Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd

4. fundur 14. nóvember 2024 kl. 20:00 - 21:45 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Gísli Pálsson formaður
  • Nanna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Pálsson formaður
Dagskrá

1.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lögð fram 226. fundargerð Breiðafjarðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi

Málsnúmer 2110019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf starfshóps um stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi. Björn Ásgeir Sumarliðason, formaður hópsins, gerir grein fyrir vinnu hópsins.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þakkar formanni hópsins fyrir greinargóða yfirferð yfir vinnu starfshópsins.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lýsir yfir áhuga nefndarinnar á að halda áfram vinnu starfshópsins.

3.Erindi frá Náttúrustofu Vesturlands

Málsnúmer 2402029Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Náttúrustofu Vesturlands vegna útbreiðslu lúpínu og efnistöku við Smáhraunakúlu í Helgafellssveit.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þakkar Náttúrustofu Vesturlands fyrir erindið, en hefur ekki forsendur, á þessu stigi máls, til að fjalla um þann hluta erindisins sem fjallar um efnistöku við Smáhraunakúlu. Umhverfis- og náttúrverndarnefnd óskar eftir því að forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands komi til fundar til að gera nánri grein fyrir erindinu. Nefndin vísar þeim hluta erindis sem snýr að útbreiðslu alaskalúpínu til Umhverfisstofnunar, með vísan til 67. gr. náttúruverndarlaga.

4.Umhverfismál

Málsnúmer 2405007Vakta málsnúmer

Á 1. fundi bæjarstjórnar unga fólksins var bæjarstjórn hvött til að skoða möguleika á tvískiptum sorptunnum á ljósastaura og gefa þannig gangandi vegfarendum kost á að flokka sorp.



Bæjarráð vísaði, á 24. fundi sínum, hugmyndum um tvískiptar tunnur á ljósastaurum til vinnslu hjá umhverfis-og náttúrverndarnefndar í samráði við bæjarritara.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd hvetur til þess að sveitarfélagið setji upp aðra flokkunartunnu, sambærilega því sem er við hafnarvog, í grennd við íþróttamannvirki sveitarfélagsins.

5.Umhverfis- og loftslagamál

Málsnúmer 2211025Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að loftslagsstefnu Snæfellsness ásamt drögum að aðgerðaráætlun sem verkefnastjóri umhverfisvottunar Snæfellsness hefur unnið að.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þakkar verkefnastjóra umhverfisvottunar Snæfellsness greinagóð gögn og hvetur til áframhaldandi vinnu.

6.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2409029Vakta málsnúmer

Lagðar fram gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2025, sem taka mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2025-2028 sem samþykktar voru á 28. fundi bæjarstjórnar.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir 2025 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Umhverfis- og náttúruverndarnefd hefur ekki athugasemd við fyrirliggjandi gjaldskrár.

7.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028

Málsnúmer 2410006Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd leggur áherslu á gert sé ráð fyrir fjármagn fyrir opin græn
svæði og áframhaldandi uppbyggingu á göngustígum. Nefndin leggur sérstaka áherslu á í því sambandi göngutengingu við strandlengju Kirkjustígs og Daddavíkur áfram að Grensás, tengingu Sundarbakka við Reitarveg og áfram yfir holtið og tengingu í enda Hjalltanga niður að reiðveg.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Fundi slitið - kl. 21:45.

Getum við bætt efni síðunnar?