Viljayfirlýsing vegna skipta á lóðum
Málsnúmer 2303004
Vakta málsnúmerBæjarráð - 16. fundur - 23.11.2023
Bæjarstjórn samþykkti á 10. fundi sínum að veita bæjarráði fullnaðarumboð til þess að ganga frá og samþykkja viljayfirlýsingu vegna skipta á lóðum við Asco Harvester, sbr. fyrirliggjandi drög, þegar minnisblað Landslaga vegna málsins lægi fyrir. Minnisblað Landslaga er lagt fram.
Bæjarstjórn - 19. fundur - 30.11.2023
Bæjarstjórn samþykkti á 10. fundi sínum að veita bæjarráði fullnaðarumboð til þess að ganga frá og samþykkja viljayfirlýsingu vegna skipta á lóðum við Asco Harvester, sbr. fyrirliggjandi drög, þegar minnisblað Landslaga vegna málsins lægi fyrir. Minnisblað Landslaga er lagt fram.
Bæjarráð samþykkti á 16. fundi sínum að ganga til samninga við Asco Harvester ehf., kt. 630216-0360, nú Isea ehf., um skipti á lóðum, Nesvegi 22A, L137230, F2116017 og nýrri óbyggð 23800 m2 lóð merkt Nesvegur 25 á deiliskipulagi, með vísan til fyrirliggjandi álits lögmanns. Bæjarstjóra var falið að ganga frá samningi í samræmi við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar og undirrita samning um skipti á lóðum.
Bæjarráð samþykkti á 16. fundi sínum að ganga til samninga við Asco Harvester ehf., kt. 630216-0360, nú Isea ehf., um skipti á lóðum, Nesvegi 22A, L137230, F2116017 og nýrri óbyggð 23800 m2 lóð merkt Nesvegur 25 á deiliskipulagi, með vísan til fyrirliggjandi álits lögmanns. Bæjarstjóra var falið að ganga frá samningi í samræmi við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar og undirrita samning um skipti á lóðum.
Tillaga frá Í-lista að afrgeiða annars vegar lóðaskipti og hins vegar að samningurinn verði tekin fyrir í bæjarstjórn. Tillaga feld með fjórum atkæðaum H-lista gegn þremur atkvæðum Í-lista.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með fjórum atkvæðum H-lista gegn þremur atkvæðum Í-lista.
Fundarhlé.
Til máls tóku:HH,SIM,RMR,JBSJ og HG
Bókun Í-lista:
Undirrituð telja að allar nýjar lóðir þurfi að auglýsa samkvæmt reglum um lóðarúthlutanir hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Því munum við greiða atkvæði á móti þessum lóðarskiptum.
Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Haukur Garðarsson.
Bókun bæjarfulltrúa H-lista:
H-listinn vekur athygli á fyrirliggjandi lögfræðiáliti þar sem kemur fram að ekkert í lögum eða reglum sveitarfélagsins standi því í vegi að sveitarfélagið skipti á lóðum við félagið í samræmi við hið nýja deiliskipulag. Að öðru leyti vísar H-listinn til fyrri bókana vegna málsins.
Bæjarfulltrúar H-listans:
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með fjórum atkvæðum H-lista gegn þremur atkvæðum Í-lista.
Fundarhlé.
Til máls tóku:HH,SIM,RMR,JBSJ og HG
Bókun Í-lista:
Undirrituð telja að allar nýjar lóðir þurfi að auglýsa samkvæmt reglum um lóðarúthlutanir hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Því munum við greiða atkvæði á móti þessum lóðarskiptum.
Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Haukur Garðarsson.
Bókun bæjarfulltrúa H-lista:
H-listinn vekur athygli á fyrirliggjandi lögfræðiáliti þar sem kemur fram að ekkert í lögum eða reglum sveitarfélagsins standi því í vegi að sveitarfélagið skipti á lóðum við félagið í samræmi við hið nýja deiliskipulag. Að öðru leyti vísar H-listinn til fyrri bókana vegna málsins.
Bæjarfulltrúar H-listans:
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Bæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024
Lögð fram viljayfirlýsing sveitarfélagsins og Isea ehf. vegna skipta á lóðum.
Lagt fram til kynningar.
Bókun.
Undirrituð telur að allar nýjar lóðir þurfi að auglýsa samkvæmt reglum um lóðarúthlutanir hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Útaf þeim ástæðum mun ég greiða atkvæði á móti þessum lóðarskiptum.
Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir