Akstursþjónusta í Stykkishólmi
Málsnúmer 1909014
Vakta málsnúmerVelferðar- og jafnréttismálanefnd - 2. fundur - 19.11.2019
Magnús Ingi Bæringsson kemur á fund ráðsins og gerir grein fyrir tilraunarverkefni um akstursþjónustu fyrir þá einstaklinga sem vegna skertrar líkamlegrar og andlegrar færni sem rekja má til fötlunar, sjúkdóma eða aldurs komast ekki ferða sinna aðstoðarlaust.
Þá er lögð fram gögn í tengslum við fund um sem Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur og sérfræðingur hjá Samband íslenskra sveitarfélaga, hélt með fulltrúum Stykkishólmsbæjar föstudaginn 14. júní um akstursþjónustu sveitarfélaga eftir að bæjarstjóri setti sig í samband við Samband íslenskra sveitarfélaga og óskaði eftir því að fulltrúi frá þeim, sem sérþekkingu hefur á þessum málaflokki, myndi halda erindi í Stykkishólmi um málefnið fyrir fastanefndir bæjarins og svara spurningum sem þessum málaflokki tengjast.
Einnig eru lögð fram drög að reglum um akstursþjónustu Stykkishólmsbæjar.
Þá er lögð fram gögn í tengslum við fund um sem Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur og sérfræðingur hjá Samband íslenskra sveitarfélaga, hélt með fulltrúum Stykkishólmsbæjar föstudaginn 14. júní um akstursþjónustu sveitarfélaga eftir að bæjarstjóri setti sig í samband við Samband íslenskra sveitarfélaga og óskaði eftir því að fulltrúi frá þeim, sem sérþekkingu hefur á þessum málaflokki, myndi halda erindi í Stykkishólmi um málefnið fyrir fastanefndir bæjarins og svara spurningum sem þessum málaflokki tengjast.
Einnig eru lögð fram drög að reglum um akstursþjónustu Stykkishólmsbæjar.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 4. fundur - 07.09.2020
Lögð fram drög að reglum um akstursþjónustu Stykkishólmsbæjar. Magnús Ingi Bæringsson, æskulýðs- og tómstundarfulltrúi, kemur á fund nefndarinnar og gerir grein fyrir tilraunarverkefni um akstursþjónustu fyrir þá einstaklinga sem vegna skertrar líkamlegrar og andlegrar færni sem rekja má til fötlunar, sjúkdóma eða aldurs komast ekki ferða sinna aðstoðarlaust.
Verkefnið hefur verið í biðstöðu á meðan hentug lausn finnst sem getur miðað að þörfum allra sem glíma við skerta hreyfigetu. Þangað til væri hægt að skoða leiðir til þess að nýta þann bifreiðakost sem til er hjá sveitarfélaginu. Rætt var um það hvort hægt væri að samnýta þann bíl sem sér um matarsendingar. Hugsanlega væri hægt að skoða að hefja þjónustu að afmörkuðu leyti þrátt fyrir að ekki næðist að þjónusta alla fyrst um sinn.
Öldungaráð - 6. fundur - 07.12.2020
Lögð fram drög að reglum um akstursþjónustu Stykkishólmsbæjar. Bæjarstjóri, kemur á fund nefndarinnar og gerir grein fyrir tilraunarverkefni um akstursþjónustu fyrir þá einstaklinga sem vegna skertrar líkamlegrar og andlegrar færni sem rekja má til fötlunar, sjúkdóma eða aldurs komast ekki ferða sinna aðstoðarlaust.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd velti því upp á 4. fundi sínum hvort skoða mætti samnýtingu á bíl sem notaður er fyrir matarsendingar þar til varanleg lausn finnst. Hægt væri að hefja þjónustu að afmörkuðu leyti ef ekki næðist að þjónusta alla fyrst um sinn.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd velti því upp á 4. fundi sínum hvort skoða mætti samnýtingu á bíl sem notaður er fyrir matarsendingar þar til varanleg lausn finnst. Hægt væri að hefja þjónustu að afmörkuðu leyti ef ekki næðist að þjónusta alla fyrst um sinn.
Öldungarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi reglur og hvetur Stykkishólmsbæ til þess að hrinda þessu verkefni í framkvæmd.
Öldungar telur rétt að hafa í huga að útvíkka þjónustuna frekar ef vel tekst til síðar.
Öldungar telur rétt að hafa í huga að útvíkka þjónustuna frekar ef vel tekst til síðar.
Bæjarstjórn - 398. fundur - 29.04.2021
Á 626. fundi bæjarráðs voru lögð fyrir drög að gjaldskrá um akstursþjónustu eldri borgara í Stykkishólmi.
Bæjarráð samþykkti gjaldskrá um akstursþjónustu eldri borgara í Stykkishólmi og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarráð samþykkti gjaldskrá um akstursþjónustu eldri borgara í Stykkishólmi og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá um akstursþjónustu eldri borgara í Stykkishómi.
Bæjarráð - 16. fundur - 23.11.2023
Lögð fram tillaga að reglum um akstursþjónustu sveitarfélaga frá félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, ásamt núgildandi reglum um akstursþjónustu aldraðara og gjaldskrá.
Bæjarráð samþykkir að vísa reglunum til frekari vinnslu í bæjarráði.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 3. fundur - 04.12.2023
Lögð fram tillaga að reglum um akstursþjónustu sveitarfélaga frá félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, ásamt núgildandi reglum um akstustþjónustu aldraðara og gjaldskrá.
Farið var yfir útfærslu akstursþjónustu og fyrirlögð gögn. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi lýsti akstursþjónustunni í Stykkishólmi.
Bæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024
Lögð fram tillaga að reglum um akstursþjónustu sveitarfélaga frá félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, ásamt núgildandi reglum um akstursþjónustu aldraðara og gjaldskrá.
Bæjarráð samþykkti á 16. fundi sínum að vísa reglunum til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkti á 16. fundi sínum að vísa reglunum til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með fulltrúum sveitarfélaga sem aðild eiga að Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga með það að markmiði að aðlaga, samræma og ná sameiginlegri sýn á þessi mál og leggja að nýju fyrir bæjarráð.
Einnig veltir nefndin upp þeirri spurningu hvort að breyta þurfi reglunum til þess að samræma þær þörfum fatlaðra eða jafnvel semja slíkar reglur fyrir akstursþjónustu fatlaðra.