Starf skólastjóra - auglýsing
Málsnúmer 2402018
Vakta málsnúmerBæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024
Bæjarstjóri leggur til að staða skólastjóra verði auglýst og sama fyrirkomulag verði viðhaft og síðast varðandi ráðningaferli.
Bæjarráð samþykkir tillöguna, með þeirri breytingu að Ragnar Már Ragnarsson verði í stað Ragnheiðar Hörpu Sveinsdóttur í hæfninefnd, og vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn - 22. fundur - 29.02.2024
Bæjarstjóri leggur til að staða skólastjóra verði auglýst og sama fyrirkomulag verði viðhaft og síðast varðandi ráðningaferli.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð - 21. fundur - 18.04.2024
Á 22. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að staða skólastjóra verði auglýst og sama fyrirkomulag verði viðhaft og síðast varðandi ráðningaferli. Starfið var auglýst frá 15. mars til 3. apríl 2024. Bárust tvær umsóknir um stöðu skólastjóra.
Fyrir bæjarráð er lagt fram minnisblað frá Attentus þar sem lögð er fram tillaga að uppfærðri nálgun á ráðningaferli skólastjóra með það að markmiði að tryggja faglegt, sanngjarnt, gagnsætt og skipulagt ráðningarferli gagnvart báðum umsækjendum.
Fyrir bæjarráð er lagt fram minnisblað frá Attentus þar sem lögð er fram tillaga að uppfærðri nálgun á ráðningaferli skólastjóra með það að markmiði að tryggja faglegt, sanngjarnt, gagnsætt og skipulagt ráðningarferli gagnvart báðum umsækjendum.
Bæjarráð samþykkir breytingar á ráðningarferlinu í samræmi við minnisblað Attentus.
Bæjarstjórn - 25. fundur - 15.05.2024
Ragnar Ingi vÉk af fundi.
Á 22. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að staða skólastjóra verði auglýst og sama fyrirkomulag verði viðhaft og síðast varðandi ráðningaferli. Starfið var auglýst frá 15. mars til 3. apríl 2024. Bárust tvær umsóknir um stöðu skólastjóra. Bæjarráð samþykkti á 21. fundi sínum tillögu að uppfærðri nálgun á ráðningaferli skólastjóra með það að markmiði að tryggja faglegt, sanngjarnt, gagnsætt og skipulagt ráðningarferli gagnvart báðum umsækjendum í samræmi við minnisblað frá Attentus.
Ráðgjafar Attentus komu til fundar við bæjarráð/hæfninefnd til að gera grein fyrir niðurstöðu sinni á 22. fundi bæjarráðs. Málinu var þá vísað til bæjarstjórnar í samræmi við ráðningarferli.
Lögð fram tillaga bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar um ráðningu skólastjóra.
Ráðgjafar Attentus komu til fundar við bæjarráð/hæfninefnd til að gera grein fyrir niðurstöðu sinni á 22. fundi bæjarráðs. Málinu var þá vísað til bæjarstjórnar í samræmi við ráðningarferli.
Lögð fram tillaga bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar um ráðningu skólastjóra.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar um að Þóra Margrét Birgisdóttir verði ráðin skólastjóri samrekins grunn- og tónlistarskóla í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi heildarmat á hæfni umsækjenda.
Ragnar Ingi kom aftur inn á fundinn.
Skóla- og fræðslunefnd - 14. fundur - 21.05.2024
Á 25. fundi bæjarstjórnar Stykkishólms, þann 15. maí, samþykkti bæjarstjórn að ráða Þóru Margréti Birgisdóttur í stöðu skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi og Tónlistarskóla Stykkishólms. Ákvörðun bæjarstjórnar er byggð á niðurstöðu ráðgjafa Attentus sem taldi Þóru Margréti mæta best þeim kröfum sem gerðar voru í auglýsingu um starfið eftir heildarmat á hæfni umsækjenda.
Heimi er þakkað fyrir ánægjulegt samstarf.