Styrking leikskólastarfs
Málsnúmer 2302012
Vakta málsnúmerBæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 8. fundur - 16.02.2023
Bæjarstjórn samþykkti á 7. fundi sínum að vinna að styrkingu leikskólastarfs til eflingar á starfsemi skólans með bættum starfsskilyrðum, stöðuleika og aðbúnaði starfsfólks að markmiði. Í þeirri vinnu verði m.a. teknar til umræðu tillögur um betri vinnutíma. Tekin til umræðu staða þeirrar vinnu í bæjarráði ásamt umfjöllun um fjárhagsramma verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir að heimila þann fjárhagsramma sem endurspeglast í fyrirliggjandi gögnum.
Bæjarráð - 9. fundur - 21.03.2023
Lagt fram að nýju til umfjöllunar í bæjarráði verkefni í tengslum við styrkingu leikskólastarfs.
Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar og formanni skólanefndar að taka að sér yfirumsjón með verkefninu þar sem ráðgjafinn hefur gefið frá sér hluta af verkefninu sökum anna.
Skóla- og fræðslunefnd - 6. fundur - 28.03.2023
Anna Magnea Hreinsdóttir, aðjunkt við Menntavísindasvið HÍ kom til fundar á Teams
Bæjarráð fól á níunda fundi sínum forseta bæjarstjórnar og formanni skólanefndar að taka að sér yfirumsjón með verkefni sem snýr að styrkingu leikskólastarfsins þar sem ráðgjafinn hefur gefið frá sér hluta af verkefninu sökum anna. Staða málsins kynnt fyrir nefndarmönnum.
Að tillögu Önnu Magneu, sem tilbúin er til þess að leiða vinnuna í samstarfi við stjórnendur, leggur nefndin til að haldinn verði SVÓT fundur, þar sem leitað verður leiða til þess að styrkja leikskólatarfið.
Skóla- og fræðslunefnd leggur til að fundurinn verði haldinn þann 8. júní sem er hálfur skipulagsdagur á leikskólanum og að til fundarinns verði boðað starfsfólk, skóla- og fræðslunefnd, foreldraráð leikskólans, stjórn foreldrafélags leikskólans, bæjarstjórn, formaður atvinnunefndar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ásamt fulltrúa frá Snæfell.
Skóla- og fræðslunefnd leggur til að fundurinn verði haldinn þann 8. júní sem er hálfur skipulagsdagur á leikskólanum og að til fundarinns verði boðað starfsfólk, skóla- og fræðslunefnd, foreldraráð leikskólans, stjórn foreldrafélags leikskólans, bæjarstjórn, formaður atvinnunefndar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ásamt fulltrúa frá Snæfell.
Anna Magnea Hreinsdóttir yfirgaf fundinn
Bæjarráð - 11. fundur - 27.04.2023
Bæjarráð fól á níunda fundi sínum forseta bæjarstjórnar og formanni skólanefndar að taka að sér yfirumsjón með verkefni sem snýr að styrkingu leikskólastarfsins þar sem ráðgjafinn hefur gefið frá sér hluta af verkefninu sökum anna. Staða málsins kynnt fyrir nefndarmönnum.
Að tillögu Önnu Magneu, sem tilbúin er til þess að leiða vinnuna í samstarfi við stjórnendur, lagði nefndin til að haldinn verði SVÓT fundur, þar sem leitað verður leiða til þess að styrkja leikskólatarfið.
Skóla- og fræðslunefnd lagði til að fundurinn yrði haldinn þann 8. júní sem er hálfur skipulagsdagur á leikskólanum og að til fundarinns verði boðað starfsfólk, skóla- og fræðslunefnd, foreldraráð leikskólans, stjórn foreldrafélags leikskólans, bæjarstjórn, formaður atvinnunefndar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ásamt fulltrúa frá Snæfell.
Lagt fram til staðfestingar í bæjarráði.
Að tillögu Önnu Magneu, sem tilbúin er til þess að leiða vinnuna í samstarfi við stjórnendur, lagði nefndin til að haldinn verði SVÓT fundur, þar sem leitað verður leiða til þess að styrkja leikskólatarfið.
Skóla- og fræðslunefnd lagði til að fundurinn yrði haldinn þann 8. júní sem er hálfur skipulagsdagur á leikskólanum og að til fundarinns verði boðað starfsfólk, skóla- og fræðslunefnd, foreldraráð leikskólans, stjórn foreldrafélags leikskólans, bæjarstjórn, formaður atvinnunefndar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ásamt fulltrúa frá Snæfell.
Lagt fram til staðfestingar í bæjarráði.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar.
Skóla- og fræðslunefnd - 7. fundur - 23.05.2023
Skóla- og fræðslunefnd lagði til að samráðsfundur um styrkingu leikskólans í Stykkishólmi yrði haldinn þann 8. júní sem er hálfur skipulagsdagur á leikskólanum og að til fundarinns verði boðað starfsfólk, skóla- og fræðslunefnd, foreldraráð leikskólans, stjórn foreldrafélags leikskólans, bæjarstjórn, formaður atvinnunefndar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ásamt fulltrúa frá Snæfell.
Bæjarráð staðfesti tillögu skóla- og fræðslunefndar og hefur fundurinn verið boðaður.
Bæjarráð staðfesti tillögu skóla- og fræðslunefndar og hefur fundurinn verið boðaður.
Sigrún kynnti efni fundarins og hvatti alla sem hafa verið boðaðir á fundinn að mæta.
Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023
Tekið til umræðu í bæjarstjórn verkefni um styrkingu leikskólastarfs. Farið yfir stöðu verkefnisins.
Erindinu vísað til næsta bæjarráðsfundaar.
Skóla- og fræðslunefnd - 8. fundur - 19.09.2023
Lögð fram drög að skýrslu um styrkingu leikskólastarfs í Stykkishólmi.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
Farið var yfir hvað stóðu upp úr í skýrslunni. Nefndarmenn munu kynna sér sambærilegar skýrslur frá öðrum sveitarfélögum fyrir næsta fund.
Farið var yfir hvað stóðu upp úr í skýrslunni. Nefndarmenn munu kynna sér sambærilegar skýrslur frá öðrum sveitarfélögum fyrir næsta fund.
Klukkan 18:40 viku af fundi Sigrún Þórsteinsdóttir, Elísabet Lára Björgvinsdóttir, Sigríður Erna Guðmannsdóttir, Arna Sædal Andrésdóttir, Berglind Eva Ólafsdóttir og Þórný Alda Baldursdóttir.
Bæjarráð - 14. fundur - 25.09.2023
Lögð fram drög að skýrslu um styrkingu leikskólastarfs í Stykkishólmi. Skóla- og fræðslunefnd tók skýrsluna til umfjöllunar á síðasta fundi sínum.
Bæjarráð telur skýrsluna gott og mikilvægt innlegg inn í umræðuna. Í samræmi við niðurstöðu skýrslunnar telur bæjarráð mikilvægt næsta skref að vinna aðgerðaráætlun til eins árs þar sem tilgreindar verði þær aðgerðir sem styrkja eiga leikskólastarf í sveitarfélaginu, þ.m.t. stafsumhverfi. Bæjarráð óskar eftir tillögum frá skólastjóra og skóla- og fræðslunefnd í þessum efnum, sem mikilvægan lið í þeirri vinnu sveitarfélagsins að styrkja leikskólastigð.
Sveitarfélagið vinnur enn að útfærslu á betri vinnutíma.
Sveitarfélagið vinnur enn að útfærslu á betri vinnutíma.
Skóla- og fræðslunefnd - 9. fundur - 17.10.2023
Lögð fram drög að skýrslu um styrkingu leikskólastarfs í Stykkishólmi. Skóla- og fræðslunefnd tók skýrsluna til umfjöllunar á síðasta fundi sínum.
Á 14. fundi sínum taldi bæjarráð skýrsluna gott og mikilvægt innlegg inn í umræðuna. Í samræmi við niðurstöðu skýrslunnar taldi bæjarráð mikilvægt næsta skref að vinna aðgerðaráætlun til eins árs þar sem tilgreindar verða þær aðgerðir sem styrkja eiga leikskólastarf í sveitarfélaginu, þ.m.t. stafsumhverfi. Bæjarráð óskaði eftir tillögum frá skólastjóra leikskólans og skóla- og fræðslunefnd í þessum efnum, sem mikilvægan lið í þeirri vinnu sveitarfélagsins að styrkja leikskólastigð. Sveitarfélagið vinnur enn að útfærslu á betri vinnutíma.
Sérstök umræða fer einnig fram undir þessum lið um betri vinnutíma leikskólans.
Á 14. fundi sínum taldi bæjarráð skýrsluna gott og mikilvægt innlegg inn í umræðuna. Í samræmi við niðurstöðu skýrslunnar taldi bæjarráð mikilvægt næsta skref að vinna aðgerðaráætlun til eins árs þar sem tilgreindar verða þær aðgerðir sem styrkja eiga leikskólastarf í sveitarfélaginu, þ.m.t. stafsumhverfi. Bæjarráð óskaði eftir tillögum frá skólastjóra leikskólans og skóla- og fræðslunefnd í þessum efnum, sem mikilvægan lið í þeirri vinnu sveitarfélagsins að styrkja leikskólastigð. Sveitarfélagið vinnur enn að útfærslu á betri vinnutíma.
Sérstök umræða fer einnig fram undir þessum lið um betri vinnutíma leikskólans.
Í viðhengi má sjá aðgerðaráætlun Leikskólans í Stykkishólmi sbr. skýrslu um styrkingu leikskólans.
Tillögur um betri vinnutíma sem settar hafa verið fram voru ræddar. Þessar tillögur gera ráð fyrir því að:
- Lokað sé milli jóla og nýárs.
- Ef færri dagar eru á milli jóla og nýárs: hafa lokað á Þorláksmessu, ½ dag eða heilan og/eða 2.janúar, samtals verði þetta 4,5 dagar og ákveðið þegar skóladagatal er unnið þannig að foreldrar viti þetta tímanlega.
- Þá eru eftir 6 dagar.
Til viðbótar við framangreint er lagt til að foreldrar fá gjaldfrjálsan desembermánuð (einungis leikskólagjald) ef þeir skrá börnin sín í annað af tvennu (8 eða 10 daga úr leikskólanum):
Val er um tvennt:
1.
Vika fyrir eða eftir sumarfrí og dymbilvika (8 dagar).
eða
2.
Vika fyrir og eftir sumarfrí (10 dagar).
Launalaus leyfi eru einungis veitt í undantekningartilfellum samkvæmt nánari útfærslu skólastjóra.
Skóla- og fræðslunefnd styður tillögur um betri vinnutíma. Það er þó nauðsynlegt að taka mið af nemendum hvers skólaárs þar sem elsti árgangur útskrifast um sumar og því ekki hægt að fella niður gjöld fyrir þann árgang um jól næsta skólaár. Við leggjum til að á þessu skólaári verði lokað 22. desember og 2. janúar og skráningar verði krafist milli jóla og nýárs. Foreldrar þurfi að tilkynna hvort barn verði í leikskóla á milli jóla- og ný árs og hvort þau kjósi að velja leið 1 eða 2 fyrir 15. nóvember 2023 og munu þá fá greiðslur feldar niður desember 2023. Stjórnendur leikskólans muni síðan uppfæra skóladagatal í samræmi við bókunina.
Tillögur um betri vinnutíma sem settar hafa verið fram voru ræddar. Þessar tillögur gera ráð fyrir því að:
- Lokað sé milli jóla og nýárs.
- Ef færri dagar eru á milli jóla og nýárs: hafa lokað á Þorláksmessu, ½ dag eða heilan og/eða 2.janúar, samtals verði þetta 4,5 dagar og ákveðið þegar skóladagatal er unnið þannig að foreldrar viti þetta tímanlega.
- Þá eru eftir 6 dagar.
Til viðbótar við framangreint er lagt til að foreldrar fá gjaldfrjálsan desembermánuð (einungis leikskólagjald) ef þeir skrá börnin sín í annað af tvennu (8 eða 10 daga úr leikskólanum):
Val er um tvennt:
1.
Vika fyrir eða eftir sumarfrí og dymbilvika (8 dagar).
eða
2.
Vika fyrir og eftir sumarfrí (10 dagar).
Launalaus leyfi eru einungis veitt í undantekningartilfellum samkvæmt nánari útfærslu skólastjóra.
Skóla- og fræðslunefnd styður tillögur um betri vinnutíma. Það er þó nauðsynlegt að taka mið af nemendum hvers skólaárs þar sem elsti árgangur útskrifast um sumar og því ekki hægt að fella niður gjöld fyrir þann árgang um jól næsta skólaár. Við leggjum til að á þessu skólaári verði lokað 22. desember og 2. janúar og skráningar verði krafist milli jóla og nýárs. Foreldrar þurfi að tilkynna hvort barn verði í leikskóla á milli jóla- og ný árs og hvort þau kjósi að velja leið 1 eða 2 fyrir 15. nóvember 2023 og munu þá fá greiðslur feldar niður desember 2023. Stjórnendur leikskólans muni síðan uppfæra skóladagatal í samræmi við bókunina.
Bæjarráð - 15. fundur - 19.10.2023
Lögð fram drög að skýrslu um styrkingu leikskólastarfs í Stykkishólmi. Á 14. fundi sínum taldi bæjarráð skýrsluna gott og mikilvægt innlegg inn í umræðuna. Í samræmi við niðurstöðu skýrslunnar taldi bæjarráð mikilvægt næsta skref að vinna aðgerðaráætlun til eins árs þar sem tilgreindar verða þær aðgerðir sem styrkja eiga leikskólastarf í sveitarfélaginu, þ.m.t. stafsumhverfi. Bæjarráð óskaði eftir tillögum frá skólastjóra leikskólans og skóla- og fræðslunefnd í þessum efnum, sem mikilvægan lið í þeirri vinnu sveitarfélagsins að styrkja leikskólastigð. Sveitarfélagið vinnur enn að útfærslu á betri vinnutíma.
Lagðar eru fyrir bæjarráð tillögur að útfærslu á betri vinnutíma í tengslum við styrkigingu leikskólastarfs í Stykkishólmi.
Á 9. fundi skóla- og fræðslunefndar studdi nefndin fyrirliggjandi tillögur um betri vinnutíma. Nefndin tók þó fram að nauðsynlegt sé taka mið af nemendum hvers skólaárs þar sem elsti árgangur útskrifast um sumar og því ekki hægt að fella niður gjöld fyrir þann árgang um jól næsta skólaár.
Skóla- og fræðslunefnd lagði til á 9. fundi sínum að á þessu skólaári verði lokað 22. desember og 2. janúar og skráningar verði krafist milli jóla og nýárs. Foreldrar þurfi að tilkynna hvort barn verði í leikskóla á milli jóla- og ný árs og hvort þau kjósi að velja leið 1 eða 2 fyrir 15. nóvember 2023 og munu þá fá greiðslur feldar niður desember 2023. Stjórnendur leikskólans muni síðan uppfæra skóladagatal í samræmi við bókunina.
Á 9. fundi skóla- og fræðslunefndar var lögð fram aðgerðaráætlun Leikskólans í Stykkishólmi í samræmi við skýrslum um styrkingu leikskólans.
Lagðar eru fyrir bæjarráð tillögur að útfærslu á betri vinnutíma í tengslum við styrkigingu leikskólastarfs í Stykkishólmi.
Á 9. fundi skóla- og fræðslunefndar studdi nefndin fyrirliggjandi tillögur um betri vinnutíma. Nefndin tók þó fram að nauðsynlegt sé taka mið af nemendum hvers skólaárs þar sem elsti árgangur útskrifast um sumar og því ekki hægt að fella niður gjöld fyrir þann árgang um jól næsta skólaár.
Skóla- og fræðslunefnd lagði til á 9. fundi sínum að á þessu skólaári verði lokað 22. desember og 2. janúar og skráningar verði krafist milli jóla og nýárs. Foreldrar þurfi að tilkynna hvort barn verði í leikskóla á milli jóla- og ný árs og hvort þau kjósi að velja leið 1 eða 2 fyrir 15. nóvember 2023 og munu þá fá greiðslur feldar niður desember 2023. Stjórnendur leikskólans muni síðan uppfæra skóladagatal í samræmi við bókunina.
Á 9. fundi skóla- og fræðslunefndar var lögð fram aðgerðaráætlun Leikskólans í Stykkishólmi í samræmi við skýrslum um styrkingu leikskólans.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna.
Bæjarstjórn - 18. fundur - 02.11.2023
Lögð fram drög að skýrslu um styrkingu leikskólastarfs í Stykkishólmi. Á 14. fundi sínum taldi bæjarráð skýrsluna gott og mikilvægt innlegg inn í umræðuna. Í tengslum við styrkingu leikskólastarfs voru lagðar fyrir 15. fund bæjarráðs tillögur að útfærslu á betri vinnutíma í tengslum við styrkigingu leikskólastarfs í Stykkishólmi, en á 9. fundi skóla- og fræðslunefndar studdi nefndin fyrirliggjandi tillögur um betri vinnutíma. Nefndin tók þó fram að nauðsynlegt sé taka mið af nemendum hvers skólaárs þar sem elsti árgangur útskrifast um sumar og því ekki hægt að fella niður gjöld fyrir þann árgang um jól næsta skólaár.
Skóla- og fræðslunefnd lagði jafnframt til á 9. fundi sínum að á þessu skólaári verði lokað 22. desember og 2. janúar og skráningar verði krafist milli jóla og nýárs. Foreldrar þurfi að tilkynna hvort barn verði í leikskóla á milli jóla- og ný árs og hvort þau kjósi að velja leið 1 eða 2 fyrir 15. nóvember 2023 og munu þá fá greiðslur feldar niður desember 2023. Stjórnendur leikskólans muni síðan uppfæra skóladagatal í samræmi við bókunina.
Á 9. fundi skóla- og fræðslunefndar var lögð fram aðgerðaráætlun Leikskólans í Stykkishólmi í samræmi við skýrslum um styrkingu leikskólans.
Á 15. fundi sínum samþykkti bæjarráð tillöguna með áorðnum breytingum og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Fyrir bæjarstjórn er lögð fram til afgreiðslu tillaga bæjarráðs, eftir umfjöllun í skóla- og fræðslunefnd, um betri vinnutíma í tengslum við styrkingu leikskólans í Stykkishólmi. Jafnframt er lagt til að öðrum aðgerðum samkvæmt fyrirliggjandi aðgerðaráætlun og snúa að bæjarstjórn sé vísað til frekari vinnslu í bæjarráði.
Skóla- og fræðslunefnd lagði jafnframt til á 9. fundi sínum að á þessu skólaári verði lokað 22. desember og 2. janúar og skráningar verði krafist milli jóla og nýárs. Foreldrar þurfi að tilkynna hvort barn verði í leikskóla á milli jóla- og ný árs og hvort þau kjósi að velja leið 1 eða 2 fyrir 15. nóvember 2023 og munu þá fá greiðslur feldar niður desember 2023. Stjórnendur leikskólans muni síðan uppfæra skóladagatal í samræmi við bókunina.
Á 9. fundi skóla- og fræðslunefndar var lögð fram aðgerðaráætlun Leikskólans í Stykkishólmi í samræmi við skýrslum um styrkingu leikskólans.
Á 15. fundi sínum samþykkti bæjarráð tillöguna með áorðnum breytingum og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Fyrir bæjarstjórn er lögð fram til afgreiðslu tillaga bæjarráðs, eftir umfjöllun í skóla- og fræðslunefnd, um betri vinnutíma í tengslum við styrkingu leikskólans í Stykkishólmi. Jafnframt er lagt til að öðrum aðgerðum samkvæmt fyrirliggjandi aðgerðaráætlun og snúa að bæjarstjórn sé vísað til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs, eftir umfjöllun í skóla- og fræðslunefnd, um betri vinnutíma sem lið yfirstandandi vinnu við að styrkja leikskólastarf í Stykkishólmi.
Bæjarstjórn vísar öðrum aðgerðum til styrkingar leikskólastarf í Stykkishólmi, samkvæmt fyrirliggjandi aðgerðaráætlun, sér í lagi þeim sem snúa að bæjarstjórn, til frekari vinnslu í bæjarráði.
Til máls tóku:HH,JBSJ og RMR
Bæjarstjórn vísar öðrum aðgerðum til styrkingar leikskólastarf í Stykkishólmi, samkvæmt fyrirliggjandi aðgerðaráætlun, sér í lagi þeim sem snúa að bæjarstjórn, til frekari vinnslu í bæjarráði.
Til máls tóku:HH,JBSJ og RMR
Bæjarráð - 16. fundur - 23.11.2023
Lagt fram erindi frá leikskólastjórnendum.
Bæjarráð vísar erindinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð - 17. fundur - 07.12.2023
Lagt fram erindi frá leikskólastjórnendum. Á 16. fundi sínum vísaði bæjarráð erindinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu á þessum tímapunkti og vísar málinu til vinnu við næsta skóladagatal enda er aðgerðaráætlun vegna styrkingar leikskólastigsins enn í vinnslu.
Bæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024
Sigrún Þórsteinsdóttir kom á fund
Skólastjóri Leikskólans í Stykkishólmi mætir til fundar við bæjarráð vegna undirbúnings skóladagatals 2024-2025.
Bæjarráð þakkar skólastjóra yfirferðina og lýsir ánægju yfir jákvæðum áhrifum sem vinna sveitarfélagsins við styrkingu leikskólans í Stykkishólmi og fyrirliggjandi aðgerðaráætlun sem unnið er eftir hefur haft á starfsemi leikskólans. Bæjarráð samþykkir tvo undirbúningsfundi fyrir skólaárið 2024-2025 sem lið af aðgerðaráætlun sveitarfélagsins, en öðrum aðgerðum er þegar lokið eða í vinnslu. Aðgerð sem snýr að Ragnbogalandi þarfnast hins nánari skoðun og útfærslu hjá skóla- og fræðslunefnd. Bæjarráð vekur sérstaka athygli á því að það stendur til að leggja grunn að húsnæði í skógræktinni í sumar og byggja upp á næsta ári.
Sigrún Þórsteinsdóttir víkur af fundi
Bæjarstjórn - 22. fundur - 29.02.2024
Á 19. fundi bæjarráðs mætti skólastjóri Leikskólans í Stykkishólmi til fundar vegna undirbúnings skóladagatals 2024-2025. Bæjarráð þakkaði skólastjóra yfirferðina og lýsti ánægju yfir jákvæðum áhrifum sem vinna sveitarfélagsins við styrkingu leikskólans í Stykkishólmi og fyrirliggjandi aðgerðaráætlun sem unnið er eftir hefur haft á starfsemi leikskólans. Bæjarráð samþykkti tvo undirbúningsfundi fyrir skólaárið 2024-2025 sem lið af aðgerðaráætlun sveitarfélagsins, en öðrum aðgerðum er þegar lokið eða í vinnslu. Aðgerð sem snýr að Regnbogalandi þarfnast nánari skoðun og útfærslu hjá skóla- og fræðslunefnd. Bæjarráð vakti sérstaka athygli á því að það stendur til að leggja grunn að húsnæði í skógræktinni í sumar og byggja upp á næsta ári.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Skóla- og fræðslunefnd - 12. fundur - 19.03.2024
Lögð fram fyrirspurn frá íbúa varðandi þjónustu leikskólans ásamt svari bæjarstjóra við fyrirspurninni.
Lagt fram til kynningar.
Skóla- og fræðslunefnd - 16. fundur - 22.10.2024
Lögð fram tillaga um gjaldfrjálsan desember með sambærilegu fyrirkomulagi og síðastliðið ár.
Nefndin samþykkir tillögur að gjaldfrjálsum desember verði 3. janúar ekki hafður með í leiðum eitt og tvö heldur verði skráningardagur.