Fara í efni

Bæjarráð

29. fundur 23. janúar 2025 kl. 14:30 - 18:59 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Gyða Steinsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Gyða Steinsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður bæjarráðs setti fundinn og veitti bæjarstjóra fundarstjórn.

Borin var upp tillöga um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins
með afbrigðum:

2412006 Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi vegna þorrablóts

Samþykkt samhljóða.

Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 27 á dagskrá fundarins.

1.Skipulagsnefnd - 26

Málsnúmer 2501002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 26. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Ungmennaráð - 6

Málsnúmer 2411013FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 6. fundar ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.

3.Umsókn um lóð

Málsnúmer 2412012Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Maríu Kúld Heimisdóttur um lóð O í Víkurhverfi.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Maríu Kúld Heimisdóttur lóð O í Víkurhverfi.

4.Stöðuskýrsla persónuverndarfulltrúa 2024

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla persónuverndarfulltrúa 2024 fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm.
Lagt fram til kynningar.

5.Verkfallsboðun LSS og ályktun félagsfundar

Málsnúmer 2501009Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna þeirra stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

6.Aukin virkni í Ljósufjöllum

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Veitna vegna virkni í Ljósufjöllum og líkur á áhrifum á innviði Veitna.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir umræðum á fundi Almannavarna Vesturlands.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2310009Vakta málsnúmer

Lagður fram úrskurður í máli MRN23110428 áður MRN22110191.
Lagt fram til kynningar.

8.Hamraendi 4 - Krafa um bætur

Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi Þulu ehf. (áður Rjúkanda ehf.) þar sem krafist er bóta vegna uppbyggingar félagsins við Hamraenda 4.
Bæjarstjóra falið að óska eftir að forsvarsmenn félagsins komi til næsta fundar bæjarráðs.

9.Samningur við Snæfell

Málsnúmer 1905032Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að uppfærðum samstarfssamning við ungmennafélagið Snæfell. Bæjarráð tók á 27. fundi sínum jákvætt í fyrirliggjandi samningsdrög og óskar eftir að fulltrúar Snæfells komi til fundar við bæjarráð. Í því sambandi óskar bæjarráð eftir nánari upplýsingum um starfslýsingu og verkefni fyrirhugaðs starfsmanns með áherslu á það hvernig hann muni koma til með að efla uppbyggingu faglegs starf yngriflokka. Æskulýðs- og íþróttanefnd tók samningin til umfjöllunar á 4. fundi sínum. Nefndin tók vel í samninginn og hvatti til þess að hann yrði kláraður sem fyrst.



Bæjarráð vísaði málinu, á 28. fundi sínum, til lokaafgreiðslu á næsta fundi.
Bæjarráð samþykkir tilfærslu framlags milli ára vegna mötuneytis.

Bæjarráð samþykkir að vísa samningsdrögum með áorðnum breytingum til bæjarstjórnar.

10.Rokkhátíð í Stykkishólmi

Málsnúmer 2305023Vakta málsnúmer

Þungarokkhátíðin Sátan fór fram í Stykkishólmi dagana 6.-9. júní 2024. Forsvarsmenn Sátunar koma til fundar við safna- og menningarmálanefnd á 5. fundi nefndarinnar. Safna- og menningarmálanefnd þakkaði forsvarsmönnum Sátunnar fyrir fundinn og lýsti yfir vilja nefndarinnar til þess að Sátan verði árlegur viðburður í Stykkishólmi. Safna- og menningarmálanefnd hvatti til þess að leitað verði leiða til þess að ná sanngjarni niðurstöðu milli sveitarfélagsins og forsvarsmanna Sátunnar, m.a. varðandi aðstöðuleigu og að tryggt sé að viðbótarkostnaði sveitarfélagsins vegna hátíðarinnar sé mætt.



Bæjarráð staðfesti afgreiðslu safna- og menningarnefndar á 28. fundi sínum og vísaði málinu til frekari vinnslu.
Framlagt og vísað til frekari vinnslu hjá bæjarráði.

11.Undanþágulisti vegna verkfalla

Málsnúmer 2501002Vakta málsnúmer

Lagður fram undanþágulisti fyrir sveitarfélagið Stykkishólm vegna verkfalla.
Bæjarráð samþykkir undanþágulista fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm vegna verkfalla og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hann.

12.Samstarf sveitarfélagsins við Félag atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2405005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Félagi atvinnulífs í Stykkishólmi þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi við sveitarfélagið.
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi samstarf við Félag atvinnulífs og felur bæjarstjóra að gera tillögu að samstarfssamningi til 3ja ára og leggja fyrir bæjarráð.

13.Erindi frá Félagi atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2501006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Félagi atvinnulífs í Stykkishólmi varðandi Danska daga og Norðurljósahátíð.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umfjöllunar hjá safna-og menningarmálanefnd.

14.Samþykkt um gatnagerðargjald í Stykkishólmi

Málsnúmer 2311015Vakta málsnúmer

Lögð fram breytingartillaga á samþykkt um gatnagerðargjald í Stykkishólmi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á samþykkt um gatnagerðargjald, lóðagjald o.fl. í Sveitarfélaginu Stykkishólmi.

15.Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting vestan Borgarbrautar (R1)

Málsnúmer 2306038Vakta málsnúmer

Á 26. fundi skipulagsnefndar gerði skipulagshönnuður grein fyrir hugmyndum að deiliskipulagsbreytingum vestan Borgarbrautar. Skipulagsnefnd þakkaði fyrir kynninguna á þeirri vinnu sem fram fór haustið 2021 samhliða öðrum breytingum sem verið var að vinna að á þeim tíma. Vegna áhuga byggingaraðila um samstarf við uppbyggingu á svæðinu til að hraða uppbyggingu taldi skipulagsnefnd mikilvægt að ákvörðun sveitarfélagsins um slíkt samtarf liggi fyrir áður en vinnu við skipulag á svæðinu er haldið áfram.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

16.Stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi

Málsnúmer 2110019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf starfshóps um stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lýsti, á 4. fundi sínum, yfir áhuga nefndarinnar á að halda áfram vinnu starfshópsins, sem nú hefur hætt störfum.



Bæjarstjórn samþykkti á 30. fundi sínum að fela umhverfis- og nátturuverndarnefnd að halda áfram vinnu starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf.



Skipulagsnefnd gerði, á 26. fundi sínum, fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi vinnu og lýsti yfir vilja til þess að fá til skoðunar hugmyndir til umsangar á síðari stígum. Skipulagsnend lagði áherslu á að leitað verði umsagnar Rarik áður en farið verði í gróðursetningar á svæðum þar sem finna má lagnaleiðir.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og vekur athygli umhverfis- og náttúruverndarnefnd á afgreiðslu skipulagsnefndar.

17.Birkilundur 16 - fyrirspurn um uppskiptingu lóðar

Málsnúmer 2407003Vakta málsnúmer

Lögð fram endurnýjuð umsókn Sigurbjarts Loftssonar vegna Birkilundar 16 og 16a.



Skipulagsnefnd tók fram, á 26. fundi sínum, að aðal- og deiliskipulag Birkilundarsvæðisins er á lokastigi hjá Skipulagsstofnun og stutt í að það taki gildi. Ef ekkert er því til fyrirstöðu sá nefndin ekki ástæðu til þess að aftra stofnun lóðirinnar á grunni fyrirliggjandi skipulagsuppdráttar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

18.Uppbygging fyrir eldra fólk - Skipulagsvinna við svæði Tónlistarskólans

Málsnúmer 2501007Vakta málsnúmer

Lögð er fram skýrsla starfshóps um málefni 60 ára og eldri þar sem hugmyndir um uppbyggingu fyrir eldra fólk og framtíðarsýn á svæði Tónlistarskóla Stykkishólms eru kynntar. Hugmyndir um framtíðarsýn svæðisins og næstu skref voru teknar til umræðu á 26. fundi skipulagsnefndar. Nefndin óskaði eftir heimild bæjarráðs til þess að skoða málið áfram með skipulagsfulltrúa.
Bæjarráð felur skipulagsnefnd að vinna málið áfram með skipulagsfulltrúa.

19.Gönguleiðir og forgangsröðun göngustíga

Málsnúmer 1904037Vakta málsnúmer

Lagðar fram áherslur umhverfis- og náttúruverndarnefndar vegna gönguleiða í Stykkishólmi ásamt drög að greinargerð vegna forgangsröðun gönguleiða.



Skiplagsnefnd tók, á 26. fundi sínum, undir forgangsröðun umhverfis- og náttúruverndarnefndar og að hvatti til þess að farið verði í framkvæmdir við stígagerð í sumar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

20.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að hraðatakmarkandi aðgerðum til að auka umferðaröryggi í Stykkishólmi. Tillögurnar byggja m.a. á umferðaröryggisáætlun Stykkishólms sem unnin var af VSÓ árið 2022.



Skipulagsnefnd gerði, á 26. fundi sínum, ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur og lagði áherslu á mikilvægi þess koma til móts við umferðaröryggi í Stykkishólmi með áherlu á Silfugötu, Nesvesi og Borgarbraut í samræmi við þær tillögur sem lagðar eru fram, ef samkomulag náist við lóðarhafa þar sem við á.
Bæjarráð tekur undir og staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

21.Beiðni um staðfestingu - Reitarvegur 10

Málsnúmer 2501010Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Skipavík þar sem óskað er eftir staðfestingu sveitarfélagsins á túlkun sveitarfélagsins á deiliskipulagsskilmálum við Reitarveg þannig að hægt sé að ryðja úr vegi fyrirvörum/kvöðum samkvæmt fyrirliggjandi kaupsamningi. Nánar tiltekið er óskað eftir staðfestingu sveitarfélagsins á því að lóð merkt ÞV á deiliskipulagi (Reitarvegur 10 samkvæmt deiliskipulagi) verði úthlutað eiganda núverandi Reitarvegar 10 (Kristjánsborg) gegn því skilyrði að húsið, Reitarvegur 10 (Kristjánsborg) sem er 152 fm. bárujárnsklætt timburhús og samkvæmt fasteignamati var byggt árið 1958, verði rifið og lóðin sem það stendur á renni til sveitarfélagsins.
Bæjarráð staðfestir að eigandi Kristjánsborgar samkvæmt kaupsamningi, fái lóð merkt ÞV á deiliskipulagi (Reitarvegur 10 samkvæmt deiliskipulagi), með því skilyrði að uppbygging á lóðinni hefjist innan 24 mánaða, að öðrum kosti fellur lóðin til sveitarfélagsins, nema um annað verði samið.

Bæjarráð vísar afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.

22.Imbuvík 4

Málsnúmer 2402027Vakta málsnúmer

Lagt er til að lóðin Imbuvík 4 verði auglýst laus til úthlutunar með 50% afslætti af gatnagerðagjöldum.
Bæjarráð samþykkir að lóðin að Imbuvík 4 verði auglýst til úthlutunar með 50% afslætti af gatnagerðargjöldum og vísar afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn.

23.Úttekt á kennslumagni Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2501011Vakta málsnúmer

Til fundar við bæjarráð kemur Kristrún Birgisdóttir, frá Ásgarði skólaráðgjafarþjónustu, til að gera grein fyrir vinnu Ásgarðs við úttekt á úthlutun á kennslumagni og sérkennslu/stuðningi við Grunnskólanum í Stykkishólmi í samræmi við tillögur og hugmyndir í stefnumörkun og áherslum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2025.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar og umfjöllunar í skóla- og fræðslunefnd.

24.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028

Málsnúmer 2410006Vakta málsnúmer

Fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins lögð fram eins og hún lá fyrir þegar bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun á 31. fundi sínum. Einnig eru lögð fram gögg vegna einstaka verkefna og kostnaðaráætlanir til samþykktar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að fyrirliggjandi verkefnum í samræmi við fyrirliggjandi fjárfestingaáætlun.

Samþykkt með tveimur atkvæðum Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur og Hrafnhildar Hallvarðsdóttur, bæjarfulltrúa H-lista. Ragnar Már Ragnarsson, bæjarfulltrúi Í-lista, situr hjá.

25.Fundaáætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs

Málsnúmer 1912004Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun bæjarráðs og bæjarstjórnar fyrri huta árs 2025.
Lagt fram til kynningar.

26.Málefni Höfðaborgar - Trúnaðarmál

Málsnúmer 2410008Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál.
Bókað í trúnaðarmálabók.

27.Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi vegna þorrablóts

Málsnúmer 2412006Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um breytingu á útgefnu tækifærisleyfi vegna vegna Þorrablóts sem fram fer í Stykkishólmi 1. febrúar nk.
Bæjarráð staðfestir að sveitarfélagið gerir ekki athugasemdir við breytingar á útgefnu tækifærisleyfi.

Fundi slitið - kl. 18:59.

Getum við bætt efni síðunnar?