulagsnefndar í heild sinni.
Nefndarmenn
Skóla- og fræðslunefnd
Skóla- og fræðslunefnd starfar í umboði bæjarstjórnar að skóla- og fræðslumálum og falla málefni grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla, Regnbogalands (heilsdagsskóla) og Amtsbókasafns innan verksviðs nefndarinnar.
Í Skóla- og fræðslunefnd eiga sæti fimm fulltrúar sem bæjarstjórn kýs til fjögurra ára. Auk þess hafa bæjarstjóri, skólastjórar, forstöðumaður Amtsbókasafns, umsjónarmaður Regnbogalands, fulltrúar kennara, fulltrúi Helgafellssveitar, fulltrúi foreldra nemenda og fulltrúi úr ungmennaráði rétt á að sitja fundi nefndarinnar, með málfrelsi og tillögurétt.
Hlutverk og erindisbréf
• að vera bæjarstjórn til ráðgjafar og veita umsögn í skóla- og fræðslumálum.
• að gera tillögur til bæjarstjórnar um markmið í skóla- og fræðslumálum bæjarfélagsins.
• að hafa eftirlit með stofnunum sem heyra undir nefndina og fylgjast með því að þær vinni að settum markmiðum bæjarstjórnar, í samræmi við lög, reglugerðir og kjarasamninga og veiti góða þjónustu.
• að hafa eftirlit með því að fjárhagsáætlun sé haldið og, eftir atvikum, að gera tillögur eða umsagnir til bæjarstjórnar vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar komandi árs, um forgangsröðun fjárveitinga til skilgreindra viðfangsefna eða fyrirhugaðra fjárfestinga á því sviði sem undir nefndina heyra.
• að starfa með bæjarstjóra og forstöðumönnum að málum er undir þá og nefndina heyra.
• að gera tillögur um úrbætur á því sviði sem undir hana heyrir.
Nefndin skal leitast við að ná því grundvallarmarkmiði að tryggja að niðurstöður hennar og vinna séu fyrst og fremst í þágu allra íbúa bæjarfélagsins og það leggur þær skyldur á herðar fulltrúum í nefndinni að setja ávallt almannahagsmuni ofar sérhagsmunum, hvort heldur sínum eigin eða einstakra hópa. Jafnframt skal nefndin stuðla að tengslum og samstarfi við aðra hagsmunaaðila.
Sé nefndinni ekki falið að taka fullnaðarákvörðun um mál, skv. lögum eða erindisbréfi þessu, teljast ályktanir hennar tillögur til bæjarstjórnar, enda þótt þær séu orðaðar sem ákvarðanir eða samþykktir nefndar. Slíkar ákvarðanir þurfa því staðfestingu bæjarstjórnar.
Smelltu hér til að skoða erindisbréf fyrir Skóla- og fræðslunefnd í heild sinni.
Nefndarmenn
Stjórn Dvalarheimilisins
Stjórn Dvalarheimilisins starfar í umboði bæjarstjórnar að málefnum aldraðra samkvæmt lögum og reglugerðum er þar að lúta og því sem bæjarstjórn felur henni. Dvalarheimilið í Stykkishólmi starfar á verksviði stjórnarinnar. Í stjórn Dvalarheimilis aldraðra eiga sæti þrír fulltrúar sem bæjarstjórn kýs til fjögurra ára, en bæjarstjóri
og forstöðumaður Dvalarheimilis hafa einnig rétt á að sitja fundi stjórnarinnar, með málfrelsi og tillögurétt.
Hlutverk og erindisbréf
• að vera bæjarstjórn til ráðgjafar og veita umsögn í málefnum aldraðra.
• að gera tillögur til bæjarstjórnar um markmið bæjarfélagsins í málefnum aldraðra.
• að hafa eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar í þessum málaflokkum nái fram að ganga.
• að starfa með bæjarstjóra og forstöðumanni Dvalarheimilis.
• að gera tillögur um úrbætur á því sviði sem undir hana heyrir.
Stjórnin skal leitast við að ná því grundvallarmarkmiði að tryggja að ákvarðanir hennar og vinna séu fyrst og fremst í þágu allra íbúa sveitarfélagsins og það leggur þær skyldur á herðar fulltrúum í stjórninni að setja ávallt almannahagsmuni ofar sérhagsmunum, hvort heldur sínum eigin eða einstakra hópa. Jafnframt skal stjórnin stuðla að tengslum og samstarfi við aðra hagsmunaaðila
Sé stjórninni ekki falið að taka fullnaðarákvörðun um mál, skv. lögum eða erindisbréfi þessu, teljast ályktanir hennar tillögur til bæjarstjórnar, enda þótt þær séu orðaðar sem ákvarðanir eða samþykktir stjórnar. Slíkar ákvarðanir þurfa staðfestingu bæjarstjórnar.
Smelltu hér til að skoða erindisbréf Stjórnar dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi í heild sinni.
Nefndarmenn
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd starfar í umboði bæjarstjórnar að umhverfis- og náttúruverndarmálum og eiga í henni sæti þrír fulltrúar kjörnir til fjögurra ára.
Auk kjörinna fulltrúa eiga bæjarstjóri og fulltrúi úr ungmennaráði rétt á að sitja fundi nefndarinnar, með málfrelsi og tillögurétt.
Hlutverk og erindisbréf
• að vera bæjarstjórn til ráðgjafar og veita umsögn í umhverfis- og náttúruverndarmálum.
• að gera tillögur til bæjarstjórnar um markmið í umhverfis- og náttúruverndarmálum bæjarfélagsins.
• að hafa eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar í þessum málaflokkum nái fram að ganga.
• að starfa með bæjarstjóra að málefnum sem heyra undir nefndina.
• að gera tillögur um úrbætur á því sviði sem undir hana heyrir.
Nefndin skal leitast við að ná því grundvallarmarkmiði að tryggja að ákvarðanir hennar og vinna séu fyrst og fremst í þágu allra íbúa sveitarfélagsins og það leggur þær skyldur á herðar fulltrúum í nefndinni að setja ávallt almannahagsmuni ofar sérhagsmunum, hvort heldur sínum eigin eða einstakra hópa. Jafnframt skal nefndin stuðla að tengslum og samstarfi við aðra hagsmunaaðila.
Sé nefndinni ekki falið að taka fullnaðarákvörðun um mál, skv. lögum eða erindisbréfi þessu, teljast ályktanir hennar tillögur til bæjarstjórnar, enda þótt þær séu orðaðar sem ákvarðanir eða samþykktir nefndar. Slíkar ákvarðanir þurfa staðfestingu bæjarstjórnar.
Smellið hér til að skoða erindisbréf umhverfis- og náttúruverndarnefndar í heild sinni.
Nefndarmenn
Ungmennaráð
Ungmennaráð starfar í umboði bæjarstjórnar að æskulýðsmálum. Bæjarstjórn skipar sjö fulltrúa á aldrinum 14 til 24 ára og þrjá til vara í ráðið, eitt ár í senn, að fengnum tillögum frá eftirtöldum aðilum: Tveir fulltrúar tilnefndir og einn til vara af nemendafélagi grunnskólans úr 10. bekk, tveir fulltrúar tilnefndir og einn til vara af nemendafélagi FSN, tveir fulltrúar tilnefndir og einn til vara af Umf. Snæfelli.
Æskulýðs- og íþróttanefnd tilnefnir einn fulltrúa ungmenna, sem helst skal vera starfandi á vinnumarkaði. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi starfar með ráðinu, er því til aðstoðar og situr fundi ungmennaráðs með málfrelsi og tillögurétt. Þá á bæjarstjóri rétt á að sitja fundi ráðsins, með málfrelsi og tillögurétt.
Hlutverk og erindisbréf
• að vera bæjarstjórn til ráðgjafar og veita umsögn í æskulýðsmálum.
• að gera tillögur til bæjarstjórnar um markmið í æskulýðsmálum bæjarfélagsins.
• að hafa eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar í þessum málaflokkum nái fram að ganga.
• að starfa með bæjarstjóra og tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að málefnum sem heyra undir ráðið
• að gera tillögur um úrbætur á því sviði sem undir hana heyrir.
Ráðið skal leitast við að ná því grundvallarmarkmiði að tryggja að niðurstöður þess og vinna séu fyrst og fremst í þágu allra íbúa sveitarfélagsins og það leggur þær skyldur á herðar fulltrúum í ráðinu að setja ávallt almannahagsmuni ofar sérhagsmunum, hvort heldur sínum eigin eða einstakra hópa. Jafnframt skal ráðið stuðla að tengslum og samstarfi við aðra hagsmunaaðila.
Sé ráðinu ekki falið að taka fullnaðarákvörðun um mál, skv. lögum eða erindisbréfi þessu, teljast ályktanir þess tillögur til bæjarstjórnar, enda þótt þær séu orðaðar sem ákvarðanir eða samþykktir ráðsins. Slíkar ákvarðanir þurfa því staðfestingu bæjarstjórnar.
Smelltu hér til að skoða erindisbréf ungmennaráðs í heild sinni.
Nefndarmenn
Nafn |
Netfang
|
|
Hlutverk |
Heiðrún Edda Pálsdóttir |
heidrun03edda@gmail.com |
|
Formaður
|
Vignir Steinn Pállsson |
|
|
Aðalmaður
|
Viktoría Sif Þráinsd. Norðdahl
|
|
|
Aðalmaður
|
Hera Guðrún Ragnarsdóttir
|
|
|
Aðalmaður
|
Katrín Mjöll Magnúsdóttir
|
|
|
Aðalmaður
|
Bæring Nói Dagsson |
|
|
Aðalmaður
|
Bryn Thorlacius
|
|
|
Aðalmaður
|
Um-Ayush Khash-Erdene
|
|
|
Varamaður
|
Viktor Brimir Ásmundsson
|
|
|
Varamaður
|
Stefán Kjartansson
|
|
|
Varamaður
|
|
|
|
Velferðar- og jafnréttismálanefnd
Velferðar- og jafnréttismálanefnd starfar í umboði bæjarstjórnar að velferðar- og jafnréttismálum og eiga í henni sæti fimm fulltrúar sem bæjarstjórn kýs til fjögurra ára.
Bæjarstjóri og fulltrúi úr ungmennaráði eiga rétt á að sitja fundi nefndarinnar, með málfrelsi og tillögurétt. Fulltrúi úr ungmennaráði skal hafa náð sjálfræðisaldri.
Hlutverk og erindisbréf
• að vera bæjarstjórn til ráðgjafar og veita umsögn í velferðar- og jafnréttismálum.
• að gera tillögur til bæjarstjórnar um markmið í velferðar- og jafnréttismálum bæjarfélagsins.
• að hafa eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar í þessum málaflokkum nái fram að ganga.
• að starfa með bæjarstjóra að málefnum sem heyra undir nefndina
• að gera tillögur um úrbætur á því sviði sem undir hana heyrir.
Nefndin skal leitast við að ná því grundvallarmarkmiði að tryggja að ákvarðanir hennar og vinna séu fyrst og fremst í þágu allra íbúa bæjarfélagsins og það leggur þær skyldur á herðar fulltrúum í nefndinni að setja ávallt almannahagsmuni ofar sérhagsmunum, hvort heldur sínum eigin eða einstakra hópa. Jafnframt skal nefndin stuðla að tengslum og samstarfi við aðra hagsmunaaðila.
Sé nefndinni ekki falið að taka fullnaðarákvörðun um mál, skv. lögum eða erindisbréfi þessu, teljast ályktanir hennar tillögur til bæjarstjórnar, enda þótt þær séu orðaðar sem ákvarðanir eða samþykktir nefndar. Slíkar ákvarðanir þurfa staðfestingu bæjarstjórnar.
Smellið hér til að skoða erindisbréf velferðar- og jafnréttismálanefndar í heild sinni.
Nefndarmenn
Æskulýðs- og íþróttanefnd
Æskulýðs- og íþróttanefnd starfar í umboði bæjarstjórnar að æskulýðs- og íþróttamálum og starfa íþróttamiðstöð og félagsmiðstöð á verksviði nefndarinnar.
Í æskulýðs- og íþróttanefnd eiga sæti fimm fulltrúar sem bæjarstjórn kýs til fjögurra ára, auk þess sem bæjarstjóri, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi og fulltrúi úr ungmennaráði eiga rétt á að sitja fundi nefndarinnar, með málfrelsi og tillögurétt.
Hlutverk og erindisbréf
• að vera bæjarstjórn til ráðgjafar og veita umsögn í æskulýðs- og íþróttamálum.
• að gera tillögur til bæjarstjórnar um markmið í æskulýðs- og íþróttamálum bæjarfélagsins.
• að hafa eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar í þessum málaflokkum nái fram að ganga.
• að starfa með bæjarstjóra, tómstunda- og æskulýðsfulltrúa og forstöðumanni íþróttamiðstöðvar.
• að gera tillögur um úrbætur á því sviði sem undir hana heyrir.
Nefndin skal leitast við að ná því grundvallarmarkmiði að tryggja að ákvarðanir hennar og vinna séu fyrst og fremst í þágu allra íbúa sveitarfélagsins og það leggur þær skyldur á herðar fulltrúum í nefndinni að setja ávallt almannahagsmuni ofar sérhagsmunum, hvort heldur sínum eigin eða einstakra hópa. Jafnframt skal nefndin stuðla að tengslum og samstarfi við aðra hagsmunaaðila.
Sé nefndinni ekki falið að taka fullnaðarákvörðun um mál, skv. lögum eða erindisbréfi þessu, teljast ályktanir hennar tillögur til bæjarstjórnar, enda þótt þær séu orðaðar sem ákvarðanir eða samþykktir nefndar. Slíkar ákvarðanir þurfa staðfestingu bæjarstjórnar.
Smellu hér til að skoða erindisbréf æskulýðs- og íþróttanefndar í heild sinni.
Nefndarmenn
Öldungaráð
Öldungaráð Stykkishólms gætir hagsmuna eldri borgara í Stykkishólmi og er bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og þeim sem mál þeirra varða til ráðgjafar um þau málefni.
Ráðið skal vera ráðgefandi um framtíðarskipulag öldrunarþjónustu, uppbyggingu hjúkrunarheimila, þjónustu-og öryggisíbúða í Stykkishólmi.
Hlutverk og erindisbréf
• að vera bæjarstjórn til ráðgjafar og veita umsögn í málefnum aldraðra .
• að gera tillögur til bæjarstjórnar um markmið bæjarfélagsins í málefnum aldraðra.
• að hafa eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar í þessum málaflokkum nái fram að ganga.
• að starfa með bæjarstjóra, forstöðumanni dvalarheimilis og tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.
• að gera tillögur um úrbætur á því sviði sem undir ráðið heyrir.
Ráðið skal leitast við að ná því grundvallarmarkmiði að tryggja að ákvarðanir hennar og vinna séu fyrst og fremst í þágu allra íbúa sveitarfélagsins og það leggur þær skyldur á herðar fulltrúum í ráðinu að setja ávallt almannahagsmuni ofar sérhagsmunum, hvort heldur sínum eigin eða einstakra hópa. Jafnframt skal ráðið stuðla að tengslum og samstarfi við aðra hagsmunaaðila.
Smelltu hér til að skoða erindisbréf öldungaráðs
Nefndarmenn
Fulltrúar Aftanskins
Byggðasamlag Snæfellinga
Byggðasamlag Snæfellinga var stofnað í febrúar árið 2017 af sveitarfélögunum Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ, Grundarfjarðarbæ, Snæfellsbæ og Eyja- og Miklaholtshreppi. Framkvæmdastjórn Byggðasamlagsins er skipuð framkvæmdastjórum og/eða oddvitum sveitarfélaganna.
Fundargerðir og samningar
Samstarfsnefndir
Sveitarfélagið Stykkishólmur hefur samtarf að eftirtöldum nefndum og stjórnum:
Almannavarnarnefnd
Fulltrúar á Aðalfundi S.S.V.
Fulltrúar á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands
Stjórn Byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga
Stjórn Náttúrustofu Vesturlands
Stjórn Jeratúns
Fulltrúaráð Svæðisgarðs Snæfellsness
Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi
Aðrar nefndir
Eftirtaldar eru nefndir og stjórnir á vegum Stykkishólmsbæjar sem funda ekki að staðaldri eða eftir atvikum:
Kjörstjórn
Nafn |
Netfang |
Listi |
Hlutverk |
Guðrún Hauksdóttir |
gurraiogri@gmail.com |
H |
formaður |
Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson |
kiddimalla@simnet.is |
H |
aðalmaður |
Steinunn María Þórsdóttir |
maja@stykk.is |
Í |
aðalmaður |
Gísli Pálsson |
|
H |
varamaður |
Guðný Pálsdóttir |
|
H |
varamaður |
Davíð Sveinsson |
|
Í |
varamaður |
Stjórn lista- og menningarsjóðs
Stjórn Gagnaveitu Helgafellssveitar
Félagsmálanefnd (Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga)
Nafn |
Netfang |
Hlutverk |
Steinunn Alva Lárusdóttir |
|
aðalmaður |
Steinunn María Þórsdóttir |
|
aðalmaður |
Arnar Geir Diego Ævarsson |
addigeir@gmail.com |
varamaður |
Róbert Arnar Stefánsson |
robert@nsv.is |
varamaður |