Fara í efni

Áhugi á rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810056

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 2. fundur - 20.04.2020

Halldór Árnason, formaður, setur fundinn, býður nýja nefndarmenn velkomna til starfa og stýrir fundinum. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað til að tryggja starfhæfi og til að auðvelda ákvarðanatöku í ljósi aðstæðna í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar þar um. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. Lagði formaður til að Símon Már Sturluson verði ritari nefndarinnar og var tillagan samþykkt samhljóða.

Gengið til dagskrár.
Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að stofnun þörungavinnslu við Stykkishólm. Fulltrúar Acadian Seaplants Limited mæta til fundar við nefndina til að fara yfir stöðu verkefnisins.
Á fund atvinnu- og nýsköpunarnefndar eru mætt fulltrúar frá Acadian Seaplants þau Daniel Parker Jim Keogh, Jean-Pierre Brien, Anna Ólöf Kristjánsdóttir, Ómar Kristjánsson og Ingvar Arndal Kristjánsson til viðræðna við nefndina um stöðu verkefnisins.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar um gang mála og væntir þess að viðunandi lausn finnist á nauðsynlegri orkuöflun á viðráðanlegu verði.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 5. fundur - 30.11.2020

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála við að koma á fót rannsóknar- vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi. Bæjarstjóri gerir jafnframt grein fyrir fundi frá 28. október sl. sem hann sat ásamt forseta bæjarstjórnar og formanni atvinnu- og nýsköpunarnefndar með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Kristjáni Skarphéðinssyni, ráðuneytisstjóri atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Ingva Má Pálssyni, sviðstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, um aðkoma stjórnvalda að innviðafjárfestingu m.t.t. jafns aðgengis að orku.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 6. fundur - 09.02.2021

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir væntingar bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar um að Veitur ohf. veiti þessu verkefni brautargengi þannig að það geti orðið að veruleika sem fyrst. Jafnframt er tekið undir þá ósk að Stykkishólmsbær, Veitur ohf., Stykkishólmsbær og Acadian Seaplants geri þríhliða viljayfirlýsingu um verkefnið á allra næstu mánuðum.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 7. fundur - 10.05.2021

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetja forsvarsmenn Stykkishólmsbæjar, ríkisstjórnarinnar og Veitna ohf. að finna núþegar raunhæfa lausn til að treysta innviði fyrir öflugt atvinnulíf í Stykkishólmi með því að tryggja að Veitur ohf. bori nýja hitavatnsholu í næsta nágrenni við Stykkishólm, sem er forsenda fyrir aukna atvinnustarfsemi á svæðinu líkt og þörungavinnslu sem fyrirhugað er að reisa.

Bæjarstjórn - 399. fundur - 12.05.2021

Lögð fram bókun 7. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefnd þar sem nefndin hvetur forsvarsmenn Stykkishólmsbæjar, ríkisstjórnarinnar og Veitna ohf. að finna núþegar raunhæfa lausn til að treysta innviði fyrir öflugt atvinnulíf í Stykkishólmi með því að tryggja að Veitur ohf. bori nýja hitavatnsholu í næsta nágrenni við Stykkishólm, sem er forsenda fyrir aukna atvinnustarfsemi á svæðinu líkt og þörungavinnslu sem fyrirhugað er að reisa.
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og nýsköpunarnefnd og lýsir yfir vilja sýnum til þess að vinna að farsælli lausn málsins. Theódóra sat hjá.

Til máls tóku:HH,JBJ,TM og HG

Undirrituð hefði kosið að fá að taka afstöðu til öflunar aukins hitaveituvatns alls ótengt sérstakri framkvæmd, eins og þörungaverksmiðju. Sérstaklega í ljósi þess að enn hefur ekki verið rannsakað hvaða áhrif slík verksmiðja hefur á annað lífríki en nytjaþörunga.

Undirrituð tekur jákvætt í að skoða hvort möguleikar eru fyrir hendi á öflun aukins hitaveituvatns fyrir Stykkishólm en málið þarf að skoða á grundvelli afkastagetu jarðhitasvæðisins og þarfa íbúa og samfélags til framtíðar, ekki einstaka verkefna.

Ef á annað borð á að hefja viðræður við ríkisstjórnina með það að markmiði að treysta atvinnulíf í Stykkishólmi, sbr. bókun atvinnu- og nýsköpunarnefndar, hvetur undirrituð til þess að leitað verði lausna nú þegar um að tryggja fjármagn til rannsókna á mögulegum áhrifum aukinnar þörungatekju á heildarlífríki Breiðafjarðar. Þá fyrst tryggjum við farsæla framtíð öflugs atvinnulífs.

Theódóra Matthíasdóttir

Bæjarstjórn - 400. fundur - 24.06.2021

Lögð fram viljayfirlýsing Stykkishólmsbæjar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði þar sem lýst er yfir vilja til þess að aðilar vinni saman að því að nýta fyrirliggjandi tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar í Stykkishólmi á grunni sjálfbærrar nýtingar auðlinda og styðja við verkefnið á grunni þess sem fram kemur í viljayfirlýsingunni.

Bæjarráð staðfesti, á 628. fundi sínum, viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants um rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Bæjarstjórn staðfestir viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants um rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi.

Samþykkt með 6 atkvæðum. Theódóra Matthíasdóttir sat hjá.

Bæjarráð - 629. fundur - 26.07.2021

Lagt fram erindi Acadian Seaplants Ltd., sem sent er fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags á Íslandi, þar sem sótt er formlega um lóðina við Kallhamar (NV við flugvöll) til uppbyggingar á þörungastarfsemi og óskað eftir því að Stykkishólmsbær gangi til samninga við félagið um lóðina þannig að hægt sé að hefja þá vinnu sem þarf áður en framkvæmdir hefjast í samræmi við stefnumörkun bæjarins, viðræður við félagið og fyrirhuguð uppbyggingaráform félagsins, en Acadian Seaplants Ltd. hyggst stofna íslenskt dótturfyrirtæki til þess að þróa alhliða miðstöð þörungavinnslu í suðurhluta Breiðafjarðar með aðsetur í Stykkishólmi.
Bæjarráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi áform Acadian Seaplants Ltd. og umsókn þeirra fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags um lóð á svæði Kallhamars, enda eru áformin í samræmi viðræður félagsins við Stykkishólmsbæ, tillögur ráðgjafanefndar bæjarins og stefnumörkun bæjarstjórnar. Þá eru áformin í samræmi undirritaða viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants, sem undirrituð var 16. júní 2021, um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði þar sem lýst er yfir vilja til þess að aðilar vinni saman að því að nýta fyrirliggjandi tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar í Stykkishólmi á grunni sjálfbærrar nýtingar auðlinda og styðja við verkefnið á grunni þess sem fram kemur í viljayfirlýsingunni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja undirbúning að formlegu samkomulagi við Acadian Seaplants Ltd. um fyrirliggjandi áform þar sem samið verði um allar megin forsendur fyrir samstarfi aðila, þ.m.t. um fyrirhugaða skipulagsvinnu, gjöld vegna lóðarinnar, skiptingu kostnaðar, verkáætlun, kjör lóðaleigusamnings með fyrirvara um skipulagsferlið.

Ákvörðun um formlega úthlutun lóðarinnar til félagsins er frestað þar til skipulagsferli er lokið, enda þarf að stofna og skilgreina lóðina af tiltekinni stærð með tilteknum skilmálum fyrir starfsemi félagsins áður en henni verður úthlutað.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viðeigandi breytingar á flugvallasvæði í samræmi við afgreiðslu 604. fundar bæjarráðs, en umráðandi vallarins er Isavia ohf. skv. afnotasamningi milli Stykkishólmsbæjar og Isavia ohf. f.h. ríkissjóðs.

Bæjarráð vísar skoðun á umsókn og áformum félagsins til meðferðar í skipulags- og byggingarnefnd og fyrirliggjandi áformum til umfjöllunar í atvinnu- og nýsköpunarnefnd og umhverfis- og náttúruverndarnefnd.

Bæjarstjórn - 402. fundur - 30.09.2021

Lagt fram þakkarbréf frá Jean-Paul Devenau, fh. Acadian Seaplants, ásamt tölvubréfi frá Jean-Pierre Brien þar sem stuttlega er greint frá helstu þáttum í þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi á síðustu misserum í tengslum við stofnsetningu þangvinnslu í Stykkishólmi ásamt tímaáætlun verkefnisins, en samkvæmt áætlun verkefnisins gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í ágúst 2022 og að vinnslan taki til starfa í maí 2023.

Bæjarráð þakkaði Jean-Paul Devenau fyrir svarbréfið á 631. fundi sínum. Bæjarráð þakkaði jafnframt Jean-Pierre Brien fyrir veittar upplýsingar um stöðu verkefnisins.

Þá lýsti bæjarráð ánægju sinni með þá miklu vinnu sem innt hefur verið af hendi á síðustu misserum af hálfu fyrirtækisins og hefur skilning á að COVID-19 faraldurinn hafi haft áhrif á framgang verkefnisins. Nú þegar vonandi fer að sjá fyrir endann á þessum faraldri taldi bæjarráð mikilvægt að samstarfsaðilar viljayfirlýsingar um rannsóknir og nýtingu þangs í Stykkishólmi vinni markvisst að undirbúningi atvinnu- og innviðauppbyggingar í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða nýtingu þangs í Breiðafirði svo að verkefnið geti staðist fyrirliggjandi tímaáætlun verkefnisins um að hefja framkvæmdir á árinu 2022 og starfsemi á árinu 2023.

Bæjarráð lagði áherslu á, með vísan til undirritaðrar viljayfirlýsingar, að Veitur og Acadian Seaplants komist að samkomulagi sem fyrst um það sem út af stendur í viðræðum félaganna.

Einnig er lögð fram undirrituð viljayfirlýsing Stykkishólmsbæjar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants, dags. 16. júní 2021, um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði þar sem lýst er yfir vilja til þess að aðilar vinni saman að því að nýta fyrirliggjandi tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar í Stykkishólmi á grunni sjálfbærrar nýtingar auðlinda og styðja við verkefnið á grunni þess sem fram kemur í viljayfirlýsingunni. Þá hefur Acadian Seaplants Ltd. sent fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags á Íslandi, formlega umsókn um lóðina við Kallhamar (NV við flugvöll) til uppbyggingar á þörungastarfsemi og óskað eftir því að Stykkishólmsbær gangi til samninga við félagið um lóðina.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti, á 8. fundi sínum, bæjarstjóra og bæjarstjórn að fylgja vel á eftir viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants frá 16. júní sl., um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði og að ganga til samninga við félagið um lóðina við Kallhamar. Bæjarráð tók, á 631. fundi sínum, undir hvatningu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur atvinnu- og nýsköpunarnefndar og bæjarráðs og lýsir yfir vilja til þess að fylgja vel á eftir viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants frá 16. júní sl., um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði og að gengið verði til samninga við félagið um lóðina við Kallhamar í samræmi við viljayfirlýsinguna og afgreiðslu bæjarráðs þar um.

Til máls tóku:HH og LÁH

Bæjarráð - 632. fundur - 21.10.2021

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála og næstu skrefum í tengslum við viljayfirlýsingu milli Stykkishólmsbæjar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða nýtingu þangs í Breiðafirði.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 9. fundur - 29.11.2021

Lagt fram minnisblað um stöðu mála í framhaldi af viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants, sem undirrituð var 16. júní 2021, um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjóra og bæjarstjórn að fylgja vel á eftir viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants frá 16. júní sl., um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði og minnir á tímafresti samkvæmt samkomulaginu um að samkomulag skuli hafa nást fyrir 31. desember 2021.

Bæjarráð - 634. fundur - 02.12.2021

Á 9. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerði bæjarstjóri grein fyrir stöðu mála í framhaldi af viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants, sem undirrituð var 16. júní 2021, um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti, á 9. fundi sínum, bæjarstjóra og bæjarstjórn að fylgja vel á eftir viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants frá 16. júní sl., um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði og minnti á tímafrest samkvæmt samkomulaginu um að samkomulag skuli hafa nást fyrir 31. desember 2021.

Fyrir bæjarráð eru lögð fram drög að samkomulagi Acadian Seaplants og Stykkishólmsbæjar.
Bæjarráð fagnar því að drög að samkomulagi við Acadian Seaplants liggur fyrir og felur bæjarstjóra að ganga til samnnga og senda drögin á félagið.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 10. fundur - 07.02.2022

Bæjarstjóri og formaður atvinnu- og nýsköpunarnefndar gera grein fyrir stöðu málavarðandi áform Acadian Seaplants um að reisa þörungavinnslu við Kallhamra.Fyrir liggja samningsdrög milli Stykkishólmsbæjar og Acadian um skipulagsvinnu og vilyrði fyrir lóð.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar því að líkur á ákvörðun Acadian Seaplants um að reisa þörungavinnslu við Kallhamra séu meiri en áður. Nefndin hvetur bæjarstjórn til að flýta vinnu við skipulag á atvinnulóðum við Hamraenda og Kallhamra og kynna möguleika svæðisins fyrir fjárfestum.

Bæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022

Á 10. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar var gerð grein fyrir stöðu mála varðandi áform Acadian Seaplants um að reisa þörungavinnslu við Kallhamra. Fyrir liggja samningsdrög milli Stykkishólmsbæjar og Acadian um skipulagsvinnu og vilyrði fyrir lóð.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnaði því að líkur á ákvörðun Acadian Seaplants um að reisa þörungavinnslu við Kallhamra séu meiri en áður. Nefndin hvatti bæjarstjórn til að flýta vinnu við skipulag á atvinnulóðum við Hamraenda og Kallhamra og kynna möguleika svæðisins fyrir fjárfestum.
Framlagt til kynningar.

Bæjarstjórn - 408. fundur - 24.02.2022

Á 10. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar var gerð grein fyrir stöðu mála varðandi áform Acadian Seaplants um að reisa þörungavinnslu við Kallhamra. Fyrir liggja samningsdrög milli Stykkishólmsbæjar og Acadian um skipulagsvinnu og vilyrði fyrir lóð.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnaði því að líkur á ákvörðun Acadian Seaplants um að reisa þörungavinnslu við Kallhamra séu meiri en áður. Nefndin hvatti bæjarstjórn til að flýta vinnu við skipulag á atvinnulóðum við Hamraenda og Kallhamra og kynna möguleika svæðisins fyrir fjárfestum.
Framlagt til kynningar.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 23.06.2022

Lagt fram uppfært formlega minnisblað frá Acadian Seaplants, dags. 27. apríl 2022, um stöðu verkefnis og fyrirhuguð áform við uppbyggingu á þörungavinnslu við Kallhamra. Þá eru jafnframt lögð fram uppfærð drög að samningi milli Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og Acadian Seaplants, sem er í vinnslu.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 18.08.2022

Lagt fram bréf frá Sólrúnu Kristjánsdóttur, framkvæmdastýru Veitna, varðandi öflun á heitu vatni og samningsstöðu Veitna gagnvart öðru atvinnulífi á svæðinu.
Bæjarráð telur að ekki séu fyrir hendi forsendur til þess að viljayfirlýsing hamli frekari atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu og telur að Veitum sé heimilt að semja við þá aðila sem hyggjast setja á fót atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu og þurfa á heitu vatni að halda í sinni starfsemi.

Bæjarráð leggur á sama tíma áherslu á að aðilar viljayfirlýsingar haldi áfram að vinna að atvinnuuppbyggingu á Kallhömrum á grunni viljayfirlýsingarinnar með þeim forsendubreytingum sem önnur atvinnuuppbygging muni hafa á áform Acadian Seaplants og annarra áhugasamra fyrirtækja sem lýst hafa yfir áhuga sínum á uppbyggingu atvinnulífs í sveitarfélaginu verði framboð á heitu vatni aukið með nauðsynlegri fjárfestingu í innviðum.

Vegna mikils áhuga á uppbyggingu á atvinnustarfsemi á svæðinu, sem nýtt geti heitt vatn, hvetur bæjarráð Veitur til þess að hraða innviðauppbyggingu á svæðinu þannig að mögulegt sé að anna eftirspurn eftir heitu vatni og þannig fjölgun íbúa í sveitarfélaginu, enda eru bein tengsl á milli áætlunar sveitarfélagsins um fjölgun íbúa og fjölgun atvinnutækifæra vegna stofnsetningar nýrrar atvinnustarfsemis í kjölfar aukins framboðs á heitu vatni á svæðinu. Sveitarfélagið horfir sérstaklega til þess heita vatns sem í boði er í þeirri holu sem staðsett er á Arnarstöðum sem og til enn frekari öflunar heits vatns sem finna má á svæðinu, t.d. í námunda við Kóngsbakka.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 1. fundur - 19.08.2022

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála í samskiptum bæjaryfirvalda við forsvarsmenn Acadian Seaplants.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar því að forráðamenn Acadian Seaplants hafa ekki breytt áformum sínum um að reisa þörungavinnslu við Kallhamar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 2. fundur - 11.11.2022

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu uppbyggingar Alcadian Seaplants í sveitarfélaginu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar fyrir kynninguna og vísar til fyrri bókana vegna málsins

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 2. fundur - 11.11.2022

Bæjarstjóri gerir grein fyrir samskipum sínum við forsvarsmenn Veitna ohf.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir fyrirhuguðum fundi með forsvarmönnum Veitna ohf. í næstu viku þar sem ræða á framtíðarorkuþörf fyrir sveitarfélagið, m.a. vegna þeirrar eftirspurnar sem er eftir heitu vatni í samfélaginu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur þunga áherslu á að Veitur hraði innviðauppbyggingu á svæðinu þannig að mögulegt sé að anna eftirspurn eftir heitu vatni og þannig fjölgun íbúa í sveitarfélaginu, enda eru bein tengsl á milli áætlunar um fjölgun íbúa í sveitarfélaginu og fjölgun atvinnutækifæra vegna nýrrar atvinnustarfsemi sem ræðst af framboði á heitu vatni á svæðinu. Verið sé að horfa til þess heita vatns sem í boði er í þeirri holu sem staðsett er á Arnastöðum sem og til frekari öflunar heits vatns sem finna má á svæðinu, t.d. í námunda við Kóngsbakka.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um stöðu uppbyggingar Acadian Seaplants í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Á 2. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerði bæjarstjóri grein fyrir fyrirhuguðum fundi með forsvarmönnum Veitna ohf. í næstu viku þar sem ræða á framtíðarorkuþörf fyrir sveitarfélagið, m.a. vegna þeirrar eftirspurnar sem er eftir heitu vatni í samfélaginu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagði þunga áherslu á að Veitur hraði innviðauppbyggingu á svæðinu þannig að mögulegt sé að anna eftirspurn eftir heitu vatni og þannig fjölgun íbúa í sveitarfélaginu, enda eru bein tengsl á milli áætlunar um fjölgun íbúa í sveitarfélaginu og fjölgun atvinnutækifæra vegna nýrrar atvinnustarfsemi sem ræðst af framboði á heitu vatni á svæðinu. Verið sé að horfa til þess heita vatns sem í boði er í þeirri holu sem staðsett er á Arnastöðum sem og til frekari öflunar heits vatns sem finna má á svæðinu, t.d. í námunda við Kóngsbakka.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 01.12.2022

Ívar Pálsson lögfræðingur kom inn á fundinn í gegnum Teams.
Lögð fram uppfærð drög að samning við Acadian Seaplants.

Ívar Pálsson, lögmaður, kemur til fundar við bæjarráð og gerir grein fyrir stöðu viðræðanna.
Bæjarráð fagnar nýjun drögum að samningi og felur bæjarstjóra að vinna áfram að samningagerð í samræmi við umræður á fundinum.
Ívar vék af fundi.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 8. fundur - 16.02.2023

Á 6. fundi bæjarráðs voru lögð fram uppfærð drög að samning við Acadian Seaplants. Ívar Pálsson, lögmaður, kom til fundar við bæjarráð og gerði grein fyrir stöðu viðræðanna. Bæjarráð fagnaði nýjun drögum að samningi og fól bæjarstjóra að vinna áfram að samningagerð í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Ívar Pálsson, lögmaður, kom inn á fundinn.
Lögð fram uppfærð drög að samning við Acadian Seaplants, ásamt tillögum félagsins að endanlegum samningi. Ívar Pálsson, lögmaður, gerir grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóra verði falið í samvinnu með Ívari Pálsson, lögmann, að vinna málið áfram og ræða við Acadian Seaplants í samræmi við umræður á fundinum og stefna á að leggja fram lokadrög að samningi fyrir næsta bæjarráðsfund.
Ívar Pálsson, lögmaður, víkur af fundi.

Bæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarráð vísar málinu til næsta fundar.
Getum við bætt efni síðunnar?