Fara í efni

Amtsbókasafnið í Stykkishólmi

Amtsbókasafn  

Borgarbraut 6a
Sími: 433 8160
Netfang: amtsty@stykkisholmur.is  

 

 

 

Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins:                                                                            

Mánudagar

Lokað

Þriðjudagar

14:00-17:00

Miðvikudagar

14:00-17:00

Fimmtudagar

14:00-17:00

Föstudagar

14:00-17:00

 

 

 

 

Starfsemi og þjónusta

Helsta starfsemi Amtsbókasafnins er útlán bóka, tímarita, mynddiska og spila. Dagblöð eru til aflestrar á safninu. Einnig er veitt upplýsingaþjónusta og boðið upp á millisafnalán. Allir sem koma með sínar eigin tölvur eða snjalltæki fá aðgang að þráðlausu neti, endurgjaldslaust. Á safninu er auk þess hægt að fá aðgang að tölvu, einnig ókeypis. Á safninu er aðstaða til náms eða vinnu. Á safninu er boðið upp á kaffi og þar er aðstaða til að borða eigin veitingar. Í barnahorninu eru bangsar, leikföng og myndir til að lita. Reglulega stendur Amtsbókasafnið fyrir viðburðum fyrir börn og fullorðna.

Bókasafnskírteini

Bókasafnsskírteini eru gefin út á einstakling og er óheimilt að nota kennitölu annarra. Ekkert gjald er innheimt fyrir bókasafnsskírteini. Börn geta fengið skírteini um leið og þau eru komin með kennitölu. Með barnaskírteini er einungis hægt að fá að láni barnabækur. Allir grunnskólanemar fá skírteini sér að kostnaðarlausu og reiknast ekki sektir á útlán þeirra. Amtsbókasafnið í Stykkishólmi notar ekki eiginleg bókasafnsskírteini heldur þurfa lánþegar að gefa upp kennitölu til að fá gögn að láni.

Rafbókasafnið

Amtsbókasafnið í Stykkishólmi er aðili að Rafbókasafninu. Það þýðir að allir sem hafa gilt bókasafnsskírteini geta fengið rafbækur og hljóðbækur að láni í gegnum Rafbókasafnið sér að endurgjaldslausu. Nánari upplýsingar um Rafbókasafnið má finna á hér.

Útlán og skil

Bækur, hljóðbækur og spil eru að jafnaði lánuð út í 30 daga. Tímarit og mynddiskar eru lánuð í 14 daga. Endurnýja má lán á safnefni einu sinni, á safninu, á leitir.is eða með símtali á bókasafnið. Fullorðnir mega hafa 20 bækur, tímarit eða mynddiska að láni í einu. Börn mega hafa 10 bækur, tímarit eða mynddiska að láni í einu. Dagsektir reiknast á efni sem komið er fram yfir skiladag samkvæmt gjaldskrá.

Meðferð á safnefni

Það er allra hagur að vel sé farið með safnefnið. Glatist eða skemmist safnefni í vörslu lánþega er það á hans ábyrgð og þarf hann að greiða andvirði þess samkvæmt gjaldskrá. Forráðamenn bera ábyrgð á því efni sem börn fá að láni.

Skráðu netfangið þitt

Ef netfangið þitt er á skrá færðu tölvupóst þegar líður að skiladegi. Ef gögnum safnsins er skilað eftir að útlánstími rennur út eru greiddar dagsektir samkvæmt gjaldskrá. Það er alfarið á ábyrgð lánþegans að safnefni sé skilað á réttum tíma.

Leitir.is

Leitir.is er leitargátt þar sem er hægt að leita í efni allra bókasafna á landinu. Á amtsty.leitir.is er hægt að leita einungis í efni Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi. Það er hægt að skrá sig þar inn með rafrænum skilríkjum og skoða hvað maður er með í láni, endurnýja lán, taka frá bækur og sjá númer bókasafnskortsins síns til að skrá sig inn á Rafbókasafnið.

Viðbætur við gjaldskrá:

  • Hámarkssekt á gagn: 700 krónur
  • Hámarkssekt á einstakling 7000 krónur

Viðmiðunargjald fyrir glötuð gögn og gögn sem skemmast í meðförum lánþega:

  • Bækur og hljóðbækur 3.000 kr.
  • Mynddiskar 2.500 kr.
  • Tímarit 200 kr.

Ef um ný gögn er að ræða (innan við tveggja ára) gildir innkaupsverð.

 

Getum við bætt efni síðunnar?