Fréttir Laus störf
Staða ritara í Grunnskólanum í Stykkishólmi laus
Ritari vinnur náið með stjórnendateymi skólans og er virkur þátttakandi í skólastarfinu. Starf hans er fjölbreytt. Um er að ræða almenn skrifstofustörf en einnig samskipti við nemendur og foreldra ásamt nánu samstarfi við allt starfsfólk skólans. Ritari ber ábyrgð á að vel sé tekið á móti erindum á skrifstofu skólans og að reynt sé að greiða götu þeirra sem þangað leita. Hann tekur virkan þátt í því að vinna að velferð og vellíðan nemenda.
16.04.2025