Umhverfis-, skipulags- og mannvirkjamál
Umhverfis-, skipulags- og mannvirkjamál hjá Stykkishólmsbæ eru á höndum eftirfarandi aðila. Auk skipulags-, umhverfis- og byggingarmála er hlutverk þeirra að hafa umsjón með verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins s.s. viðhaldi fasteigna, gatnakerfi, holræsakerfi, opnum svæðum, sorpmálum og sumarvinnu unglinga.
Í skipulags- og byggingarmálum starfa:
- Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri og skipulagsfulltrúi - skipulag@stykkisholmur.is
- Höskuldur Reynir Höskuldsson, byggingarfulltrúi - reynir@stykkisholmur.is
- Sigurður Grétar Jónasson, verkefnastjóri framkvæmda og eigna - sgretar@stykkisholmur.is
Í þjónustumiðstöð starfa:
- Arnar Hreiðarsson, forstöðumaður eigna - arnar@stykkisholmur.is
- Jón Beck Agnarsson, verkstjóri Þjónustumiðstöðvar - thjonusta@stykkisholmur.is
- Jan Benner, starfsmaður þjónustumiðstöðvar
- Einar Marteinn Bergþórsson, starfsmaður þjónustumiðstöðvar
Símanúmer hjá þjónustumiðstöð er 8921189
Vatns- og hitaveita Stykkishólms er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Starfsmaður OR í Stykkishólmi er Hörður Karlsson.
Sorptaka er í höndum Íslenska Gámafélagsins ehf . Starfsmaður Íslenska Gámafélagsins í Stykkishólmi er Gunnar Jónsson.
Vefsjá Stykkishólms
Á vefsjá Stykkishólmsbæjar má finna hinar ýmsu upplýsingar, t.d. húsateikningar, lóðamörk, staðsetningu lagna, aðalskipulag, deiliskipulag og margt fleira. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að skoða vefsjána.
Umsóknir
Umsóknir um byggingarleyfi fara fram í gegnum íbúagáttina. Sjá tengla að neðan:
*Hönnuður - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
*Umsækjandi (eigandi - einstaklingur/ fyrirtæki) - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Aðalskipulag
Aðalskipulag Stykkishólms er sett fram í greinargerð og á skipulagsuppdrætti og er stefna bæjarfélagsins um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar fram til ársins 2022.
Gildandi aðalskipulag fyrir Stykkishólmsbæ má sjá á vefsjá Skipulagsstofnunar
Deiliskipulag
Á grundvelli aðalskipulags er unnið deiliskipulag.
Deiliskipulag nær yfir einstök svæði eða reiti innan bæjarfélagsins. Í deiliskipulagi eru teknar ákvarðanir m.a. um lóðarstærðir, legu gatna, byggingareiti, hæðir húsa og húsagerðir.
Gildandi deiliskipulög má sjá á vefsjá skipulagsstofnunar eða með því að smella á ákveðið svæði hér að neðan.
Lög, reglugerðir og samþykktir
Lög um mannvirki nr. 160/2010
Byggingarreglugerð nr. 112/2012
Skipulagslög nr. 123/2010
Skipulagsreglugerð nr. 90/2013
Samþykkt um sorphirðu og sorphreinsun
Grenndarkynning
- Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir eða um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu.
- Grenndarkynning felst í því að skipulagsnefnd kynnir nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta leyfisumsókn eða tillögu að breytingu á skipulagsáætlun og gefur þeim kost á að tjá sig um hana innan tilskilins frests sem skal vera a.m.k. fjórar vikur. Að þeim fresti liðnum og þegar sveitarstjórn hefur afgreitt málið skal þeim sem tjáðu sig um það tilkynnt niðurstaða sveitarstjórnar. Þegar um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða sendir sveitarstjórn Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu.
- Skipulagsnefnd er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 1. mgr., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd. Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. (Skipulagslög nr. 123/2010 - 44gr.)
Meðhöndlun persónuupplýsinga vegna umsagna og athugasemda skipulagsmála
Sveitarfélagið Stykkishólmur notar þær persónuupplýsingar sem settar eru fram vegna umsagna/athugasemda við skipulag, s.s. nafn, kennitölu og netföng til þess að vinna úr umsögnum/athugasemdum og auðkenna íbúa. Tilgangur vinnslunnar er að tryggja lögbundið samráð við gerð skipulagsáætlana. Sveitarfélagið byggir vinnsluna á nauðsyn vegna lagaskyldu en í skipulagslögum nr. 132/2010 er meðal annars kveðið á um lögbundna þjónustu við skipulagsmál. Heimild til þessa er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga.
Allar ákvarðanir um skipulagsbreytingar eru staðfestar af Skipulagsstofnun. Að auglýsingaferli loknu miðlar sveitarfélagið því öllum viðeigandi gögnum, þ.m.t. framangreindum persónuupplýsingum, til Skipulagsstofnunar í þágu staðfestingarferlis. Sveitarfélagið Stykkishólmur er afhendingarskyldur aðili í skilningi laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og eru gögn þ.a.l. varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands í samræmi við nefnd lög.
Vakin er athygli á því að umsagnir/athugasemdir við skipulag teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð. Því kunna meðal annars nöfn íbúa og eftir atvikum efni athugasemda/umsagna að birtast í skjölum á vefsíðu sveitarfélagsins, t.a.m. í fundargerðum skipulagsnefndar á netinu.
Upplýsingar kunna því að vera birtar í þeim tilgangi að efla og auka gagnsæi í stjórnsýslu sveitarfélagsins og byggir vinnslan á nauðsyn vegna almannahagsmuna þar sem íbúar hafa hagsmuni af gagnsæju samráðsferli við gerð skipulagsáætlana. Heimild til þessa er í 5. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga.
Nánari upplýsingar um réttindi þín samkvæmt persónuverndarlögum og meðferð persónuupplýsinga að öðru leyti hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi má finna hér.