Fara í efni

Skipulagsnefnd

25. fundur 20. nóvember 2024 kl. 17:30 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson (HH) aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson varamaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 39

Málsnúmer 2411005FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 39. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

2.Umsókn um byggingarleyfi - Berserkjahraun - Skipulagsmál

Málsnúmer 2411026Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús á landi Berserkjahrauns; á einni hæð með kjallara að hluta, úr steinsteypu, einangrað að innan, gólfhiti og þak úr timbri. alls 290,5 m2 / 1133.8m3 L136925.



Á 39. fundi sínum vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulagsnefndar.
Bæjarstjórn Stykkishólms staðfesti á 20. fundi sínum afgreiðslu 17. fundar bæjarráðs þar sem ráðið taldi að mismunandi túlkun nefnda sveitarfélagsins á gr. 4.1 í aðalskipulagi Helgafellssveitar 2014-2024 gefi tilefni til að skerpa á texta greinarinnar, m.a þegar horft er til hvenær skuli deiliskipuleggja, á þeim svæðum þar sem er fyrirhuguð uppbygging. Á þetta við lögbýli og allt það land sem hefur verið stofnað úr þeim, gildir þá einu hvaða landnotkunarflokki það tilheyrir samkvæmt skilgreiningu 6. kafla skipulagsreglugerðar 90/2013. Bæjarráð samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að vinna minniháttar breytingu á greininni en lagði áherslu á að þær byggingarheimildir sem eru nú þegar í gildandi aðalskipulagi Helgafellssveitar verði óbreyttar þar til að nýtt aðalskipulag fyrir sameinað sveitarfélag Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, sem samþykkt hefur verið að hefja vinnu við, tekur gildi. Þar til umrædd aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi verða umsóknir um byggingarheimildir í dreifbýli metnar heilstætt hverju sinni þar sem sérstaklega verði hugað að hugsanlega bótaábyrgð sveitarfélagsins vegna málsmeðferðar sveitarfélagsins.

Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er á landbúnaðarsvæðum heimilt án þess að aðalskipulagi sé breytt að reisa fjögur stök íbúðarhús á jörðum eða jarðarspildum sem er 10 ha eða stærri og þrjú frístundahús á jörðum eða jarðaspildum. Fjöldi þegar byggða íbúðarhúsa eða frístundahúsa dragast frá heimildinni.

Skipulagsnefnd telur, þegar litið er á málið heilstætt, að nefndin hafi ekki forsendur til þess að leggjast gegn byggingarleyfinu á grundvelli ákvæða aðalskipulags. Áður en endanleg afstaða er tekin til erindisins óskar skipulagsnefnd eftir umsögnum um áfromin frá Minjastofnun og Umhverfisstofnun.

Skipulagsnefnd bendir á, ef fyrirhugað er að fara í nýja veglagningu og teningu við tengiveginn, að samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi, skal sá sem óskar eftir framkvæmdaleyfi senda skriflega umsókn til sveitarfélagsins ásamt nauðsynlegum gögnum um fyrirhugaða framkvæmd. Í 7. gr. sömu reglugerðar er tiltekið hvaða gögn þurfi að liggja fyrir, þ.m.t. afstöðumynd hnitsett í mælikvarða 1:2.000 - 1:500 eða í öðrum læsilegum mælikvarða sem sýnir fyrirhugaða framkvæmd og afstöðu hennar gagnvart aðliggjandi byggð og að landi, hönnunargögn sem nauðsynleg eru til að framkvæma eftir, lýsingu á framkvæmd og hvernig hún fellur að gildandi skipulagsáætlunum og staðháttum, áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum eða ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar ásamt þeim gögnum sem stofnunin byggði niðurstöðu sína á. Á grunni framangreinds óskar skipulagsnefnd eftir þeim gögnum sem liggja þarf fyrir samkvæmt 7. gr. reglugerðar um framkvæmdarleyfi og í framhaldinu verði óskað umsagnar Minjastofnunar, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum áformum áðurn en endanleg afstaða nefndarinnar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

3.Jónsnes - Umsókn um byggingarheimild - Skipulagsmál

Málsnúmer 2411009Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Jónsnes ehf. fyrir fuglaskoðunarhúsi úr timbri á steyptri plöt. Samhliða er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir veg að húsinu. L136950



Á 39. fundi sínum vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulagsnefndar.
Bæjarstjórn Stykkishólms staðfesti á 20. fundi sínum afgreiðslu 17. fundar bæjarráðs þar sem ráðið taldi að mismunandi túlkun nefnda sveitarfélagsins á gr. 4.1 í aðalskipulagi Helgafellssveitar 2014-2024 gefi tilefni til að skerpa á texta greinarinnar, m.a þegar horft er til hvenær skuli deiliskipuleggja, á þeim svæðum þar sem er fyrirhuguð uppbygging. Á þetta við lögbýli og allt það land sem hefur verið stofnað úr þeim, gildir þá einu hvaða landnotkunarflokki það tilheyrir samkvæmt skilgreiningu 6. kafla skipulagsreglugerðar 90/2013. Bæjarráð samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að vinna minniháttar breytingu á greininni en lagði áherslu á að þær byggingarheimildir sem eru nú þegar í gildandi aðalskipulagi Helgafellssveitar verði óbreyttar þar til að nýtt aðalskipulag fyrir sameinað sveitarfélag Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, sem samþykkt hefur verið að hefja vinnu við, tekur gildi. Þar til umrædd aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi verða umsóknir um byggingarheimildir í dreifbýli metnar heilstætt hverju sinni þar sem sérstaklega verði hugað að hugsanlega bótaábyrgð sveitarfélagsins vegna málsmeðferðar sveitarfélagsins.

Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er á landbúnaðarsvæðum heimilt án þess að aðalskipulagi sé breytt að reisa fjögur stök íbúðarhús á jörðum eða jarðarspildum sem er 10 ha eða stærri og þrjú frístundahús á jörðum eða jarðaspildum. Fjöldi þegar byggða íbúðarhúsa eða frístundahúsa dragast frá heimildinni.

Skipulagsnefnd telur, þegar litið er á málið heilstætt, að nefndin hafi ekki forsendur til þess að leggjast gegn byggingarheimildinni á grundvelli ákvæða aðalskipulags. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að húsið verði staðsett 50 m. frá sjó og að yfirlitsmynd sé í réttum kvarða. Áður en endanleg afstaða er tekin til erindisins óskar skipulagsnefnd eftir umsögnum um áformin frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.

Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi, skal sá sem óskar eftir framkvæmdaleyfi senda skriflega umsókn til sveitarfélagsins ásamt nauðsynlegum gögnum um fyrirhugaða framkvæmd. Í 7. gr. sömu reglugerðar er tiltekið hvaða gögn þurfi að liggja fyrir, þ.m.t. afstöðumynd hnitsett í mælikvarða 1:2.000 - 1:500 eða í öðrum læsilegum mælikvarða sem sýnir fyrirhugaða framkvæmd og afstöðu hennar gagnvart aðliggjandi byggð og að landi, hönnunargögn sem nauðsynleg eru til að framkvæma eftir, lýsingu á framkvæmd og hvernig hún fellur að gildandi skipulagsáætlunum og staðháttum, áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum eða ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar ásamt þeim gögnum sem stofnunin byggði niðurstöðu sína á. Á grunni framangreinds óskar skipulagsnefnd eftir þeim gögnum sem liggja þarf fyrir samkvæmt 7. gr. reglugerðar um framkvæmdarleyfi og í framhaldinu verði óskað umsagnar Minjastofnunar og Umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum áformum áðurn en endanleg afstaða nefndarinnar liggur fyrir.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Skólastígur 6 - Flokkur 2,

Málsnúmer 2408034Vakta málsnúmer

Helga H. Sigurðardóttir sækir um leyfi fyrir stækkun á 13 m2 geymsluskúr við Skólastíg 6 og breyta honum í 22,7 m2 notarými, gestahús, geymslu og þvottahús. Þar sem að umsóknin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi frá 2011, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.



Skólastígur 6 er einbýli á tveimur hæðum reist á bilinu 1907-1920 í nýklassískri timburhúsagerð og er því friðað. Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin 362 m2 og íbúðarhúsið 105 m2 (118 skv. HMS). Nýtingarhlutfall skv. deiliskipulagi er 0,33. Eitt bílastæði er á lóðinni en heimild er fyrir öðru. Í deiliskipulaginu er ekki heimild fyrir stækkun geymsluskúrsins en heimilt er að byggja nýjan 8 m2 geymsluskúr með hámarkshæð 2,8 m.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, fyrir sitt leyti að lóðarhafi láti vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin minnti á mikilvægi almennra skilmála deiliskipulagsins um stærðir, hlutföll og efnisval/notkun í gamla bænum. Þakform getur verið einhalla eða mænisþak.



Bæjarráð samþykkti afgreisðu skipulagsnefndar á 25. fundi sínum.
Skipulagsnefnd óskar eftir að hæð byggingar verði bætt inn á skipulagsuppdráttinn og í framhaldinu að hann verði grenndarkynntur fyrir Skólastíg 8 og 10 skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Reitarvegur - dsk br. v Reitarvegs 10

Málsnúmer 2409006Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið sækir um að láta vinna breytingu á deiliskipulagi íbúðar- og athafnasvæðis við Reitarveg (2018 m.s.br. frá 2020) í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þó án skipulagslýsingar sbr. 1. mgr. 40. gr. og kynningar á vinnslustigi sbr. 4. mgr. 40. gr. laganna. Breytingin felst í að útbúa lóð utan um núverandi skemmu, sem í gildandi skipulagi er víkjandi. Sú lóð yrði þá Reitarvegur 10a og skemman ekki lengur víkjandi.



Skipulagsnefnd hafnaði, á 24. fundi sínum, umsókn um stofnun lóðar utan um skemmu og lagði til að settur verði tímarammi um niðurrif eða flutning skemmunnar.



Bæjarráð samþykkti, á 25. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar, en óskaði þó eftir hugmyndinum nefndarinnar á hugsanlegum skipulagsbreytingum á svæðinu.
Skipulagsnefnd óskar eftir tillögu að því hvernig lóðin Reitarvegur 10, sem í dag er 501 m2 að stærð fyrir verslun og þjónustu, verði skilgreind með sambærilegum hætti og Reitarvegur 8 og gerðar verði skipulagsbreytingar með það að markmiði að auglýsa lóðina lausa til úthlutunar.

Skipulagsnefnd vísar öðrum hugmyndum að skipulagsbreytingum til framtíðar til frekari vinnslu í nefndinni.

Samþykkt með þremur atkvæðum Hilmars Hallvarðssonar, Kára Geirs Jenssonar og Arnars Bjarna Valgerissonar, fulltrúa H-listans, gegn atkvæði Ragnars Más Ragnarssonar, fulltrúa Í-listans. Steindór Hjaltalín Þorsteinsson, fulltrúi Í-listans, situr hjá.

6.Agustsonreitur - skipulagsbreyting

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum 14. ágúst sl. að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og nýs deiliskipulags fyrir Agustsonreit í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar uppfærslum í samræmi við umræður á fundinum.



Jafnframt samþykkti bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar vegna sumarleyfa, að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í samræmi við 31. gr. og 1. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30. gr. laganna berist engar stórvægilegar athugasemdir við vinnslutillögurnar sem taka þurfi til umfjöllunar fyrir auglýsingu.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Agustsonreit með minniháttar breytingum sem ræddar voru á fundinum m.a. að skoða lækkun á húsi framan við Sjávarpakkhús og aðkomuleiðir að bílageymsluhúsi þar sem óljóst er hvort um er að ræða eitt eða tvö bílageymsluhús.



Samhliða vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags þarf einnig að kynna breytingu á gildandi deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu. Þar sem um mikilvæga breytingu er að ræða, sem kemur til með að hafa mikil áhrif á gamla bæinn, leggur nefndin til að haldnir verði opnir kynningarfundir í Amtbókasafninu þegar tillögurnar eru kynntar á vinnslustigi og þegar þær verða auglýstar.



Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar á 25. fundi sínum.



Lögð fram endanleg vinnslutillaga til athugasemda og staðfestingar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur, eins og það liggja fyrir, verði kynntar í skipulagsgátt.

7.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu vinnslutillaga deiliskipulags fyrir grænan iðngarð við Kallhamar.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, að kynna vinnslutillögu fyrir athafnasvæði við Kallhamar í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim minniháttar uppfærslum sem ræddar voru á fundinum. Kynna skal vinnslutillögurnar samhliða breytingu á aðalskipulagi eftir yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. gr. 30. gr. laganna og vinnslutillögu deilikipulags athafnasvæðis við Hamraenda.



Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar á 25. fundi sínum.



Bæring Bjarnar Jónsson, skipulagsráðgjafi, kemur til fundar og kynnir tillögurnar.
Skipulagsnefnd óskar eftir því að skipulagshönnuður og VSÓ ráðgjöf ljúki við greinargerð og umhverfisskýrslu í samræmi við umræður á fundinum.

8.Hamraendar deiliskipulag

Málsnúmer 2406000Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu vinnslutillaga deiliskipulags fyrir athafnasvæði við Hamraenda.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, að kynna vinnslutillögur fyrir athafnasvæðið við Hamraenda í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim minniháttar uppfærslum sem ræddar voru á fundinum. Kynna skal vinnslutillögurnar samhliða breytingu á aðalskipulagi eftir yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. gr. 30. gr. laganna og vinnslutillögu athafnasvæðis við Kallhamar.



Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar á 25. fundi sínum.
Skipulagsnefnd óskar eftir því að skipulagshönnuður og VSÓ ráðgjöf ljúki við greinargerð og umhverfisskýrslu í samræmi við umræður á fundinum.

9.Birkilundur - br á aðalskipulagi 2024

Málsnúmer 2309024Vakta málsnúmer

Lögð er fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust við vinnslutillögu breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar og vinnslutillögu nýs deiliskipulags fyrir íbúðar- og frístundasvæði í Birkilund í landi Saura, sem kynntar voru dagana 4.-28. júní sl.
Skipulagsnefnd telur að athugasemdir gefi ekki tilefni til þess að breyta þurfi skipulagsuppdráttum.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda svör til þeirra sem athugasemdir gerðu, senda tillöguna til yfirferðar skipulagsstofnunnar sem birtir auglýsingu um samþykkt skipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

10.Birkilundur - nýtt deiliskipulag 2024

Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer

Lögð er fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust við vinnslutillögu breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar og vinnslutillögu nýs deiliskipulags fyrir íbúðar- og frístundasvæði í Birkilund í landi Saura, sem kynntar voru dagana 4.-28. júní sl.
Skipulagsnefnd telur að athugasemdir gefi ekki tilefni til þess að breyta þurfi skipulagsuppdráttum.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda svör til þeirra sem athugasemdir gerðu, senda tillöguna til yfirferðar skipulagsstofnunnar og að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda eftir yfirferð skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2409029Vakta málsnúmer

Lagðar fram gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2025, sem taka mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2025-2028 sem samþykktar voru á 28. fundi bæjarstjórnar.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir 2025 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gjaldskrár.

12.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028

Málsnúmer 2410006Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.



Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?