Fara í efni

Bæjarráð

30. fundur 20. febrúar 2025 kl. 14:15 - 15:26 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gyða Steinsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Gyða Steinsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Stjórn Náttúrustofu Vesturlands - 5

Málsnúmer 2502001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 5. fundar stjórnar Náttúrustofu Vesturlands.
Lagt fram til kynningar.

2.Skóla- og fræðslunefnd - 18

Málsnúmer 2501005FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 18. fundar skóla- og fræðslunefndar.

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

3.Skipulagsnefnd - 27

Málsnúmer 2502002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 27. fundar skipulagsnefndar.

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

4.Umsókn um lóð

Málsnúmer 2502012Vakta málsnúmer

Lögð fram lóðarumsókn Maríu Kúld Heimisdóttir um lóð O í Víkurhverfi.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Maríu Kúld Heimisdóttur lóð O í Víkurhverfi.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Maríu Kúld Heimisdóttur lóð O í Víkurhverfi.

5.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 960., 961. og 962. fundar stjórnar Sambandsins frá 13. desember 2024, 17. og 22. janúar 2025.

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 228. fundar Breiðafjarðarnefndar.

Lagt fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

7.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2025

Málsnúmer 2502021Vakta málsnúmer

Lagður fram listi yfir styrki til félagasamtaka vegna fasteignagjalda.

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

8.Þjóðhátíðarnefnd

Málsnúmer 2211003Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að þjóðhátíðarnefnd sem sér um hátíðarhöld í Stykkishólmi 17. júní ásamt skýrslu formanns frá síðasta ári.

Bæjarráð vísar skipun nefndarinnar til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarráð vísar tillögu að þjóðhátíðarnefnd til samþykktar í bæjarstjórn.

9.Samþykkt um gatnagerðargjald og þjónustugjaldskrár í skipulags- og byggingarmálum ásamt lóðarreglum

Málsnúmer 2311015Vakta málsnúmer

Lögð fram breytingartillaga á samþykkt um gatnagerðargjald, lóðagjald o.fl. í Sveitarfélaginu Stykkishólmi.



Bæjarráð lagði, á 29. fundi sínum, til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að breytingu á samþykkt um gatnagerðargjald, lóðagjald o.fl. í Sveitarfélaginu Stykkishólmi.



Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu málsins á 32. fundi sínum.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

10.Erindi Breiðafjarðarnefndar vegna jarðvinnu við Búðanes

Málsnúmer 2502003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Breiðafjarðarnefndar vegna jarðvegsvinnu og mótun söguleiðar við Búðanes.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa drög að svarbréfi að höfðu samráði við skipulagsfulltrúa.

11.Snjómokstur gatna og gönguleiða

Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá félagi lóðarhafa í Arnarborg varðandi snjómokstur á svæðinu.
Bæjarráð samþykkir tillögu að svari og felur bæjarstjóra að senda svarið til bréfritara. Bæjarráð ítrekar að um sé að ræða stofnveg frá kirkjugarði í gegnum nýrækt að hundagerði.

12.Sala á húsnæði - Skúlagata 9

Málsnúmer 2409019Vakta málsnúmer

Lagt fram annars vegar formlegt og hins vegar óformlegt tilboð í íbúðir við Skúlagötu 9, ásamt öðrum gögnum sem tengjast hinu óformlega tilboði.
Bæjarráð frestar málinu á meðan verið er að afla frekari upplýsinga og gagna gagnvart óformlega tillboðinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera gagntilboð.

13.Innritunarreglur Leikskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2502011Vakta málsnúmer

Lagðar fram uppfærðar innritunarreglur Leikskólans í Stykkishólmi.



Rætt var um innritunarreglur og viðverustefnu leikskólans á 12. fundi skóla- og fræðslunefndar. Skóla- og fræðslunefnd hvatti Sveitarfélagið Stykkishólm til að setja fram viðverustefnu að fyrirmynd stefnu leikskólans fyrir starfsemi bæjarins í heild sinni. Skóla- og fræðslunefnd samþykkti svo á 18. fundi sínum uppfærðar innritunarreglur Leikskólans í Stykkishólmi.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærðar innritunarreglur Leikskolans í Stykkishólmi
Bæjarráð staðfestir uppfærðar innritunarreglur.

14.Hamraendi 4 - Krafa um bætur

Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi Þulu ehf. (áður Rjúkanda ehf.) þar sem krafist er bóta vegna uppbyggingar félagsins við Hamraenda 4.

Bæjarstjóra var falið, á 29. fundi bæjarráðs, að óska eftir að forsvarsmenn félagsins komi til næsta fundar bæjarráðs.
Bæjarráð tekur málið til umfjöllunar en frestar afgreiðslu málsins þar sem frekari gagna er beðið.

15.Rokkhátíð í Stykkishólmi

Málsnúmer 2305023Vakta málsnúmer

Þungarokkhátíðin Sátan fór fram í Stykkishólmi dagana 6.-9. júní 2024. Forsvarsmenn Sátunar koma til fundar við safna- og menningarmálanefnd á 5. fundi nefndarinnar. Safna- og menningarmálanefnd þakkaði forsvarsmönnum Sátunnar fyrir fundinn og lýsti yfir vilja nefndarinnar til þess að Sátan verði árlegur viðburður í Stykkishólmi. Safna- og menningarmálanefnd hvatti til þess að leitað verði leiða til þess að ná sanngjarni niðurstöðu milli sveitarfélagsins og forsvarsmanna Sátunnar, m.a. varðandi aðstöðuleigu og að tryggt sé að viðbótarkostnaði sveitarfélagsins vegna hátíðarinnar sé mætt.



Bæjarráð vísaði málinu, á 29. fundi sínum, til frekari vinnslu.

Bæjarráð tekur samkomulag vegna Sátunnar til umfjöllunar og felur bæjarstjóra að taka upp samtal við forsvarsmenn sátunnar á grunni fyrirliggjandi samningsdraga.

16.Samstarf sveitarfélagsins við Félag atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2405005Vakta málsnúmer

Á 29. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi frá Félagi atvinnulífs í Stykkishólmi þar sem óskað var eftir áframhaldandi samstarfi við sveitarfélagið.



Bæjarráð samþykkti áframhaldandi samstarf við Félag atvinnulífs og fól bæjarstjóra að gera tillögu að samstarfssamningi til 3ja ára. Lögð eru fram drög að samningi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með forsvarsmönnum Félags atvinnulífs í Stykkishólmi og ganga frá samningi við félagið og leggja til samþykktar hjá bæjarráði.

17.Breyting á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039

Málsnúmer 2502013Vakta málsnúmer

Grundarfjarðarbær óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Stykkishólms v/breytingar á aðalskipulagi í tengslum við heildarendurskoðun deiliskipulags, nr. 0233/2024 vegna Ölkeldudals.



Skipulagsnefnd gerði, á 27. fundi sínum, ekki athugasemdir við breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039.

Bæjarráð staffestir afgreiðslu Skipulagsnefndar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

18.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagsgögn vegna breytingu á Aðalskipulagi Stykkishóms 2002-2022, vegna stækkunar athafnasvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar.



Skipulagsnefnd óskaði, á 25. fundi sínum, eftir því að skipulagshönnuður og VSÓ ráðgjöf ljúki við gerð skipulagsgagna, þ.m.t. greinargerðar og umhverfisskýrslu, í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 27. fundi sínum. Skipulagshönnuður kom til fundar og gerði grein fyrir fyrirligjandi vinnu skipulagshönnuðar og VSÓ á 26. fundi skipulagsnefndar. Nefndin taldi þær áherslur sem fram komu í þeim gögnum sem lágu fyrir fundinum og þau áform sem kynnt voru fyrir nefndinni í samræmi við áherslur nefndarinnar.



á 27. fundi skipulagsnefndar voru lögð fram uppfærð skipulagsgögn, í samræmi við framangreint. Skipulagsnefnd samþykki að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2002-2022, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, samhliða verði kynntar vinnslutillögur deiliskipulagsáætlana fyrir Kallhamar og Hamraendar sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

19.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagsgögn vegna vinnu við ný deiliskipulög fyrir Kallhamar og Hamraenda.



Skipulagsnefnd óskaði, á 25. fundi sínum, eftir því að skipulagshönnuður og VSÓ ráðgjöf ljúki við skipulagsgögn, þ.m.t. greinargerð og umhverfisskýrslu, í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 27. fundi sínum. Skipulagshönnuður kom til fundar og gerði grein fyrir fyrirligjandi vinnu skipulagshönnuðar og VSÓ á 26. fundi skipulagsnefndar. Nefndin taldi þær áherslur sem fram komu í þeim gögnum sem lágu fyrir fundinum og þau áform sem kynnt voru fyrir nefndinni í samræmi við áherslur nefndarinnar.



lögð eru fram uppfærð skipulagsgögn, í samræmi við framangreint. Skipulagsnefnd samþykkti, á 27. fundi sínum, að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögur að deiliskipulagi fyrir annars vegar Hamraenda og hins vegar Kallhamar, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, samhliða því að kynnt verði vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar athafnarsvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

20.Uppbygging fyrir eldra fólk - Skipulagsvinna við svæði Tónlistarskólans

Málsnúmer 2501007Vakta málsnúmer

Lögð er fram skýrsla starfshóps um málefni 60 ára og eldri þar sem lagðar voru til hugmyndir um uppbyggingu fyrir eldra fólk á svæði Tónlistarskóla Stykkishólms og framtíðarsýn fyrir uppbyggingu á því svæði sem myndi nýtast eldra fólki í tengslum við miðstöð öldrunarþjónustu við Skólastíg 14 (Höfðaborg). Á 26. fundi skipulagsnefndar óskaði nefndin eftir heimild bæjarráðs til þess að skoða málið áfram með skipulagsfulltrúa. Bæjarráð fól skipulagsnefnd, á 29. fundi sínum, að vinna málið áfram með skipulagsfulltrúa.



Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs óskaði skipulagsfulltrúi eftir því að Magnús Ingi Bæringsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sem var starfsmaður framangreinds starfshóps um stefnumótun í málefnum eldra fólks, kæmi til fundar við skipulagsnefnd til að gera nefndinni nánari grein fyrir fyrirliggjandi tillögum sem liggja fyrir í skýrslunni og þeim umræðum sem fram fóru um framangreinda framtíðarsýn í uppbyggingu fyrir eldra fólk á svæði Tónlistaskóla Stykkishólms.



Magnús Ingi kynnti verkefnið fyrir skipulagsnefnd á 27. fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd þakkar Magnúsi Inga fyrir kynninguna og fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og koma m.a. með hugmyndir að markmiði og vera í samskiptum við aðila sem málið varðar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

21.Framkvæmdaleyfi fyrir veg - Berserkjahraun

Málsnúmer 2411026Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn vegna framkvæmdaleyfis fyrir akveg frá Berserkjahrauni að Helgafellssveitarvegi.



Á 25. fundi sínum benti skipulagsnefnd á, ef fyrirhugað er að fara í nýja veglagningu og teningu við tengiveginn, að samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi, skal sá sem óskar eftir framkvæmdaleyfi senda skriflega umsókn til sveitarfélagsins ásamt nauðsynlegum gögnum um fyrirhugaða framkvæmd. Í 7. gr. sömu reglugerðar er tiltekið hvaða gögn þurfi að liggja fyrir, þ.m.t. afstöðumynd hnitsett í mælikvarða 1:2.000 - 1:500 eða í öðrum læsilegum mælikvarða sem sýnir fyrirhugaða framkvæmd og afstöðu hennar gagnvart aðliggjandi byggð og að landi, hönnunargögn sem nauðsynleg eru til að framkvæma eftir, lýsingu á framkvæmd og hvernig hún fellur að gildandi skipulagsáætlunum og staðháttum, áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum eða ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar ásamt þeim gögnum sem stofnunin byggði niðurstöðu sína á. Á grunni framangreinds óskaði skipulagsnefnd eftir þeim gögnum sem liggja þurfa fyrir samkvæmt 7. gr. reglugerðar um framkvæmdarleyfi og í framhaldinu verði óskað umsagnar Minjastofnunar, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum áformum áður en endanleg afstaða nefndarinnar liggur fyrir.



Bæjarráð staðfesti, á 27. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og óskaði jafnframt eftir umsögn Skipulagsstofnunar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs á 30. fundi sínum.



Í samræmi við framangreint er lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir akveg frá Berserkjahrauni að Helgafellssveitarsvegi (nr. 557), ásamt umsögnum Vegagerðarinnar, Náttúruverndarstofnunar (áður Umhverfisstofnun), Skipulagsstofnunar og Minjastofnunar.



Skipulagsnefnd lagði, á 27. fundi sínum, til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir akveg frá Berserkjahrauni að Helgafellssveitarvegi (nr. 557), sbr. 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með þeim tilmælum að allt rask verði afmáð ásamt því að áður ókunnar fornminjar finnast við framkvæmd verksins skal stöðva framkvæmd án tafar og láta Minjastofnun vita, skv. 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

22.Reitarvegur 2 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2409023Vakta málsnúmer

Lagður er fram skipulagsuppdráttur sem felur í sér tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reitarvegs vegna Reitarvegar 2, en skipulagsnefnd veitti, á 24. fundi sínum, lóðarhafa heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Þá lagði nefndin einnig áherslu á að viðbygging og nýbygging verði í samræmi við núverandi byggingu hvað varðar hlutföll, gluggasetningu og efnisnotkun.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 27. fundi sínum, að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Reitarvegs 2, skv. 2 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012, sbr. 44. gr. sömu laga, og að tillagan skuli grenndarkynnt fyrir Reitarveg 4, 4a, 6, 6a og 18b.

Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

23.Skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2308015Vakta málsnúmer

Skipurit sveitarfélagsins tekið til umræðu.
Skrifstofustjóri gerir grein fyrir málinu.

Lagt fram til kynningar.

24.Samrekstur á embættum skipulags- og byggingarfulltrúa á Snæfellsnesi

Málsnúmer 1907032Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Eyja- og Miklaholtshrepp.
Skrifstofustjóri gerir grein fyrir erindinu.

Lagt fram til kynningar.

25.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028

Málsnúmer 2410006Vakta málsnúmer

Umræða um fjárfestingar með áherslu á uppbyggingu við íþróttamiðstöð og sundlaug.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að fyrirliggjandi verkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Samþykkt með 2 atkvæðum H lista. Ragnar Már situr hjá.

26.Lántaka

Málsnúmer 2502020Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn vegna fyrirhugaðrar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 150.000.000,- á árinu 2025 í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2025.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirhugaðrar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 150.000.000,- á árinu 2025 með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins, þ.m.t í gatnagerð, viðhaldi og endurbótum fasteigna og fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Jakobi Björgvini S. Jakobssyni kt. 060982-5549, bæjarstjóra, eitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa H-lista gegn einu atkvæði fulltrúa Í-lista.

27.Hættuástand þjóðvega á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2502019Vakta málsnúmer

Bágborið ástand þjóðvega á Snæfellsnesi tekið til umræðu og lagt fram minnisblað bæjarstjóra. Einnig er lagt fram erindi sveitarstjórna á Vesturlandi til forsætisráðherra þar sem óskað er eftir neyðarfundi og skipan viðbragðshóps vegna ástandsins.
Með vísan til fyrirliggjandi gagna felur bæjarráð bæjarstjóra að fylgja málinu fast eftir.

28.Drög að frumvarpi til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 2502023Vakta málsnúmer

Drög að frumvarpi til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Málið er tekið til umræðu í bæjarráði.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:26.

Getum við bætt efni síðunnar?