Fara í efni

Lóðarumsóknir í Víkurhverfi

Málsnúmer 2402027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024

Lagðar fram þrjár lóðarumsóknir Skipavíkur í Víkurhverfi. Um er að ræða lóðirnar Imbuvík A,B og Ð.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðum A, B og Ð samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagi í Víkurhverfi til Skipavíkur ehf. í samræmi við fyrirliggjandi göngn með fyrirvara um frágang endanlegra lóðarblaða, hæðarkóta, og þeirra skipulagsbreytinga sem unnið er að í Víkurhverfi.

Sveitarfélagið vekur athygli lóðarhafa á því að samkvæmt verkáætlun eru verklok vegna jarðvinnu við götur í hinu nýja hverfi, ásamt lagningu rafmagns-, frárennslis-, vatns-, hitaveitu-, og fjarskiptalagna, áætluð 15. júní 2024.

Bæjarráð - 26. fundur - 24.10.2024

Lagt fram erindi frá lóðarhafa varðandi Imbuvík 4 vegna fyrirliggjandi forsendubrest sökum staðsetningar á háspennustreng sem dregur úr mögulegu byggingarmagni á lóðinni ásamt öðrum þáttum sem að öðru leyti ýtir undir óhagkvæmni við uppbyggingu á lóðinni sjálfri, svo sem dýpt og nálægð við nærliggjandi lóð.
Bæjarráð sér ekki fært að veita afslætti af gatnagerðagjöldum einstakra lóðarhafa. Bæjarráð samþykkir að lóðin verði auglýst laus til úthlutunar til 4. nóvember með 30% afslætti af gatnagerðagjöldum, sem miðast við mögulegt byggingarmagn, vegna forsendubrest í tengslum við fyrirliggjandi óhagkvæmni tengt uppbyggingu lóðarinnar.

Bæjarráð - 28. fundur - 05.12.2024

Lagt fram erindi frá lóðarhafa varðandi Imbuvík 4 vegna fyrirliggjandi forsendubrest sökum staðsetningar á háspennustreng sem dregur úr mögulegu byggingarmagni á lóðinni ásamt öðrum þáttum sem að öðru leyti ýtir undir óhagkvæmni við uppbyggingu á lóðinni sjálfri, svo sem dýpt og nálægð við nærliggjandi lóð.



Á 26. fundi sínum sá bæjarráðs sér ekki fært að veita afslætti af gatnagerðagjöldum einstakra lóðarhafa. Bæjarráð samþykkti að lóðin yrði auglýst laus til úthlutunar til 4. nóvember með 30% afslætti af gatnagerðagjöldum, sem miðast við mögulegt byggingarmagn, vegna forsendubrest í tengslum við fyrirliggjandi óhagkvæmni tengt uppbyggingu lóðarinnar. Engar umsóknir bárust á umræddum tíma.



Málið tekur aftur fyrir í bæjarráði.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?