Fara í efni

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028

Málsnúmer 2410006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 26. fundur - 24.10.2024

Einar Strand slökkviliðsstjóri og Höskuldur Reynir byggingafulltrúi komu inn á fund.
Fjárhagsáætlun 2025-2028 lögð fram til fyrri umræðu.
Bæjarráð samþykkir Fjárhagsáætlun 2025-2028 og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Ragnar sat hjá.
Einar og Höskuldir Reynir véku af fundi.

Bæjarstjórn - 29. fundur - 31.10.2024

Fjárhagsáætlun 2025-2028 lögð fram til fyrri umræðu. Bæjarráð samþykkti Fjárhagsáætlun 2025-2028 á 26. fundi sínum og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að útsvar hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi verður 14,97% á árinu 2025.

Bæjarstjórn samþykkir Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísar henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.

Til máls tóku:HH og JBSJ

Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 4. fundur - 11.11.2024

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri kynnir fyrir nefndinni fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms. Nefndin samþykkir fjárhagsáætlun.

Bæjarstjóri kynnir tillögur um aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins. Nefndin er sátt við að endurskoða opnunartíma sundlaugar. En skoða þarf vel þörf á starfsmanni á myndavélina þegar starfsemi er í sundlauginni, hvort sem þau eru börn í sundkennslu eða aðrir. Nefndin mun endurskoða þessa afstöðu í mars/apríl þegar komnar eru nánari upplýsingar um notkun sundlaugarinnar með nýrri tækni sem ætlunin er að koma í framkvæmd eftir áramót.
Varðandi vinnuskólann telur nefndin best að 7.-8.bekkur fái að lágmarki að vinna í að minnsta kosti fimm vikur í stað fjögurra og að þau vinni frá 8-15 í stað 8-12. Sveitarfélagið Stykkishólmur hefur staðið mjög vel að vinnuskólanum sínum og verið bæjarfélaginu til sóma hversu vel unga fólkinu er sinnt. Það væri mikil synd að draga úr því.

Skóla- og fræðslunefnd - 17. fundur - 12.11.2024

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri kynnti þá þætti í fjárhagsáætlun sem lúta að skóla- og fræðslumálum
Skóla- og fræðslunefnd samþykkir og fagnar þeim breytingum sem á að fara í við grunnskólann varðandi þann lið er snýr að tilfærslu vinnurýmis og kaffistofu starfsfólks inn á bókasafn. Með von um að það leysi þann húsnæðisvanda að einhverju leyti sem skólinn stendur nú fyrir vegna fjölgunar barna í skólanum. Mikilvægt er að vanda til verka og vera í góðu samtarfi við hlutaðeigendur.

Skóla- og fræðslunefnd vill ítreka að vanda þarf til verka varðandi skerðingu á þjónustu leikskólans við 12-18 mánaða börn og fjölskyldur þeirra.

Skóla- og fræðslunefnd gerir ekki frekari athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Safna- og menningarmálanefnd - 5. fundur - 13.11.2024

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Safna- og menningarmálanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Öldungaráð - 7. fundur - 14.11.2024

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri kynnti fjárhagsáætlun og tillögur að aðhaldsaðgerðum í rekstri sveitarfélagsins. Varðandi tillögur um að hætta að bjóða upp á mat um helgar telur öldungaráð mikilvægt að kynna allar þjónustubreytingar vel og á auðskiljanlegu máli.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 4. fundur - 14.11.2024

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd leggur áherslu á gert sé ráð fyrir fjármagn fyrir opin græn
svæði og áframhaldandi uppbyggingu á göngustígum. Nefndin leggur sérstaka áherslu á í því sambandi göngutengingu við strandlengju Kirkjustígs og Daddavíkur áfram að Grensás, tengingu Sundarbakka við Reitarveg og áfram yfir holtið og tengingu í enda Hjalltanga niður að reiðveg.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Dreifbýlisráð - 4. fundur - 18.11.2024

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Dreibýlisráð leggur til við bæjarráð að keypt verði leirtau fyrir allt að 100 manns sem nýtist í útleigu fyrir Félagsheimilið Skjöld. Áætlaður kostnaður er um 800.000.-

Dreifbýlisráð gerir ekki frekari athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 4. fundur - 19.11.2024

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sem snýr að málefnasviði nefndarinnar.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 5. fundur - 20.11.2024

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Skipulagsnefnd - 25. fundur - 20.11.2024

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Bæjarráð - 27. fundur - 21.11.2024

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarráð fjallaði um fjárhagsáætlun 2025-2028 og vísar henni til síðari umræðu í bæjarráði.

Ungmennaráð - 6. fundur - 25.11.2024

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Ráðið ræddi tillögurnar en tók ekki formlega afstöðu til þeirra.

Hafnarstjórn (SH) - 7. fundur - 02.12.2024

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Hafnarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að bæta við öryggismyndavélum í Stykkishólmshöfn, en kostnaður er um kr. 500.000-1.000.000.

Hafnarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að sækja auknar tekjur með því að auka komur skemmtiferðarskipa til Stykkishólms, en einungis þrjú skip hafa boðað koma sína á næsta ári.

Hafnarstjórn gerir að öðru leyt ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Bæjarráð - 28. fundur - 05.12.2024

Fjárhagsáætlun 2025-2028 lögð fram til síðar umræðu í bæjarstjórn.



Bæjarstjórn samþykkti, á 29. fundi sínum, Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Getum við bætt efni síðunnar?