Höfðaborg
Höfðaborg - Miðstöð þjónustu fyrir eldra fólk
Skólastíg 14
340 Stykkishólmi
Sími: 433-8165
Sími í eldhús: 433-8166
Forstöðukona: Rannveig Ernudóttir
rannveig@stykkisholmur.is
Miðstöð öldrunarþjónustu var stofnuð í Stykkishólmi árið 2023 og þar með fyrsta skref stigið í átt að markvissri samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu. Skömmu síðar fékk miðstöðin nafnið Höfðaborg í kjölfar þess að nafnasamkeppni var haldin en það var Pálína Guðný Þorvarðardóttir sem átti tillöguna að nafninu og var hún sérstaklega heiðruð fyrir á opnunarhátíð Höfðaborgar.
Félagsstarf 60+ Gönguleiðir í Stykkishólmi
Helstu Fréttir
Á vefsíðu sveitarfélagsins Stykkishólms má lesa helstu fréttir sem snúa að rekstri sveitarfélagsins, viðburðum og öðru tengdu sveitarfélaginu. Fréttunum er svo deilt á facebooksíðu Stykkishólms til að ná athygli sem flestra. Í byrjun aprílmánaðar 2023 kom fréttaritið Helstu fréttir út í fyrsta sinn. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur. Stór hluti markhópsins er eldra fólk, blaðið liggur því frammi á Höfðaborg, miðstöð öldrunarþjónustu í Stykkishólmi.Áhugasömum er bent á að næla sér í eintak þar. Blaðið kemur alla jafna út í byrjun hvers mánaðar.
Hér að neðan má nálgast Helstu fréttir frá upphafi.
- árg. 2 tbl. 10 - Helstu fréttir, 5. nóvember 2024
- árg. 2 tbl. 9 - Helstu fréttir, 3. október 2024
- árg. 2 tbl. 8 - Helstu fréttir, 2. september 2024
- árg. 2 tbl. 7 - Helstu fréttir, 8. ágúst 2024
- árg. 2 tbl. 6 - Helstu fréttir, 3. júní 2024
- árg. 2 tbl. 5 - Helstu fréttir, 8. maí 2024
- árg. 2 tbl. 4 - Helstu fréttir, 27. mars 2024
- árg. 2 tbl. 3 - Helstu fréttir, 6. mars 2024
- árg. 2 tbl. 2 - Helstu fréttir, 5. febrúar 2024
- árg. 2 tbl. 1 - Helstu fréttir, 5. janúar 2024
- árg. 1 tbl. 8 - Helstu fréttir, 11. desember 2023
- árg. 1 tbl. 7 - Helstu fréttir, 2. nóvember 2023
- árg. 1 tbl. 6 - Helstu fréttir, 2. október 2023
- árg. 1 tbl. 5 - Helstu fréttir, 1. september 2023
- árg. 1 tbl. 4 - Helstu fréttir, 3. júlí 2023
- árg. 1 tbl. 3 - Helstu fréttir, 1. júní 2023
- árg. 1 tbl. 2 - Helstu fréttir, 2. maí 2023
- árg. 1 tbl. 1 - Helstu fréttir, 5. apríl 2023
Starfsfólk Höfðaborgar
Aldís Elín Alfreðsdóttir, verkefnastjóri í öldrunarþjónustu.
Ania Pawlowsa, aðstoðarmaður í eldhúsi.
Árþóra Steinarsdóttir, föndurleiðbeinandi.
Dominika Kulinska, matreiðslumaður.
Elínbjörg K. Þorvarðardóttir, heimilishjálp - heimaþjónusta.
Guðrún Harpa Gunnarsdóttir, félagsliði í heimaþjónustu.
Mariusz Maszota, aðstoðarmaður í eldhúsi.
Sólveig Ásgeirsdóttir, heimilishjálp - heimaþjónusta
Rannveig Ernudóttir, forstöðumaður Höfðaborgar.
Garðsláttur
Sveitarfélagið býður eldra fólki og öryrkjum, með lögheimili í sveitarfélaginu, upp á slátt í heimagörðum.
Þessi þjónusta er eingöngu í boði fyrir eldra fólk og öryrkja sem ekki geta sinnt garðslætti né fengið ættingja til þess.
Gjaldskrá fyrir garðslátt má sjá hér.
Umsóknir skulu berast á Höfðaborg. Hægt er að fylla út umsóknarform hér að neðan. Umsóknarblöð má einnig finna á Höfðaborg.
Þjónustan í og frá Höfðaborg
Höfðaborg er þjónustumiðstöð. Félagslega heimaþjónustan var tekin í gegn árin 2023-2024, endurhugsuð og endurhönnuð. Þjónustan hefur fengið nýtt nafn og starfsfólkið ný starfsheiti. Þjónustan heitir núna Kíkt í tíu og starfsfólkið kallast félagsverur.
Kíkt í tíu
Þjónusta Kíkt í tíu snýst um að mæta fólki á þeim stað þar sem hvert og eitt er statt í lífinu. Þjónustan fer fram á heimili hvers og eins, eða þar sem best hentar, t.d. getur þjónustan farið fram í Höfðaborg. Þjónusta félagsveranna felur í sér stuðning við að sinna daglegu lífi og verkefnum tengdum því.
Meginmarkvið þjónustunnar eru: Samskipti, hvatning til sjálfsbjargar, valdefling, samvera og aðstoð við að finna lausnir á þeim hindrunum sem fólk lendir á heimafyrir. Félagsverur Höfðaborgar eru hugmyndaríkar, kærleiksríkar, úrræðagóðar og hvetjandi. Meginmarkmið þjónustunnar er að gera fólki kleift að búa sem lengst áfram á eigin heimili.
Heimilisþrif og gjaldtaka þess
Þau sem óska eftir því að fá eingöngu heimilisþrif, sækja um það hjá Höfðaborg. Sveitarfélagið er með þjónustusamning við þrifafyrirtæki í eigu Huldu Hildibrandsdóttur, um að taka þrifin að sér gegn sérstöku gjaldi sem notendur greiða fyrir.
Íbúar Höfðaborgar fá áfram þrif hjá starfsfólki Höfðaborgar gegn gjaldi.
Skila þarf inn læknisvottorði eða að umsókn komi í gegnum heimahjúkrun fyrir niðurgreiddum þrifum, að öðru leyti er tekið fullt gjald fyrir þrif, skv. gildandi gjaldskrá.
Hádegismatur
Sími í eldhús: 433-8166
Mikill metnaður er lagður í að bjóða upp á fjölbreyttan, næringarríkan, hollan og góðan heimilismat. Matartíminn er á milli 12 og 13 alla daga. Starfsfólk eldhússins er metnaðarfullt, ríkt af þjónustulund og skemmtilegu og hlýju viðmóti. Þau eru líka mjög opin fyrir uppbyggilegum og hvetjandi ábendingum, svo ekki hika við að koma með tillögur og hugmyndir sem geta aukið úrval og gæði matartímans.
Í Höfðaborg viljum við sjá sem flest í húsinu í hádeginu, enda er þar góð og skemmtileg stemning. Félagsverurnar okkar geta fylgt fólki í borðsalinn sé þörf á því. Fyrir þau sem ekki komast eða sem hentar ekki að koma í Höfðaborg, er hægt að fá matinn sendan heim í áskrift.
Verð á hádegismat
Verð á hádegismat í Höfðaborg er samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins. Mikilvægt er að þeir sem eru ekki fastagestir í hádegismat en vilja nýta þjónustuna af og til láti vita af sér daginn áður en komið er í hádegismat.
Hægt er að nálgast eyðublöð til að skrá sig í mataráskrift á Höfðaborg. Einnig má finna eyðublöð á rafrænu formi hér.
Þvottur
Þvottaþjónusta er í boði í Höfðaborg og kostar 250.- kr í stykkjatali að þvo hverja flík (sokkapar telst vera eitt stykki), fyrir utan handklæði og rúmföt. Handklæði kostar 500 kr. hvert stykki og sett af sænguveri kostar 1000 kr. Ekki er í boði að koma og þvo sjálf í þvottavélum Höfðaborgar. Starfsfólk Höfðaborgar sér alfarið um þvottaþjónustuna.
Akstursþjónusta
Akstur er í boði á fimmtudögum. Bogi Thorarensen Bragason sér um aksturinn og er haft samband við hann í síma 864-8850 til að panta. Aksturinn kostar 500 kr. hver ferð.
Hvernig sæki ég um þá þjónustu sem er í boði?
Sótt er um þjónustu Höfðaborgar í gegnum Íbúagáttina á heimasíðu sveitarfélagsins og þarf að nota rafræn skilríki til þess. Einnig er hægt að koma í Höfðaborg og fá þar útprentuð umsóknareyðublöð sem þarf svo að skila aftur í Höfðaborg.
Eftir að umsókn er skilað inn tekur matsnefnd Höfðaborgar við umsókninni og fer yfir hana. Hafa skal samband við umsækjanda innan þriggja til fimm virkra daga frá því að umsóknin berst. Eftir það fer fram þjónustumat í samstarfi við umsækjanda. Sbr. III. Kafli 7.gr.
Búseturéttaríbúðir
Árið 1991 voru teknar í notkun átta búseturéttaríbúðir í kaupleigu fyrir aldraða og eru þær samtengdar Höfðaborg, sem áður var Dvalarheimilið í Stykkishólmi. Árið 1997 voru svo teknar í notkun sjö íbúðir að Skólastíg 16 sem einnig voru tengdar húsinu.
Smelltu hér til að skoða reglur um úthlutun búseturéttaríbúða fyrir aldraða
Sækja um íbúð: Umsóknareyðublað fyrir búseturéttaríbúð
Saga dvalarheimilisins í Stykkishólmi
Ríkið tók við rekstri dvalarheimilisins af sveitarfélaginu árið 2022. Starfsemin var svo flutt frá Skólastíg 14 að Austurgötu 7 í september 2023, þar sem ríkið rekur nú hjúkrunarheimilið Systraskjól.
Árið 1958 höfðu miklar umræður verið í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu um elliheimilismál. Þessar umræður fóru mikið fram hjá sýslunefnd, hreppsnefndum og innan kvenfélaganna. Sýslunefnd skipaði nefnd til þess að koma málinu áfram. Aðallega var rætt um eitt elliheimili fyrir sýsluna og þá meðal annars horft til aðstöðu við St. Franciskussjúkrahúsið. Um byggingu eins elliheimilis náðist þó ekki samkomulag og kom þar margt til.
Árið 1976 kaus hreppsnefnd Stykkishólms fjögurra manna nefnd til að hefja undirbúning að stofnun elliheimilis í heimavistarhúsnæði skólanna eftir að heimavistin var lögð niður. Nefndina skipuðu Einar Karlsson hreppsnefndarmaður, Gissur Tryggvason sýsluskrifari, Sturla Böðvarsson sveitarstjóri og til vara Freyja Finnsdóttir formaður kvenfélagsins. Árangur af starfi þessarar nefndar varð sá að í ágúst 1978 tók til starfa dvalarheimili að Skólastíg 14 í Stykkishólmi. Á heimilinu voru 18 einsmanns- og tvö tveggjamannaherbergi.
Árið 1991 voru teknar í notkun átta búseturéttaríbúðir fyrir aldraða og eru þær samtengdar dvalarheimilinu. Árið 1997 voru svo teknar í notkun sjö íbúðir að Skólastíg 16 sem einnig eru tengdar dvalarheimilinu. Íbúar í búseturéttaríbúðum gátu jafnframt fengið keyptan mat á dvalarheimilinu og nutu þannig góðs af nálægðinni við það en einnig voru bjöllur í hverri íbúð sem tengdar voru við dvalarheimilið.
Forstöðumenn heimilisins hafa verið:
Guðlaug Vigfúsdóttir, 1978 - 1988
Petrína Bjartmars, 1988 – 1991
Helga Ásgrímsdóttir, gegndi stöðu forstöðumanns tímabundið árið 1991
Hrafnhildur og Hanna Jónsdætur, 1991 - 1992
Kristín Björnsdóttir, 1992 - 2001
Jóhanna Guðbrandsdóttir, 2001 -2008
Ásta Sigurðardóttir, gegndi stöðu forstöðumanns tímabundið árið 2008
Erla Björk Sverrisdóttir, 2009
Kristín Blöndal, 2010 - 2011
Erla Gísladóttir, ráðin forstöðumaður tímabundið 2011
Hildigunnur Jóhannesdóttir, 2012 – 2015
Kristín Hannesdóttir, 2015 - 2022
Stjórnir dvalarheimilisins hafa verið:
1979 - 1982
Kristín Björnsdóttir, formaður
Guðni Friðriksson, ritari
Einar Karlsson
Bjarndís Þorgrímsdóttir
1982 - 1990
Kristín Björnsdóttir, formaður
Dagbjört Höskuldsdóttir, ritari
Guðni Friðriksson
Heiðrún Rútsdóttir
Bjarndís Þorgrímsdóttir
Kristborg Haraldsdóttir
Elín Sigurðardóttir, ritari
1990 – 1992
Kristín Björnsdóttir, formaður
María Davíðsdóttir
Guðni Friðriksson
1992- 2002
Guðni Friðriksson, formaður
María Davíðsdóttir
Hinrik Finnsson
Bryndís Guðbjartsdóttir
Hanna Jónsdóttir
2002-2006
Eyþór Benediktsson, formaður
Róbert W. Jörgensen, ritari
Guðbjörg Egilsdóttir
2006-2010
Róbert W. Jörgensen, formaður
Katrín Gísladóttir, ritari
Guðbjörg Egilsdóttir
2010-2014
Elín Guðrún Pálsdóttir, formaður
Hildigunnur Jóhannesdóttir, ritari
Róbert W. Jörgensen
2014-2018
Róbert W. Jörgensen, formaður
Hafdís Björgvinsdóttir
Berglind Axelsdóttir
2018-2022
Hildur Lára Ævarsdóttir, formaður
Anna Margrét Pálsdóttir
Agnar Jónasson
Skýrslur um málefni aldraðra
- Uppbygging á þjónustu og búsetuúrræðum fyrir aldraða og fatlaða í Stykkishólmsbæ
- Stefnumörkun í málefnum aldraðra - 2006
- Stefnumörkun í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri í Stykkishólmi - 2022
Eyðublöð