Fara í efni

Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambandsins

Málsnúmer 2403011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 20. fundur - 18.03.2024

Lögð fram áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024. Þá er einnig lagt fram viðbótarerindi frá Sambandinu þar sem áréttað er að samningsumboð Sambandsins nær ekki yfir yfirlýsingu sem þessa og því einungis um áskorun að ræða frá Sambandinu.
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið leggi sitt að mörkum í samræmi við fyrirliggjandi gögn og vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

Bæjarstjórn - 23. fundur - 21.03.2024

Lögð fram áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024. Þá er einnig lagt fram viðbótarerindi frá Sambandinu þar sem áréttað er að samningsumboð Sambandsins nær ekki yfir yfirlýsingu sem þessa og því einungis um áskorun að ræða frá Sambandinu.



Bæjarráð samþykkti, á 20. fundi sínum, að sveitarfélagið leggi sitt að mörkum í samræmi við fyrirliggjandi gögn og vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.



Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.



Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð - 23. fundur - 20.06.2024

Lögð fram að nýju áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024. Þá er einnig lagt fram viðbótarerindi frá Sambandinu þar sem áréttað er að samningsumboð Sambandsins nær ekki yfir yfirlýsingu sem þessa og því einungis um áskorun að ræða frá Sambandinu. Bæjarráði samþykkti á 20. fundi sínum þá ályktun að sveitarfélagið myndi leggja sitt að mörkum í samræmi við fyrirliggjandi gögn og vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði. Á 23. fundi bæjarstjórnar var afgreiðsla bæjarráðs staðfest.



Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurskoðun á gjaldskrám sveitarfélagsins í grunnskóla og leikskóla til lækkunar þannig að hækkun á gjaldskrá verði 3,5% í stað þeirrar hækkunar sem ákveðin var síðasta haust til samræmis við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024. Lækkunin mun taka gildi frá og með 1. ágúst 2024.

Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að teknar verði upp gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum frá og með haustönn 2024 gegn því að fyrir liggi útfærsla ríkisins á leið til að skólamáltíðir grunnskólabarna verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024 eins og boðað hefur verið.

Bæjarráð vísar breytingum samkvæmt framangreindu til vinnu við næsta viðauka.

Bæjarráð bindur vonir við að sveitarfélagið hafi með þessu lagt sitt af mörkum til að liðka fyrir gerð langtíma kjarasamninga til að kveða niður vexti og verðbólgu.

Bæjarstjórn - 26. fundur - 27.06.2024

Lögð fram að nýju áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024. Þá er einnig lagt fram viðbótarerindi frá Sambandinu þar sem áréttað er að samningsumboð Sambandsins nær ekki yfir yfirlýsingu sem þessa og því einungis um áskorun að ræða frá Sambandinu. Bæjarráði samþykkti á 20. fundi sínum þá ályktun að sveitarfélagið myndi leggja sitt að mörkum í samræmi við fyrirliggjandi gögn og vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði. Á 23. fundi bæjarstjórnar var afgreiðsla bæjarráðs staðfest.



Á 23. fundi sínum lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja endurskoðun á gjaldskrám sveitarfélagsins í grunnskóla og leikskóla til lækkunar þannig að hækkun á gjaldskrá verði 3,5% í stað þeirrar hækkunar sem ákveðin var síðasta haust til samræmis við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024. Lækkunin mun taka gildi frá og með 1. ágúst 2024.



Bæjarráð lagði jafnframt til við bæjarstjórn að teknar verði upp gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum frá og með haustönn 2024 gegn því að fyrir liggi útfærsla ríkisins á leið til að skólamáltíðir grunnskólabarna verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024 eins og boðað hefur verið.



Bæjarráð vísar breytingum samkvæmt framangreindu til vinnu við næsta viðauka.



Bæjarráð bindur vonir við að sveitarfélagið hafi með þessu lagt sitt af mörkum til að liðka fyrir gerð langtíma kjarasamninga til að kveða niður vexti og verðbólgu.



Fyrir bæjarstjórn eru lagðar uppfærðar gjaldskrár til samræmi við framangreint.
Bæjarstjórn samþykkir tillögur bæjarráðs um endurskoðaðar gjaldskrár sveitarfélagsins til samræmis við fyrirliggjandi gögn og tekur undir ályktun ráðsins.
Getum við bætt efni síðunnar?