Fara í efni

Safna- og menningarmálanefnd

5. fundur 13. nóvember 2024 kl. 16:15 - 19:05 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Arnór Óskarsson aðalmaður
  • Viktoría Líf Ingibergsdóttir formaður
  • Jón Ragnar Daðason varamaður
  • Gísli Sveinn Gretarsson varamaður
  • Anna Sigríður Melsted aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Nanna Guðmundsdóttir forstöðumaður amtsbókasafns
  • Hjördís Pálsdóttir forstöðumaður Norska hússins BSH
  • Hjördís Pálsdóttir (HP)
Fundargerð ritaði: Viktoría Líf Ingibergsdóttir formaður
Dagskrá
Anna Sigríður Melsteð bar upp tillögu um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum:

- 1811009 - Safna- og menningarmálanefnd - Önnur mál

Samþykkt samhljóða.

Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 12 á dagskrá fundarins.

1.Norska Húsið - Yfirlit yfir faglegan rekstur

Málsnúmer 1905061Vakta málsnúmer

Forstöðumaður safna, Hjördís Pálsdóttir, gerir grein fyrir starfsemi Norska hússins - BSH undan farin misseri og það sem er á döfinni.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar forstöðumanni fyrir góða yfirferð.

Safna- og menningarmálanefnd leggur til við stjórn Byggðasamlags Snæfellinga að öllum íbúum á Snæfellsnesi verði sendur boðsmiði á byggðasafnið á næsta ári.

2.Starfsemi Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910042Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi, forstöðumaður fer yfir starfsemi safnsins.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar forstöðumanni fyrir góða yfirferð.

Lagt fram til kynningar.

3.Ársskýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi 2023

Málsnúmer 2411012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi 2023.
Lagt fram til kynningar.

4.Styrkumsóknir

Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar styrkúthlutanir sem bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum.
Lagt fram til kynningar.

5.Norðurljósahátíð

Málsnúmer 1910024Vakta málsnúmer

Norðurljósin - menningarhátíð fór fram í október síðastliðnum. Dagskrá hátíðarinnar er lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Gísli og Lilja, forsvarsmenn Sátunnar, koma á fund nefndarinnar. Einnig kom á fund nefnarinnar Magnús Ingi Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi.

6.Rokkhátíð í Stykkishólmi

Málsnúmer 2305023Vakta málsnúmer

Þungarokkhátíðin Sátan fór fram í Stykkishólmi dagana 6.-9. júní 2024. Safna- og menningarmálanefnd fangaði því, á 4. fundi sínum, hve vel hatíðin fór fram. Nefndin skilaði þakklæti og hrósi til forsvarsmanna hátíðar fyrir skipulag og gæslu fyrir gott utanumhald.



Safna- og menningarmálanefnd óskaði jafnframt eftir að fá forsvarsmenn hátíðarinnar á næsta fund og ræða samkomulag við sveitarfélagið um aðstöðuleigu fyrir næsta ár eða eftir atvikum næstu ár.



Forsvarsmenn Sátunar koma til fundar við safna- og menningarmálanefnd.



Bæjarráð staðfesti afgreiðslu safna- og menningarmálanefndar á 24. fundi sínum.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar forsvarsmönnum Sátunnar fyrir fundinn og lýsir yfir vilja nefndarinnar til þess að Sátan verði árlegur viðburður í Stykkishólmi. Safna- og menningarmálanefnd hvetur til þess að leitað verði leiða til þess að ná sanngjarni niðurstöðu milli sveitarfélagsins og forsvarsmanna Sátunnar, m.a. varðandi aðstöðuleigu og að tryggt sé að viðbótarkostnaði sveitarfélagsins vegna hátíðarinnar sé mætt.
Gísli, Lilja og Magnús Ingi víkja af fundi.

7.Samkomuhúsið í Stykkishólmi við Aðalgötu 6

Málsnúmer 2006020Vakta málsnúmer

Á 4. fundi sínum fól safna- og menningarmálanefnd Jóni Ragnari Daðasyni að útfæra hugmyndir um næstu skref að uppbyggingu húsnæðisins og leggja fyrir safna- og menningarmálanefnd. Jón Ragnar gerir grein fyrir stöðu málsins.
Jón Ragnar gerir grein fyrir verkefninu.

---

Anna Melsteð óskar eftir að koma að athugasemdum við fundargerð síðasta fundar safna- og menningarmálanefndar, hvað þennan dagskrálið, varðar með eftirfarandi bókun:

Í fundarboði 4. fundar safna- og menningarmálanefndar var á dagskrá að ræða málefni Samkomuhússins á Aðalgötu. Á fundinum sem haldinn var 01.07.2024, var ákveðið að fresta umræðum um Samkomuhúsið bæði vegna tímaskorts og að nefndarmaðurinn Jón Ragnar Daðason forfallaðist og sat því ekki fundinn. Þrátt fyrir það er ritað í fundargerð fundarins eftirfarandi:

8. Samkomuhúsið í Stykkishólmi Aðalgötu 6 #2006020
Umræður um samkomuhúsið í Stykkishólmi, framtíðarhorfur og hugmyndir um uppbyggingu.
Bókun:
Safna- og menningarmálanefnd felur Jóni Ragnari Daðasyni að útfæra hugmyndir um næstu skref að uppbyggingu húsnæðisins og leggja fyrir safna- og menningarmálanefnd.

Ég, Anna Melsteð, sem nefndarmanneskja gerði athugasemd við fundargerð sem birt var á vef sveitarfélagsins til formanns nefndarinnar og benti á að umræðum hefði verið frestað og laga þyrfti fundargerðina í samræmi við það. Formaður svaraði því til að hún myndi sjá til þess að leiðrétting yrði gerð. Í fundarboði fyrir 5. fund nefndarinnar er vísað í dagskrá til afgreiðslu nefndarinnar á 4. fundi hennar svohljóðandi: „Á 4. fundi sínum fól safna- og menningarmálanefnd Jóni Ragnari Daðasyni að útfæra hugmyndir um næstu skref að uppbyggingu húsnæðisins og leggja fyrir safna- og menningarmálanefnd. Jón Ragnar gerir grein fyrir stöðu málsins.“ Við fulltrúar Í-lista gerum alvarlega athugasemd við þessi vinnubrögð og treystum því að afgreiðslur sem birtast í fundargerðum hér eftir verði í samræmi við umræður á fundum nefndarinnar.

Anna Melsteð
Gísli Sveinn Gretarsson

---

Í ljósi bókunar Í-lista tekur bæjarstjóri fram að hann hafi setið síðasta fund og þar hafi afgreiðslan verið lesin upp og væntanlega er því um einfaldan misskilning að ræða þar sem engin virðist vera andsnúin afgreiðslunni efnislega, en í ljósi þessarar óvissu og í ljósi bókunar Í-lista leggur bæjarstjóri til eftirfarandi tillögu:

Safna- og menningarmálanefnd staðfestir afgreiðslu 8. dagskrárliðar 4. fundar safna- og menningarmálanefndar þar sem Jóni Ragnari Daðasyni var falið að útfæra hugmyndir um næstu skref að uppbyggingu húsnæðisins og leggja fyrir safna- og menningarmálanefnd.

Safna- og menningarmálanefnd samþykkir tillögu bæjarstjóra samhljóða.

8.Menningarstefna Stykkishólms

Málsnúmer 1610018Vakta málsnúmer

Lögð fram á ný Menningarstefna Sveitarfélagsins Stykkishólms. Safna- og menningarmálanefnd lagði til á 4. fundi sínum, að safna- og menningarmálanefnd yrði falið að uppfæra menningarstefnuna með tilliti til áhrifa sameiningar sveitarfélagsins og annarra breytinga sem hafa átt sér stað í sveitarfélaginu frá þeim tíma sem hún var samþykkt. Safna- og menningarmálanefnd vísaði aðgerðaráætlun til frekari vinnslu í nefndinni og hvatti nefndarmenn til þess að senda fyrir þennan fund tillögur að aðgerðum sem nefndarmenn sjá fyrir sér að komi til greina í aðgerðaráætlun.



Bæjarráð staðfesti afgreiðslu safna- og menningarnefndar á 24. fundi sínum.
Meðal nefnarmanna sköpuðust umræður um vinnulag, en engar tillögur bárust frá nefndarmönnum um tillögur að aðgerðum. Nefndar voru hugmyndir að vinnufundi, kalla eftir athugsemdum frá forstöðumönnum og að uppfæra orðalag í stefnunni, en engin nánari niðurstaða eða hugmyndir lágu fyrir.

Safna- og menningarmálanefnd vísar málinu til frekari vinnslu í safna- og menningarmálanefnd.

9.Afmælishátíð Danskra daga 2024

Málsnúmer 2312003Vakta málsnúmer

Afmælishátíð danskra daga var haldin í ágúst vegna 30 ára afmælis hátíðarinnar. Mikil ánægja var með hátíðina í ár og umræður um tímasettningu hennar áberandi í samfélaginu. Tekin er til umræðu næsta hátíð Danskra daga með sérstöku tilliti til tímasetningar, þ.e. hvort halda skuli Danska daga í júní eða ágúst.
Safna- og menningarmálanefnd telur vert að skoða færslu á Dönskum dögum fram í ágúst þar sem það reyndist vel á afmælishátíð Danskra daga. Einnig mætti skoða að halda Norðurljósahátíðina að ári aftur og þá yrði stefnt að Dönskum dögum árið 2026 næst. Safna- og mennignarmálanefnd vill þó ekki útiloka að áhugi sé fyrir því að halda Danska daga á árinu 2025. Safna- og menningarmálanefnd vísar þó endanlegri afgreiðslu um afstöðu nefndarinnar í þessu sambandi til frekari vinnslu í nefndinni.

10.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2409029Vakta málsnúmer

Lagðar fram gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2025, sem taka mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2025-2028 sem samþykktar voru á 28. fundi bæjarstjórnar.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir 2025 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Safna- og mennignarmálanefnd leggur til eftirfarandi breytingar á fyrirliggjandi gjaldskrá:

Vatnasafn
Fullorðin
1.100

Eldri borgarar/nemar/örykjar
800

Hópar pr mann fyrir 10 og fleiri
800

Safnapassi
2.400


Norska húsið BSH:
Fullorðin
1.700

Eldri borgarar/nemar/örykjar
1.200

Hópar pr mann fyrir 10 og fleiri
1.500

Safna- og mennignarmálanefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemd við fyrirliggjandi gjaldskrá.

11.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028

Málsnúmer 2410006Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Safna- og menningarmálanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

12.Safna- og menningarmálanefnd - Önnur mál

Málsnúmer 1811009Vakta málsnúmer

Umræða um önnur mál.
Safna- og menningarmálanefnd tekur til umræðu fundaráætlun, kosti þess að ræða almennt um menningarhátíðir í sveitarfélaginu og mikilvægi þess að nefndin fjalli um framtíðina en ekki einungis fortíðina.

Fundi slitið - kl. 19:05.

Getum við bætt efni síðunnar?