Velferðar- og jafnréttismálanefnd
Dagskrá
1.Stefna í málefnum nýrra íbúa
Málsnúmer 2103029Vakta málsnúmer
Tekin til umræðu vinna nefndarinnar við stefnu í málefnum nýrra íbúa.
Á síðasta kjörtímabili var unnið að stefnumörkun í málefnum nýrra íbúa í Stykkishólmi með áherslu á fjölmenningu í Stykkishólmi. Skipaður var starfshópur sem náði ekki að ljúka sínum störfum fyrir lok kjörtímabils. Á 4. fundi velferðar- og jafnréttismálanefndar lýsti nefndin áhuga á að því að vinna áfram að stefnumörkun í málefnum nýrra íbúa í Stykkishólmi á grunni vinnu starfshópsins og ljúka þeirri vinnu sem hófst á síðasta kjörtímabili.
Bæjarráð fagnaði, á 25. fundi sínum, áhuga og vilja nefndarinnar og lagði til við bæjarstjórn að velferðar- og jafnréttismálanefnd verði falið að vinna áfram að stefnumörkun í málefnum nýrra íbúa í Stykkishólmi á grunni vinnu starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf.
Bæjarstjórn staðfesti tillögu bæjarráðs á 28. fundi sínum.
Á síðasta kjörtímabili var unnið að stefnumörkun í málefnum nýrra íbúa í Stykkishólmi með áherslu á fjölmenningu í Stykkishólmi. Skipaður var starfshópur sem náði ekki að ljúka sínum störfum fyrir lok kjörtímabils. Á 4. fundi velferðar- og jafnréttismálanefndar lýsti nefndin áhuga á að því að vinna áfram að stefnumörkun í málefnum nýrra íbúa í Stykkishólmi á grunni vinnu starfshópsins og ljúka þeirri vinnu sem hófst á síðasta kjörtímabili.
Bæjarráð fagnaði, á 25. fundi sínum, áhuga og vilja nefndarinnar og lagði til við bæjarstjórn að velferðar- og jafnréttismálanefnd verði falið að vinna áfram að stefnumörkun í málefnum nýrra íbúa í Stykkishólmi á grunni vinnu starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf.
Bæjarstjórn staðfesti tillögu bæjarráðs á 28. fundi sínum.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd tekur vel í erindið og stefnir á að koma saman að áramótum liðnum og hefja vinnu að stefnu í málefnum nýrra íbúa.
2.Úthlutun félagslegra leiguíbúða í Stykkishólmi
Málsnúmer 2110011Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn um félagslega leiguíbúð í Stykkishólmi.
Ákvörðun færð í trúnaðarmálabók.
3.Gjaldskrár 2025
Málsnúmer 2409029Vakta málsnúmer
Lagðar fram gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2025, sem taka mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2025-2028 sem samþykktar voru á 28. fundi bæjarstjórnar.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir 2025 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir 2025 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gjaldskrár.
4.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028
Málsnúmer 2410006Vakta málsnúmer
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Fundi slitið - kl. 17:30.