Fara í efni

Þjónustur

Sundlaugin

Glæsileg sundlaugaraðstaða var tekin í notkun árið 1999. Innilaug, 25 metra útilaug með vatnsrennibraut ásamt vaðlaug og heitum pottum.
Borgarbraut 4
340 Stykkishólmur

Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið í Stykkishólmi er staðsett í bænum og því stutt í alla þjónustu.
Aðalgata 29
340 Stykkishólmur
Sími: 438 1075

Golfvöllur

Golfvöllurinn í Stykkishólmi heitir Víkurvöllur og er staðsettur við tjaldsvæðið.
Vatnsás 18
340 Stykkishólmur
Sími: 438-1075

Nýrækt

Í jaðri bæjarins er Nýræktin sem er skógrækt Hólmara með fjölbreyttum gróðri og fuglalífi.
340 Stykkishólmur

Súgandisey

Súgandisey er órjúfanlegur partur af ásýnd hafnarsvæðisins og er án efa eitt af þekktustu kennileitum Stykkishólms.
340 Stykkishólmur

Minnisvarðar og listaverk

Nokkra minnisvarða og listaverk er að finna í bænum.
340 Stykkishólmur

Hólmgarður

Hólmgarður er fallegt svæði í miðju Stykkishólmsbæjar sem setur sinn svip á bæinn.
Aðalgata 24a
340 Stykkishólmur

Stykkishólmskirkja

Kirkjan er eitt af kennileitum Stykkishólms og önnur tveggja kirkja í Stykkishólmi í eigu Stykkishólmssafnaðar.
Borgarbraut
340 Stykkishólmur
Sími: 438 1560

Íþróttamannvirki

Góð aðstaða er til íþróttaiðkana í Hólminum, hvort sem er innan húss eða utan.
Borgarbraut 4
340 Stykkishólmur

Leikvellir

Í Stykkishólmi er alltaf stutt í næsta leikvöll. Þeir stærstu eru leikvellirnir við grunnskólann og leikskólann, þar að auki eru vel búnir leikvellir við Skúlagötu og Lágholt sem henta öllum aldurshópum. Á Garðaflöt er nýjasti völlurinn í leikflóru Stykkishólms sem hentar vel fyrir yngstu börnin.
340 Stykkishólmur

Gömlu húsin

Oft er vísað til miðbæjar Stykkishólms sem safns gamalla húsa en húsin í bænum gefa Stykkishólmi sérstakt yfirbragð þar sem tekist hefur að varðveita gömlu bæjarmyndina.
340 Stykkishólmur

Amtsbókasafn og Ljósmyndasafn Stykkishólms

Á bókasafninu má m.a. nálgast bækur og tímarit til útláns eða til aflestrar á safninu, fá kaffisopa og aðgang að þráðlausu neti.
Borgarbraut 6
340 Stykkishólmur
Sími: 433 8160

Norska húsið

Byggðasafn Snæfellinga, sem nefnist Norska húsið, er staðsett í Stykkishólmi og þangað er bæði skemmtilegt og fróðlegt að koma.
Hafnargata 5
340 Stykkishólmur
Sími: 433 8114

Vatnasafn

Vatnasafnið - Library of Water er rekið í samstarfi við breska listafyrirtækið Artangel og er innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni Horn.
Bókhlöðustígur 19
340 Stykkishólmur

Klifurveggur

Íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi skartar 8 metra háum klifurvegg sem er frábær afþreying. Á veggnum eru margar miserfiðar klifurleiðir og hentar hann því bæði byrjendum og lengra komnum en klifurleiðirnar eru skilgreindar eftir litum á gripunum. Áhugasömum klifrurum er bent á að hægt er að kaupa aðgang að íþróttasalnum og spreyta sig á veggnum.
Borgarbraut 4
340 Stykkishólmur
Sími: 4338151

Stykkishólmshöfn

Stykkishólmshöfn veitir þjónustu við allar stærðir báta og skipa upp að 130 m. lengd. Hafnarstjóri: Jakob Björgvin Jakobsson Hafnarvörður, lóðs-, og vigtarmaður: Kjartan Karvelsson, hs. 438-1657 Verndarfulltrúi: Kjartan Karvelsson hs. 438-1657 Til vara Símon Már Sturluson, hs. 438-1474. 
Sími: 4338126

Hundagarðurinn Stellulundur

Hundagarðurinn Stellulundur er ríflega 3500 fermetrar að stærð. Hundaeigendur eru hvattir til að ganga vel um svæðið og hirða upp eftir hundana sína innan svæðis sem utan. Minnt er á taumskyldu utan svæðis og að hundur er ávallt á ábyrgð eiganda síns.
Getum við bætt efni síðunnar?