Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Bæjarráð - 28
2.Ungmennaráð - 6
3.Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 5
Málsnúmer 2411010FVakta málsnúmer
Lögð fram 5. fundargerð velferðar- og jafnréttismálanefndar.
Lagt fram til kynningar.
4.Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi vegna þorrablóts
Málsnúmer 2412006Vakta málsnúmer
Lögð fram umsagnarbeiðni og rafræn umsókn Sigurbjarts Lofssonar um tækifærisleyfi vegna Þorrablóts, dansleiks, sem halda á í Íþróttahúsinu Borgarbraut 4, Stykkishólmi 1. febrúar 2025.
Bæjarstjórn samþykkir tækifærisleyfi vegna Þorrablóts, dansleiks, sem halda á í Íþróttahúsinu Borgarbraut 4, Stykkishólmi 1. febrúar 2025.
5.Bæjarstjórn unga fólksins
Málsnúmer 2311010Vakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 1. fundar bæjarstjórnar unga fólksins sem fram fór 8. maí 2024.
Á 6. fundi ungmennaráðs lýsti ráðið fyrirhuguðum áætlunum um að halda bæjarstjórnarfund unga fólksins þann 7. maí 2025. Fundurinn yrði með sama hætti og áður og íbúum gefin kostur á að leggja fram hugmyndir að umfjöllunarefni fundar.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, afgreiðslu ungmennaráðs og vísaði málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Á 6. fundi ungmennaráðs lýsti ráðið fyrirhuguðum áætlunum um að halda bæjarstjórnarfund unga fólksins þann 7. maí 2025. Fundurinn yrði með sama hætti og áður og íbúum gefin kostur á að leggja fram hugmyndir að umfjöllunarefni fundar.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, afgreiðslu ungmennaráðs og vísaði málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir þáttöku sína á fyrirhugaðum bæjarstjórnarfundi unga fólksins 7. maí 2025.
6.Reglur sveitarfélagsins um stuðningsþjónustu - Höfðaborg - Miðstöð öldrunarþjónustu
Málsnúmer 2311017Vakta málsnúmer
Lagðar fram uppfærðar reglur sveitarfélagsins vegna þjónustu Höfðaborgar.
Bæjarráð samþykkti reglurnar á 28. fundi sínum og vísaði þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti reglurnar á 28. fundi sínum og vísaði þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir uppfærðar reglur.
7.Breiðafjarðarferjan Baldur
Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer
Málefni Breiðafjarðarferjunnar Baldurs voru tekin til umræðu á 7. fundi hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn lagði þunga áherslu á mikilvægi ferjusiglinga um Breiðafjörð og í því sambandi mikilvægi þess að framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð, sem felst í því að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verður með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar og nýst gæti sem varaskip fyrir Herjólf, endurspeglist í fjármálaáætlunum og fimm ára samgönguáætlun. Án samþykktra áforma og heimilda í áætlunum ríkisins, þ.m.t. viðeigandi fjárheimilda, er Vegagerðinni ekki tryggður sá rammi og sú stefnumörkun sem er nauðsynleg er til þess að stofnunin geti hafið undirbúning að hönnun og smíði nýrrar ferju ásamt nauðsynlegum breytingar á hafnarmannvirkjum.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, afgreiðslu hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn lagði þunga áherslu á mikilvægi ferjusiglinga um Breiðafjörð og í því sambandi mikilvægi þess að framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð, sem felst í því að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verður með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar og nýst gæti sem varaskip fyrir Herjólf, endurspeglist í fjármálaáætlunum og fimm ára samgönguáætlun. Án samþykktra áforma og heimilda í áætlunum ríkisins, þ.m.t. viðeigandi fjárheimilda, er Vegagerðinni ekki tryggður sá rammi og sú stefnumörkun sem er nauðsynleg er til þess að stofnunin geti hafið undirbúning að hönnun og smíði nýrrar ferju ásamt nauðsynlegum breytingar á hafnarmannvirkjum.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, afgreiðslu hafnarstjórnar.
Bæjarstjórn tekur undir ályktun hafnarstjórnar og vísar til fyrri ályktana bæjarstjórnar vegna málsins sem og til ályktana Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um sama efni.
8.Ágangur búfjár - Hrísakot og Hrísafell
Málsnúmer 2408007Vakta málsnúmer
Lögð fram beiðni um smölun ásamt svari sveitarfélagsins og viðbrögðum við því. Þá er einnig lögð fram kæra vegna aðgerðarleysis sveitarfélagsins Stykkishólms varðandi smölun ágangsfjár.
Bæjarráð staðfesti málsmeðferð og viðbrögð sveitarfélagsins á 24. fundi sínum, og frestaði afgreiðslu málsins þar sem umbeðnar upplýsingar lágu ekki fyrir.
Lögð fram tillaga að svari sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, tillögu að svari og vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð staðfesti málsmeðferð og viðbrögð sveitarfélagsins á 24. fundi sínum, og frestaði afgreiðslu málsins þar sem umbeðnar upplýsingar lágu ekki fyrir.
Lögð fram tillaga að svari sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, tillögu að svari og vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
9.Ágangur búfjár - Kljá
Málsnúmer 2408009Vakta málsnúmer
Lögð fram beiðni um smölun ásamt svari sveitarfélagsins og viðbrögðum við því.
Bæjarráð staðfesti málsmeðferð og viðbrögð sveitarfélagsins á 24. fundi sínum, og frestaði afgreiðslu málsins þar sem umbeðnar upplýsingar láu ekki fyrir.
Lögð fram tillaga að svari sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, tillögu að svari og vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð staðfesti málsmeðferð og viðbrögð sveitarfélagsins á 24. fundi sínum, og frestaði afgreiðslu málsins þar sem umbeðnar upplýsingar láu ekki fyrir.
Lögð fram tillaga að svari sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, tillögu að svari og vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
10.Ágangur búfjár - Þingskálanes
Málsnúmer 2408008Vakta málsnúmer
Lögð fram tölvupóstsamskipti þar sem kallað er eftir afstöðu sveitarfélagsins vegna ágangs búfjár.
Bæjarráð staðfesti málsmeðferð og viðbrögð sveitarfélagsins á 24. fundi sínum, og frestar afgreiðslu málsins þar sem umbeðnar upplýsingar láu ekki fyrir.
Lögð fram tillaga að svari sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundin sínum, tillögu að svari og vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð staðfesti málsmeðferð og viðbrögð sveitarfélagsins á 24. fundi sínum, og frestar afgreiðslu málsins þar sem umbeðnar upplýsingar láu ekki fyrir.
Lögð fram tillaga að svari sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundin sínum, tillögu að svari og vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
11.Samþykki fyrir sölu á Nýrækt 17, Nýrækt 19 og Nýrækt 21
Málsnúmer 2412004Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Erlu Friðriksdóttur, fyrir hönd Friðriks Jónssonar, um samþykki á ráðstöfun skv. 6. gr. lóðarleigusamnings ásamt tengdum gögnum.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, ráðstöfun á réttindunum, sbr. 6. gr. lóðarleigusamnings, dags. 21. október 2015, og vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, ráðstöfun á réttindunum, sbr. 6. gr. lóðarleigusamnings, dags. 21. október 2015, og vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
12.Starf skipulags- og umhverfisfulltrúa
Málsnúmer 2408030Vakta málsnúmer
Lögð fram gögn í tengslum við auglýsingu um starf skipulags- og umhverfisfulltrúa.
Á 28. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til bæjarstjórnar.
Á 28. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir, með vísan til fyrirliggjandi gagna, að ráða Þuríði Rögnu Stefánsdóttur tímabundið í starf skipulags- og umhverfisfulltrúa til 31. ágúst 2025.
13.Reglur um úthlutun lóða í Stykkishólmi
Málsnúmer 2311015Vakta málsnúmer
Lagðar fram uppfærðar reglur um úthlutun lóða í Stykkishólmi.
Á 28. fundi sínum vísaði bæjarráð uppfærðum reglum til samþykktar í bæjarstjórn.
Á 28. fundi sínum vísaði bæjarráð uppfærðum reglum til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um úthlutun lóða í Stykkishólmi með áorðnum breytingum.
14.Imbuvík 2 - Lóðarleigusamningur
Málsnúmer 2411001Vakta málsnúmer
Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Imbuvík 2 og 2a.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, lóðaleigusamning við Skipavík vegna Imbuvík 2 og fól bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, lóðaleigusamning við Skipavík vegna Imbuvík 2 og fól bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
15.Bauluvík 4 - Lóðarleigusamningur
Málsnúmer 2411005Vakta málsnúmer
Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Bauluvík 4.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, lóðaleigusamning við Búðinga ehf. vegna Bauluvík 4 og fól bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, lóðaleigusamning við Búðinga ehf. vegna Bauluvík 4 og fól bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
16.Kjör nefnda í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins
Málsnúmer 2205039Vakta málsnúmer
Fyrir liggur að kjósa þarf nýjan fulltrúa Íbúalistans í bæjarstjórn sbr. 23. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins.
Erla Friðriksdóttir hefur flutt lögheimili sitt úr sveitarfélaginu og þar með misst kjörgengi sem bæjarfulltúi. Færist því næsti maður á Í-lista upp um eitt sæti.
Eftirfarandi aðilar eru kosnir sem varamenn í stað Erlu Friðriksdóttur í eftirfarandi fastanefndir og stjórnir sveitarfélagsins:
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd: Heiðrún Höskuldsdóttir
Stjórn Náttúrustofu: Lárus Ástmar Hannesson
Hafnarstjórn: Haukur Garðarsson
Eftirfarandi aðilar eru kosnir sem varamenn í stað Erlu Friðriksdóttur í eftirfarandi fastanefndir og stjórnir sveitarfélagsins:
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd: Heiðrún Höskuldsdóttir
Stjórn Náttúrustofu: Lárus Ástmar Hannesson
Hafnarstjórn: Haukur Garðarsson
17.Viðauki 5 Fjárhagsáætlun 2024-2027
Málsnúmer 2412002Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2024-2027.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísaði honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísaði honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum viðauka 5 við Fjárhagsáætlun 2024-2027. Fulltrúar Í-lista sitja hjá.
Til máls tóku: HH,JBSJ og HG
Bókun Í-lista
Undirritaðir eru ekki sammála þeirri fjárhagsáætlun sem fulltrúar H-lista samþykktu fyrir yfirstandandi ár og viðauki 5 byggir á.
Undirritaðir sitja því hjá við afgreiðslu málsins.
Íbúalistinn,
Haukur Garðarsson.
Ragnar Már Ragnarsson.
Kristján Hildibrandsson.
Til máls tóku: HH,JBSJ og HG
Bókun Í-lista
Undirritaðir eru ekki sammála þeirri fjárhagsáætlun sem fulltrúar H-lista samþykktu fyrir yfirstandandi ár og viðauki 5 byggir á.
Undirritaðir sitja því hjá við afgreiðslu málsins.
Íbúalistinn,
Haukur Garðarsson.
Ragnar Már Ragnarsson.
Kristján Hildibrandsson.
18.Gjaldskrár 2025
Málsnúmer 2409029Vakta málsnúmer
Lagðar fram gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2025, sem taka mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2025-2028 sem samþykktar voru á 28. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir 2025 á 29. fundi sínum, og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, gjaldskrár með áorðnum breytingum fyrir 2025 og vísaði þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir 2025 á 29. fundi sínum, og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, gjaldskrár með áorðnum breytingum fyrir 2025 og vísaði þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Lagðar eru fyrir bæjarstjórn til síðari umræðu gjaldskrár sveitarfélagsins 2025, en gjaldskrár hafa verið til umfjöllunar í fastanefndum bæjarins undanfarnar vikur.
Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum gjaldskrár Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2025 og vísaði þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Álagningarstuðull fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði er sá sami og á árinu 2024 og verður 0,39% á árinu 2025. Álagningarprósenta lóðarleigu íbúðarhúsnæðis er 0,96% eða sú sama og árinu áður. Álagningarprósenta holræsagjalds húseigna í A-flokki verður sú sama eða 0,16%. Heildar fasteignagjöld hækka í kringum 9% á milli ára. Það eru engar breytingar eru á álagningarstuðull fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði hjá sveitarfélaginu á árinu 2025 eða 1,56%. Þá verður óbreytt álagningarprósenta lóðarleigu atvinnuhúsnæðis eða 2,0% og álagningarprósenta holræsagjalds er 0,19% líkt og árið 2024. Álagningarhlutfall úrsvars er 14,97% 2025.
---
Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu um að útsvar verði 14,97% á árinu 2025.
Tillaga samþykkt samhljóða.
Forseti bæjarstjórnar ber upp eftirfarandi tillögu um fasteignaskatta,lóðarleigu,holræsagjald og úrgangshirðugjöld:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,39%. Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%. Fasteignaskattur C-flokkur 1,56%.
Lóðaleiga íbúðarhúsnæðis 0,96%. Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis 2,0%.Lóðarleiga ræktunarland 6,00%.
Holræsagjald íbúðarhúsnæði 0,16%. Holræsagjald atvinnuhúsnæði 0,19%. Úrgangshirðugjald pr. íbúð 78.000 kr. (fjórartunnur) 86.000 (þrjár tunnur ein tvískipt) Úrgangshirðugjald sumarhús 39.000. Gjalddagar fasteignagjalda verði 9 frá 1.febrúar til og með 1. október.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um fasteignagjöld og aðrar álögur.
Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu að afslátt vegna fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í samræmi við fyrirliggjandi gögn sem felur í sér að elli- og örorkulífeyrisþegar fá lækkun á fasteignaskatti miðað við tekjur á skattframtali. Afslátturinn fer eftir tekjuupphæð og gildir vegna eigin húsnæði sem viðkomandi býr í.
Bæjarstjórn samþykkir samhlóða tillögu um afslátt vegna afsláttar af fasteignaskatti.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá Stykkishólmshafnar fyrir árið 2025 upp til atkvæða. Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá Stykkishólmshafnar fyrir árið 2025.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir garðslátt fyriraldraðra og öryrkja árið 2025 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir garðslátt árið 2025.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir slökkvilið fyrir árið 2025 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir slökkvilið árið 2025.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir fráveitu og rotþróargjald fyrir árið 2025 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir fráveitu árið 2025.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá sveitarfélagsins Stykkishólmur um stuðningsþjónustu
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir stuðningsþjónustu.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald fyrir árið 2025 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald árið 2025.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir úrgangshirðu fyrir árið 2025 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir samhlóða gjaldskrá fyrir úrgangshirðu árið 2025.
Forseti bæjarstjórnar ber aðrar fyrirliggjandi gjaldskrár Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2025 upp til atkvæða, að utanteknum þeim öðrum gjaldskrám sem þegar hafa verið samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða aðrar fyrirliggjandi gjaldskrár Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2025.
Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum gjaldskrár Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2025 og vísaði þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Álagningarstuðull fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði er sá sami og á árinu 2024 og verður 0,39% á árinu 2025. Álagningarprósenta lóðarleigu íbúðarhúsnæðis er 0,96% eða sú sama og árinu áður. Álagningarprósenta holræsagjalds húseigna í A-flokki verður sú sama eða 0,16%. Heildar fasteignagjöld hækka í kringum 9% á milli ára. Það eru engar breytingar eru á álagningarstuðull fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði hjá sveitarfélaginu á árinu 2025 eða 1,56%. Þá verður óbreytt álagningarprósenta lóðarleigu atvinnuhúsnæðis eða 2,0% og álagningarprósenta holræsagjalds er 0,19% líkt og árið 2024. Álagningarhlutfall úrsvars er 14,97% 2025.
---
Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu um að útsvar verði 14,97% á árinu 2025.
Tillaga samþykkt samhljóða.
Forseti bæjarstjórnar ber upp eftirfarandi tillögu um fasteignaskatta,lóðarleigu,holræsagjald og úrgangshirðugjöld:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,39%. Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%. Fasteignaskattur C-flokkur 1,56%.
Lóðaleiga íbúðarhúsnæðis 0,96%. Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis 2,0%.Lóðarleiga ræktunarland 6,00%.
Holræsagjald íbúðarhúsnæði 0,16%. Holræsagjald atvinnuhúsnæði 0,19%. Úrgangshirðugjald pr. íbúð 78.000 kr. (fjórartunnur) 86.000 (þrjár tunnur ein tvískipt) Úrgangshirðugjald sumarhús 39.000. Gjalddagar fasteignagjalda verði 9 frá 1.febrúar til og með 1. október.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um fasteignagjöld og aðrar álögur.
Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu að afslátt vegna fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í samræmi við fyrirliggjandi gögn sem felur í sér að elli- og örorkulífeyrisþegar fá lækkun á fasteignaskatti miðað við tekjur á skattframtali. Afslátturinn fer eftir tekjuupphæð og gildir vegna eigin húsnæði sem viðkomandi býr í.
Bæjarstjórn samþykkir samhlóða tillögu um afslátt vegna afsláttar af fasteignaskatti.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá Stykkishólmshafnar fyrir árið 2025 upp til atkvæða. Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá Stykkishólmshafnar fyrir árið 2025.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir garðslátt fyriraldraðra og öryrkja árið 2025 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir garðslátt árið 2025.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir slökkvilið fyrir árið 2025 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir slökkvilið árið 2025.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir fráveitu og rotþróargjald fyrir árið 2025 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir fráveitu árið 2025.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá sveitarfélagsins Stykkishólmur um stuðningsþjónustu
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir stuðningsþjónustu.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald fyrir árið 2025 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald árið 2025.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir úrgangshirðu fyrir árið 2025 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir samhlóða gjaldskrá fyrir úrgangshirðu árið 2025.
Forseti bæjarstjórnar ber aðrar fyrirliggjandi gjaldskrár Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2025 upp til atkvæða, að utanteknum þeim öðrum gjaldskrám sem þegar hafa verið samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða aðrar fyrirliggjandi gjaldskrár Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2025.
19.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028
Málsnúmer 2410006Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun 2025-2028 lögð fram til síðar umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkti, á 29. fundi sínum, fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, að vísa fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkti, á 29. fundi sínum, fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti, á 28. fundi sínum, að vísa fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var lögð fram var til fyrri umræðu á 29. fundi bæjarstjórnar þann 31. október 2024. Á sama fundi voru lögð fram drög að gjaldskrám fyrir árið 2025. Bæjarstjórn samþykkti á 29. fundi sínum að vísa fjárhagsáætlun til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
---
Greinargerð bæjarstjóra vegna fjárhagsáætlunar 2025-2028:
Fyrir bæjarstjórn eru lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2025 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028, ásamt gjaldskrám Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir 2025. Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um fjárhagsáætlun og gjaldskrár sveitarfélagsins ásamt samantekt sem byggð er á fjárhagsáætlun 2025-2028.
Áætluð sameiningarframlög frá Jöfnunarsjóði nema 277 millj. kr. á árunum 2025-2028.
Fjárhagsáætlun ársins 2025-2028 er unnin út frá forsendum og markmiðum sem bæjarstjórn setti sér og hefur þeim, með áorðnum breytingum, sem hefur verið fylgt við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórnun þar sem gætt er aðhalds og ábyrgðar í rekstri bæjarins á sama tíma og þjónusta við bæjarbúa verði eins og best verður á kosið.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 56,7 milljónir króna á árinu 2025 og að áætlað veltufé frá rekstri hækki um 51,3 milljónir króna úr 254,6 milljónum 2024 í 305,9 milljónir árið 2025.
Markmið fjárhagsáætlunar 2025-2028 eru að tryggja jafnvægi í rekstri á tímabilinu, þ.e. að heildarútgjöld til rekstrar vegna A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum, framlegðarhlutfall verði a.m.k 15%, að veltufjárhlutfall verði 0,7, handbært fé verði á bilinu 120-130 millj. í árslok 2025 og að rekstur skili nægjanlegum fjármunum til að standa undir afborgunum langtímalána.
Fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting tímabilsins 2025-2028 nemi 656,5 millj. kr., lántaka nemi 550 millj. kr. og afborganir nemi 1.099,4 millj. kr. Gangi áætlanir eftir mun skuldahlutfall og skuldaviðmið sveitarfélagsins lækka og gera áætlanir ráð fyrir að skuldaviðmið verði í kringum 109,3% strax í lok árs 2025 og 81,0% í árslok 2028, en í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.
Í forsendum er gert ráð fyrir 3,8% verðbólgu yfir árið 2025, 2,7% árið 2026, 2,5% 2027 og 2,5% árið 2028, í samræmi við þjóðhagsspá sem gefin er út af Hagstofu Íslands. Gert er ráð fyrir því að meðalraunvextir lána verði um 2,6% á árunum 2025- 2028. Auk framangreinds gera forsendur ráð fyrir því að gjaldskrár sveitarfélagsins muni almennt hækka um 4% árið 2025, en 4,0% á hverju ári á tímabilinu 2026-2028.
Samkvæmt tillögu um framkvæmdir og fjárfestingar á næstu fjórum árum er gert ráð fyrir að um 636,5 milljónum kr. verði varið til framkvæmda og fjárfestinga, en í fyrirliggjandi áætlun um fjárfestingarliði vegna ársins 2025 verður lögð áhersla á fjárfestingu í innviðum og bættri þjónustu við íbúa. Í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2025 ber hæst að stefnt er að því á næsta ári að koma til móts við húsnæðisþörf Grunnskólans í Stykkishólmi. Þá er stefnt að gatnagerð í Víkurhverfi og hluta Borgarbrautar, ásamt fjárfestingum í umferðaröryggismálum. Þá er stefnt að uppsetningu á nýju parketi í Íþróttamiðstöð Stykkishólms, setja upp nýja pottar og sauna í Sundlaug Stykkishólms, þakskipti á stofnunum o.fl. Í áætlunum er reynt að lágmarka nýjar lántökur á næstu fjórum árum, en gert er ráð fyrir 550 milljónum kr. í lántökum á árunum 2025 til 2028. Umræddar fjárfestingarnar á næstu árum verða jafnframt fjármagnaðar á bilinu 305,9 til 342,4 milljónum með veltufé frá rekstri á árunum 2025-2028 og handbæru eigin fé sveitarfélagsins, en áætlanir gera jafnframt ráð fyrir fjármagna framkvæmdir að hluta með sölu eigna.
Helstu fjárfestingar á árinu 2025 eru:
-
Grunnskólinn í Stykkishólmi - Stefnt að því að mæta húsnæðisþörf vegna fjölgunar barna
-
Hluti Víkurhverfis - Yfirboð/malbik
-
Hluti Borgarbrautar - Endurnýjun lagna og yfirborð
-
Umferðaröryggi - m.a. á Silfurgötu
-
Skjöldur - fjárfesting í lausafjármunum og aðstöðu
-
Uppbyggingu félagslegs húsnæðis í Víkurhverfi og sala á Skúlagötu 9
-
Íþróttahús - Nýtt parket
-
Sundlaug - Nýir pottar og sauna
-
Þakskipti
-
Höfðaborg - Ýmsar breytingar
-
Stígagerð og umhverfisverkefni
-
Áframhaldandi uppbygging í Skógræktinni og Grensás, ásamt öðrum verkefnum.
-
Aðstaða í Skógrækt - seinni hluti
-
LED-væðing ljósastaura og stofnana
Helstu lykiltölur fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2025-2028 eru eftirtaldar:
Fjárhagsáætlun aðalsjóðs sveitarfélagsins A-hluti 2025:
Tekjur alls: 2.421.306.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 2.165.767.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 1.011.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 228.800.000 kr.
Afborganir langtímalána: 226.086.000 kr.
Handbært fé í árslok: 104.233.000 kr.
Fjárhagsáætlun B-hluta sveitarfélagsins 2025:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður: 7.726.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður: 25.266.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: 3.462.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Búseturéttaríbúða: 1.789.000 kr.
Rekstarniðurstaða Náttúrustofu Vesturlands: 900.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 77.077.000 kr.
Afborganir langtímalána: 21.577.000 kr.
Fjárhagsáætlun samstæðu sveitarfélagsins A-B hluti 2025:
Tekjur alls: 2.620.210.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 2.286.555.000 kr.
Fjármagnsgjöld alls: 177.690.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 56.725.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 305.877.000 kr.
Afborganir langtímalána: 247.663.000 kr.
Handbært fé í árslok: 123.579.000 kr.
Fjárhagsáætlunin var unnin í mikilli og góðri samvinnu bæjarfulltrúa og um hana hefur myndaðist góð samstaða. Vil ég þakka bæjarfulltrúum fyrir gott samstarf og þakkað er þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu sín lóð á vogaskálarnar í þessari vinnu.
---------
Fyrir bæjarstjórn er lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 eftir að hafa fengið umfjöllun í fastanefndum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti að vísa fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Forseti bæjarstjórnar ber Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélagsins Stykkishólms 2025 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með fjórum atkvæðum H-lista. Í-lista greiddu með þremur atkvæðum á móti fjárhagsáætlun.
Til máls tóku: HH,HG,SIM,RMR og JBSJ
Bókun Í-lista
Fjárhagsáætlun fyrir 2024 skaut að okkar mati langt fyrir ofan mark í fjárfestingum upp á 238,5 milljónum og lántökum upp á 130 milljónir þurfti þó að bæta um betur og auka lántöku í 280 milljónir í viðaukum á árinu til að standa undir framkvæmdum ársins sem enn á eftir að koma í ljós hvað voru miklar á árinu. Fjárhagsáætlun fyrir 2025 bætir um betur og var upphaflega gert ráð fyrir 300 milljónum í fjárfestingar og lántöku upp á 200 milljónir en hefur nú vegna leiðréttingar í áætlunarskjali verið breytt í 280 milljónir í fjárfestingar og 250 milljónir í lántöku. Undirritaðir voru sammála um, áður en leiðréttingin kom fram, að enn væri verið að skjóta langt yfir mark í fjárfestingum og lántöku, hvað þá eftir leiðréttingu. Enda ljóst að með þessu er verið að auka skuldir sveitarfélagsins þegar við ættum að vera minnka þær.
Nauðsynlegt er að styrkja bæði rekstur og efnahag sveitarfélagsins svo að sveiflur í efnahagslífinu hafi ekki jafn mikil áhrif á okkur eins og síðustu ár og tryggja jafnara fjárfestingarstig með því að láta rekstur standa undir stærri hluta fjárfestinga og minnka árlega lántöku á móti.
Ljóst er að sú aðgerð sem skilar sveitarfélaginu mestri arðsemi er enn lækkun skulda. Sú aðgerð er besta leiðin til að styrkja sveitarfélagið og koma í veg fyrir að fara þurfi í niðurskurð í rekstri ef efnahagsástand versnar eða við t.d. stöndumst ekki viðmið Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sem verða aftur virk 2026 og þurfum við núna strax að horfa til að tryggja að rekstur sveitarfélagsins geti staðist þau.
Í fjárhagsáætlun er einnig lagt til að hafin verði vinna við að auka hagræði í rekstri sem er vel. Ljóst er að framlag vegna sameiningar lækkar um 46 milljónir 2026 og þarf að koma til móts við það og menn þurfa hugsanlega að vera tilbúnir að ganga lengra. Tap er búið að vera undanfarin 4 ár á rekstri sveitarfélagsins og er það samtals 282 milljónir og þó útkomuspá geri ráð fyrir hagnaði 2024 er alls ekki víst að það gangi eftir þó það megi sannarlega vona. Það er mótsögn í því að lagt sé til hagræðing í rekstri og á sama tíma sé aukið í fjárfestingum. Nýjar fjárfestingar leiða til hækkunar á afskriftum í rekstri og því lítur þetta að einhverju leiti eins og verið sé hagræða í rekstri til að geta staðið undir nýjum fjárfestingum. Hvað varðar fjárfestingar þá verða bæjarfulltrúar að hafa bein í nefinu, sníða stakk eftir vexti og forgangsraða.
Hvað varðar hluta fjárhagsáætlunar fyrir 2026 ? 2028 þá er hann settur upp þannig að hann skilar verulegum ábata í rekstri til framtíðar og byggir það að lang stærstum hluta á því að þar eru inni sala eigna upp á hundruð milljóna og er sá hluti nánast óbreyttur frá því í fyrra og með sömu eignir til sölu. Stór hluti þessa liggur í sölu á tónlistarskóla en ekkert er sett í að byggja nýjan á móti. Augljóslega gengur það ekki upp þar sem að byggja þarf upp aðstöðu fyrir tónlistarskóla fyrst og svo selja gamla tónlistarskóla. Ólíklegt verður að teljast að bygging tónlistarskóla verði ódýrari en sala á gamla, nema að til komi veruleg skerðing á aðstöðu, líklegra er að nýr tónlistarskóli verði dýrari og myndi það því auka lántökuna. Einnig eru aðrar tekjur í fjárhagsáætlun að hækka meira en forsendur segja til um. Forsendur gera ráð fyrir 4% hækkun á ári yfir tímabilið eða 12,5% samtals sem myndi gefa um 92 milljónir hækkun á þessum þremur árum frá áætlun fyrir 2025, hins vegar er hækkun í áætlun á þessum árum upp á 11,8%, 13,1% og 15,3% á ári eða tæplega 46% yfir tímabilið, það gerir 302 milljónir í hækkun sem er aukning upp á 210 milljónir sem verður að teljast veruleg hækkun.
Undirritaðir munu greiða atkvæði á móti fjárhagsáætlun.
Að öðru leyti er vísað til yfirferðar fulltrúa Íbúalistans í upptöku af þessum bæjarstjórnarfundi.
Að lokum þakka undirritaðir bæjarfulltrúum, starfsfólki og endurskoðendum sveitarfélagsins fyrir sitt framlag við gerð fjárhagsáætlunar.
Íbúalistinn,
Haukur Garðarsson.
Ragnar Már Ragnarsson.
Kristján Hildibrandsson.
---
Greinargerð bæjarstjóra vegna fjárhagsáætlunar 2025-2028:
Fyrir bæjarstjórn eru lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2025 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028, ásamt gjaldskrám Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir 2025. Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um fjárhagsáætlun og gjaldskrár sveitarfélagsins ásamt samantekt sem byggð er á fjárhagsáætlun 2025-2028.
Áætluð sameiningarframlög frá Jöfnunarsjóði nema 277 millj. kr. á árunum 2025-2028.
Fjárhagsáætlun ársins 2025-2028 er unnin út frá forsendum og markmiðum sem bæjarstjórn setti sér og hefur þeim, með áorðnum breytingum, sem hefur verið fylgt við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórnun þar sem gætt er aðhalds og ábyrgðar í rekstri bæjarins á sama tíma og þjónusta við bæjarbúa verði eins og best verður á kosið.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 56,7 milljónir króna á árinu 2025 og að áætlað veltufé frá rekstri hækki um 51,3 milljónir króna úr 254,6 milljónum 2024 í 305,9 milljónir árið 2025.
Markmið fjárhagsáætlunar 2025-2028 eru að tryggja jafnvægi í rekstri á tímabilinu, þ.e. að heildarútgjöld til rekstrar vegna A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum, framlegðarhlutfall verði a.m.k 15%, að veltufjárhlutfall verði 0,7, handbært fé verði á bilinu 120-130 millj. í árslok 2025 og að rekstur skili nægjanlegum fjármunum til að standa undir afborgunum langtímalána.
Fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting tímabilsins 2025-2028 nemi 656,5 millj. kr., lántaka nemi 550 millj. kr. og afborganir nemi 1.099,4 millj. kr. Gangi áætlanir eftir mun skuldahlutfall og skuldaviðmið sveitarfélagsins lækka og gera áætlanir ráð fyrir að skuldaviðmið verði í kringum 109,3% strax í lok árs 2025 og 81,0% í árslok 2028, en í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.
Í forsendum er gert ráð fyrir 3,8% verðbólgu yfir árið 2025, 2,7% árið 2026, 2,5% 2027 og 2,5% árið 2028, í samræmi við þjóðhagsspá sem gefin er út af Hagstofu Íslands. Gert er ráð fyrir því að meðalraunvextir lána verði um 2,6% á árunum 2025- 2028. Auk framangreinds gera forsendur ráð fyrir því að gjaldskrár sveitarfélagsins muni almennt hækka um 4% árið 2025, en 4,0% á hverju ári á tímabilinu 2026-2028.
Samkvæmt tillögu um framkvæmdir og fjárfestingar á næstu fjórum árum er gert ráð fyrir að um 636,5 milljónum kr. verði varið til framkvæmda og fjárfestinga, en í fyrirliggjandi áætlun um fjárfestingarliði vegna ársins 2025 verður lögð áhersla á fjárfestingu í innviðum og bættri þjónustu við íbúa. Í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2025 ber hæst að stefnt er að því á næsta ári að koma til móts við húsnæðisþörf Grunnskólans í Stykkishólmi. Þá er stefnt að gatnagerð í Víkurhverfi og hluta Borgarbrautar, ásamt fjárfestingum í umferðaröryggismálum. Þá er stefnt að uppsetningu á nýju parketi í Íþróttamiðstöð Stykkishólms, setja upp nýja pottar og sauna í Sundlaug Stykkishólms, þakskipti á stofnunum o.fl. Í áætlunum er reynt að lágmarka nýjar lántökur á næstu fjórum árum, en gert er ráð fyrir 550 milljónum kr. í lántökum á árunum 2025 til 2028. Umræddar fjárfestingarnar á næstu árum verða jafnframt fjármagnaðar á bilinu 305,9 til 342,4 milljónum með veltufé frá rekstri á árunum 2025-2028 og handbæru eigin fé sveitarfélagsins, en áætlanir gera jafnframt ráð fyrir fjármagna framkvæmdir að hluta með sölu eigna.
Helstu fjárfestingar á árinu 2025 eru:
-
Grunnskólinn í Stykkishólmi - Stefnt að því að mæta húsnæðisþörf vegna fjölgunar barna
-
Hluti Víkurhverfis - Yfirboð/malbik
-
Hluti Borgarbrautar - Endurnýjun lagna og yfirborð
-
Umferðaröryggi - m.a. á Silfurgötu
-
Skjöldur - fjárfesting í lausafjármunum og aðstöðu
-
Uppbyggingu félagslegs húsnæðis í Víkurhverfi og sala á Skúlagötu 9
-
Íþróttahús - Nýtt parket
-
Sundlaug - Nýir pottar og sauna
-
Þakskipti
-
Höfðaborg - Ýmsar breytingar
-
Stígagerð og umhverfisverkefni
-
Áframhaldandi uppbygging í Skógræktinni og Grensás, ásamt öðrum verkefnum.
-
Aðstaða í Skógrækt - seinni hluti
-
LED-væðing ljósastaura og stofnana
Helstu lykiltölur fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2025-2028 eru eftirtaldar:
Fjárhagsáætlun aðalsjóðs sveitarfélagsins A-hluti 2025:
Tekjur alls: 2.421.306.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 2.165.767.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 1.011.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 228.800.000 kr.
Afborganir langtímalána: 226.086.000 kr.
Handbært fé í árslok: 104.233.000 kr.
Fjárhagsáætlun B-hluta sveitarfélagsins 2025:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður: 7.726.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður: 25.266.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: 3.462.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Búseturéttaríbúða: 1.789.000 kr.
Rekstarniðurstaða Náttúrustofu Vesturlands: 900.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 77.077.000 kr.
Afborganir langtímalána: 21.577.000 kr.
Fjárhagsáætlun samstæðu sveitarfélagsins A-B hluti 2025:
Tekjur alls: 2.620.210.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 2.286.555.000 kr.
Fjármagnsgjöld alls: 177.690.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 56.725.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 305.877.000 kr.
Afborganir langtímalána: 247.663.000 kr.
Handbært fé í árslok: 123.579.000 kr.
Fjárhagsáætlunin var unnin í mikilli og góðri samvinnu bæjarfulltrúa og um hana hefur myndaðist góð samstaða. Vil ég þakka bæjarfulltrúum fyrir gott samstarf og þakkað er þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu sín lóð á vogaskálarnar í þessari vinnu.
---------
Fyrir bæjarstjórn er lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 eftir að hafa fengið umfjöllun í fastanefndum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti að vísa fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Forseti bæjarstjórnar ber Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélagsins Stykkishólms 2025 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með fjórum atkvæðum H-lista. Í-lista greiddu með þremur atkvæðum á móti fjárhagsáætlun.
Til máls tóku: HH,HG,SIM,RMR og JBSJ
Bókun Í-lista
Fjárhagsáætlun fyrir 2024 skaut að okkar mati langt fyrir ofan mark í fjárfestingum upp á 238,5 milljónum og lántökum upp á 130 milljónir þurfti þó að bæta um betur og auka lántöku í 280 milljónir í viðaukum á árinu til að standa undir framkvæmdum ársins sem enn á eftir að koma í ljós hvað voru miklar á árinu. Fjárhagsáætlun fyrir 2025 bætir um betur og var upphaflega gert ráð fyrir 300 milljónum í fjárfestingar og lántöku upp á 200 milljónir en hefur nú vegna leiðréttingar í áætlunarskjali verið breytt í 280 milljónir í fjárfestingar og 250 milljónir í lántöku. Undirritaðir voru sammála um, áður en leiðréttingin kom fram, að enn væri verið að skjóta langt yfir mark í fjárfestingum og lántöku, hvað þá eftir leiðréttingu. Enda ljóst að með þessu er verið að auka skuldir sveitarfélagsins þegar við ættum að vera minnka þær.
Nauðsynlegt er að styrkja bæði rekstur og efnahag sveitarfélagsins svo að sveiflur í efnahagslífinu hafi ekki jafn mikil áhrif á okkur eins og síðustu ár og tryggja jafnara fjárfestingarstig með því að láta rekstur standa undir stærri hluta fjárfestinga og minnka árlega lántöku á móti.
Ljóst er að sú aðgerð sem skilar sveitarfélaginu mestri arðsemi er enn lækkun skulda. Sú aðgerð er besta leiðin til að styrkja sveitarfélagið og koma í veg fyrir að fara þurfi í niðurskurð í rekstri ef efnahagsástand versnar eða við t.d. stöndumst ekki viðmið Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sem verða aftur virk 2026 og þurfum við núna strax að horfa til að tryggja að rekstur sveitarfélagsins geti staðist þau.
Í fjárhagsáætlun er einnig lagt til að hafin verði vinna við að auka hagræði í rekstri sem er vel. Ljóst er að framlag vegna sameiningar lækkar um 46 milljónir 2026 og þarf að koma til móts við það og menn þurfa hugsanlega að vera tilbúnir að ganga lengra. Tap er búið að vera undanfarin 4 ár á rekstri sveitarfélagsins og er það samtals 282 milljónir og þó útkomuspá geri ráð fyrir hagnaði 2024 er alls ekki víst að það gangi eftir þó það megi sannarlega vona. Það er mótsögn í því að lagt sé til hagræðing í rekstri og á sama tíma sé aukið í fjárfestingum. Nýjar fjárfestingar leiða til hækkunar á afskriftum í rekstri og því lítur þetta að einhverju leiti eins og verið sé hagræða í rekstri til að geta staðið undir nýjum fjárfestingum. Hvað varðar fjárfestingar þá verða bæjarfulltrúar að hafa bein í nefinu, sníða stakk eftir vexti og forgangsraða.
Hvað varðar hluta fjárhagsáætlunar fyrir 2026 ? 2028 þá er hann settur upp þannig að hann skilar verulegum ábata í rekstri til framtíðar og byggir það að lang stærstum hluta á því að þar eru inni sala eigna upp á hundruð milljóna og er sá hluti nánast óbreyttur frá því í fyrra og með sömu eignir til sölu. Stór hluti þessa liggur í sölu á tónlistarskóla en ekkert er sett í að byggja nýjan á móti. Augljóslega gengur það ekki upp þar sem að byggja þarf upp aðstöðu fyrir tónlistarskóla fyrst og svo selja gamla tónlistarskóla. Ólíklegt verður að teljast að bygging tónlistarskóla verði ódýrari en sala á gamla, nema að til komi veruleg skerðing á aðstöðu, líklegra er að nýr tónlistarskóli verði dýrari og myndi það því auka lántökuna. Einnig eru aðrar tekjur í fjárhagsáætlun að hækka meira en forsendur segja til um. Forsendur gera ráð fyrir 4% hækkun á ári yfir tímabilið eða 12,5% samtals sem myndi gefa um 92 milljónir hækkun á þessum þremur árum frá áætlun fyrir 2025, hins vegar er hækkun í áætlun á þessum árum upp á 11,8%, 13,1% og 15,3% á ári eða tæplega 46% yfir tímabilið, það gerir 302 milljónir í hækkun sem er aukning upp á 210 milljónir sem verður að teljast veruleg hækkun.
Undirritaðir munu greiða atkvæði á móti fjárhagsáætlun.
Að öðru leyti er vísað til yfirferðar fulltrúa Íbúalistans í upptöku af þessum bæjarstjórnarfundi.
Að lokum þakka undirritaðir bæjarfulltrúum, starfsfólki og endurskoðendum sveitarfélagsins fyrir sitt framlag við gerð fjárhagsáætlunar.
Íbúalistinn,
Haukur Garðarsson.
Ragnar Már Ragnarsson.
Kristján Hildibrandsson.
20.Minnispunktar bæjarstjóra
Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer
Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.
21.Trúnaðarmál
Fundi slitið - kl. 20:06.