Fara í efni

Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH)

4. fundur 11. nóvember 2024 kl. 19:30 - 22:05 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Birta Antonsdóttir formaður
  • Gunnhildur Gunnarsdóttir (GG) aðalmaður
  • Gísli Pálsson aðalmaður
  • Rebekka Sóley Hjaltalín aðalmaður
  • Rósa Kristín Indriðadóttir (RKI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Magnús I. Bæringsson æskulýðs -og tómstundafulltrúi
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Birta Antonsdóttir formaður
Dagskrá

1.Yfirferð íþrótta- og tómstundafulltrúa

Málsnúmer 2311013Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerir grein fyrir starfsemi innan málaflokksins í sveitarfélaginu.
Magnús Ingi Bæringsson tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir hinum ýmsu málum sem heyra undir málaflokkinn. Nefndinni líst vel á þær hugmyndir sem Magnús kom með og hvetur hann áfram til góðra verka.

2.Samningur við Snæfell

Málsnúmer 1905032Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að uppfærðum samstarfssamning við ungmennafélagið Snæfell. Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerir grein fyrir málinu.
Magnús Ingi kynnir samstarfsamning við ungmennafélagið Snæfell. Nefndin tekur vel í samninginn og hvetur til þess að hann verði kláraður sem fyrst.

3.Heilsudagar í Hólminum

Málsnúmer 2309017Vakta málsnúmer

Lögð fram dagskrá Heilsudaga í Hólminum, sem haldnir voru dagana 23. september - 1. október í tilefni af íþróttaviku Evrópu.
Magnús kynnir dagskrá heilsudaga í Hólminum. Nefndin fagnar þessu framtaki og lýsir yfir ánægju með dagskrána.

4.Starfshópur um mótun stefnu í íþróttamálum í Stykkishólmi

Málsnúmer 1905025Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 24. fundi sínum skipun starfshóps um mótun stefnu í íþróttamálum í Stykkishólmi með áherslu á mögulega uppbyggingu íþróttatengdra mannvirkja í framtíðinni og forgangsröðun þeirra. Lagt fram erindisbréf starfshópsins.
Jakob Björgvin greinir frá starfshópi sem hefur verið skipaður og kynnir þau verkefni sem fyrir honum liggja. Nefndin er ánægð með það að þessi vinna sé að fara af stað.

5.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2409029Vakta málsnúmer

Lagðar fram gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2025, sem taka mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2025-2028 sem samþykktar voru á 28. fundi bæjarstjórnar.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir 2025 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Gjaldskráin lögð fram til samþykktar. Æskulýðs og íþróttanefnd samþykkir gjaldskrána. En leggur til að staka gjaldið í sundlauginni verði hækkað í 1500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn. Stakt gjald fyrir eldri borgara hækki í 1000 kr. og öryrkjar fái frítt í sund.

6.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028

Málsnúmer 2410006Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri kynnir fyrir nefndinni fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms. Nefndin samþykkir fjárhagsáætlun.

Bæjarstjóri kynnir tillögur um aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins. Nefndin er sátt við að endurskoða opnunartíma sundlaugar. En skoða þarf vel þörf á starfsmanni á myndavélina þegar starfsemi er í sundlauginni, hvort sem þau eru börn í sundkennslu eða aðrir. Nefndin mun endurskoða þessa afstöðu í mars/apríl þegar komnar eru nánari upplýsingar um notkun sundlaugarinnar með nýrri tækni sem ætlunin er að koma í framkvæmd eftir áramót.
Varðandi vinnuskólann telur nefndin best að 7.-8.bekkur fái að lágmarki að vinna í að minnsta kosti fimm vikur í stað fjögurra og að þau vinni frá 8-15 í stað 8-12. Sveitarfélagið Stykkishólmur hefur staðið mjög vel að vinnuskólanum sínum og verið bæjarfélaginu til sóma hversu vel unga fólkinu er sinnt. Það væri mikil synd að draga úr því.

Fundi slitið - kl. 22:05.

Getum við bætt efni síðunnar?