Fara í efni

Öldungaráð

7. fundur 14. nóvember 2024 kl. 17:00 - 19:08 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Lára Ævarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Guðrún Marta Ársælsdóttir
  • Sjöfn Hinriksdóttir
  • Halldóra F. Sverrisdóttir
  • Magnús I. Bæringsson
  • Rannveig Ernudóttir
Fundargerð ritaði: Hildur Lára Ævarsdóttir formaður
Dagskrá

1.Erindisbréf öldungaráðs

Málsnúmer 1905077Vakta málsnúmer

Lagt fram uppfært erindisbréf öldungaráðs.
Lagt fram til kynningar.

2.Yfirferð yfir starfsemi Höfðaborgar

Málsnúmer 2411015Vakta málsnúmer

Rannveig Ernudóttir, forstöðumaður Höfðaborgar, gerir grein fyrir starfsemi Höfðaborgar.
Lagt fram til kynningar.

3.Reglur sveitarfélagsins um stuðningsþjónustu - Höfðaborg - Miðstöð öldrunarþjónustu

Málsnúmer 2311017Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur sveitarfélagsins um stuðningsþjónustu vegna þjónustu Höfðaborgar sem bæjarstjórn samþykkti á 20. fundi sínum.
Forstöðumaður Höfðaborgar gerir grein fyrir reglunum. Nefndin bendir á að leiðrétta þarf lið c) undir þjónustu um heimilisþrif þar sem ekki er í boði að veita ítarleg þrif og samningur hefur ekki náðst við fyrirtæki sem sér um slík þrif.

Nefndin veltir því upp hvort þvottaþjónusta ætti að vera í boði fyrir fólk sem ekki hefur tök á að sinna þvotti sjálft.

Bæði er hægt að sækja um þjónustu rafrænt og með skriflegri beiðni. Nefndin vekur athygli á að endurskoða þarf lið um fylgigögn umsókna. Læknisvottorð eru óþörf og breyta þarf orðalagi.

4.Framkvæmdasjóður aldraðra

Málsnúmer 2103027Vakta málsnúmer

Lagt fram samkomulag vegna framlags úr Framkvæmdasjóði aldraðra.
Lagt fram til kynningar.

5.Salur á Höfðaborg - Afnotasamningur

Málsnúmer 2411014Vakta málsnúmer

Lagur fram afnotasamningur milli sveitarfélagsins og Aftanskin vegna afnota félagsins af nýjum sal á Höfðaborg, ásamt reglum.
Lagt fram til kynningar.

6.Miðstöð öldrunarþjónustu í Stykkishólmi

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Lagðar fram teikningar vegna fyrirhugaðra breytinga á húsnæði Höfðaborgar. Bæjarstjóri kemur til fundar við ráðið og gerir grein fyrir nýlegum framkvæmdum og næstu skrefum við Skólastíg 14.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við teikningarnar.

7.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2409029Vakta málsnúmer

Lagðar fram gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2025, sem taka mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2025-2028 sem samþykktar voru á 28. fundi bæjarstjórnar.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir 2025 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Öldungaráð telur vert að skoða hækkun á gjaldi fyrir matargesti á Höfðaborg (matur fyrir aðra gesti), rætt var um 2.700 - 2.800 kr.

8.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028

Málsnúmer 2410006Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri kynnti fjárhagsáætlun og tillögur að aðhaldsaðgerðum í rekstri sveitarfélagsins. Varðandi tillögur um að hætta að bjóða upp á mat um helgar telur öldungaráð mikilvægt að kynna allar þjónustubreytingar vel og á auðskiljanlegu máli.

Fundi slitið - kl. 19:08.

Getum við bætt efni síðunnar?