Fara í efni

Bæjarráð

26. fundur 24. október 2024 kl. 14:30 - 19:04 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
  • Gyða Steinsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 38

Málsnúmer 2409006FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 38. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

2.Skóla- og fræðslunefnd - 16

Málsnúmer 2410001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 16. fundar skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lögð fram 226. fundargerð Breiðafjarðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

4.Boð á ungmennaþing

Málsnúmer 2410007Vakta málsnúmer

Lagt fram boð á Ungmennaþing Vesturlands sem fram fer dagana 25.-27. október nk.
Lagt fram til kynningar.

5.Mögulegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga

Málsnúmer 2103021Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf Snæfellsbæjar vegna hugsanlegra sameiningarviðræðna.
Lagt fram til kynningar.

6.Sóknaráætlun 2025-2029

Málsnúmer 2410014Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að sóknaráætlun Vesturlands 2025-2029.
Lagt fram til kynningar.

7.Hamraendi 4 - Krafa um bætur

Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi Þulu ehf. (áður Rjúkanda ehf.) þar sem krafist er bóta vegna uppbyggingar félagsins við Hamraenda 4. Lögð eru fram drög að svari við erindinu.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

8.Þjóðlendumál - eyjar og sker

Málsnúmer 2402013Vakta málsnúmer

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið. Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og hefur nú framlengt kröfulýsingarfrest þeirra til 13. janúar 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við fyrri ályktanir og fela lögmanni að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

9.Samningur við Snæfell

Málsnúmer 1905032Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að uppfærðum samstarfssamning við ungmennafélagið Snæfell.
Bæjarráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi samningsdrög og óskar eftir að fulltrúar Snæfells komi til fundar við bæjarráð. Í því sambandi óskar bæjarráð eftir nánari upplýsingum um starfslýsingu og verkefni fyrirhugaðs starfsmanns með áherslu á það hvernig hann muni koma til með að efla uppbyggingu faglegs starf yngriflokka.

10.Imbuvík 4

Málsnúmer 2402027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá lóðarhafa varðandi Imbuvík 4 vegna fyrirliggjandi forsendubrest sökum staðsetningar á háspennustreng sem dregur úr mögulegu byggingarmagni á lóðinni ásamt öðrum þáttum sem að öðru leyti ýtir undir óhagkvæmni við uppbyggingu á lóðinni sjálfri, svo sem dýpt og nálægð við nærliggjandi lóð.
Bæjarráð sér ekki fært að veita afslætti af gatnagerðagjöldum einstakra lóðarhafa. Bæjarráð samþykkir að lóðin verði auglýst laus til úthlutunar til 4. nóvember með 30% afslætti af gatnagerðagjöldum, sem miðast við mögulegt byggingarmagn, vegna forsendubrest í tengslum við fyrirliggjandi óhagkvæmni tengt uppbyggingu lóðarinnar.

11.Imbuvík 3 - Lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2409004Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Imbuvík 3.
Bæjarráð samþykkir lóðaleigusamning við Skipavík vegna Imbuvík 3 og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

12.Imbuvík 1 - Lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2409005Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Imbuvík 1.
Bæjarráð samþykkir lóðaleigusamning við Skipavík vegna Imbuvík 1 og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

13.Heiðrun íbúa

Málsnúmer 2310020Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu í bæjarráði tillögur forseta bæjarstjórnar að heiðrun íbúa í Stykkishólmi.
Bókað í trúnarmálabók.

14.Málefni Höfðaborgar - Trúnaðarmál

Málsnúmer 2410008Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn í tengslum við málefni Höfðaborgar.
Bókað í trúnarmálabók.

15.Starfsmannamál - Trúnaðarmál

Málsnúmer 2410013Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir málinu.
Bókað í trúnaðarmálabók.

16.Viðauki 4 við Fjárhagsáætlun 2024-2027

Málsnúmer 2410005Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 4 við Fjárhagsáætlun 2024-2027.
Bæjarráð samþykkir viðauka 4 við Fjárhagsáætlun 2024-2027 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hann. Ragnar sat hjá.

17.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2409029Vakta málsnúmer

Lagðar fram gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2025, sem taka mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2025-2028 sem samþykktar voru á 28. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrár og vísar þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Einar Strand slökkviliðsstjóri og Höskuldur Reynir byggingafulltrúi komu inn á fund.

18.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028

Málsnúmer 2410006Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2025-2028 lögð fram til fyrri umræðu.
Bæjarráð samþykkir Fjárhagsáætlun 2025-2028 og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Ragnar sat hjá.
Einar og Höskuldir Reynir véku af fundi.

19.Styrkumsóknir

Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms auglýsti þann 23. ágúst, eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar. Umsóknarfrestur var til og með 15. september. Lagðar eru fram styrkumsóknir sem bárust á auglýstum tíma.
Bæjarráð samþykkir eftirtalda styrki.

Skotthúfan 50.000 kr.
Kvenfélagið Hringurinn 400.000 kr.
Myndlistarsýning Rakelar 50.000 kr.
Hræðileg helgi 50.000 kr.

20.Aðgengi að gámastöðinni Snoppu

Málsnúmer 2410009Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps um aðgengi íbúa að gámastöðinni Snoppu.
Bæjarráð samþykkir að íbúar Eyja-og Miklaholthreppi fái aðgang að gámastöðinni Snoppu og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Eyja- og Miklaholtshrepp.

21.Erindi frá SSV til sveitarfélaga á Vesturlandi

Málsnúmer 2410011Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um mönnun HVE ásamt bréfi frá framkvæmdastjóra SSV.
Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma varðandi mögulega aðkomu sveitarfélaganna og lýsir yfir vilja til þátttöku í þeim verkefnum sem fram koma í fyrirliggjandi erindi.

Fundi slitið - kl. 19:04.

Getum við bætt efni síðunnar?