Fara í efni

Hafnarstjórn (SH)

7. fundur 02. desember 2024 kl. 16:15 - 17:33 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Sigurður Páll Jónsson formaður
  • Unnur María Rafnsdóttir aðalmaður
  • Kristján Lár Gunnarsson (KL) aðalmaður
  • Guðmundur Kolbeinn Björnsson varamaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Siguður Páll Jónsson formaður
Dagskrá

1.Fundargerðir stjórnar Hafnarsambands Íslands

Málsnúmer 2003028Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir nr. 465 og 466 frá fundum stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

2.Yfirlit yfir tekjur Stykkishólmshafnar

Málsnúmer 2411037Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir tekjur Stykkishólmshafnar, m.a. af hrognkelsaveiðum, strandveiðum og skemmtiferðaskipum.
Hafnarvörður gerir grein fyrir tekjum hafnarinnar með áherslu á skiptingu tekna vegna hrognkelsveiða (kr. 2.757.728), strandveiða (2.068.794) og skemmtiferðaskipa (kr. 9.909.199).

3.Fyrirhugaðar framkvæmdir og staða verkefna

Málsnúmer 2404025Vakta málsnúmer

Almenn yfirferð yfir framkvæmdir á hafnarsvæði og stöðu verkefna.
Hafnarvörður gerir grein fyrir viðhaldsframkvæmdum.

4.Hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavík

Málsnúmer 2005059Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning sveitarfélagsins um tiltekt á hafnarsvæði Skipavíkur í samvinnu við Heilbrigðiseftir Vesturlands. Hafnarvörður gerir grein fyrir stöðu máls.
Hafnarvörður gerir grein fyrir málinu.

5.Bátar í Maðkavík

Málsnúmer 2208021Vakta málsnúmer

Formaður hafnarstjórnar gerði á fysta fundi hafnarstjórnar grein fyrir hugmyndum um að fjölga bátum í Maðkavík og fegra svæðið sem er vaxandi ferðamannaparadís. Formaður gerir grein fyrir þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi frá síðasta fundi hafnarstjórnar.
Formaður hafnarstjórnar gerir grein fyrir málinu.

Fram kom í máli formanns að tveir bátar hefðu verið færðir í Maðkavík frá síðasta fundi, annar smíðaður um 1900 og hinn um 1980.

6.Gjaldtaka við salerni á hafnarsvæði

Málsnúmer 2208022Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu málsins.
Lagt fram til kynningar.

7.Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði

Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer

Lögð fram samþykkt um bílastæðasjóð Stykkishólms sem bæjarstjórn samþykkti eftir tvær umræður síðastliðið sumar, ásamt gjaldskrá bílastæðasjóðs. Lagt fram til staðfestingar í hafnarstjórn.
Hafnarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti samþykkt og gjaldskrá.

8.Icelandic Roots

Málsnúmer 2408022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá ættfræðifélaginu Icelandic Roots. Félagið hefur það að markmiði að heiðra og halda á lofti sögu vesturfara og hjálpa fólki að finna og efla tengsl sín við Ísland. Sunna Furstenau, forsvarsmaður verkefnisins, fundaði á dögunum með fulltrúum sveitarfélagsins og gerði grein fyrir hugmyndum um minnisvarða í Stykkishólmi. Bæjarráð lýsti, á 25. fundi sínum, yfir áhuga sveitarfélagsins að vinna málið áfram með félaginu. Lögð er fram tillaga að staðsetningu á upplýsingaskilti félagsins.
Hafnartjórn gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við fyrirhugaða staðsetningu.

9.Uppbygging hafnarmannvirkja og sjávarvarna í Stykkishólmi

Málsnúmer 2208019Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri gerir grein fyrir framtíðaráform um uppbyggingu hafnamannvirkja í Stykkishólmi. Meðal annars liggur fyrir að stækka þurfi ferjubryggju og laga hafskipsbryggju. Einnig þarf að endurbæta stólpa undir hafskipsbryggju og skipta um stálþil á Skipavíkurbryggju. Þá er lögð fram ályktun 43. hafnasambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum
Hafnarstjórn óskar eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar í tengslum við framtíðaráform um uppbyggingu hafnarmannvirkja í Stykkishólmi, stöðu þeirra og fyrirhugra framkvæmda.

Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að byggður verði hafnarstígur í samræmi við samþykkta umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem bendir á nauðsyn þessara framkvæmda, m.a. til að stýra umferð gangandi vegfarenda og skapa nauðsynlegt umferðaröryggi. Í þessu sambandi vísar Hafnarstjórn jafnframt til fyrirliggjandi ályktunar 43. hafnarsambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum og fyrri ályktana hafnarstjórnar og bæjarstjórnar Stykkishólms vegna þessa.

10.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Málefni Breiðafjarðarferjunnar Baldurs tekin til umræðu.
Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á mikilvægi ferjusiglinga um Breiðafjörð og í því sambandi mikilvægi þess að framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð, sem felst í því að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verður með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar og nýst gæti sem varaskip fyrir Herjólf, endurspeglist í fjármálaáætlunum og fimm ára samgönguáætlun. Án samþykktra áforma og heimilda í áætlunum ríkisins, þ.m.t. viðeigandi fjárheimilda, er Vegagerðinni ekki tryggður sá rammi og sú stefnumörkun sem er nauðsynleg er til þess að stofnunin geti hafið undirbúning að hönnun og smíði nýrrar ferju ásamt nauðsynlegum breytingar á hafnarmannvirkjum.

11.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2409029Vakta málsnúmer

Lagðar fram gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2025, sem taka mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2025-2028 sem samþykktar voru á 28. fundi bæjarstjórnar.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir 2025 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Hafnarstjórn samþykkir gjaldskrá Stykkishólmshafnar 2025.

12.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028

Málsnúmer 2410006Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Hafnarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að bæta við öryggismyndavélum í Stykkishólmshöfn, en kostnaður er um kr. 500.000-1.000.000.

Hafnarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að sækja auknar tekjur með því að auka komur skemmtiferðarskipa til Stykkishólms, en einungis þrjú skip hafa boðað koma sína á næsta ári.

Hafnarstjórn gerir að öðru leyt ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Fundi slitið - kl. 17:33.

Getum við bætt efni síðunnar?