Fara í efni

Persónuvernd

Stykkishólmsbær hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem sveitarfélagið og allar undirstofnanir þess vinna.
Sveitarfélagið hefur á þeim grundvelli sett sér svohljóðandi persónuverndarstefnu.

Stykkishólmsbær leitast við að uppfylla í hvívetna þá persónuverndarlöggjöf sem er í gildi hverju sinni og er stefna þessi byggð á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Með stefnu þessari leggur sveitarfélagið áherslu á mikilvægi þess að gætt sé að því að öll vinnsla persónuupplýsinga innan sveitarfélagsins fari fram í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga.

Stefnan gildir um sérhverja vinnslu persónuupplýsinga innan Stykkishólmsbæjar, en þegar vísað er til sveitarfélagsins í stefnu þessari er einnig átt við stofnanir og nefnda á vegum þess.

Persónuverndarfulltrúi Stykkishólmsbæjar er Sigurður Már Eggertsson, lögfræðingur og sérfræðingur í persónuverndarmálum.

Persónuverndarfulltrúi Stykkishólmsbæjar hefur umsjón með eftirfylgni við persónuverndarstefnu þessari og framfylgni við persónuverndarlög.

Hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins með því að senda honum tölvupóst á netfangið personuvernd@stykkisholmur.is.

 

Getum við bætt efni síðunnar?