Staða byggingarfulltrúa
Málsnúmer 2401018
Vakta málsnúmerBæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024
Lögð fram starfslýsing byggingarfulltrúa. Lagt er til að staðan verði auglýst laus til umsóknar og að bæjarstjóra verði falið að ganga frá auglýsingu um stöðuna í samráði við ráðgjafa sveitarfélagsins í starfsmannamálum.
Bæjarstjórn - 21. fundur - 25.01.2024
Lögð fram starfslýsing byggingarfulltrúa. Lagt er til að staðan verði auglýst laus til umsóknar og að bæjarstjóra verði falið að ganga frá auglýsingu um stöðuna í samráði við ráðgjafa sveitarfélagsins í starfsmannamálum.
Bæjarráð samþykkti, á 18. fundi sínum að forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra yrði í sameiningu falið að annast undirbúning ráðningar byggingarfulltrúa, í samvinnu við hæfninefnd sem skipuð verður aðalmönnum í bæjarráði, með hliðsjón af áætlun um ráðningu forstöðumanns miðstöðvar öldrunarþjónustu. Bæjarráð samþykkti jafnframt að uppfæra verklagsreglur um ráðningar til samræmis við samþykktar skipulagsbreytingar.
Bæjarráð vísaði afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn, ásamt tillögu að áætlun um ráðningu.
Bæjarráð samþykkti, á 18. fundi sínum að forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra yrði í sameiningu falið að annast undirbúning ráðningar byggingarfulltrúa, í samvinnu við hæfninefnd sem skipuð verður aðalmönnum í bæjarráði, með hliðsjón af áætlun um ráðningu forstöðumanns miðstöðvar öldrunarþjónustu. Bæjarráð samþykkti jafnframt að uppfæra verklagsreglur um ráðningar til samræmis við samþykktar skipulagsbreytingar.
Bæjarráð vísaði afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn, ásamt tillögu að áætlun um ráðningu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ljúka við gerð endanlegs erindisbréfs og áætlunar um ráðningu í samráði við rágjafa.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ljúka við gerð endanlegs erindisbréfs og áætlunar um ráðningu í samráði við rágjafa.
Bæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024
Á 21. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að skipa aðalmenn í bæjarráð í hæfninefnd vegna ráðningar byggingarfulltrúa. Lagt er til breyting á skipan hæfninefndar þannig að Ragnar Már Ragnarsson, varamaður í bæjarráði, taki sæti Ragnheiðar Hörpu Sveinsdóttur, sem er aðalmaður í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð - 20. fundur - 18.03.2024
Lögð fram niðurstaða hæfninefndar og ráðgjafa um ráðningu byggingarfulltrúa.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu hæfnisnefndar um ráðningu byggingafulltrúa.
Bæjarstjórn - 23. fundur - 21.03.2024
Lögð fram niðurstaða hæfninefndar og ráðgjafa um ráðningu byggingarfulltrúa.
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn, á 20. fundi sínum, að samþykkja tillögu hæfnisnefndar um ráðningu byggingafulltrúa.
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn, á 20. fundi sínum, að samþykkja tillögu hæfnisnefndar um ráðningu byggingafulltrúa.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu hæfninefndar og ráðgjafa um að ráða Höskuld Reyni Höskuldsson í starf byggingarfulltrúa og felur bæjarstjóra að ganga frá ráðningasamningi við hann.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn.