Fara í efni

Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2107012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 629. fundur - 26.07.2021

Lagt er fram minnisblað bæjarstjóra þar sem bæjarstjóri leggur til að skipaður verði starfshópur sem skipaður verði fulltrúum Stykkishólmsbæjar, Byggðastofnunar og atvinnu- og byggðaþróunarsviðs Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi. Í minnisblaðinu er lögð til nálgun á verkefninu sem miðar að því að standa vörð um og treysta byggð í Stykkishólmi með því efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi byggða á svæðisbundnum styrkleikum og fyrirliggjandi innviðum, annars vegar til skamms tíma og hins vegar til lengri tíma. Með verkefninu er stefnt að því að greina mögulegar ráðstafanir og leggja til aðgerðir til öflugrar sóknar og fjölgunar atvinnutækifæra í Stykkishólmi.
Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu á grundvelli minnisblaðs bæjarstjóra og að skipaður verði starfshópur um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi. Bæjarráð kallar eftir skipun fulltrúa frá Byggðastofnun og Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í starfshópinn. Aðilar í samráði við starfshópinn setji í framhaldinu hópnum erindisbréf byggt á minnisblaði bæjarstjóra.

Bæjarráð skipar bæjarstjóra og formann atvinnu- og nýsköpunarnefndar sem fulltrúa Stykkishólmsbæjar í starfshópinn.

Bæjarráð - 630. fundur - 19.08.2021

Bæjarráð samþykkiti á 629. fundi sínum að hefja vinnu á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs bæjarstjóra og að skipa starfshóp um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi. Bæjarráð kallaði eftir skipun fulltrúa frá Byggðastofnun og Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í starfshópinn. Aðilar í samráði við starfshópinn setja í framhaldinu hópnum erindisbréf byggt á minnisblaði bæjarstjóra. Bæjarráð skipaði jafnframt bæjarstjóra og formann atvinnu- og nýsköpunarnefndar sem fulltrúa Stykkishólmsbæjar í starfshópinn.

Lögð eru fram svarbréf frá Byggðastofnun og Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, ásamt drögum að erindisbréfi.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi og býður starfshópinn velkominn til starfa.

Bæjarráð - 632. fundur - 21.10.2021

Lögð fram gögn í tengslum við vinnu starfshóps á vegum Stykkishólmsbæjar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi.

Markmið verkefnisins er að efla samfélagið og byggð í Stykkishólmi með því að skapa ný atvinnutækifæri. Í því sambandi þarf að greina þau tækifæri sem liggja í svæðisbundnum styrkleikum, þ.m.t. staðbundnum innviðum og auðlindum svæðisins, til eflingar atvinnulífs í Stykkishólmi, og styðja við það, m.a. með auknum rannsóknum og vísindastarfsemi, og efla þannig núverandi atvinnurekstur í Stykkishólmi og stuðla að atvinnuþróun og nýsköpun í atvinnulífi.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir vinnu starfshópsins.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 9. fundur - 29.11.2021

Bæjarstjóri og formaður starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi gera grein fyrir vinnu í starfshópnum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd væntir þess að tillögur starfshópsins muni leiða til eflingu atvinnu á grunni svæðisbundinna styrkleika sem mun nýtast við stefnumörkun bæjarins í atvinnumálum og stuðla að nýsköpun í Stykkishólmi og komi til með að nýtast við stækkun atvinnusvæða beggja vegna flugvallarins, sér í lagi í sambandi við uppsetningu á grænum iðngarði. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til við bæjarstjórn að gera ráð fyrir vinnu í þessu sambandi á næsta ári í fjárhagsáætlun bæjarins.

Bæjarráð - 634. fundur - 02.12.2021

Á 9. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerði bæjarstjóri grein fyrir þeirri vinnu sem starfshópu um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi hefur innt af hendi.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd vænti þess, á 9. fundi sínum, að tillögur starfshópsins muni leiða til eflingu atvinnu á grunni svæðisbundinna styrkleika sem mun nýtast við stefnumörkun bæjarins í atvinnumálum og stuðla að nýsköpun í Stykkishólmi og komi til með að nýtast við stækkun atvinnusvæða beggja vegna flugvallarins, sér í lagi í sambandi við uppsetningu á grænum iðngarði. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagði til við bæjarstjórn að gera ráð fyrir vinnu í þessu sambandi á næsta ári í fjárhagsáætlun bæjarins.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til vinnu við fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar.

Bæjarstjórn - 405. fundur - 09.12.2021

Á 9. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerði bæjarstjóri grein fyrir þeirri vinnu sem starfshópu um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi hefur innt af hendi.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd vænti þess, á 9. fundi sínum, að tillögur starfshópsins muni leiða til eflingu atvinnu á grunni svæðisbundinna styrkleika sem mun nýtast við stefnumörkun bæjarins í atvinnumálum og stuðla að nýsköpun í Stykkishólmi og komi til með að nýtast við stækkun atvinnusvæða beggja vegna flugvallarins, sér í lagi í sambandi við uppsetningu á grænum iðngarði. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagði til við bæjarstjórn að gera ráð fyrir vinnu í þessu sambandi á næsta ári í fjárhagsáætlun bæjarins.

Bæjarráð samþykkti á 634. fundi sínum tillöguna og vísaði henni til vinnu við fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 10. fundur - 07.02.2022

Bæjarstjóri og formaður starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi gerðu grein fyrir vinnu starfshópsins. Stefnt er að því að starfshópurinn skili áfangaskýrslu síðar í þessari viku og endanlegri skýrslu um mánaðarmótin febrúar - mars nk.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar því að vinnu starfshópsins miði vel og niðurstöður hans séu væntanlegar innan skamms.

Bæjarráð - 638. fundur - 24.03.2022

Lagt fram skilabréf starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi ásamt lokaskýrslu.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf og vísar tillögunum til umræðu á næsta bæjarráðsfundi.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 11. fundur - 04.04.2022

Lagt fram skilabréf starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi ásamt lokaskýrslu. Formaður nefndarinnar og bæjarstjóri gera grein fyrir helstu tillögum starfshópsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur Stykkishólmsbæ að fylgja fast eftir þeim 20 tillögum sem er að finna í lokaskýrslu starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi.

Bæjarráð - 639. fundur - 07.04.2022

Lagt fram skilabréf starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi ásamt lokaskýrslu.

Á síðasta fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til umræðu á næsta fundi.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti Stykkishólmsbæ, á 11. fundi sínum, til að fylgja fast eftir þeim 20 tillögum sem er að finna í lokaskýrslu starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra kynna tillögur og vinna áfram að málinu.

Bæjarstjórn - 410. fundur - 20.04.2022

Lagt fram skilabréf starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi ásamt lokaskýrslu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti Stykkishólmsbæ, á 11. fundi sínum, til að fylgja fast eftir þeim 20 tillögum sem er að finna í lokaskýrslu starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi.

Bæjarráð fól bæjarstjóra, á 639. fundi sínum, að kynna tillögur og vinna áfram að málinu.
Bæjarstjórn þakkar starfshópnum fyrir velunnin störf og staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

Til máls tóku:HH,HG,LÁH,GS,ÁSG og JBJ

Bókun bæjarfulltrúa O-lista:
Undirrituð þakka starfshópi um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi fyrir skýrsluna. Í skýrslunni eru margar góðar tillögur að eflingu atvinnulífs sem nú þegar hefur verið unnið að eða hafist handa við að vinna að. Í skýrslunni er jafnframt að finna tillögur sem undirrituð telja ekki hlutverk sveitarfélagsins að leggja kostnað í að greina áður en framkvæmdar- og rekstraraðili kemur að málinu s.s. kostnað við frumgreiningu á möguleika til strand- og landeldis á svæðinu eða kostnað við skipulag á jarðhitaböðum.

Okkar Stykkishólmur
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksdóttir


Tekið var fundarhlé í 15 mín.

Bókun bæjarfulltrúa H-listans:
H-listinn þakkar góða og ítarlega skýrslu sem samræmist þeim áherslum sem listinn hefur lagt upp með s.l. ár. H-listinn telur mikilvægt að uppbygging innviða styðji við atvinnulíf svæðisins og að hið opinbera reyni að tryggja að sköpuð verði á svæðinu bestu möguleg skilyrði til uppbyggingar þannig að byggja megi sterk og öflug atvinnufyrirtæki og efla þannig atvinnulíf og byggð á svæðinu. Við teljum að vert sé að velta upp öllum möguleikum til eflingar atvinnulífs á svæðinu, sem er undirstaða velferðar hvers samfélags, og hvetja til einkaframkvæmda sé það til eflingar samfélagsins. H-listinn vill að sveitarfélagið sé opið fyrir því að leggja grunn að þeim tækifærum sem liggja fyrir á svæðinu, m.a. með skipulagsvaldi sínu, þannig að framtakssamir einstaklingar sjái sér hag í að nýta þau, samfélaginu til heilla.



Hrafnhildur Hallvarðsdóttir

Gunnlaugur Smárason

Ásmundur Guðmundsson

Steinunn I. Magnúsdóttir

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 1. fundur - 19.08.2022

Bæjarstjóri gerir grein fyrir tillögu um stofnun Þekkingar- og rannsóknarseturs við Breiðafjörð, en gerð samnings milli háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis og setursins var eitt af áhersluverkefnum Samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur forsvarsmenn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að hafa forgöngu um stofnun Þekkingar- og rannsóknarsetur við Breiðafjörð staðsett í Stykkishólmi og beita sér fyrir að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið geri samning við setrið. Samningurinn taki mið af og hafi hliðsjón af samningum mennta- og menningarmálaráðuneytisins við önnur þekkingarsetur á landsbyggðinni, þar sem nánar eru tilgreind markmið og starfsemi setursins og árlegt rekstrarframlag ráðuneytisins.

Þekkingar- og rannsóknarsetur við Breiðafjörð hafi að meginmarkmiði að stuðla að auknu klasasamstarfi einstaklinga, atvinnulífs, stofnana og opinberra aðila, byggða á svæðisbundnum styrkleikum. Að auki leggi setrið áherslu á að efla menntun, menningu, rannsóknir og nýsköpun sem styðji við atvinnurekstur og að hafa frumkvæði að rannsóknaverkefnum og rannsóknastarfi sem tengjast nærumhverfinu og hvetji m.a. til sjálfbærrar nýtingu sjávarfangs og annarra auðlinda í og við Breiðafjörð.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 2. fundur - 11.11.2022

Lögð fram að nýju skýrsla um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi frá í mars 2022.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að hið sameinaða sveitarfélag vinni áfram að þeim tillögum sem fram koma í skýrslunni og horfi jafnframt til þess að styðja við ný tækifæri í atvinnumálum sem fylgja sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, t.d. í landbúnaði eða ferðaþjónustu í dreifbýli.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 2. fundur - 11.11.2022

Bæjarstjóri gerir grein fyrir beiðni bæjarfélagsins til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis um að gera samning við fyrirhugað Þekkingar- og rannsóknarsetur við Breiðafjörð sem sveitarfélagið hyggst stofna á næsta ári.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar fyrirliggjandi áformum og jákvæðri afstöðu ráðherra til þess verkefnisins.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Lögð fram að nýju skýrsla um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi frá í mars 2022. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagði, á 2. fundi sínum, áherslu á mikilvægi þess að hið sameinaða sveitarfélag vinni áfram að þeim tillögum sem fram koma í skýrslunni og horfi jafnframt til þess að styðja við ný tækifæri í atvinnumálum sem fylgja sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, t.d. í landbúnaði eða ferðaþjónustu í dreifbýli.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024

Bæjarstjóri gerir grein frá stöðu verkefnisins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 4. fundur - 19.11.2024

Lagt fram skilabréf starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi ásamt lokaskýrslu þar sem tíundaðar eru tillögur hópsins atvinnulífi í Stykkishólmi til framdráttar. Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu máls.
Starfshópur um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi skilaði af sér skýrslu árið 2022. Þar er m.a. lögð áhersla á að á frekari nýtingu svæðisbundinna náttúruauðlinda á sjálfbæran hátt og það verði gert með því að efla rannsóknir á lífríki sjávar. Til þess verði stofnað Þekkingar- og rannsóknarsetur við Breiðafjörð sem hafi það að meginmarkmiði að stuðla að auknu klasasamstarfi einstaklinga, atvinnulífs, stofnana og opinberra aðila þannig að stuðla megi að jákvæðri samfélags- og byggðaþróun á svæðinu, byggða á svæðisbundnum styrkleikum. Í sama streng tekur stýrihópur um framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar í skýrslu frá júní 2024.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar stuðningi Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við verkefnið og leggur áherslu á mikilvægi þess að það verði stofnað á vormánuðum 2025 í samræmi við stuðning ráðuneytisins þar um.

Bæjarráð - 27. fundur - 21.11.2024

Lagt fram skilabréf starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi ásamt lokaskýrslu þar sem tíundaðar eru tillögur hópsins atvinnulífi í Stykkishólmi til framdráttar.



Á 4. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar benti nefndin á að starfshópur um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi skilaði af sér skýrslu árið 2022. Þar sem m.a. er lögð áhersla á að á frekari nýtingu svæðisbundinna náttúruauðlinda á sjálfbæran hátt og það verði gert með því að efla rannsóknir á lífríki sjávar. Til þess verði stofnað Þekkingar- og rannsóknarsetur við Breiðafjörð sem hafi það að meginmarkmiði að stuðla að auknu klasasamstarfi einstaklinga, atvinnulífs, stofnana og opinberra aðila þannig að stuðla megi að jákvæðri samfélags- og byggðaþróun á svæðinu, byggða á svæðisbundnum styrkleikum. Í sama streng tekur stýrihópur um framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar í skýrslu frá júní 2024.



Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnaði stuðningi Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við verkefnið og lagði áherslu á mikilvægi þess að það verði stofnað á vormánuðum 2025 í samræmi við stuðning ráðuneytisins þar um.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?