Fara í efni

Jónsnes - framkvæmdaleyfi fyrir veg

Málsnúmer 2310004

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 14. fundur - 11.10.2023

Lagt fram til afgreiðslu, umsókn Jónsness ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi í Jónsnes (L-136950) samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti dags. 3.10.2023 sem sýnir vegstæði frá Vogsbotni á milli Ögursvatns og Hofstaðavatns eftir Hellisási, Arnarási og Skálaholti að Jónsnesi.



Þann 29. september sl. bárust skipulagsfulltrúa ábendingar um að framkvæmdir við veginn væru hafnar án framkvæmdaleyfis og stöðvaði skipulagsfulltrúi framkvæmdirnar samstundis í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.



Þar sem vegurinn er ekki á skipulagi og liggur að hluta til um svæði, sem í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er skilgreint sem náttúruverndarsvæði (almenn náttúruvernd), vísaði skipulagsfulltrúi afgreiðslu málsins til skipulagsnefndar í samræmi við 4. gr. ofangreindrar samþykktar, en samkvæmt greininni gerir skipulagsnefnd tillögu til bæjarráðs sem tekur ákvörðun um fullnaðarafgreiðslu málsins.



Skipulagsnefnd telur framkvæmdina vera framkvæmdaleyfisskylda sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin óskar eftir skriflegu samþykki landeigenda Ögurs og Hofstaða og verklýsingu í samræmi við 7. gr. reglugerðarinnar. Þegar þessi gögn hafa borist, felur nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum Vegagerðarinnar, Minjastofnunar, Náttúrustofu Vesturlands, Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar. Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag og vegurinn er ekki sýndur á aðalskipulagsuppdrætti, felur nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti Skipulagsstofnunar hvort vegurinn teljst skipulags- og/eða matsskyldur sbr. 9. gr. reglugerðarinnar.

Framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en ofangreind gögn liggja fyrir og sveitarfélagið hefur tekið afstöðu til athugasemda sem kunna að berast. Stöðvun framkvæmda er því í gildi áfram eða þar til framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.

Bæjarráð - 15. fundur - 19.10.2023

Lögð fram umsókn Jónsness ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi í Jónsnes samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti sem sýnir vegstæði frá Vogsbotni á milli Ögursvatns og Hofstaðavatns eftir Hellisási, Arnarási og Skálaholti að Jónsnesi.



Þann 29. september sl. bárust skipulagsfulltrúa ábendingar um að framkvæmdir við veginn væru hafnar án framkvæmdaleyfis og stöðvaði skipulagsfulltrúi framkvæmdirnar samstundis í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.



Þar sem vegurinn er ekki á skipulagi og liggur að hluta til um svæði, sem í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er skilgreint sem náttúruverndarsvæði (almenn náttúruvernd), vísaði skipulagsfulltrúi afgreiðslu málsins til skipulagsnefndar í samræmi við 4. gr. ofangreindrar samþykktar, en samkvæmt greininni gerir skipulagsnefnd tillögu til bæjarráðs sem tekur ákvörðun um fullnaðarafgreiðslu málsins.



Á 14. fundi sínum taldi skipulagsnefnd framkvæmdina vera framkvæmdaleyfisskylda sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin óskaði eftir skriflegu samþykki landeigenda Ögurs og Hofstaða og verklýsingu í samræmi við 7. gr. reglugerðarinnar. Þegar þessi gögn hafa borist, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum Vegagerðarinnar, Minjastofnunar, Náttúrustofu Vesturlands, Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar. Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag og vegurinn er ekki sýndur á aðalskipulagsuppdrætti, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti Skipulagsstofnunar hvort vegurinn teljst skipulags- og/eða matsskyldur sbr. 9. gr. reglugerðarinnar. Framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en ofangreind gögn liggja fyrir og sveitarfélagið hefur tekið afstöðu til athugasemda sem kunna að berast. Stöðvun framkvæmda er því í gildi áfram eða þar til framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn - 18. fundur - 02.11.2023

Lögð fram umsókn Jónsness ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi í Jónsnes samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti sem sýnir vegstæði frá Vogsbotni á milli Ögursvatns og Hofstaðavatns eftir Hellisási, Arnarási og Skálaholti að Jónsnesi.



Þann 29. september sl. bárust skipulagsfulltrúa ábendingar um að framkvæmdir við veginn væru hafnar án framkvæmdaleyfis og stöðvaði skipulagsfulltrúi framkvæmdirnar samstundis í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.



Þar sem vegurinn er ekki á skipulagi og liggur að hluta til um svæði, sem í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er skilgreint sem náttúruverndarsvæði (almenn náttúruvernd), vísaði skipulagsfulltrúi afgreiðslu málsins til skipulagsnefndar í samræmi við 4. gr. ofangreindrar samþykktar, en samkvæmt greininni gerir skipulagsnefnd tillögu til bæjarráðs sem tekur ákvörðun um fullnaðarafgreiðslu málsins.



Á 14. fundi sínum taldi skipulagsnefnd framkvæmdina vera framkvæmdaleyfisskylda sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin óskaði eftir skriflegu samþykki landeigenda Ögurs og Hofstaða og verklýsingu í samræmi við 7. gr. reglugerðarinnar. Þegar þessi gögn hafa borist, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum Vegagerðarinnar, Minjastofnunar, Náttúrustofu Vesturlands, Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar. Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag og vegurinn er ekki sýndur á aðalskipulagsuppdrætti, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti Skipulagsstofnunar hvort vegurinn teljist skipulags- og/eða matsskyldur sbr. 9. gr. reglugerðarinnar. Framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en ofangreind gögn liggja fyrir og sveitarfélagið hefur tekið afstöðu til athugasemda sem kunna að berast. Stöðvun framkvæmda er því í gildi áfram eða þar til framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.



Á 15. fundi sínum staðfesti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar.



Í samræmi við afgreiðslu málsins óskaði skipulagsfulltrúi eftir umsögn skipulagsstofnunar hvað varðar mögulega skipulagsskyldu og/eða umhverfismatsskyldu og er lögð fyrir bæjarstjórn tillaga að afgreiðslu í samræmi við álits skipulagsstofnunar í samræmi við ráðleggingar skipulagsfulltrúa.
Þegar Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024 var unnið, var Jónsnes skráð sem jörð í byggð en enginn vegur sýndur að jörðinni á aðalskipulagsuppdrætti eins og gert var við aðrar jarðir í byggð (skilgreindir sem ?aðrir vegir?). Í samræmi við álit Skipulagsstofnunar, dags. 2.11.2023, fellst bæjarstjórn á að vinna þurfi breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eða óverulega breytingu sé það mögulegt.

Þar sem fyrirhugaður vegur er lengri en 5 km, telur bæjarstjórn, með vísun í álit Skipulagsstofnunar (dags. 01.11.2023), að framkvæmdin falli undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 (n.t.t. tölulið 10.08 í B-hluta). Samkvæmt því skal umhverfismat fylgja tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. gr. 4.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum.

Bæjarstjórn telur ekki vera þörf á því að vinna deiliskipulag sem eingöngu nær til vegarins.

Bæjarráð - 16. fundur - 23.11.2023

Lögð fram umsókn Jónsness ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi í Jónsnes samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti sem sýnir vegstæði frá Vogsbotni á milli Ögursvatns og Hofstaðavatns eftir Hellisási, Arnarási og Skálaholti að Jónsnesi.



Þann 29. september sl. bárust skipulagsfulltrúa ábendingar um að framkvæmdir við veginn væru hafnar án framkvæmdaleyfis og stöðvaði skipulagsfulltrúi framkvæmdirnar samstundis í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.



Þar sem vegurinn er ekki á skipulagi og liggur að hluta til um svæði, sem í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er skilgreint sem náttúruverndarsvæði (almenn náttúruvernd), vísaði skipulagsfulltrúi afgreiðslu málsins til skipulagsnefndar í samræmi við 4. gr. ofangreindrar samþykktar, en samkvæmt greininni gerir skipulagsnefnd tillögu til bæjarráðs sem tekur ákvörðun um fullnaðarafgreiðslu málsins.



Á 14. fundi sínum taldi skipulagsnefnd framkvæmdina vera framkvæmdaleyfisskylda sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin óskaði eftir skriflegu samþykki landeigenda Ögurs og Hofstaða og verklýsingu í samræmi við 7. gr. reglugerðarinnar. Þegar þessi gögn hafa borist, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum Vegagerðarinnar, Minjastofnunar, Náttúrustofu Vesturlands, Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar. Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag og vegurinn er ekki sýndur á aðalskipulagsuppdrætti, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti Skipulagsstofnunar hvort vegurinn teljist skipulags- og/eða matsskyldur sbr. 9. gr. reglugerðarinnar. Framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en ofangreind gögn liggja fyrir og sveitarfélagið hefur tekið afstöðu til athugasemda sem kunna að berast. Stöðvun framkvæmda er því í gildi áfram eða þar til framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.



Á 15. fundi sínum staðfesti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar.



Í samræmi við afgreiðslu málsins óskaði skipulagsfulltrúi eftir umsögn skipulagsstofnunar hvað varðar mögulega skipulagsskyldu og/eða umhverfismatsskyldu og var lögð fyrir 18. fund bæjarstjórnar tillaga að afgreiðslu í samræmi við álit skipulagsstofnunar og ráðleggingar skipulagsfulltrúa. Þar kemur fram að þegar Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024 var unnið, var Jónsnes skráð sem jörð í byggð en enginn vegur sýndur að jörðinni á aðalskipulagsuppdrætti eins og gert var við aðrar jarðir í byggð (skilgreindir sem ?aðrir vegir?). Í samræmi við framangreindar ráðleggingar féllst bæjarstjórn á að vinna þurfi breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eða óverulega breytingu sé það mögulegt.



Lagt er fram nýtt álit skipulagsfulltrúa, dags. 17. nóvember 2023, þar sem embættið telur ekki að fara þurfi fram breyting á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna umræddrar veglagningar.
Bæjarráð samþykkir með vísan til fyrirliggjandi álits skipulagsfulltrúa að ekki sé talin þörf á breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2014 vegna umræddrar veglagningar og vísar afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 19. fundur - 30.11.2023

Lögð fram umsókn Jónsness ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi í Jónsnes samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti sem sýnir vegstæði frá Vogsbotni á milli Ögursvatns og Hofstaðavatns eftir Hellisási, Arnarási og Skálaholti að Jónsnesi.



Þann 29. september sl. bárust skipulagsfulltrúa ábendingar um að framkvæmdir við veginn væru hafnar án framkvæmdaleyfis og stöðvaði skipulagsfulltrúi framkvæmdirnar samstundis í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.



Þar sem vegurinn er ekki á skipulagi og liggur að hluta til um svæði, sem í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er skilgreint sem náttúruverndarsvæði (almenn náttúruvernd), vísaði skipulagsfulltrúi afgreiðslu málsins til skipulagsnefndar í samræmi við 4. gr. ofangreindrar samþykktar, en samkvæmt greininni gerir skipulagsnefnd tillögu til bæjarráðs sem tekur ákvörðun um fullnaðarafgreiðslu málsins.



Á 14. fundi sínum taldi skipulagsnefnd framkvæmdina vera framkvæmdaleyfisskylda sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin óskaði eftir skriflegu samþykki landeigenda Ögurs og Hofstaða og verklýsingu í samræmi við 7. gr. reglugerðarinnar. Þegar þessi gögn hafa borist, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum Vegagerðarinnar, Minjastofnunar, Náttúrustofu Vesturlands, Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar. Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag og vegurinn er ekki sýndur á aðalskipulagsuppdrætti, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti Skipulagsstofnunar hvort vegurinn teljist skipulags- og/eða matsskyldur sbr. 9. gr. reglugerðarinnar. Framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en ofangreind gögn liggja fyrir og sveitarfélagið hefur tekið afstöðu til athugasemda sem kunna að berast. Stöðvun framkvæmda er því í gildi áfram eða þar til framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.



Á 15. fundi sínum staðfesti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar.



Í samræmi við afgreiðslu málsins óskaði skipulagsfulltrúi eftir umsögn skipulagsstofnunar hvað varðar mögulega skipulagsskyldu og/eða umhverfismatsskyldu og var lögð fyrir 18. fund bæjarstjórnar tillaga að afgreiðslu í samræmi við álit skipulagsstofnunar og ráðleggingar skipulagsfulltrúa. Þar kemur fram að þegar Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024 var unnið, var Jónsnes skráð sem jörð í byggð en enginn vegur sýndur að jörðinni á aðalskipulagsuppdrætti eins og gert var við aðrar jarðir í byggð (skilgreindir sem ?aðrir vegir?). Í samræmi við framangreindar ráðleggingar féllst bæjarstjórn á að vinna þurfi breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eða óverulega breytingu sé það mögulegt.



Lagt er fram nýtt álit skipulagsfulltrúa, dags. 17. nóvember 2023, þar sem embættið telur ekki að fara þurfi fram breyting á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna umræddrar veglagningar.



Á 16. fundi sínum samþykkti bæjarráð með vísan til fyrirliggjandi álits skipulagsfulltrúa að ekki sé talin þörf á breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2014 vegna umræddrar veglagningar og vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024

Lagt fram til afgreiðslu umsókn Jónsness ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi í Jónsnes (L-136950) samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti dags. 3.10.2023 sem sýnir vegstæði frá Vogsbotni á milli Ögursvatns og Hofstaðavatns eftir Hellisási, Arnarási og Skálaholti að Jónsnesi.



Þann 29. september sl. bárust skipulagsfulltrúa ábendingar um að framkvæmdir við veginn væru hafnar án framkvæmdaleyfis og stöðvaði skipulagsfulltrúi framkvæmdirnar samstundis í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins.



Þá er lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því sé framkvæmdin ekki háð mati áumhverfisáhrifum ásamt umsögn skipulagsfulltrúa um málið, ásamt öðrum gögnum sem tengjast málinu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fallast á umsögn/tillögu skipulagsfulltrúa, dags. 21. febrúar 2024, um útgáfu framkvæmdaleyfis, og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Kristín Vék af fundi.

Bæjarstjórn - 22. fundur - 29.02.2024

Lagt fram til afgreiðslu umsókn Jónsness ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi í Jónsnes (L-136950) samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti dags. 3.10.2023 sem sýnir vegstæði frá Vogsbotni á milli Ögursvatns og Hofstaðavatns eftir Hellisási, Arnarási og Skálaholti að Jónsnesi.



Þann 29. september sl. bárust skipulagsfulltrúa ábendingar um að framkvæmdir við veginn væru hafnar án framkvæmdaleyfis og stöðvaði skipulagsfulltrúi framkvæmdirnar samstundis í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins.



Þá er lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því sé framkvæmdin ekki háð mati áumhverfisáhrifum ásamt umsögn skipulagsfulltrúa um málið, ásamt öðrum gögnum sem tengjast málinu.



Bæjarráð lagði til, á 19. fundi sínum, við bæjarstjórn að fallast á umsögn/tillögu skipulagsfulltrúa, dags. 21. febrúar 2024, um útgáfu framkvæmdaleyfis, og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

Skipulagsnefnd - 22. fundur - 05.06.2024

Lögð fram til kynningar skýrsla Náttúrustofu Vesturlands með niðurstöðum úr vettvangsskoðun vegna vegagerðar í landi Jónsness.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 23. fundur - 20.06.2024

Lögð fram til kynningar skýrsla Náttúrustofu Vesturlands með niðurstöðum úr vettvangsskoðun vegna vegagerðar í landi Jónsness.



Bæjarráð telur rétt að taka fram að framkvæmdinni er ekki lokið og því rétt að gefa framkvæmdaraðilum ráðrúm til þess að ljúka framkvæmdinni og þar með frágangi á svæðinu, á sama tíma og bæjarráð hvetur til þess að vandað verði til verka við frágang verksins og að verkinu verði ekki lokið í samræmi við fyrirliggjandi framkvæmdaleyfi og gögn frá framkvæmdaraðila fyrr en frágangi á svæðinu sé að fullu lokið.
Getum við bætt efni síðunnar?