Dreifbýlisráð
Dagskrá
Inn á fundinn kom Ásta Sigurðardóttir, fulltrúi Kvennfélagsins Björk og Ungmennafélagsins Helgafell.
1.Félagsheimilið Skjöldur
Málsnúmer 2302013Vakta málsnúmer
Lögð fram auglýsing svetitarfélagsins þar sem auglýst var eftir umsjónaraðila fyrir félagsheimilið Skjöld sumarið 2024. Tekin er til umræðu auglýsing fyrir umsjón húsnæðisins fyrir næsta sumar eða til lengri tíma eftir atvikum.
Þá eru málefni endurbóta félagsheimilsins Skjaldar einnig tekin til umræðu.
Undir þessum lið fundar dreifbýlisráð með öðrum fulltrúum eigenda félagsheimilisins.
Þá eru málefni endurbóta félagsheimilsins Skjaldar einnig tekin til umræðu.
Undir þessum lið fundar dreifbýlisráð með öðrum fulltrúum eigenda félagsheimilisins.
Fulltrúar eigenda félagsheimilisins veita dreifbýlisráði umboð til að vinna að gerð tillagna varðandi umsjón með Félagsheimilinu fyrir sumarið 2025.
Dreifbýlisráð hvetur sveitarfélagið að halda áfram endurbótum á félagsheimilinu á næsta ári og fagnar þeirri vinnu sem hefur þegar farið fram.
Dreifbýlisráð hvetur sveitarfélagið að halda áfram endurbótum á félagsheimilinu á næsta ári og fagnar þeirri vinnu sem hefur þegar farið fram.
Af fundi víkur Ásta Sigurðardóttir, fulltrúi Kvennfélagsins Björk og Ungmennafélagsins Helgafell.
2.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélagsins
Málsnúmer 2310038Vakta málsnúmer
Þjónustustefna í dreifbýli sveitarfélagsins tekin til umræðu í dreifbýlisráði.
Dreifbýlisráð vísar leiðbeiningum um mótun þjónustustefnu sveitarfélaga til freari vinnslu í ráðinu.
3.Samgöngumál
Málsnúmer 2306027Vakta málsnúmer
Ástand vega í umsjón Vegagerðarinnar í dreifbýli sveitarfélagsins tekin til umræðu.
Umræða tekin um samgöngumál og vísar dreifbýlisráð þessum lið til frekari vinnslu í ráðinu.
4.Vetrarþjónusta
Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn staðfesti á fundi sínum á 9. fundi sínum, 26. janúar 2023, afgreiðslu bæjarráðs sem snéri að því að viðhafa sama fyrirkomulag varðandi snjómokstur í dreifbýli og var í Helgafellsveit fyrir sameiningu þar til annað hefur verið ákveðið.
Vetrarþjónusta í dreifbýli er tekin til umræðu í dreifbýlisráði.
Vetrarþjónusta í dreifbýli er tekin til umræðu í dreifbýlisráði.
Dreifbýlisráð leggur til við bæjarráð að snjómokstri utan þéttbýlis og þá sérstaklega héraðsvegir/vegur utanbæjar verði gerð betri skil í snjómokstursáætlun sveitarfélagsins.
5.Samningur um refa- og minkaveiðar
Málsnúmer 2401025Vakta málsnúmer
Tekin til umræðu samningur um refaveiða fyrir árin 2023 - 2025.
Dreifbýlisráð leggur til að formaður dreifbýlisráðs fái umboð til að móta reglur og samninga um veiðar á refum og minkum innan sveitarfélagsmarka og leggja þær fyrir bæjarráð.
6.Gjaldskrár 2025
Málsnúmer 2409029Vakta málsnúmer
Lagðar fram gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2025, sem taka mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2025-2028 sem samþykktar voru á 28. fundi bæjarstjórnar.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir 2025 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir 2025 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gjaldskrá.
7.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028
Málsnúmer 2410006Vakta málsnúmer
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Á 29. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2025-2028 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt fyrirliggjandi tillögum í aðgerðaráætlun um aukið aðhald í rekstri sveitarfélagsins.
Dreibýlisráð leggur til við bæjarráð að keypt verði leirtau fyrir allt að 100 manns sem nýtist í útleigu fyrir Félagsheimilið Skjöld. Áætlaður kostnaður er um 800.000.-
Dreifbýlisráð gerir ekki frekari athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Dreifbýlisráð gerir ekki frekari athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Fundi slitið - kl. 15:33.