Félagsþjónusta og barnavernd
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga
Byggðasamlag sveitarfélaganna Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Snæfellsbæjar og Sveitarfélagsins Stykkishólms rekur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS).
Hlutverk stofnunarinnar er að annast skólaþjónustu við grunn- og leikskóla aðildarsveitarfélaganna ásamt því að annast alla félagsþjónustuþætti og málefni barnaverndar á þjónustusvæðinu.
Stofnunin annast einnig rekstur málaflokks fatlaðs fólks og er í þeim málaflokki hluti Þjónustusvæðis Vesturlands bs.
Stofnunin hefur aðsetur að Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ. Auk þess hafa starfsmenn vinnuaðstöðu að Borgarbraut 2 í Stykkishólmi, á bæjarskrifstofunni í Grundarfjarðarbæ ásamt starfsaðstöðu í grunn- og leikskólum svæðisins sem og öllum heilsugæslustöðvum þar sem sálfræðiþjónusta FSS er veitt. Þá rekur FSS vinnustofu/dagþjónustu- og hæfingarstöð fatlaðs fólks í Stykkishólmi og önnur slík er í Ólafsvík, Snæfellsbæ. Í undirbúningi er starfræksla íbúðarsambýlis, búsetuþjónustu fatlaðs fólks á Snæfellsnesi.
Heimasíða félags- og skólaþjónustunnar
Félagslegar íbúðir
Úthlutanir félagslegra íbúða sveitarfélagsins falla undir lög nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, með síðari breytingum, þar sem mælt fyrir um úrræði fyrir þá sem eiga við húsnæðisvanda að etja. Á grunni þeirra laga hefur sveitarfélagið sett reglur um leigurétt og úthlutun á félagslegum leiguíbúðum og tekur velferðarnefndar afstöðu til nýrra umsókna á grunni reglnanna.
Reglur um leigurétt og úthlutun á félagslegum leiguíbúðum