Bæjarráð
1.Dreifbýlisráð - 2
Málsnúmer 2402001FVakta málsnúmer
2.Skóla- og fræðslunefnd - 11
Málsnúmer 2401002FVakta málsnúmer
3.Ungmennaráð - 4
Málsnúmer 2401001FVakta málsnúmer
4.Skipulagsnefnd - 19
Málsnúmer 2401005FVakta málsnúmer
5.Lóðarumsóknir í Víkurhverfi
Málsnúmer 2402027Vakta málsnúmer
Sveitarfélagið vekur athygli lóðarhafa á því að samkvæmt verkáætlun eru verklok vegna jarðvinnu við götur í hinu nýja hverfi, ásamt lagningu rafmagns-, frárennslis-, vatns-, hitaveitu-, og fjarskiptalagna, áætluð 15. júní 2024.
6.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer
7.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer
8.Slit á einkahlutafélagi
Málsnúmer 2401038Vakta málsnúmer
9.Lóðaframboð í Stykkishólmi
Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer
10.Viljayfirlýsing vegna skipta á lóðum
Málsnúmer 2303004Vakta málsnúmer
11.Akstursþjónusta í Stykkishólmi
Málsnúmer 1909014Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti á 16. fundi sínum að vísa reglunum til frekari vinnslu í bæjarráði.
12.Úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa
Málsnúmer 2401027Vakta málsnúmer
13.Eldvarnir og eldvarnareftirlit í stofnunun sveitarfélagsins
Málsnúmer 2402002Vakta málsnúmer
14.Gönguferðabók um Stykkishólm
Málsnúmer 2402003Vakta málsnúmer
15.Framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaralagna
Málsnúmer 2302026Vakta málsnúmer
Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
16.Ágangur búfjár
Málsnúmer 2302001Vakta málsnúmer
17.Lántaka
Málsnúmer 2402012Vakta málsnúmer
Lánssamningur nr. 2403_07.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 80.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna gatnaframkvæmdir sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006
Jafnframt er Jakob Björgvin Sigríðarsyni Jakobssyni, kt. 0609825549, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Stykkishólms, að ganga frá samningnum f.h. sveitarfélagsins og undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga, sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Lánssamningur nr. 2403_06.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 50.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna fráveituframkvæmdir sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006
Jafnframt er Jakob Björgvin Sigríðarsyni Jakobssyni, kt. 0609825549, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Stykkishólms, að ganga frá samningnum f.h. sveitarfélagsins og undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga, sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með tveimur atvkæðum Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur og Ragnars Inga Sigurðssonar, fulltrúa H-listans, en Ragnar Már Ragnarsson, fulltrúi Í-listans, situr hjá.
18.Þjóðlendumál - eyjar og sker
Málsnúmer 2402013Vakta málsnúmer
19.Endurskoðun aðalskipulags
Málsnúmer 2206040Vakta málsnúmer
20.Styrking leikskólastarfs
Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer
21.Kennslukvóti fyrir skólaárið 2024-2025
Málsnúmer 2402017Vakta málsnúmer
22.Starf skólastjóra - auglýsing
Málsnúmer 2402018Vakta málsnúmer
23.Starf bæjarritara - auglýsing
Málsnúmer 2402019Vakta málsnúmer
24.Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi
Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer
25.Agustsonreitur - skipulagsbreyting
Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer
26.Lausafjármunir sveitarfélagsins
Málsnúmer 2402020Vakta málsnúmer
27.Saurar 9 deiliskipulag (Vigraholt)
Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer
Á 19. fundi skipulagsnefndar kynntu landeigendur og skipulagsráðgjafar þeirra tillögurnar fyrir nefndinni. Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim uppfærslum sem ræddar voru á fundinum.
Nefndin kallaði einnig eftir frekari upplýsingum um staðhætti þ.e. nákvæmari staðsetningu/hnitsetningu vega, lóðarmarka og byggingarreita í áframhaldandi vinnslu deiliskipulagstillögunnar sem byggi á tiltækum kortagrunnum og vettvangsskoðun þar sem sérstaklega verði hugað að verndun votlendis, mýra og birkikjarrs.
28.Víkurhverfi dsk br - 12 íbúðir fyrir Brák
Málsnúmer 2311007Vakta málsnúmer
Á 19. fundi skipulagsnefndar var lögð fram samantekt af athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma vegna tillögunnar ásamt tillögu að svörum nefndarinnar. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að svörum nefndarinnar með minniháttar breytingum sem lagðar voru til á fundinum. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna og ljúka skipulagsferli í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð vísar afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla samþykkt með tveimur atkvæðum Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur og Ragnars Inga Sigurðssonar, fulltrúa H-listans, en Ragnar Már Ragnarsson, fulltrúi Í-listans, situr hjá.
29.Þingskálanes, Hamrar, Gæsatangi - deiliskipulag
Málsnúmer 2310024Vakta málsnúmer
Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024 og var því hvorki kynnt skipulagslýsing né vinnslutillaga í samræmi við 3. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst 13.12.2023 með athugasemdafresti til og með 26. janúar 2024. Kynningarfundur var haldinn 19. desember sl.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 19. fundi sínum, framlagða tillögu að svörum nefndarinnar með minniháttar breytingum sem lagðar voru til á fundinum, m.a. að lágmarka rask á náttúrulegu yfirborði, þ.m.t. birkiskógi og kjarri, votlendi og sjávarfitjum og huga að mótvægisaðgerðum reynist nauðsynlegt að fjarlægja birkiskóg/kjarr. Þá lagði nefndin til við bæjarstjórn að samþykkja að deiliskipulagsbreytinguna og ljúka skipulagsferli í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
30.Bjarnarhöfn - Uppskipting lands
Málsnúmer 2401029Vakta málsnúmer
1. Bjarnarhöfn 4: 720,8 ha skiki. Var áður Bjarnarhöfn. (lögbýlið)
2. Bjarnarhafnarkirkja: 3712 m2 lóð.
3. Bjarnarhöfn 3: 694,2 ha skiki
4. Geldinganes: 83,6 ha skiki.
5. Stóra Hraun: 663,5 ha skiki.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 19. fundi sínum, fyrir sitt leyti uppskiptingu Bjarnarhafnarjarðarinnar, nafnabreytingar og breytingar á skráningum samkvæmt framlögðum gögnum.
Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
31.Viti í Víkurhverfi
Málsnúmer 2401036Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd taldi, á 19. fundi sínum, framlagða tillögu áhugaverða og lagði til að hún verði skoðuð sérstaklega í tengslum við yfirstandandi hugmyndavinnu um gönguleiðir í Stykkishólmi.
32.Hólar 5a - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
Málsnúmer 2310023Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti, á 19. fundi sínum, fyrir sitt leyti að heimila landeigendum Hóla 5a að vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 1. mgr. 30. gr. laganna og nýtt deiliskipulag fyrir Hóla 5a í samræmi við 40-42. gr. laganna.
Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting felst í breytingu á landnotkun Hóla 5a úr landbúnaði í frístundabyggð og fyrirhuguð deiliskipulagsgerð feli í sér heimild fyrir þrjú frístundahús og eitt íbúðarhús á Hólum 5a.
Nefndin gerði jafnframt kröfu um að deiliskipulagið verði í framtíðinni grunnur að allri uppbyggingu á Hólajörðinni í samræmi við byggingarheimildir í gildandi aðalskipulagi fyrir landbúnaðarsvæði, íbúðarbyggð og frístundabyggð. Jafnframt gerði nefndin kröfu um að framtíðarskipulag fyrir jörðina taki mið af heildarsamhengi uppbyggingar þannig að það myndi heildstæða einingu í samræmi við 2. mgr. 37. gr. skipulagslaga.
33.Jónsnes - framkvæmdaleyfi fyrir veg
Málsnúmer 2310004Vakta málsnúmer
Þann 29. september sl. bárust skipulagsfulltrúa ábendingar um að framkvæmdir við veginn væru hafnar án framkvæmdaleyfis og stöðvaði skipulagsfulltrúi framkvæmdirnar samstundis í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins.
Þá er lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því sé framkvæmdin ekki háð mati áumhverfisáhrifum ásamt umsögn skipulagsfulltrúa um málið, ásamt öðrum gögnum sem tengjast málinu.
34.Gjaldskrá - Höfðaborg
Málsnúmer 2402021Vakta málsnúmer
35.Rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi
Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer
36.Sjálfbærnistefna Snæfellsness
Málsnúmer 2402022Vakta málsnúmer
37.Sala á ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Helgafellssveitar
Málsnúmer 2402023Vakta málsnúmer
38.Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði
Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer
39.Staða byggingarfulltrúa
Málsnúmer 2401018Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 19:15.