Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028
Málsnúmer 2410006
Vakta málsnúmerBæjarráð - 26. fundur - 24.10.2024
Einar Strand slökkviliðsstjóri og Höskuldur Reynir byggingafulltrúi komu inn á fund.
Fjárhagsáætlun 2025-2028 lögð fram til fyrri umræðu.
Bæjarráð samþykkir Fjárhagsáætlun 2025-2028 og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Ragnar sat hjá.
Einar og Höskuldir Reynir véku af fundi.
Bæjarstjórn - 29. fundur - 31.10.2024
Fjárhagsáætlun 2025-2028 lögð fram til fyrri umræðu. Bæjarráð samþykkti Fjárhagsáætlun 2025-2028 á 26. fundi sínum og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að útsvar hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi verður 14,97% á árinu 2025.
Bæjarstjórn samþykkir Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísar henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Til máls tóku:HH og JBSJ
Bæjarstjórn samþykkir Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísar henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Til máls tóku:HH og JBSJ
Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 4. fundur - 11.11.2024
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri kynnir fyrir nefndinni fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms. Nefndin samþykkir fjárhagsáætlun.
Bæjarstjóri kynnir tillögur um aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins. Nefndin er sátt við að endurskoða opnunartíma sundlaugar. En skoða þarf vel þörf á starfsmanni á myndavélina þegar starfsemi er í sundlauginni, hvort sem þau eru börn í sundkennslu eða aðrir. Nefndin mun endurskoða þessa afstöðu í mars/apríl þegar komnar eru nánari upplýsingar um notkun sundlaugarinnar með nýrri tækni sem ætlunin er að koma í framkvæmd eftir áramót.
Varðandi vinnuskólann telur nefndin best að 7.-8.bekkur fái að lágmarki að vinna í að minnsta kosti fimm vikur í stað fjögurra og að þau vinni frá 8-15 í stað 8-12. Sveitarfélagið Stykkishólmur hefur staðið mjög vel að vinnuskólanum sínum og verið bæjarfélaginu til sóma hversu vel unga fólkinu er sinnt. Það væri mikil synd að draga úr því.
Bæjarstjóri kynnir tillögur um aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins. Nefndin er sátt við að endurskoða opnunartíma sundlaugar. En skoða þarf vel þörf á starfsmanni á myndavélina þegar starfsemi er í sundlauginni, hvort sem þau eru börn í sundkennslu eða aðrir. Nefndin mun endurskoða þessa afstöðu í mars/apríl þegar komnar eru nánari upplýsingar um notkun sundlaugarinnar með nýrri tækni sem ætlunin er að koma í framkvæmd eftir áramót.
Varðandi vinnuskólann telur nefndin best að 7.-8.bekkur fái að lágmarki að vinna í að minnsta kosti fimm vikur í stað fjögurra og að þau vinni frá 8-15 í stað 8-12. Sveitarfélagið Stykkishólmur hefur staðið mjög vel að vinnuskólanum sínum og verið bæjarfélaginu til sóma hversu vel unga fólkinu er sinnt. Það væri mikil synd að draga úr því.
Skóla- og fræðslunefnd - 17. fundur - 12.11.2024
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri kynnti þá þætti í fjárhagsáætlun sem lúta að skóla- og fræðslumálum
Skóla- og fræðslunefnd samþykkir og fagnar þeim breytingum sem á að fara í við grunnskólann varðandi þann lið er snýr að tilfærslu vinnurýmis og kaffistofu starfsfólks inn á bókasafn. Með von um að það leysi þann húsnæðisvanda að einhverju leyti sem skólinn stendur nú fyrir vegna fjölgunar barna í skólanum. Mikilvægt er að vanda til verka og vera í góðu samtarfi við hlutaðeigendur.
Skóla- og fræðslunefnd vill ítreka að vanda þarf til verka varðandi skerðingu á þjónustu leikskólans við 12-18 mánaða börn og fjölskyldur þeirra.
Skóla- og fræðslunefnd gerir ekki frekari athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Skóla- og fræðslunefnd samþykkir og fagnar þeim breytingum sem á að fara í við grunnskólann varðandi þann lið er snýr að tilfærslu vinnurýmis og kaffistofu starfsfólks inn á bókasafn. Með von um að það leysi þann húsnæðisvanda að einhverju leyti sem skólinn stendur nú fyrir vegna fjölgunar barna í skólanum. Mikilvægt er að vanda til verka og vera í góðu samtarfi við hlutaðeigendur.
Skóla- og fræðslunefnd vill ítreka að vanda þarf til verka varðandi skerðingu á þjónustu leikskólans við 12-18 mánaða börn og fjölskyldur þeirra.
Skóla- og fræðslunefnd gerir ekki frekari athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Safna- og menningarmálanefnd - 5. fundur - 13.11.2024
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Safna- og menningarmálanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Öldungaráð - 7. fundur - 14.11.2024
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri kynnti fjárhagsáætlun og tillögur að aðhaldsaðgerðum í rekstri sveitarfélagsins. Varðandi tillögur um að hætta að bjóða upp á mat um helgar telur öldungaráð mikilvægt að kynna allar þjónustubreytingar vel og á auðskiljanlegu máli.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 4. fundur - 14.11.2024
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd leggur áherslu á gert sé ráð fyrir fjármagn fyrir opin græn
svæði og áframhaldandi uppbyggingu á göngustígum. Nefndin leggur sérstaka áherslu á í því sambandi göngutengingu við strandlengju Kirkjustígs og Daddavíkur áfram að Grensás, tengingu Sundarbakka við Reitarveg og áfram yfir holtið og tengingu í enda Hjalltanga niður að reiðveg.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
svæði og áframhaldandi uppbyggingu á göngustígum. Nefndin leggur sérstaka áherslu á í því sambandi göngutengingu við strandlengju Kirkjustígs og Daddavíkur áfram að Grensás, tengingu Sundarbakka við Reitarveg og áfram yfir holtið og tengingu í enda Hjalltanga niður að reiðveg.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Dreifbýlisráð - 4. fundur - 18.11.2024
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Dreibýlisráð leggur til við bæjarráð að keypt verði leirtau fyrir allt að 100 manns sem nýtist í útleigu fyrir Félagsheimilið Skjöld. Áætlaður kostnaður er um 800.000.-
Dreifbýlisráð gerir ekki frekari athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Dreifbýlisráð gerir ekki frekari athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 4. fundur - 19.11.2024
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sem snýr að málefnasviði nefndarinnar.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 5. fundur - 20.11.2024
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Skipulagsnefnd - 25. fundur - 20.11.2024
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Bæjarráð - 27. fundur - 21.11.2024
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarráð fjallaði um fjárhagsáætlun 2025-2028 og vísar henni til síðari umræðu í bæjarráði.
Ungmennaráð - 6. fundur - 25.11.2024
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Ráðið ræddi tillögurnar en tók ekki formlega afstöðu til þeirra.
Hafnarstjórn (SH) - 7. fundur - 02.12.2024
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Hafnarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að bæta við öryggismyndavélum í Stykkishólmshöfn, en kostnaður er um kr. 500.000-1.000.000.
Hafnarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að sækja auknar tekjur með því að auka komur skemmtiferðarskipa til Stykkishólms, en einungis þrjú skip hafa boðað koma sína á næsta ári.
Hafnarstjórn gerir að öðru leyt ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Hafnarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að sækja auknar tekjur með því að auka komur skemmtiferðarskipa til Stykkishólms, en einungis þrjú skip hafa boðað koma sína á næsta ári.
Hafnarstjórn gerir að öðru leyt ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Bæjarráð - 28. fundur - 05.12.2024
Fjárhagsáætlun 2025-2028 lögð fram til síðar umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkti, á 29. fundi sínum, Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins
Bæjarstjórn samþykkti, á 29. fundi sínum, Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn - 31. fundur - 12.12.2024
Fjárhagsáætlun 2025-2028 lögð fram til síðar umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkti, á 29. fundi sínum, fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, að vísa fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkti, á 29. fundi sínum, fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, að vísa fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var lögð fram var til fyrri umræðu á 29. fundi bæjarstjórnar þann 31. október 2024. Á sama fundi voru lögð fram drög að gjaldskrám fyrir árið 2025. Bæjarstjórn samþykkti á 29. fundi sínum að vísa fjárhagsáætlun til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
---
Greinargerð bæjarstjóra vegna fjárhagsáætlunar 2025-2028:
Fyrir bæjarstjórn eru lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2025 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028, ásamt gjaldskrám Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir 2025. Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um fjárhagsáætlun og gjaldskrár sveitarfélagsins ásamt samantekt sem byggð er á fjárhagsáætlun 2025-2028.
Áætluð sameiningarframlög frá Jöfnunarsjóði nema 277 millj. kr. á árunum 2025-2028.
Fjárhagsáætlun ársins 2025-2028 er unnin út frá forsendum og markmiðum sem bæjarstjórn setti sér og hefur þeim, með áorðnum breytingum, sem hefur verið fylgt við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórnun þar sem gætt er aðhalds og ábyrgðar í rekstri bæjarins á sama tíma og þjónusta við bæjarbúa verði eins og best verður á kosið.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 56,7 milljónir króna á árinu 2025 og að áætlað veltufé frá rekstri hækki um 51,3 milljónir króna úr 254,6 milljónum 2024 í 305,9 milljónir árið 2025.
Markmið fjárhagsáætlunar 2025-2028 eru að tryggja jafnvægi í rekstri á tímabilinu, þ.e. að heildarútgjöld til rekstrar vegna A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum, framlegðarhlutfall verði a.m.k 15%, að veltufjárhlutfall verði 0,7, handbært fé verði á bilinu 120-130 millj. í árslok 2025 og að rekstur skili nægjanlegum fjármunum til að standa undir afborgunum langtímalána.
Fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting tímabilsins 2025-2028 nemi 656,5 millj. kr., lántaka nemi 550 millj. kr. og afborganir nemi 1.099,4 millj. kr. Gangi áætlanir eftir mun skuldahlutfall og skuldaviðmið sveitarfélagsins lækka og gera áætlanir ráð fyrir að skuldaviðmið verði í kringum 109,3% strax í lok árs 2025 og 81,0% í árslok 2028, en í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.
Í forsendum er gert ráð fyrir 3,8% verðbólgu yfir árið 2025, 2,7% árið 2026, 2,5% 2027 og 2,5% árið 2028, í samræmi við þjóðhagsspá sem gefin er út af Hagstofu Íslands. Gert er ráð fyrir því að meðalraunvextir lána verði um 2,6% á árunum 2025- 2028. Auk framangreinds gera forsendur ráð fyrir því að gjaldskrár sveitarfélagsins muni almennt hækka um 4% árið 2025, en 4,0% á hverju ári á tímabilinu 2026-2028.
Samkvæmt tillögu um framkvæmdir og fjárfestingar á næstu fjórum árum er gert ráð fyrir að um 636,5 milljónum kr. verði varið til framkvæmda og fjárfestinga, en í fyrirliggjandi áætlun um fjárfestingarliði vegna ársins 2025 verður lögð áhersla á fjárfestingu í innviðum og bættri þjónustu við íbúa. Í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2025 ber hæst að stefnt er að því á næsta ári að koma til móts við húsnæðisþörf Grunnskólans í Stykkishólmi. Þá er stefnt að gatnagerð í Víkurhverfi og hluta Borgarbrautar, ásamt fjárfestingum í umferðaröryggismálum. Þá er stefnt að uppsetningu á nýju parketi í Íþróttamiðstöð Stykkishólms, setja upp nýja pottar og sauna í Sundlaug Stykkishólms, þakskipti á stofnunum o.fl. Í áætlunum er reynt að lágmarka nýjar lántökur á næstu fjórum árum, en gert er ráð fyrir 550 milljónum kr. í lántökum á árunum 2025 til 2028. Umræddar fjárfestingarnar á næstu árum verða jafnframt fjármagnaðar á bilinu 305,9 til 342,4 milljónum með veltufé frá rekstri á árunum 2025-2028 og handbæru eigin fé sveitarfélagsins, en áætlanir gera jafnframt ráð fyrir fjármagna framkvæmdir að hluta með sölu eigna.
Helstu fjárfestingar á árinu 2025 eru:
-
Grunnskólinn í Stykkishólmi - Stefnt að því að mæta húsnæðisþörf vegna fjölgunar barna
-
Hluti Víkurhverfis - Yfirboð/malbik
-
Hluti Borgarbrautar - Endurnýjun lagna og yfirborð
-
Umferðaröryggi - m.a. á Silfurgötu
-
Skjöldur - fjárfesting í lausafjármunum og aðstöðu
-
Uppbyggingu félagslegs húsnæðis í Víkurhverfi og sala á Skúlagötu 9
-
Íþróttahús - Nýtt parket
-
Sundlaug - Nýir pottar og sauna
-
Þakskipti
-
Höfðaborg - Ýmsar breytingar
-
Stígagerð og umhverfisverkefni
-
Áframhaldandi uppbygging í Skógræktinni og Grensás, ásamt öðrum verkefnum.
-
Aðstaða í Skógrækt - seinni hluti
-
LED-væðing ljósastaura og stofnana
Helstu lykiltölur fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2025-2028 eru eftirtaldar:
Fjárhagsáætlun aðalsjóðs sveitarfélagsins A-hluti 2025:
Tekjur alls: 2.421.306.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 2.165.767.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 1.011.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 228.800.000 kr.
Afborganir langtímalána: 226.086.000 kr.
Handbært fé í árslok: 104.233.000 kr.
Fjárhagsáætlun B-hluta sveitarfélagsins 2025:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður: 7.726.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður: 25.266.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: 3.462.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Búseturéttaríbúða: 1.789.000 kr.
Rekstarniðurstaða Náttúrustofu Vesturlands: 900.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 77.077.000 kr.
Afborganir langtímalána: 21.577.000 kr.
Fjárhagsáætlun samstæðu sveitarfélagsins A-B hluti 2025:
Tekjur alls: 2.620.210.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 2.286.555.000 kr.
Fjármagnsgjöld alls: 177.690.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 56.725.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 305.877.000 kr.
Afborganir langtímalána: 247.663.000 kr.
Handbært fé í árslok: 123.579.000 kr.
Fjárhagsáætlunin var unnin í mikilli og góðri samvinnu bæjarfulltrúa og um hana hefur myndaðist góð samstaða. Vil ég þakka bæjarfulltrúum fyrir gott samstarf og þakkað er þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu sín lóð á vogaskálarnar í þessari vinnu.
---------
Fyrir bæjarstjórn er lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 eftir að hafa fengið umfjöllun í fastanefndum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti að vísa fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Forseti bæjarstjórnar ber Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélagsins Stykkishólms 2025 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með fjórum atkvæðum H-lista. Í-lista greiddu með þremur atkvæðum á móti fjárhagsáætlun.
Til máls tóku: HH,HG,SIM,RMR og JBSJ
Bókun Í-lista
Fjárhagsáætlun fyrir 2024 skaut að okkar mati langt fyrir ofan mark í fjárfestingum upp á 238,5 milljónum og lántökum upp á 130 milljónir þurfti þó að bæta um betur og auka lántöku í 280 milljónir í viðaukum á árinu til að standa undir framkvæmdum ársins sem enn á eftir að koma í ljós hvað voru miklar á árinu. Fjárhagsáætlun fyrir 2025 bætir um betur og var upphaflega gert ráð fyrir 300 milljónum í fjárfestingar og lántöku upp á 200 milljónir en hefur nú vegna leiðréttingar í áætlunarskjali verið breytt í 280 milljónir í fjárfestingar og 250 milljónir í lántöku. Undirritaðir voru sammála um, áður en leiðréttingin kom fram, að enn væri verið að skjóta langt yfir mark í fjárfestingum og lántöku, hvað þá eftir leiðréttingu. Enda ljóst að með þessu er verið að auka skuldir sveitarfélagsins þegar við ættum að vera minnka þær.
Nauðsynlegt er að styrkja bæði rekstur og efnahag sveitarfélagsins svo að sveiflur í efnahagslífinu hafi ekki jafn mikil áhrif á okkur eins og síðustu ár og tryggja jafnara fjárfestingarstig með því að láta rekstur standa undir stærri hluta fjárfestinga og minnka árlega lántöku á móti.
Ljóst er að sú aðgerð sem skilar sveitarfélaginu mestri arðsemi er enn lækkun skulda. Sú aðgerð er besta leiðin til að styrkja sveitarfélagið og koma í veg fyrir að fara þurfi í niðurskurð í rekstri ef efnahagsástand versnar eða við t.d. stöndumst ekki viðmið Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sem verða aftur virk 2026 og þurfum við núna strax að horfa til að tryggja að rekstur sveitarfélagsins geti staðist þau.
Í fjárhagsáætlun er einnig lagt til að hafin verði vinna við að auka hagræði í rekstri sem er vel. Ljóst er að framlag vegna sameiningar lækkar um 46 milljónir 2026 og þarf að koma til móts við það og menn þurfa hugsanlega að vera tilbúnir að ganga lengra. Tap er búið að vera undanfarin 4 ár á rekstri sveitarfélagsins og er það samtals 282 milljónir og þó útkomuspá geri ráð fyrir hagnaði 2024 er alls ekki víst að það gangi eftir þó það megi sannarlega vona. Það er mótsögn í því að lagt sé til hagræðing í rekstri og á sama tíma sé aukið í fjárfestingum. Nýjar fjárfestingar leiða til hækkunar á afskriftum í rekstri og því lítur þetta að einhverju leiti eins og verið sé hagræða í rekstri til að geta staðið undir nýjum fjárfestingum. Hvað varðar fjárfestingar þá verða bæjarfulltrúar að hafa bein í nefinu, sníða stakk eftir vexti og forgangsraða.
Hvað varðar hluta fjárhagsáætlunar fyrir 2026 ? 2028 þá er hann settur upp þannig að hann skilar verulegum ábata í rekstri til framtíðar og byggir það að lang stærstum hluta á því að þar eru inni sala eigna upp á hundruð milljóna og er sá hluti nánast óbreyttur frá því í fyrra og með sömu eignir til sölu. Stór hluti þessa liggur í sölu á tónlistarskóla en ekkert er sett í að byggja nýjan á móti. Augljóslega gengur það ekki upp þar sem að byggja þarf upp aðstöðu fyrir tónlistarskóla fyrst og svo selja gamla tónlistarskóla. Ólíklegt verður að teljast að bygging tónlistarskóla verði ódýrari en sala á gamla, nema að til komi veruleg skerðing á aðstöðu, líklegra er að nýr tónlistarskóli verði dýrari og myndi það því auka lántökuna. Einnig eru aðrar tekjur í fjárhagsáætlun að hækka meira en forsendur segja til um. Forsendur gera ráð fyrir 4% hækkun á ári yfir tímabilið eða 12,5% samtals sem myndi gefa um 92 milljónir hækkun á þessum þremur árum frá áætlun fyrir 2025, hins vegar er hækkun í áætlun á þessum árum upp á 11,8%, 13,1% og 15,3% á ári eða tæplega 46% yfir tímabilið, það gerir 302 milljónir í hækkun sem er aukning upp á 210 milljónir sem verður að teljast veruleg hækkun.
Undirritaðir munu greiða atkvæði á móti fjárhagsáætlun.
Að öðru leyti er vísað til yfirferðar fulltrúa Íbúalistans í upptöku af þessum bæjarstjórnarfundi.
Að lokum þakka undirritaðir bæjarfulltrúum, starfsfólki og endurskoðendum sveitarfélagsins fyrir sitt framlag við gerð fjárhagsáætlunar.
Íbúalistinn,
Haukur Garðarsson.
Ragnar Már Ragnarsson.
Kristján Hildibrandsson.
---
Greinargerð bæjarstjóra vegna fjárhagsáætlunar 2025-2028:
Fyrir bæjarstjórn eru lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2025 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028, ásamt gjaldskrám Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir 2025. Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um fjárhagsáætlun og gjaldskrár sveitarfélagsins ásamt samantekt sem byggð er á fjárhagsáætlun 2025-2028.
Áætluð sameiningarframlög frá Jöfnunarsjóði nema 277 millj. kr. á árunum 2025-2028.
Fjárhagsáætlun ársins 2025-2028 er unnin út frá forsendum og markmiðum sem bæjarstjórn setti sér og hefur þeim, með áorðnum breytingum, sem hefur verið fylgt við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórnun þar sem gætt er aðhalds og ábyrgðar í rekstri bæjarins á sama tíma og þjónusta við bæjarbúa verði eins og best verður á kosið.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 56,7 milljónir króna á árinu 2025 og að áætlað veltufé frá rekstri hækki um 51,3 milljónir króna úr 254,6 milljónum 2024 í 305,9 milljónir árið 2025.
Markmið fjárhagsáætlunar 2025-2028 eru að tryggja jafnvægi í rekstri á tímabilinu, þ.e. að heildarútgjöld til rekstrar vegna A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum, framlegðarhlutfall verði a.m.k 15%, að veltufjárhlutfall verði 0,7, handbært fé verði á bilinu 120-130 millj. í árslok 2025 og að rekstur skili nægjanlegum fjármunum til að standa undir afborgunum langtímalána.
Fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting tímabilsins 2025-2028 nemi 656,5 millj. kr., lántaka nemi 550 millj. kr. og afborganir nemi 1.099,4 millj. kr. Gangi áætlanir eftir mun skuldahlutfall og skuldaviðmið sveitarfélagsins lækka og gera áætlanir ráð fyrir að skuldaviðmið verði í kringum 109,3% strax í lok árs 2025 og 81,0% í árslok 2028, en í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.
Í forsendum er gert ráð fyrir 3,8% verðbólgu yfir árið 2025, 2,7% árið 2026, 2,5% 2027 og 2,5% árið 2028, í samræmi við þjóðhagsspá sem gefin er út af Hagstofu Íslands. Gert er ráð fyrir því að meðalraunvextir lána verði um 2,6% á árunum 2025- 2028. Auk framangreinds gera forsendur ráð fyrir því að gjaldskrár sveitarfélagsins muni almennt hækka um 4% árið 2025, en 4,0% á hverju ári á tímabilinu 2026-2028.
Samkvæmt tillögu um framkvæmdir og fjárfestingar á næstu fjórum árum er gert ráð fyrir að um 636,5 milljónum kr. verði varið til framkvæmda og fjárfestinga, en í fyrirliggjandi áætlun um fjárfestingarliði vegna ársins 2025 verður lögð áhersla á fjárfestingu í innviðum og bættri þjónustu við íbúa. Í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2025 ber hæst að stefnt er að því á næsta ári að koma til móts við húsnæðisþörf Grunnskólans í Stykkishólmi. Þá er stefnt að gatnagerð í Víkurhverfi og hluta Borgarbrautar, ásamt fjárfestingum í umferðaröryggismálum. Þá er stefnt að uppsetningu á nýju parketi í Íþróttamiðstöð Stykkishólms, setja upp nýja pottar og sauna í Sundlaug Stykkishólms, þakskipti á stofnunum o.fl. Í áætlunum er reynt að lágmarka nýjar lántökur á næstu fjórum árum, en gert er ráð fyrir 550 milljónum kr. í lántökum á árunum 2025 til 2028. Umræddar fjárfestingarnar á næstu árum verða jafnframt fjármagnaðar á bilinu 305,9 til 342,4 milljónum með veltufé frá rekstri á árunum 2025-2028 og handbæru eigin fé sveitarfélagsins, en áætlanir gera jafnframt ráð fyrir fjármagna framkvæmdir að hluta með sölu eigna.
Helstu fjárfestingar á árinu 2025 eru:
-
Grunnskólinn í Stykkishólmi - Stefnt að því að mæta húsnæðisþörf vegna fjölgunar barna
-
Hluti Víkurhverfis - Yfirboð/malbik
-
Hluti Borgarbrautar - Endurnýjun lagna og yfirborð
-
Umferðaröryggi - m.a. á Silfurgötu
-
Skjöldur - fjárfesting í lausafjármunum og aðstöðu
-
Uppbyggingu félagslegs húsnæðis í Víkurhverfi og sala á Skúlagötu 9
-
Íþróttahús - Nýtt parket
-
Sundlaug - Nýir pottar og sauna
-
Þakskipti
-
Höfðaborg - Ýmsar breytingar
-
Stígagerð og umhverfisverkefni
-
Áframhaldandi uppbygging í Skógræktinni og Grensás, ásamt öðrum verkefnum.
-
Aðstaða í Skógrækt - seinni hluti
-
LED-væðing ljósastaura og stofnana
Helstu lykiltölur fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2025-2028 eru eftirtaldar:
Fjárhagsáætlun aðalsjóðs sveitarfélagsins A-hluti 2025:
Tekjur alls: 2.421.306.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 2.165.767.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 1.011.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 228.800.000 kr.
Afborganir langtímalána: 226.086.000 kr.
Handbært fé í árslok: 104.233.000 kr.
Fjárhagsáætlun B-hluta sveitarfélagsins 2025:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður: 7.726.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður: 25.266.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: 3.462.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Búseturéttaríbúða: 1.789.000 kr.
Rekstarniðurstaða Náttúrustofu Vesturlands: 900.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 77.077.000 kr.
Afborganir langtímalána: 21.577.000 kr.
Fjárhagsáætlun samstæðu sveitarfélagsins A-B hluti 2025:
Tekjur alls: 2.620.210.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 2.286.555.000 kr.
Fjármagnsgjöld alls: 177.690.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 56.725.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 305.877.000 kr.
Afborganir langtímalána: 247.663.000 kr.
Handbært fé í árslok: 123.579.000 kr.
Fjárhagsáætlunin var unnin í mikilli og góðri samvinnu bæjarfulltrúa og um hana hefur myndaðist góð samstaða. Vil ég þakka bæjarfulltrúum fyrir gott samstarf og þakkað er þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu sín lóð á vogaskálarnar í þessari vinnu.
---------
Fyrir bæjarstjórn er lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 eftir að hafa fengið umfjöllun í fastanefndum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti að vísa fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Forseti bæjarstjórnar ber Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélagsins Stykkishólms 2025 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með fjórum atkvæðum H-lista. Í-lista greiddu með þremur atkvæðum á móti fjárhagsáætlun.
Til máls tóku: HH,HG,SIM,RMR og JBSJ
Bókun Í-lista
Fjárhagsáætlun fyrir 2024 skaut að okkar mati langt fyrir ofan mark í fjárfestingum upp á 238,5 milljónum og lántökum upp á 130 milljónir þurfti þó að bæta um betur og auka lántöku í 280 milljónir í viðaukum á árinu til að standa undir framkvæmdum ársins sem enn á eftir að koma í ljós hvað voru miklar á árinu. Fjárhagsáætlun fyrir 2025 bætir um betur og var upphaflega gert ráð fyrir 300 milljónum í fjárfestingar og lántöku upp á 200 milljónir en hefur nú vegna leiðréttingar í áætlunarskjali verið breytt í 280 milljónir í fjárfestingar og 250 milljónir í lántöku. Undirritaðir voru sammála um, áður en leiðréttingin kom fram, að enn væri verið að skjóta langt yfir mark í fjárfestingum og lántöku, hvað þá eftir leiðréttingu. Enda ljóst að með þessu er verið að auka skuldir sveitarfélagsins þegar við ættum að vera minnka þær.
Nauðsynlegt er að styrkja bæði rekstur og efnahag sveitarfélagsins svo að sveiflur í efnahagslífinu hafi ekki jafn mikil áhrif á okkur eins og síðustu ár og tryggja jafnara fjárfestingarstig með því að láta rekstur standa undir stærri hluta fjárfestinga og minnka árlega lántöku á móti.
Ljóst er að sú aðgerð sem skilar sveitarfélaginu mestri arðsemi er enn lækkun skulda. Sú aðgerð er besta leiðin til að styrkja sveitarfélagið og koma í veg fyrir að fara þurfi í niðurskurð í rekstri ef efnahagsástand versnar eða við t.d. stöndumst ekki viðmið Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sem verða aftur virk 2026 og þurfum við núna strax að horfa til að tryggja að rekstur sveitarfélagsins geti staðist þau.
Í fjárhagsáætlun er einnig lagt til að hafin verði vinna við að auka hagræði í rekstri sem er vel. Ljóst er að framlag vegna sameiningar lækkar um 46 milljónir 2026 og þarf að koma til móts við það og menn þurfa hugsanlega að vera tilbúnir að ganga lengra. Tap er búið að vera undanfarin 4 ár á rekstri sveitarfélagsins og er það samtals 282 milljónir og þó útkomuspá geri ráð fyrir hagnaði 2024 er alls ekki víst að það gangi eftir þó það megi sannarlega vona. Það er mótsögn í því að lagt sé til hagræðing í rekstri og á sama tíma sé aukið í fjárfestingum. Nýjar fjárfestingar leiða til hækkunar á afskriftum í rekstri og því lítur þetta að einhverju leiti eins og verið sé hagræða í rekstri til að geta staðið undir nýjum fjárfestingum. Hvað varðar fjárfestingar þá verða bæjarfulltrúar að hafa bein í nefinu, sníða stakk eftir vexti og forgangsraða.
Hvað varðar hluta fjárhagsáætlunar fyrir 2026 ? 2028 þá er hann settur upp þannig að hann skilar verulegum ábata í rekstri til framtíðar og byggir það að lang stærstum hluta á því að þar eru inni sala eigna upp á hundruð milljóna og er sá hluti nánast óbreyttur frá því í fyrra og með sömu eignir til sölu. Stór hluti þessa liggur í sölu á tónlistarskóla en ekkert er sett í að byggja nýjan á móti. Augljóslega gengur það ekki upp þar sem að byggja þarf upp aðstöðu fyrir tónlistarskóla fyrst og svo selja gamla tónlistarskóla. Ólíklegt verður að teljast að bygging tónlistarskóla verði ódýrari en sala á gamla, nema að til komi veruleg skerðing á aðstöðu, líklegra er að nýr tónlistarskóli verði dýrari og myndi það því auka lántökuna. Einnig eru aðrar tekjur í fjárhagsáætlun að hækka meira en forsendur segja til um. Forsendur gera ráð fyrir 4% hækkun á ári yfir tímabilið eða 12,5% samtals sem myndi gefa um 92 milljónir hækkun á þessum þremur árum frá áætlun fyrir 2025, hins vegar er hækkun í áætlun á þessum árum upp á 11,8%, 13,1% og 15,3% á ári eða tæplega 46% yfir tímabilið, það gerir 302 milljónir í hækkun sem er aukning upp á 210 milljónir sem verður að teljast veruleg hækkun.
Undirritaðir munu greiða atkvæði á móti fjárhagsáætlun.
Að öðru leyti er vísað til yfirferðar fulltrúa Íbúalistans í upptöku af þessum bæjarstjórnarfundi.
Að lokum þakka undirritaðir bæjarfulltrúum, starfsfólki og endurskoðendum sveitarfélagsins fyrir sitt framlag við gerð fjárhagsáætlunar.
Íbúalistinn,
Haukur Garðarsson.
Ragnar Már Ragnarsson.
Kristján Hildibrandsson.
Bæjarráð - 29. fundur - 23.01.2025
Fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins lögð fram eins og hún lá fyrir þegar bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun á 31. fundi sínum. Einnig eru lögð fram gögg vegna einstaka verkefna og kostnaðaráætlanir til samþykktar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að fyrirliggjandi verkefnum í samræmi við fyrirliggjandi fjárfestingaáætlun.
Samþykkt með tveimur atkvæðum Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur og Hrafnhildar Hallvarðsdóttur, bæjarfulltrúa H-lista. Ragnar Már Ragnarsson, bæjarfulltrúi Í-lista, situr hjá.
Samþykkt með tveimur atkvæðum Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur og Hrafnhildar Hallvarðsdóttur, bæjarfulltrúa H-lista. Ragnar Már Ragnarsson, bæjarfulltrúi Í-lista, situr hjá.