Fara í efni

Umsókn um lóð vegna uppbyggingar Brákar íbúðafélags hses.

Málsnúmer 2406021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 23. fundur - 20.06.2024

Lögð fram umsókn Búðinga ehf. á grundvelli samkomulags við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Brákar íbúðafélags hses. um I-lóð í Víkurhverfi. Jafnframt er lögð fram samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu leiguhúsnæðis í Stykkishólmi milli Brákar íbúðarfélags hses og Búðinga ehf, ásamt öðrum gögnum tengdri umsókninni framangreindri umsókn til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni í samræmi við fyrirliggjandi gögn enda byggir umsóknin annars vegar á viljayfirlýsing sveitarfélagsins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um fjölgun íbúða með áherslu á húsnæði með viðráðanlegan húsnæðiskostnað og hins vegar samkomulags sveitarfélagsins, innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um aukið framboð íbúðarhúsnæðis og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða, en hvort tveggja hefur verið samþykkt af bæjarstjórn. Vísar bæjarráð jafnframt til þess að málið er búið að vera í vinnslu hjá sveitarfélaginu, í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, síðustu 12 mánuði eða frá því að bæjarstjórn samþykkti þáttöku sveitarfélagsins í verkefninu eftir að umsókn sveitarfélagsins um stofnframlag ríkisins til uppbygginar í Stykkishólmi á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016, f.h. Brákar íbúðarfélags hses., var samþykkt.

Bæjarráð vísar úthlutuninni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Samþykkt með 2 atkvæðum Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur og Ragnars Inga Sigurðssonar. Rangar Már Ragnarsson situr hjá.

Bæjarstjórn - 26. fundur - 27.06.2024

Lögð fram umsókn Búðinga ehf. á grundvelli samkomulags við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Brákar íbúðafélags hses. um I-lóð í Víkurhverfi. Jafnframt er lögð fram samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu leiguhúsnæðis í Stykkishólmi milli Brákar íbúðarfélags hses og Búðinga ehf, ásamt öðrum gögnum tengdri framangreindri umsókn því til staðfestingar.



Bæjarráð samþykkti á 23. fundi sínum að úthluta lóðinni í samræmi við fyrirliggjandi gögn enda byggir umsóknin annars vegar á viljayfirlýsing sveitarfélagsins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um fjölgun íbúða með áherslu á húsnæði með viðráðanlegan húsnæðiskostnað og hins vegar samkomulags sveitarfélagsins, innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um aukið framboð íbúðarhúsnæðis og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða, en hvort tveggja hefur verið samþykkt af bæjarstjórn.



Vísaði bæjarráð jafnframt til þess að málið sé búið að vera í vinnslu hjá sveitarfélaginu, í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, síðustu 12 mánuði eða frá því að bæjarstjórn samþykkti þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu eftir að umsókn sveitarfélagsins um stofnframlag ríkisins til uppbyggingar í Stykkishólmi á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016, f.h. Brákar íbúðarfélags hses., var samþykkt.



Bæjarráð vísaði úthlutuninni að lokum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir úthlutun bæjarráðs með vísan til fyrirliggjandi gagna og forsögu málsins.

Samþykkt með sex atkvæðum, en Ragnar Már situr hjá.

Til máls tóku: RIS,SIM,HG, JBSJ og RMR
Getum við bætt efni síðunnar?