Fara í efni

Bæjarráð

28. fundur 05. desember 2024 kl. 14:30 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
  • Gyða Steinsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá
Formaður bæjarráðs setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.

Formaður bar upp tillögu um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum:

- 2406003 Birkilundur 10-umsagnarbeiðni
- 2411005 Bauluvík 4 - Lóðarleigusamningur
- 2411001 Imbuvík 2 - Lóðarleigusamningur
- 2311015 Reglur um úthlutun lóða í Stykkishólmi

Samþykkt samhljóða.

Er ofangreind mál eru sett inn sem mál nr. 25, 26, 27 og 28 á dagskrá fundarins.

1.Ungmennaráð - 6

Málsnúmer 2411013FVakta málsnúmer

Lögð fram 6. fundargerð ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.

2.Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 5

Málsnúmer 2411010FVakta málsnúmer

Lögð fram 5. fundargerð velferðar- og jafnréttismálanefndar.
Lagt fram til kynningar.
Ingveldur Eyþórsdóttir forstöðumaður Félags- og Skólaþjónustu Snæfellinga kom inn á fundinn.

3.Úrskurður mennta- og barnamálaráðuneytisins - Trúnaðarmál

Málsnúmer 2310009Vakta málsnúmer

Lagður fram úrskurður í máli MRN23110428, áður MRN22110191.
Bæjarráð óskar eftir greinargerð frá skólastjóra Grunnskólans og frá Félags-og skólaþjónustu Snæfellinga vegna málsins.
Ingveldur vék af fundi.
Hjörleifur K. Hjörleifsson formaður Snæfells, Birta Antonsdóttir og Rósa K. Indriðadóttir komu inn á fundinn.

4.Samningur við Snæfell

Málsnúmer 1905032Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að uppfærðum samstarfssamning við ungmennafélagið Snæfell. Bæjarráð tók á 27. fundi sínum jákvætt í fyrirliggjandi samningsdrög og óskar eftir að fulltrúar Snæfells komi til fundar við bæjarráð. Í því sambandi óskar bæjarráð eftir nánari upplýsingum um starfslýsingu og verkefni fyrirhugaðs starfsmanns með áherslu á það hvernig hann muni koma til með að efla uppbyggingu faglegs starf yngriflokka. Æskulýðs- og íþróttanefnd tók samningin til umfjöllunar á 4. fundi sínum. Nefndin tók vel í samninginn og hvatti til þess að hann yrði kláraður sem fyrst. Fulltrúar Snæfells koma til fundar við bæjarráð.
Bæjarráð vísar málinu til lokaafgreiðslu á næsta fundi.
Hjörleifur, Birta og Rósa véku af fundi.

5.Erindi frá Dýralæknamiðstöð Vesturlands

Málsnúmer 2412001Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Dýralæknamiðstöð Vesturlands þar sem óskað er eftir leyfi fyrir uppsetningu á hestagerði, fyrir hesta í meðhöndlun, við nýja aðstöðu Dýralæknamiðstöðvarinnar.
Bæjarráð samþykkir erindið og að gerður verður afnotasamningur með hæfilegu afnotagjaldi.

6.Gjaldtaka við salerni á hafnarsvæði

Málsnúmer 2208022Vakta málsnúmer

Lagðar fram tæknilausnir vegna fyrirhugaðar gjaldtöku á salerni á hafnarsvæði.
Bæjarráð samþykkir kaup á tæknilausn til gjaldheimtu.

7.Bæjarstjórn unga fólksins

Málsnúmer 2311010Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. fundar bæjarstjórnar unga fólksins sem fram fór 8. maí 2024.



Á 6. fundi ungmennaráðs lýsti ráðið fyrirhuguðum áætlunum um að halda bæjarstjórnarfund unga fólksins þann 7. maí 2025. Fundurinn yrði með sama hætti og áður og íbúum gefin kostur á að leggja fram hugmyndir að umfjöllunarefni fundar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðu ungmennaráðs og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

8.Reglur sveitarfélagsins um stuðningsþjónustu - Höfðaborg - Miðstöð öldrunarþjónustu

Málsnúmer 2311017Vakta málsnúmer

Lagðar fram uppfærðar reglur sveitarfélagsins vegna þjónustu Höfðaborgar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Ingveldur Eyþórsdóttir forstöðumaður Félags- og Skólaþjónustu Snæfellinga kom inn á fundinn.

9.Drög að reglum að stuðningsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 2412005Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýjum reglum um stuðningsþjónustu sveitarfélaga frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Til fundar við bæjarráð kemur forstöðumaður FSSF.
Bæjarráð vísar reglunum til frekari vinnslu.
Ingveldur vék af fundi.

10.Uppbygging hafnarmannvirkja og sjávarvarna í Stykkishólmi

Málsnúmer 2208019Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri gerði, á 7. fundi hafnarstjórnar, grein fyrir framtíðaráform um uppbyggingu hafnamannvirkja í Stykkishólmi. Meðal annars liggur fyrir að stækka þurfi ferjubryggju og laga hafskipsbryggju. Einnig þarf að endurbæta stólpa undir hafskipsbryggju og skipta um stálþil á Skipavíkurbryggju. Þá er lögð fram ályktun 43. hafnasambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum



Hafnarstjórn óskaði eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar í tengslum við framtíðaráform um uppbyggingu hafnarmannvirkja í Stykkishólmi, stöðu þeirra og fyrirhugra framkvæmda. Hafnarstjórn lagði jafnframt þunga áherslu á að byggður verði hafnarstígur í samræmi við samþykkta umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem bendir á nauðsyn þessara framkvæmda, m.a. til að stýra umferð gangandi vegfarenda og skapa nauðsynlegt umferðaröryggi. Í þessu sambandi vísar Hafnarstjórn jafnframt til fyrirliggjandi ályktunar 43. hafnarsambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum og fyrri ályktana hafnarstjórnar og bæjarstjórnar Stykkishólms vegna þessa.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu hafnarstjórnar.

11.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Málefni Breiðafjarðarferjunnar Baldurs voru tekin til umræðu á 7. fundi hafnarstjórnar.



Hafnarstjórn lagði þunga áherslu á mikilvægi ferjusiglinga um Breiðafjörð og í því sambandi mikilvægi þess að framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð, sem felst í því að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verður með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar og nýst gæti sem varaskip fyrir Herjólf, endurspeglist í fjármálaáætlunum og fimm ára samgönguáætlun. Án samþykktra áforma og heimilda í áætlunum ríkisins, þ.m.t. viðeigandi fjárheimilda, er Vegagerðinni ekki tryggður sá rammi og sú stefnumörkun sem er nauðsynleg er til þess að stofnunin geti hafið undirbúning að hönnun og smíði nýrrar ferju ásamt nauðsynlegum breytingar á hafnarmannvirkjum.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu hafnarstjórnar.

12.Icelandic Roots

Málsnúmer 2408022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá ættfræðifélaginu Icelandic Roots. Félagið hefur það að markmiði að heiðra og halda á lofti sögu vesturfara og hjálpa fólki að finna og efla tengsl sín við Ísland. Sunna Furstenau, forsvarsmaður verkefnisins, fundaði á dögunum með fulltrúum sveitarfélagsins og gerði grein fyrir hugmyndum um minnisvarða í Stykkishólmi. Bæjarráð lýsti, á 25. fundi sínum, yfir áhuga sveitarfélagsins að vinna málið áfram með félaginu. Lögð er fram tillaga að staðsetningu á upplýsingaskilti félagsins.



Hafnartjórn gerði, á 7. fundi sínum, fyrir sitt leyti ekki athugasemd við fyrirhugaða staðsetningu.
Bæjarráð samþykkir að vinna málið áfram með þessa staðsetningu.

13.Ágangur búfjár - Hrísakot og Hrísafell

Málsnúmer 2408007Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um smölun ásamt svari sveitarfélagsins og viðbrögðum við því. Þá er einnig lögð fram kæra vegna aðgerðarleysis sveitarfélagsins Stykkishólms varðandi smölun ágangsfjár.



Bæjarráð staðfesti málsmeðferð og viðbrögð sveitarfélagsins á 24. fundi sínum, og frestaði afgreiðslu málsins þar sem umbeðnar upplýsingar liggja ekki fyrir.



Lögð fram tillaga að svari sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir tillögu að svari og vísar afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn.

14.Ágangur búfjár - Kljá

Málsnúmer 2408009Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um smölun ásamt svari sveitarfélagsins og viðbrögðum við því.



Bæjarráð staðfesti málsmeðferð og viðbrögð sveitarfélagsins á 24. fundi sínum, og frestaði afgreiðslu málsins þar sem umbeðnar upplýsingar láu ekki fyrir.



Lögð fram tillaga að svari sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir tillögu að svari og vísar afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn.

15.Ágangur búfjár - Þingskálanes

Málsnúmer 2408008Vakta málsnúmer

Lögð fram tölvupóstsamskipti þar sem kallað er eftir afstöðu sveitarfélagsins vegna ágangs búfjár.



Bæjarráð staðfesti málsmeðferð og viðbrögð sveitarfélagsins á 24. fundi sínum, og frestar afgreiðslu málsins þar sem umbeðnar upplýsingar láu ekki fyrir.



Lögð fram tillaga að svari sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir tillögu að svari og vísar afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn.

16.Nýrækt 17, Nýrækt 19 og Nýrækt 21 - Beiðni um samþykki á ráðstöfun skv. 6. gr. lóðarleigusamnings

Málsnúmer 2412004Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Erlu Friðriksdóttur, fyrir hönd Friðriks Jónssonar, um samþykki á ráðstöfun skv. 6. gr. lóðarleigusamnings ásamt tengdum gögnum.
Bæjarráð samþykkir ráðstöfun á réttindunum, sbr. 6. gr. lóðarleigusamnings, dags. 21. október 2015, og vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

17.Erindi - Breyting á lóðinni við Áskinn 6

Málsnúmer 2301029Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir að nýju erindi frá Erlu Friðriksdóttur varðandi breytingar á lóðinni Áskinn 6. Við grenndarkynningu barst umsögn frá lóðarhöfum Ásklifs 7. Skipulagsnefnd hafnaði, á 11. fundi sínum, umsókn Erlu Friðriksdóttur um breytingu á lóðinni við Áskinn 6 úr þremur íbúðareiningum í fjórar með vísun í framkomnar athugasemdir er varða ósamræmi við byggðarmynstur sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Samkvæmt samþykktu lóðarblaði er heimilað að byggja einbýli, parhús eða þriggja eininga raðhús á einni hæð á lóðinni. Þar segir jafnframt að grenndarkynna þurfi hönnun húss á þessari lóð. Hafi lóðarhafi í hyggju að sækja um byggingarleyfi fyrir þriggja eininga raðhúsi þarf að grenndarkynna breytta uppdrætti. Nefndin mælist jafnframt til þess að hönnun húss taki mið af uppbroti í ásýnd sem m.a. er hægt að gera með uppbroti í klæðningu, skyggni eða bíslagi, millivegg utanhúss eða öðru sambærilegu. Bæjarráð vísaði, á 12. fundi sínum, afgreiðslu í bæjarstjórn.



Bæjarstjórn samþykkti að veita bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu málsins.



Skipulagsfulltrúi og formaður skipulagsnefndar koma til fundar við bæjarráð og gera grein fyrir málinu.



Bæjarráð samþykkti, á 13. fundi sínum, að fela skipululagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa og nærliggjandi lóðarhafa um möguleika svæðisins og vísaði málinu til næsta fundar.



Málið er nú tekið upp að nýju í bæjarráði.
Bæjarráð óskar eftir staðfestingu lóðarhafa, hvort byggingaáform séu enn fyrirhuguð, þar sem hefja þarf skipulagsvinnu að nýju, sökum þess hve langt er um liðið.

18.Imbuvík 4

Málsnúmer 2402027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá lóðarhafa varðandi Imbuvík 4 vegna fyrirliggjandi forsendubrest sökum staðsetningar á háspennustreng sem dregur úr mögulegu byggingarmagni á lóðinni ásamt öðrum þáttum sem að öðru leyti ýtir undir óhagkvæmni við uppbyggingu á lóðinni sjálfri, svo sem dýpt og nálægð við nærliggjandi lóð.



Á 26. fundi sínum sá bæjarráðs sér ekki fært að veita afslætti af gatnagerðagjöldum einstakra lóðarhafa. Bæjarráð samþykkti að lóðin yrði auglýst laus til úthlutunar til 4. nóvember með 30% afslætti af gatnagerðagjöldum, sem miðast við mögulegt byggingarmagn, vegna forsendubrest í tengslum við fyrirliggjandi óhagkvæmni tengt uppbyggingu lóðarinnar. Engar umsóknir bárust á umræddum tíma.



Málið tekur aftur fyrir í bæjarráði.
Lagt fram til kynningar.

19.Rokkhátíð í Stykkishólmi

Málsnúmer 2305023Vakta málsnúmer

Þungarokkhátíðin Sátan fór fram í Stykkishólmi dagana 6.-9. júní 2024. Forsvarsmenn Sátunar koma til fundar við safna- og menningarmálanefnd á 5. fundi nefndarinnar. Safna- og menningarmálanefnd þakkaði forsvarsmönnum Sátunnar fyrir fundinn og lýsti yfir vilja nefndarinnar til þess að Sátan verði árlegur viðburður í Stykkishólmi. Safna- og menningarmálanefnd hvatti til þess að leitað verði leiða til þess að ná sanngjarni niðurstöðu milli sveitarfélagsins og forsvarsmanna Sátunnar, m.a. varðandi aðstöðuleigu og að tryggt sé að viðbótarkostnaði sveitarfélagsins vegna hátíðarinnar sé mætt.



Á 27. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til næsta bæjarráðsfundar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu safna- og menningarnefndar og vísar málinu til frekari vinnslu.

20.Afmælishátíð Danskra daga 2024

Málsnúmer 2312003Vakta málsnúmer

Afmælishátíð danskra daga var haldin í ágúst vegna 30 ára afmælis hátíðarinnar. Mikil ánægja var með hátíðina í ár og umræður um tímasettningu hennar áberandi í samfélaginu. Safna- og menningarmálanefnd teldi, á 5. fundi sínum, vert að skoða færslu á Dönskum dögum fram í ágúst þar sem það reyndist vel á afmælishátíð Danskra daga. Einnig taldi nefndin vert að skoða að halda Norðurljósahátíðina að ári aftur og þá yrði stefnt að Dönskum dögum árið 2026 næst. Safna- og menningarmálanefnd vildi þó ekki útiloka að áhugi sé fyrir því að halda Danska daga á árinu 2025. Safna- og menningarmálanefnd vísaði endanlegri afgreiðslu um afstöðu nefndarinnar í þessu sambandi til frekari vinnslu í nefndinni.



Bæjarráð vísaði á 27. fundi sínum, afgreiðslu safna- og menningarmálanefndar, til næsta fundar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu safna- og menningarnefndar.

21.Starf skipulags- og umhverfisfulltrúa

Málsnúmer 2408030Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn í tengslum við auglýsingu um starf skipulags- og umhverfisfulltrúa. Bæjarstjóri gerir bæjarráði grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

22.Viðauki 5 Fjárhagsáætlun 2024-2027

Málsnúmer 2412002Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2024-2027.
Bæjarráð samþykkir viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Ragnar sat hjá.

23.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2409029Vakta málsnúmer

Lagðar fram gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2025, sem taka mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2025-2028 sem samþykktar voru á 28. fundi bæjarstjórnar.



Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir 2025 á 29. fundi sínum, og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrár með áorðnum breytingum fyrir 2025 og vísar þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.

24.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028

Málsnúmer 2410006Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2025-2028 lögð fram til síðar umræðu í bæjarstjórn.



Bæjarstjórn samþykkti, á 29. fundi sínum, Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

25.Imbuvík 2 - Lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2411001Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Imbuvík 2 og 2a.
Bæjarráð samþykkir lóðaleigusamning við Skipavík vegna Imbuvík 3 og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

26.Bauluvík 4 - Lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2411005Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Bauluvík 4.
Bæjarráð samþykkir lóðaleigusamning við Búðinga ehf. vegna Bauluvík 4 og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

27.Birkilundur 10-umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2406003Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju umsagnarbeiðni embætti sýslumanns, ásamt tengdum gögnum, vegna umsóknar Litla Kúts ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundarheimili sem rekið verður sem Birkilundur 10, Stykkishólmur. Bæjarráð gerði á 23. fundi sínum ekki athugasemd við rekstrarleyfið að því gefnu að skipulagsfulltrúi veiti því jákvæða umsögn. Skipulagsfulltrúi mælti með að beðið yrði eftir því að aðal- og deiliskipulagsvinna yrði lokið áður en leyfið yrði samþykkt. Lögð fram staðfesting skipulagshönnuða vegna yfirstandandi skipulgsvinnu sem er á lokastigi um að í umfjöllun í fyrirliggjandi aðal-og deiliskipulagi sé ekki skorður settar á slíkan rekstur í frístundahúsum á svæðinu.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við rekstrarleyfið, þar skippulagsáætlanir eru á lokastígi í meðferð hjá Skipulagsstofnun.

28.Reglur um úthlutun lóða í Stykkishólmi

Málsnúmer 2311015Vakta málsnúmer

Lagðar fram uppfærðar reglur um úthlutun lóða í Stykkishólmi.
Bæjarráð vísar uppfærðum reglum til samþykktar í bæjarstjórn.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?