Skóla- og fræðslunefnd
Dagskrá
1.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð
Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
2.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda
Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
Rætt var um hvort endurskoða ætti fyrirkomulag danskennslu. Einnig var rætt um þrif á húsnæði skólans. Þóra Margrét mun skoða verklagsramma um þrif stofnanna varðandi stærð og umfang.
Umræða skapaðist um eineltismál og hvernig væri best að bregðast við þeim, mikilvægt er að allt samfélagið taki þátt í að koma í veg fyrir að einelti. Foreldrafélag GSS stefnir að því í samtarfi við skóla að bjóða starfsmönnum og foreldrum/forráðamönnum upp á fræðslu á vegum Heimilis og skóla.
Rætt var um hvort endurskoða ætti fyrirkomulag danskennslu. Einnig var rætt um þrif á húsnæði skólans. Þóra Margrét mun skoða verklagsramma um þrif stofnanna varðandi stærð og umfang.
Umræða skapaðist um eineltismál og hvernig væri best að bregðast við þeim, mikilvægt er að allt samfélagið taki þátt í að koma í veg fyrir að einelti. Foreldrafélag GSS stefnir að því í samtarfi við skóla að bjóða starfsmönnum og foreldrum/forráðamönnum upp á fræðslu á vegum Heimilis og skóla.
3.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda
Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
4.Skólastefna Stykkishólms
Málsnúmer 1610019Vakta málsnúmer
Skólastefna sveitarfélagsins lögð fram til umræðu.
Skólastefna Stykkishólms var skoðuð og jákvætt er hversu mikið hefur nú þegar komið til framkvæmda af þeim atriðum sem talin voru helstu áskoranir í skóla- og frístundamálum sveitarfélagsins.
Skóla- og fræðslunefnd mun fara yfir skólastefnuna í lok hvers skólaárs
Skóla- og fræðslunefnd mun fara yfir skólastefnuna í lok hvers skólaárs
5.Íslenska æskulýðsrannsóknin
Málsnúmer 2411008Vakta málsnúmer
Nýlega bárust niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sem lögð var fyrir nemendur í grunnskólum landsins vorið 2024. Skólastjóri gerir grein fyrir helstu niðurstöðum.
Farið var yfir helstu niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar og niðurstöður Skólapúlsins. Niðurstöður ánægjulegar í mörgum flokkum. Börnunum líður vel í skólanum, meiri ánægja er af lestri en áður og þrautsegja í námi er yfir landsmeðaltali. Áhyggjuefni er hve margir upplifa einelti og finnst þeir ekki hafa nógu góða stjórn á eigin lífi.
6.Gjaldskrár 2025
Málsnúmer 2409029Vakta málsnúmer
Lagðar fram gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2025, sem taka mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2025-2028 sem samþykktar voru á 28. fundi bæjarstjórnar.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir 2025 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir 2025 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Skóla- og fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gjaldskrá.
7.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028
Málsnúmer 2410006Vakta málsnúmer
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri kynnti þá þætti í fjárhagsáætlun sem lúta að skóla- og fræðslumálum
Skóla- og fræðslunefnd samþykkir og fagnar þeim breytingum sem á að fara í við grunnskólann varðandi þann lið er snýr að tilfærslu vinnurýmis og kaffistofu starfsfólks inn á bókasafn. Með von um að það leysi þann húsnæðisvanda að einhverju leyti sem skólinn stendur nú fyrir vegna fjölgunar barna í skólanum. Mikilvægt er að vanda til verka og vera í góðu samtarfi við hlutaðeigendur.
Skóla- og fræðslunefnd vill ítreka að vanda þarf til verka varðandi skerðingu á þjónustu leikskólans við 12-18 mánaða börn og fjölskyldur þeirra.
Skóla- og fræðslunefnd gerir ekki frekari athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Skóla- og fræðslunefnd samþykkir og fagnar þeim breytingum sem á að fara í við grunnskólann varðandi þann lið er snýr að tilfærslu vinnurýmis og kaffistofu starfsfólks inn á bókasafn. Með von um að það leysi þann húsnæðisvanda að einhverju leyti sem skólinn stendur nú fyrir vegna fjölgunar barna í skólanum. Mikilvægt er að vanda til verka og vera í góðu samtarfi við hlutaðeigendur.
Skóla- og fræðslunefnd vill ítreka að vanda þarf til verka varðandi skerðingu á þjónustu leikskólans við 12-18 mánaða börn og fjölskyldur þeirra.
Skóla- og fræðslunefnd gerir ekki frekari athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Fundi slitið - kl. 18:50.
Ánægjulegt er að tekist hefur að ráða inn nýtt starfsfólk og mikil ánægja er meðal barna og foreldra með starf Regnbogalands.